Þjóðviljinn - 17.09.1988, Qupperneq 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar
HALLGRÍMUR
Stjómin
er dauð
Ríkisstjóm Þorsteins Páissonar gaf upp öndina í
tveimur áföngum í gær. Fyrst á fundi formanna
stjórnarflokkanna og síöan í beinni útsendingu á
Stöö tvö þar sem þeir Steingrímur Hermannsson og
Jón Baldvin Hannibalsson veittust aö forsætisráð-
herranum fyrir „rýtingsstungu í bakið“ á fjármálaráð-
herranum. Rýtingsstungan var augljós kosninga-
bomba Þorsteins um aö leggja af matarskattinn,
sem kenndur hefur veriö viö Jón Baldvin en er
auövitaö á ábyrgð allra stjórnarflokkanna sameigin-
lega einsog utanríkisráðherrann viðurkenndi.
Það kom raunar skýrt fram í viðtali Nýs Helgar-
blaðs Þjóðviljans í gær við Steingrím Hermannsson
að ríkisstjórnin er búin að vera og steindauð.
Formaður Framsóknarflokksins segir í viðtalinu
við Nýja Helgarblaðið að hann sé „orðinn ákaflega
hvekktur á þessu frjálshyggjuliði" sem ráði ferðinni í
Sjálfstæðisflokknum, og náist ekki samkomulag
núna um helgina eigi forsætisráðherra að segja af
sér. Steingrímur fer eins nálægt því í Nýja Helgar-
blaðinu að lýsa stjórnina dauða og hægt er fyrir
mann sem enn situr í ríkisstjórn, og er farinn að huga
opinberlega að öðrum stjórnarkostum. Steingrímur
segir að hann telji minnihlutastjórn koma til álita fram
að kosningum, -og hann brosir til vinstri í viðtalinu,
talar um óskastjórn án þátttöku frjálshyggjuliðsins í
Sjálfstæðisflokknum.
Steingrímur hefur alltaf talað mikið. En svona
segja ekki forystumenn í ríkisstjórn hafi þeir ein-
hverja von um að hún haldi áfram.
Hráskinnaleikurinn yfir höfuðsvörðum ríkisstjórn-
arinnar er búinn að vera harla langdreginn og leiði-
gjarn. Hitt er þó verra að þessi íþróttakeppni er háð á
kostnað þjóðarinnar, og reikningurinn hefur vaxið
dag frá degi jafnframt því sem vopnaskipti stjórnar-
flokkanna verða sífellt fjær því að snúast um sjálfa
landstjórnina.
Tæknilegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar er bæði
fáránlegt og hættulegt, og það þeim mun heldur sem
aðrir kostir finnast en þeir sem deilt er um milli ráð-
herranna með vel meintum rýtingsstungum fram og
aftur.
Alþýðubandalagið hefur sett fram ítarlegar tillögur
um aðgerðir í efnahags- pg atvinnumálum, aðgerðir
sem leysa hagstjórnarvandann með öðrum aðferð-
um en kjaraskerðingu. Helstu samtök launafólks
hafa í ályktunum bent á svipaðar leiðir.
Ríkisstjórnin er dauð. Þjóðin á sjálfsagða kröfu á
að formlegt dánarvottorð verði undirritað hið snar-
asta og fundin ný ríkisstjórn, helst með kosningum
sem allra fyrst.
Formaður Alþýðuflokksins lét í gær í Ijós efa-
semdir um eiginlegan höfundskap þeirra tillagna
sem Þorsteinn Pálsson rak á kaf í bakið á honum, og
það er meira en sennilegt að Þorsteinn láti stjórnast
af misjöfnum ráðgjöfum í vondri stöðu.
En takist forsætisráðherranum að ná áttum svo-
litla stund hlýtur hann að sjá að það er beinlínis
skylda hans að setjast uppí bílinn til Bessastaða.
Strax í dag.
-m
Escusi. Afsakið, en cr þetta vagn-
inn til Assisi? Ég spyr og svarið er
rétt. Hitinn stígur með mér upp í
langa ferðabifreið og ég sest skugga-
megin ásamt fjórum öðrum, konum
úr ítölskum sveitum og höfum sæti á
milli okkar. í>ær blaða í dægurritum á
leiðinni, skoða leynimyndir úr fókus
af frægu berbrjósta fólki á ströndum
Sardínu. Meðferðis mér er hinsvegar
aðeins ein salamisamloka, ferskja og
flaska af gosvatni auk 79 síðna bókar:
„The complete works of Giotto".
Æviverk fyrsta listmálara þessa
heims. Snögglega snýr rútan á rétta
leið og öllum á óvart verður skugginn
á hinni sætaröðinní þegar út á
hraðveg er komið. Konurnar fjórar
færa sig yfir en ég sit einn eftir í sólinni
án þess að ég veiti fyrir mér svita sem
sprettur fram á ennið og undan er-
munum.
Siestan líður í brotalínum eftir
brautinni og sveitirnar framhjá eru án
mannaferðar, gluggahlerarnir á hús-
unum eru aftur og hundarnir hafa
höfuð á þröskuldum útidyranna. Á
ökrunum lúta sólblómin höfði undan
við þessar óhagganlegu myndir sem
þó lifna í sífellu. Höfuð okkar sýning-
argesta snúast líkt og að kvikmynd á
tjaldi, hverfa inn í heim listrænnar
alúðar og sögunnar um hinn frelsaða
Frans og góðverk hans. Frans gefur
fátækum og samkynhneigðum upp-
gjafahermanni frakkann sinn. Frans
stígur í extasíu upp til himna og
heilsar Kristi. Frans afhendir reiðum
föður sínum föt sín og kemur nakinn
fram.
Augu mín fylgja myndasögunni og
furða sig yfir hverri mynd, þcssum
einfalda skýrleika, þessari alúðar-
næmi í bland við nævískan klaufaskap
sem þó er aðeins til að auka á innri
gleði manns yfir 700 ára gömlu tví-
víðu verki. Tíminn fellur af úlnlið
mínum og týnist í þessari myndrænu
upplifun, mínútur verða að litum,
svona líka einföldum og stórfeng-
legum, sekúndur að heilögum and-
litum. Það er engu líkara en að hér sé
maðurinn að mála í fyrsta sinn, fyrstu
myndir mannkynsins. Það er sigrandi
gleði og stolt sem skín hér af hverri
klæðisfellingu og úr hverjum augna-
og má sanna kenningu hans. Það
stöðvar enginn ítali bíl sinn fyrir sýni-
legum eða ósýnilegum útlendingi
undir augljósu miðnætti. Ég færi mig
upp á sjálfa súper-ströduna í fárán-
lega bjartsýnni von og stend þar ann-
an hálfan tíma þar til ég gef að lokum
upp þessa sömu von, en veifa af rælni
framan í síðasta bíl, sem raskar óvart
plani mínu og stöðvar.
Escusi, segi ég um leið og ég stíg
um borð. En dýrðin endist ekki, 17
kílómetrum síðar er ég í vegkantinum
á ný og horfi á eftir 70 öðrum óförn-
um hverfa hver í fótum annarra fyrir
fullum ljósum á jafnmiklum hraða á
klukkustund. Fyrir brunandi bifreið-
um stend ég einmanalegur og escusi-
legur, nóttin sverfur kulda að mér
yfirhafnarlausum, frakka minn hafði
ég áður gefið vesælum þurfaling. Og
tunglið skín af fyllingu yfir mér og það
er sem ég stígi upp á handgerðu guf-
uskýi í átt að himni í einskonar extas-
íu. En Kristur birtist hvergi, ekki
frekar en viðmótsþýður ökumaður og
að tveimur aukatímum loknum þrýt-
ur putta-þolinmæði mína, þýtur
Heilagur Frans
frá Escusi
henni síga einnig augnalokin á sam-
ferðafólki mínu. Pað dottar, án þess
þó að hafa mikið af tíma ferðarinnar,
hún tekur sína 2 og sinn hálfa tíma
með 10 mínútum á hallandi plani í
Perugia. Að þeim loknum verður
landslagið fjöllugra og undirlendið
láréttara þar til það verður að full-
kominni sléttu á milli heiðarlegra
fjalla sem haf kollvik upp úr skógi,
eru ber um sig ofan, langþráðum ís-
lendingi til heiðurs. Alsett smáum
kornreitum er láglendið skreytt há-
vöxnum sedrusviði og kirkjuturnum
sem hækka eftir því sem nær dóm-
kirkju þeirra dregur. Frammi fyrir
henni staðnæmist rútan.
Escusi, en getur þetta þó verið
kirkja heilags Frasescos spyr ég, og
nei, heilagur lögregluþjónn bendir
mér upp í brekkuna þar sem við blasir
kastalaborg í klettum, líkt og undir
drynji áhrifavekjandi kvikmyndatón-
list. Assisi, fagurlega höggvin út úr
hlíðinni með fjórum stórkirkjum og
óteljandi klausturreglum. f öðrum
vagni skilar mér, nú nestislausum,
étið hafði ég það fyrir hálfri stundu,
ásamt öðru hundraði vélvæddra og
myndtekinna þýskra húsmæðra í or-
lofi, skilar mér alla leið uppí efri kir-
kju séra heilags Frans frá Assisi. Og
einmitt þar fer að eilífu fram besta
málverkasýning heimsins, þar á veg-
gjunum er um aldur myndskreytt ævi
dýrðlingsins fræga gerð af öðrum og
mér sannari meistara, sjálfum Gi-
otto, besta málara okkar manna og
þó til annarra tegunda væri leitað.
Það er því óskiljanlegt en þó skiljan-
legt að í minjagripaverslunum skuli
hvergi minnst á listamanninn, heldur
aðeins á dýrðlinginn. Hvers eigum
við listamenn að gjalda?
49 freskómálverk máluð á ofan-
verðri Sturlungaöld af ófríðum manni
sem frelsaði málaralistina úr viðjum
hinna einföldu helgimynda svo úr
varð hið vestræna málverk sem hélt
okkur listamönnum uppteknum í rúm
600 ár eða þar til Bandaríkjamaður-
inn Robert Rauschenberg batt illu
heilli snöggan enda á þá ljúfu hefð.
Fólkið fyllir sætaraðirnar á milli
myndveggjanna tveggja og knýr
áfram þolinmæði sína með taktviss-
um slögum blævængjanna, það bíður
eftir því að munkurinn við altaris-
míkrófóninn hefji þulu sína, tcxtann
kima. Og byggingar, hafið þér séð
slíkar byggingar fyrr? Turnar. Og
landslag. Eða sauðir? Þvílík hunda-
heppni og byrjendasnilld! Tækni-
brellur endurreisnar og fullkvæmni
handbragðs hennar hverfa aftur í hug
minn um leið og framan á ennið
seytlar sviti í stafi: Giotto!
Að fimm tímum loknum er öllu
lokað og allt um seinan. Allar lestir á
bak og burt, jafnvel peningarnir úr
vasa mínum. Ég sit undarlega glaður
og daufur í senn í miðjum veitingasal
lestarstöðvarkaffiteríunnar og hugsa
ráð yfir galtómum maga. Hávaði
berst úr risastóru sjónvarpstæki í
horni salarins og snýr ítölskum bjór-
höfðum í átt sfna: Lokakvöldið í
keppninni um ungfrú Úmbríu ’88. Af
hógværð rís ég á fætur og yfirgef
hégómann undarlega saddur og
svangur í senn og læt berast með
tveimur nýkynja systrum út á planið
fyrir framan stöðina. Escusi segi ég
sem fyrr og þær hlæja með mér í ensk-
um popp-frösum út aðallega götu og
beygja mér inn í aðra hliðargötu.
Ég tek eftir því að hópur af dúfum
eltir mig að næsta horni þar sem mér
tekst að hrista þær af mér, stöðva full-
an krakkabíl og treð mér inn í hann
með escusi á vör, strákarnir láta stelp-
una frammí á meðan. Mér góðrar
fortúnu óskandi kveðja þessi
heilbrigðu ungmenni mig við rætur
ógnvekjandi hraðbrautar sem hvín
yfir höfði manns í næturmyrkrinu.
Ég tek mér markvissa stöðu við
sveigðan afleggjara að henni og hef
putta í annarri hönd en hvítan
plastpoka í hinni, í honum eru nú að-
eins eftir bókin góða með öllum verk-
um meistarans auk sólvarnarhúfu
sem á stendur Michael Jackson
World Tour ’88, Pepsi, sólgleraugna
og orðabókar í vasaformi + smálegur
Toscanelli-.vindlapakka um hálfétinn
síðasta stubb. Að lokinni hálftíma-
langri biðstöðu stöðvar loks maður
einn að baki mér, en því miður aðeins
fótgangandi, fúlskeggjaður og larfa-
legur. Hann vottar mér samúð sína og
klykkir út með formælingum um
landa sína, þeir taka þig aldrei upp í,
þetta eru væringjar, á morgun mun
þjóð þessi ekki verða lengur til! Ég
þakka hreystinguna og hann heldur
sinnar óvissu leiðar, en ég stend eftir
áfram eftir hraðveginum í tveimur
miskunnarlausum Alfa Romeo bifr-
eiðum. Ég leita annarra Ijósa og
kyrrstæðari í nærsveitinni við veginn
og feta mig hægt í átt að stóru gulu
skilti sem lésa mér lausnarorðin:
Motel, tennis, swimming-pool,
sauna. Einmitt það sem ég þarf núna.
Tennis.
Escusi, kveð ég enn eitt sinnið,
dregnum fótum í sótthreinsuðu and-
dyri og lobbýi með alþjóðlegum og
einkennislausum svip. Aðframkom-
inn andvarpa ég framan í spænskan
næturvörðinn sem hefur rauða hvítu í
hægra auga, þegar hann svarar mér í
50.000 lírum fyrir einfalt rúm fyrir
einfaldan mann með 8 staðnar stundir
í fótum og maga tóman af listrænni
auðmýkt og lítilþægni gagnvart snilld-
inni. 50.000 kall fyrir einn skitinn og
ómerkan íslending að bæla kodda og
velkja lak. Heilagur Frans! Af heil-
ögum Fransi hef ég ekki slíku fé að
fagna hér í miðju ó-landi ftalíu-
skagans og rölti aftur út og á bekk í
lystigarð þessa lúxushótels sem aug-
Iýsingar prísa sem heim út af fyrir sig.
Á járni studdan trébekk má ég
höfði halla svo gott sem ber og hafa
bókina góðu um Giotto fyrir mitt eina
skjól, hana hef ég fyrir kodda og læt
tunglið um að verma samankrepptan
líkama minn og sál sem þó er volg og
helst volg af upplifun dagsins. Mér
gengur illa að sofna fyrir ljósaskiltinu
sem vofir yfir mér og blikkar í sífellu
eins og til áminningar um uppábúið
rúm og sífelldar freistingar holdsins á
óteljandi sjónvarpsrásum: Motel,
Motel, Motel. Að liðinni miðri nóttu
vakna ég upp við skáldaðan draum
um að vörðurinn standi yfir mér til að
rukka um bekkinn. Ég skýst á fætur
og aftur inn og næ að kjökra verðið á
herberginu niður um heilar 5.000 lír-
ur með nokkrum einföldum excusi-
kveðjum. Undir hlýja sæng í ómann-
legu herbergi sem gist hefur um 5.000
manns hverf ég, hverf ég úr hlutverki
pílagrímsins. I sjónvarpinu dansar
Ciccolína Escusi.
- á herbergi 41 á Motel Apogeo
viö þjóbraut E6 nálægt Bettu-
oli. 25. ágúst 1988, morguns.
- Hallgrímur
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík
Sími681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé.
Fróttastjóri : LúövíkGeirsson.
Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson,
Hjörteifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason,
Páll Hannesson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, SævarGuðbjörnsson, Þor-
finnur ómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrlf8tofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrlfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
AuglýsingastjórhOlgaClausen.
Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Síma varsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreið8lu-ogafgreiöslu8tjóri:BjörnlngiRafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innhelmtumenn: Katrín Báröardóttir, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar. 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mónuði: 800 kr.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1988