Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 15
Egill Ólafsson sem leikur Magnús, var eftir sig að loknum prufutúr á gæðing- num Hrímni frá Hrafnagili, en hér fær hesturinn góðar móttökur hjá leikstjóran- um Þráni Bertelssyni. Brúsarpallur Heimsenda er eins og annað hjá Ólafi bónda drasl og aftur drasl. fsskápurinn er póstkassi karlsins en til hliðar er tunnan sem hann brennir allan gluggapóst í, óopnaðan. Magnús á Heimsenda Tökur á kvikmyndinni Magnús í fullum gangi. Þráinn Bertelsson framleiðandi, höfundur, og leikstjóri: Vona að peningaleysið rekið mig ekki í að frumsýna fyrr en að ári Strákar, strákar komið hérna haldið þetta sé eilífðar “pása“. Strákarnir hlupu til og færðu kvik- myndatökuvélina og annan út- búnað eins og Þráinn skipaði. Aðstoðarmenn Ara kvikmynda- tökumanns höfuð gleymt sér í pásu og voru ekki viðbúnir því að Þráinn og Ari voru búnir að ák- veða að nauðsynlegt var að færa útbúnaðinn til að ná hinu rétta sjónarhorni. Staðurinn er Vatnsendi, sem ber raunar nafnið Heimsendi þessa daganna. Á heimsenda býr Ólafur nokkur einbúi, sem ekki ber alltof mikla virðingu fyrir um- hverfi sínu, þannig má segja að Heimsendi sé allsherjar rusla- kista. Þó karlinn safni alls kyns drasli í kringum sig og brenni all- an gluggapóst sem hann fær, á hann gæðing góðan. Þennan gæð- ing hefur tengdasonur hans Magnús mikinn augastað á. Magnús er aðalpersóna í nýrri kvikmynd Þráins Bertelssonar, en vinnan við töku myndarinnar hefur staðið yfir um nokkurt skeið. - Ef allt gengur að óskum ljúk- um við útitökum í næsta mánuði. En þá tekur við innivinna. Ef fjáhagurinn leyfir ætla ég ekki að Ari Kristinsson kvik- myndatökumaður undir- býrsigfyrirtöku. Þórhallur Sigurðsson sem leikur mág Magnúsar fylgisl með. „Þaðerlaustíhonum beislið" sagði Jón Sig- urbjörnsson þegar hann kom til baka eftir að hafa reynt sig á þeim glæsilega hesti Hrímni. Myndir Jim Smart. Vinna við kvikmyndatökur er bið og aftur bið. hér Egill bíður eftir að allt verið klárt í næstu töku. frumsýna myndina fyrr en að ári, sagði Þráinn, á milli þess sem hann var að róa Þórð Þorgeirsson hestamann sem ber ábyrgð á vel- ferð gæðingsins Hrímnis frá Hrafnagili sem leikur eitt aðal- hlutverkið í myndinni. Þórði fannst hinir annars vönu hesta- menn eins og Jón Sigurbjörnsson sem leikur einbúann Ólaf, ekki ná nægilega góðum tökum á hestinum. Þessi mynd Þráins fjallar um lögfræðinginn Magnús sem vinn- ur hjá Reykjavíkurborg. Þegar hann er á 43 aldursári fær hann að vita að hann er með krabbamein. Það verður til þess að hann verð- ur að gera ýmis mál upp við sig eins og Þráinn orðaði það. - Þessi mynd er sambland af gamni og alvöru allt eftir því hvernig menn líta á hana. Það er vissulega alvara á bak við þetta, en lífið hefur líka alltaf sínar spaugilegu hliðar, sagði Þráinn og með það rauk út á túnið á Vatnsenda til að gefa ný fyrir- mæli. -sg Vegogvandaaf leikmynd í myndinni hefurGeirÓskar sem hérstendurí hestabás sem Ólafur bóndi á Heimsendafær þegarhannþarf að líta eftir brugginu sínu. Föstudagur 14. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.