Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR # Þensluböl og þensluskortur Ég Skaöi, hef alltaf reynt að standa mínar pligtir sem meðvitaður þegn í landinu. Þess vegna hefi ég lagt það á mig að skilja menn þegar þeir tala um neikvæðan fjármagnskostnað og er alveg klár á því að markaðssetning er góð og arðbær en framleiðsla á vöru hið mesta glæfraspil. Ég veit meira að segja að það er eðlilegt lögmál í hagfræð- inni að hótel þurfi að fara þrisvar á hausinn til að hægt sé að reka það. Og er því alls ekki eins og hver annar asni En stundum verð ég svolítið ráðvilltur, vandræðalegur og klumsa. Eitt slíkt dæmi varð á dögunum þegar ég sá það í stórri fyrirsögn í DV að nú værum við íslands börn á leið úr þenslu yfir í erfiðari tíma. Þetta skil ég bara alls ekki, sagði ég við vin minn Guðjón, sem vinnur hjá Þjóðhagsstofnun. Hvað skilur þú ekki, Skaði minn? sagði hann með þessu Ijúfa umburðarlyndi sem einkennir hagfræðinga, þegar þeir ætla að fara að útskýra það fyrir okkur hvers vegna okkur líður illa. Sjáðu nú til Guðjón, sagði ég. Ég hefi alltaf haldið að þenslan í þjóðfélaginu væri ekkar höfuðverkur. Þaðan stöfuðu allir alminnilegir erfiðleikar. Þaö er rétt. sagði Guðjón. Við búum við eftirspurnarþenslu og söluþenslu og eyðsluþenslu, sagði ég. Þágetur hvaða asni sem erfengið vinnu, enginn hefuragaá þessum vinnulýð sem alltaf er með kjaftinn opinn, allir kaupa eins og óðir skip og skrauthýsi, fjórhjól og fermingartölvur, virkjanir og vídeó. Jón og Gunna strjúka til Ibiza, viðskiptahallinn við útlönd fer á hvolf, skuldahalinn við útlönd verður eins og hver annar Miðgarðsormur utan um okkur í tíu kynslóðir. Það er rétt, sagði Guðjón. Þegar þessum ófögnuði lýkur, sagði ég, þá hljóta að byrja BETRI tímar. Nei það er ekki rétt, sagði Guðjón. Nú, hvers vegna ekki? spurði ég. Af því að þá fer allt niður til andskotans, sagði Guðjón. Fólk fer minna til útlanda, Flugleiðir komast í vandræði og þurfa ríkisstyrk. Það verður flutt minna inn, verslunin fer í rusl og Kringlan fer á borgina. Enginn getur keypt hús lengur og fasteignasalar segja sig til sveitar. Fólkið kaupir minna, ríkið missir af söluskatti í stórum stíl og ríkissjóður fer á hausinn. Það getur meira að segja verið að fjárfestingarfyrirtækin rúlli líka. Og hvað með það? Og hvað með það? segir hann. Þú sérð að þetta er ekki hægt. Þú sérð alla þessa duglegu framtaksmenn sem fara á hausinn og svo standa kommar og allskonar óþjóðalýður á hverju götuhorni og spretta fingrum að okkur og segja: ykkur var nær. Ertu þá að biðja um meiri þenslu? spurði ég. Nei sagði Guðjón,. Auðvitað ekki. Agi verður að vera. Ég skil þetta ekki Guðjón minn. Ertu kannski að segja að allt sem gerist sé til hins verra? Skaði minn, sagði Guðjón. Þetta er dálítið eins og kynlífið. Þú ættir að vita það, þú sem skrifar í Helgarblað Þjóðviljans. Eins og kynlífið? hváði ég. Já sérðu það ekki. Fyrst kemur ógnarleg þensla í mann. Maður er rekinn áfram af þessari kynlífsþenslu af æ meiri ofstopa og ákefð út í alls konar ævintýri og ógöngur og lífsháska og hætta menn þá til mannorði, eignum og heilbrigðu hjartalínuriti, því kynlífið er sko ekkert grín. Svo kemur að því að maður nær að slaka á þenslunni. Og þá er það eins og í efnahagslífinu. Það koma erfiðir tímar. Leiðinlegir tímar slökunar, allur vindur og kraftur úr mönnum, tilveran grá og leiðinleg, hinn aðilinn að kynlífinu kannski með bakreikninga upp á offjárfesting- ar í húsum og börnum og tilfinningum og guð má vita hverju. í RÓSA- GARÐINUM Svona er þetta kvenfólk Fortíðin ætti svosem að vera honum nægt áhyggjuefni, því haft hefur verið eftir honum að hann hafi sængað hjá þúsund konum um dagana. Skammvinnt hjónaband hans með Birgitte Ni- elsen er hins vegar sagt hafa far- ið út um þúfur af því hún hélt framhjá. Tíminn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Að vísu munu þingmenn áður hafa tekið samvisku sína úr sam- bandi. En einsdæmi er að menn geri það fyrirfram og á formlegan hátt. DV. Liðsemd prestarnir lögðu litla sem von var til Ég held það sé engin sérstök dyggð að vera ástfanginn. Það kemurað mestu leyti af sjálfu sér. Úr prédíkun í Mbl. Fáðu þér reiðhjól asninn þinn Umferðin í Reykjavík er orðin svo erfið að það er hin mesta raun að aka um borgina. Víkverji Morgunblaðsins. Einhvers staðar verða vondir að vera Allt er afstætt en hins vegar hefur aldrei verið svo til mannlegt samfélag að borgarverkfræðing- ur í einni eða annarri mynd hafi ekki verið þar við lýði. Myndhöggvari í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins Ég og þú við urðum aldrei til Enginn lifir í raunveruleikan- um. Lesbók Morgunblaðsins. Eigi er mærin dauð heldur sefur hún Frelsisnámskeið Hannesar Hólmsteins endurvakið. Fyrirsögn í DV. Stuðlasetningin undur- samlega Kennsla í skítnum skárri en keyrsla Fyrirsögn í Tímanum um Foldaskólamálin. Þjálfun til æðri embætta? Að sofa sitjandi verður megin- verkefni sem um áttatíu manns leggja fyrir sig næstu vikurnar á námskeiði sem Fræðslumiðstöð- in Æsir stendur fyrir. Alþýðublaðið Hinn óttalegi leyndar- dómur Fyrir þá sem starfa á blöðum getur oft reynst ómögulegt að skýra villur sem koma fyrir augu lesanda. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 13. október 1988 Morgunblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.