Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 14
I
„Án járnbrauta er alls ekki unnt aö lifa menningarlífi! sagði einn ötulasti talsmaöur þessa samgöngutækis í
sinni sjálfsævisögu; Jóhannes heitinn Birkiland, rithöfundur. Þessi partursamgönguþróunarinnar gekk þó
hjá garöi hér á landi, og er myndin sú arna af einustu „íslensku" járnbrautinni. Eimvagninn er í Árbæjarsafni.
Samgöngur
LADA LADA LADA
þjónusta
Eram með:
Smurþjónustu fyrir Lada
Ljósastillingar
Mótorstillingar
10.000 km skoðun
Hemalviðgerðir
Pústviðgerðir
Endurskoðun fyrir Bifreiðaeftirlitið
Allar almennar viðgerðir fyrir Lada
Ath. Rmglulegt eftirlH eykur öryggl og endlngu bílslns
. Opið: mán-fímmtud. 8-18
föstudege 8-15.30
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
AUÐBREKKU 4, KÓPAVOGI, SÍMI 46940
Eða hvað þeir nú heita
„bílskrjóðarnir“
Bílar eða járnbrautir? Ýmsum þótti glapræði á sinni tíð að við
skyldum hoppa yfir járnbrautarstigið og höfðu litla trú á að bílarnir
dygðu einir og sér
Bíllinn er án alls samjafnaö-
ar okkar helsta samgöngu-
tæki, og er þessi yfirburða-
staða hans enn óskoraðri fyrir
þá skuld að við misstum af -
eða slepptum - járnbrauta-
stiginu í samgönguþróuninni.
Þrátt fyrir mikinn áhuga á
tímabili - nafnið á tímaritinu
Eimreiðinni er þannig engin
tilviljun - varð aldrei neitt úr
neinu, ef undan er skilinn bút-
ur ofan úr Öskjuhlíð og niður
að höfn, en að hluta til var
tilhoggna grjótið í Reykjavík-
urhöfn flutt á járnbrautarspori
þaðan.
Rithöfundurinn Jóhannes
Birkiland sem kunnastur er fyrir
sjálfsævisögu sína: Harmsaga æfi
minnar, var einn þeirra sem gekk
hvað harðast fram í baráttunni
fyrir járnbrautagerð á íslandi á
sínum tíma og var ekkert að skafa
utan af hlutunum frekar en hann
var vanur: „Án járnbrauta er alls
ekki unnt að lifa menningarlífi!,“
cner
HITABLASARI
Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, ffyrir báta, bíl Varahlutir og viðgerðarþjónusta. a og vinnuvélar.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
SB I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. ■■ Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. RAFBRÚ SF. Helgi Sigurjónsson Helgalandi 1, Mosfellssveit 91-667073
segir í Harmsögunni, og síðan í
beinu framhaldi: „Járnbrautirnar
eru lífæðar allra þeirra landa, þar
sem hjartaslög hinna sönnu fram-
fara bergmála í athöfnum og vel-
megun þjóðanna, sem slík lönd
byggja.
Þetta eru líka hyggindi sem í
hag eiga að koma hjá skáldinu:
„Lægi t.d. járnbraut frá Reykja-
vík til Akureyrar, gæti ég farið
með hraðlestinni snemma morg-
uns, verið um kyrrt á Akureyri
meginhluta dagsins, er myndi
nægja til þess að hitta að máli og
líklega selja bækur næstum öllum
þeim fáu mönnum, er myndu
geta séð af aurunum í þessu
skyni; lagt svo af stað með hraðl-
estinni og verið kominn hingað
heim aftur fyrir náttmál." En
þess er að vísu skylt að geta að
bókin sem hér er vitnað til kom út
í stríðslok, og eitthvað hafa nú
vegirnir skánað síðan.
I járnbrautarhamnum rennur
Jóhannesi sem vonlegt er til rifja
að hann skuli vera sá eini sem er
vakandi í þessu máli; „öll þjóðin
steinsefur andvaralausum svefni
glötunarinnar, þar eð hún þekkir
ekki sinn vitjunartíma, því að
hana skortir algerlega skilning á
mikilvægi járnbrauta, sem eru þó
alveg óumflýjanlega hagsmuna-
mál allrar þjóðarinnar."
Og niðurstaðan er afdráttar-
laus: „Viðurkennt er af skynbær-
um mönnum, að ísland sé ekki
numið land að heitið geti. Alls
staðar á jörðunni hafa járnb-
rautir farið á undan landnámi,
eða það hefur verið hafið í
fullvissu um járnbrauta-
sambönd áður langur tími liði.
Ekkert landnám hefur getað þrif-
izt án járnbrauta! ísland er háð
sömu eðlislögum og önnur lönd
jarðarinnar!
Án járnbrauta verður ísland
ónumið land að kalla að eilífu,
þrátt fyrir þúsundir „Jeppa,“ eða
hvað þeir nú kunna að heita
bflskrjóðarnir, sem verða látnir
fylla hina háu tölu!“
HS
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN