Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 6
Vesturlands, sem hefur aðsetur á Akranesi. Haraldur sagði að menn væru nokkuð sammála um að vera á móti þeirri hugmynd, enda nær óframkvæmanlegt að reka skólann sem útibú með slfk- um hætti. Fjórða hugmyndin er sú að breyta skólanum og gera hann að endurmenntunarsetri fyrir kenn- ara. Haraldur sagði að Sverrir Hermannsson hefði átt þá hug- mynd og að hún hefði verið borin undir kennarasamtökin ög fengið góðan hljómgrunn þar. Sagði hann að sér sýndist þessi hug- mynd sú skásta sem komið hefði fram en hún þýddi gagngera breytingu á núverandi skóla. Ef peningar væru til Rósa Þorbjarnardóttir, endur- menntunarstjóri í Kennarahá- skóla íslands, sagði að þetta hefði aldrei verið borið undir endur- menntunardeildina. Hún sagði að vissulega væri þetta spennandi hugmynd ef nóg væri til af pen- ingum en hingað til hefðu pening- ar til endurmenntunar ekki verið á lausu og að endur- menntunardeildin berðist í bökkum og fengi aldrei nema hluta af þeim fjárveitingum sem þarf til þess að sinna sínu hlut- verki. Líkan af nýju kirkjunni og Snorrastofu. Guð almáttugur er með í vertdnu Bjarni Guðráðsson, Nesi, formaður bygg- ingarnefndar Reykholtskirkju: Kirkjan í Reykholti er höfuðkirkja uppsveita Borgar- fjarðar. Nauðsynlegt að menntaskóli komi í Reykholti „Kirkja er ekki gamalt hús heldur lifandi starfsemi," sagði Bjarni Guðráðsson. formaður byggingarnefndar Reykholt- skirkju, þegar hann var spurður hversvegna ráðist hefði verið í að reisa nýja kirkju á staðnum í stað þess að gera upp gamla guðs- húsið, sem varð 100 ára um síð- ustu jól og er elsta húsið í Reykholti. „Gamla kirkjan hentar ekki þeirri starfsemi sem þar þarf að geta farið fram. Kirkjan í Reykholti er höfuðkirkja upp - sveita Borgarfjarðar og því fara fram hér margar stórathafnir, sem ekki er hægt með góðum móti að hafa í gömlu kirkjunni. Að mínu mati var það hárrétt ákvörðun að ráðast í þessa kirkjusmíði.“ Bjarni sagði að bygging kirkj- unnar og Snorrastofu myndi styrkja Reykholt sem menntasetur, en énn hefði skort á vilja yfir- valda til þess að setja inn menntaskólastig í Reykholti. „Það er nauðsynlegt fyrir hér- aðið og fyrir Vesturland að hér í Reykholti verði menntaskóli. ; Ein ástæðan fyrir því að fólk flyst -úr sveitum er sú að unglingarnir r verða að sækja menntun á fram- íaldsskóiastigi í þéttbýlið. Hér í Jorgarfirði er þegar íveir skólar með menntun á háskólastigi, en það eru Bændaskólinn að Hvann- eyri og Samvinnuskólinn að Bif- röst. Borgfirðingar þurfa hins- vegar að sækja tvo bekki í fram- haldsskóla annaðhvort til Akra- ness eða til Reykjavíkur." Biskup íslands tók fyrstu skófl- ustunguna að kirkjunni í vor og hefur verkinu miðað vel áfram. Búið er að steypa upp kjallarann og nú er unnið í plötunni. „Guð almáttugur er með okk- ur í þessu verki og sér um að það gangi vel. Þetta verk er það lang merkasta sem ég hef komið að og mun byggingin lyfta Reykholti í þann sess sem staðnum ber að skipa, því með kirkjunni og Snorrastofu verður sköpuð að- staða til þess að rækja söguhelgi staðarins." Auk þess sem heimamenn von- ast til þess að kirkjan og Snorra- stofa hjálpi til við að koma Reykholti ýta undir vilja skóla- yfirvalda til þess að koma á menntaskólastigi á staðnum á Snorrastofa að leysa brýna þörf við móttöku ferðamanna, en að- staða til þess hefur verið mjög bágborin, Ymsir aðilar hafa styrkt kirkju- bygginguna og byggingu Snorra- stofu og er skemmst að minnast þess að Noregskonungur kom færandi hendi í sumar þegar hann afhenti eina miljón frá Norð- mönnum til byggingar Snorra- stofu. Þá hefur byggingin fengið framlag úr jöfnunarsjóði sókna, 2,5 miljónir á þessu ári. Sements- verksmiðja ríkisins gefur allt sement í bygginguna og ríkið hef- ur veitt 600 þúsund krónur á fjár- lögum vegna undirbúningsstarfs og sótt hefur verið um framlög vegna hönnunarkostnaðar. „Þessi framkvæmd er alfarið á okkar vegum og ætlum við að sjá um að afla fjár til verksins." Það hefur ekki verið gerð kostnaðaráætlun fyrir bygging- una. Húsameistari gerði árið 1986 frumáætlun og hljóðaði hún upp á rúmar 30 miljónir króna. Síðan hefur byggingin tekið tölu- verðum breytingum. Ákveðið var að hafaicjallara undirkirkj- unni ogauk þess var tengibygg- ingunni bætt við. Það má því fast- lega búast við að byggingar - kostnaður verði töluvert meiri. En hvað á að gera við gömlu kirkjuna? „Gamla kirkjan verður ekki látin grotna niður heldur býst ég við að hún verði tekin ofan. Hvort hún verður svo flutt eitthvað annað er óráðið, en ákvörðun safnaðarinsw mun ráða því á sínum tíma hvað um hana verður." sagði Bjarni Guðráðs- son. -Sáf Rósa benti á að þetta yrði mun dýrara heldur en að hafa endur- menntunarnámskeiðin í Reykja- vík auk þess sem þetta yrði ill framkvæmanlegt að vetri til. Kennarar eiga rétt á uppihalds- og ferðakostnaði þurfi þeir að sækja námskeiðin lengra en 25 km. frá heimili sínu og flestir kennaranna væru á höfuðborgar- svæðinu. Það væri því ljóst að uppihalds- og ferðakostnaður yrði stærri póstur en sjálf kennslan. Þá benti hún á að flestir leiðbeinendur á námskeiðunum væru lektorar við Kennarahá- skólann, starfsmenn skóla- rannsóknardeildar menntamála- ráðuneytisins og kennarar við Háskólann. Rósa taldi miklum erfiðleikum bundið fyrir leiðbeinendurna að fá leyfi frá sínum störfum til þess að dvelja í viku eða hálfan mánuð í Reykholti á meðan skólarnir væru starfandi, það þyrfti þá að útvega kennara til þess að hlaupa í skarðið fyrir þá. Þá taldi hún líka vandkvæði á því að útvega forfallakennara fyrir þá sem sækja námskeiðin. Menntaskólinn Á þessu má sjá að það er engan veginn ljóst hvert framtíðarhlut- verk Reykholtsskóla verður. Jónas Jónsson, skólastjóri, sagði að skólahald í Reykholti í dag væri mjög ófullnægjandi. „Nám- ið sem við bjóðum upp á hefur hvorki upphaf né endi. Við bjóð- um upp á nám í 9. bekk og tveggja ára nám í fjölbraut. Það er ekki fýsilegur kostur fyrir nemendur að þurfa að skipta um skóla á miðjum námstímanum. Það sem þarf hér er skóli sem getur út- skrifað nemendur úr framhalds- skóla.“ Jónas sagði að skólanefndin hefði útbúið námsskrá fyrir menntaskólanám í Reykholti. Hann sagði að í svo litlum skóla myndi einingarkerfið ekki henta, heldur ætti skólinn að vera með hefðbundnu menntaskólasniði. „Ef við gætum boðið upp á sambærilegt nám og menntaskólarnir efast ég ekki Um að fjöldi manns myndi sækja skólann. Ég er í engum vafa um að slíkur menntaskóli á fullan rétt á sér,“ sagði Jónas. Fleiri hugmyndir hafa verið á lofti um nýtingu skólans og að sögn Jónasar er ein hugmyndin sú að breyta Reykholtsskóla í ferða- málaskóla sem væri sniðinn að einingakerfi menntaskólanna. „Framtíðin er mjög óljós. Við höfum farið með hugmyndir okk- ar til menntamálráðherra og kynnt þær þar og munum gera það fljótlega aftur nú þegar nýr ráðherra er tekinn við.“ Framtíð og fortíð Framtíðin er óljós en ljóst er að byggingarnar sem hafa risið í Reykholti og eru að rísa þar í dag verður að nýta á einhvern hátt. Heimamenn stilla dæminu þann- ig upp að þeir séu að berjast nauðvarnarbaráttu fyrir tilveru byggðarinnar, einsog einn þeirra sagði. Það er erfitt fyrir stjórnvöld að snúast gegn slíkum rökum. En spurningin hlýtur að vakna hvort ekki sé hægt að við- halda tilveru byggðarinnar og sögulegu hlutverki Reykholts á skynsamlegri hátt. Héraðsskólinn í Reykholti var teiknaður af Guðjóni Samú- elssyni árið 1930. Flestir eru sam- mála um að varðveita beri þá byggingu enda sé hún sérstætt dæmi um íslenska byggingarlist. Þegar unglingaskólinn á Hvít- árbakka í Borgarfirði vár lagður niður urðu menn sammála um að gera Reykholt að framtíðar menntasetri Mýramanna og Borgfirðinga. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði fjósið í Reykholti hrunið og hafði verið hafist handa við að reisa nýtt fjós og hlöðu á staðnum úr steinsteypu við hliðina á Snorra- laug. Ákveðið var að umbreyta þeirri byggingu í glæsilega skóla- byggingu. Hlaðan varð að sund- laug með heimavist ofan á en fjósið að tveggja hæða íbúð. Auk þess var byggð önnur álma með borðstofu, eldhúsi, tveimur kennslustofum og íbúð á efsta lofti. Álmurnar voru svo tengdar með hárri hornbyggingu. Fram- kvæmdin við þetta tók bara eitt ár og var þessum áföngum lokið árið 1931. 1938 teiknaði Guðjón svo viðbyggingu við húsið. Gamli skólinn Á síðustu áratugum hefur við- hald við húsið verið í lágmarki, segir í skýrslu Húsameistara ríkisins frá því í vor. í skýrslunni segir að byggingin líti þokkalega út að utan eftir endurbætur sem gerðar voru á húsinu á árunum 1976-1983. Að innan er hinsvegar margt sem betur mætti fara. „Greinilegt er að árum saman hefur aðeins ver- ið lappað upp á húsnæðið. Hús- næðið er því orðið mjög slitið,“ segir orðrétt í skýrslunni. I tillögum húsameistara er lagt til að sundlaugin verði færð úr húsinu, enda hafa hlotist miklar skemmdir af völdum raka frá henni innanhúss. Lagt er til að sundlaugarsalnum verði breytt í hallandi fyrirlestrarsal með að- stöðu til ráðstefnuhalds. Ljóst er að mötuneytið flyst úr húsinu næsta vor en í tillögunni er þó lagt til að minniháttar matar- eða kaffiaðstaða geti orðið áfram þar sem mötuneytið er nú og er mælt með að þar verði komið upp afgreiðslu-eldhúsi. „Þar sem enn ríkir mikil óvissa um framtíð skólahalds í Reykholti, þá er erfitt að gera ná- kvæmar tillögur um nýtingu skólahússins. Flest bendir nú til þess að dagar hins eiginlega hér- aðsskóla séu taldir, þ.e. að skóla- haldi í Reykholtsskóla verði fundinn nýr farvegur. Okkur hafa verið kynntar athyglisverðar hugmyndir að breyttu skólahaldi í Reykholti, m.a. rekstur menntastofnunar, sem yrði mið- stöð norrænna fræða; eða skóli fyrir starfsfólk tengt ferðamanna- þjónustu; eða síðasta og senni- legasta hugmyndin, skóli á lands- grundvelli fyrir endurmenntun kennara. Mikill áhugi er á því hjá heimamönnum og víðar, að skólahald í Reykholti haldi áfram. Fyrir hendi er mikill húsa- kostur, skólinn er í góðum tengsl- um við ýmsa þéttbýlisstaði, og skóli á þessum stað er burðarás í menningarmálum og byggðaþró- un uppsveita Borgarfjarðar," segir Húsameistari í skýrslu sinni. Vegna óvissunnar um framtíð skólahaldsins hefur húsameistari mikinn fyrirvara þegar við frum- kostnaðaráætlun vegna breyting- anna sem nauðsynlegt er að gera á húsinu. Til þess að hægt væri að leggja fram nákvæma kostnaðar- áætlun þarf að gera nýtingaráætl- un um skólahúsið. Kostnaðar- áætlunin er því byggð á reynslu- tölum frá viðhaldi hliðstæðra bygginga. Áætlunin miðar við byggingarvísitölu í maí í ár. „Heildaráætlun fyrir það að endurgera Reykholtsskóla sem næst sínu upprunalega svipmóti að utan sem innan, ásamt því að fegra umhverfi hans, gæti numið hið minnsta um 50 miljónum Ólafur V. í grunni nýju kirkjunnar með landshöfðingjum, klerkum og héraðs- höfðingjum. Mynd Pjetur. 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.