Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Þegar nútímatónlist baröi aö dyrum Atli Heimir Sveinsson átti viötal viö Pressuna fyrir síö- ustu helgi. Hann rifjaði þá upp m.a. ys og þys sem uppi varð, þegar hann og hans nótar í músík ruddust inn í samfé- lagið með nútímatónlistina sem var svo undarleg og lét svo illa í eyrum að sumir urðu firnareiðir meðan aðra setti hljóða í ráðleysi. Þetta varfyrir rúmum aldarfjórðungi. Og ég fór að hugsa: er nokkuð rifist út af músík nú um stundir? Ekki er það neitt sem heitið getur. Að minnsta kosti er miklu síður rifist um músíkina sjálfa, en þann sem flytur hana og hvar hún heyrist. Það er til dæmis ekki rifist um val á óperum til flutnings, heldur um Þjóðleikhússviðið eða Gamla Bíó og stöðugildin handa söngvurunum og allt það. Nýtt verk eftir Atla Heimi eða Leif Þórarinsson vekja ekki hneykslun ( því miður liggur mér við að s^gja því stundum var gaman að gauraganginum í gamla daga) heldur það dægurlag sem sent er á Eurovison. Þjóðin skipar sér í tvær fylk- ingar um það hvort það sé Ijúft eða lummó. Og það er reyndar ekki mikið rifist um það hvort tiltekin poppmúsík sé góð eða léleg, heldur það hvar hún er látin glymja: góðir menn stofna félag til að berj- ast fyrir rétti þegnanna til að vera án „síbylju" á almanna- færi. Af menningar- mafíum En það er satt og rétt sem Atli Heimir segir í viðtalinu: nútíma- músík var illa tekið. Hann ber reyndar fram teóríu um það hverjir hafi helst verið andstæð- ingar hennar, sem Alþýðublaðið dregur saman með þessum orð- um hér: „Andstæðingar nútímatónlist- arinnar voru nefnilega tvenns- konar. Vinstri menningarmafían í kringum Þjóðviljann og Mál og menningu og værukærir betri borgarar". Ég held þessar alhæfingar séu mjög misvísandi og sumpart rangar. Sjálfur segir Atli Heimir þetta: „Þessir svokölluðu vinstrihóp- ar sem kenndu sig við sósíalisma, þeir voru geysilega mikið á móti þessari músík, því að þessir menn, og það voru menn sem skrifuðu þá í Þjóðviljann og Tímarit Máls og menningar, þeir voru geysilega íhaldssamir. Þeirra menningarlega útsýn var nokkurn veginn hin sama og Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Þeir sáu í þessu brölti okk- ar lítið annað en borgaralega úrk- ynjun, eitthvað sem íslensk al- þýða mundi aldrei geta tileinkað sér“. Og heldur síðan áfram með tilvísun til sósíalista sem vildu spila Betthoven og Bach fyrir al- þýðuna í þeirri von að sú há- menning yrði síðar meir alþýðu- menning. Ég man ekki betur en málið hafi verið tölvert flóknara. Ég man til dæmis alls ekki eftir „mönnum" sem skrifuðu í Þjóð- viljann og TMM gegn nútímatón- list - nema Birni Franzsyni, sem skrifaði umsagnir um tónleika í Þjóðviljann og líklega eina stóra grein í Tímaritið gegn nútíma- músík. Þegar þau skrif eru orðin að „vinstri menningarmafíu" þá er ein skeifa orðin að fimm hross- um. Ekki síst vegna þess að fleira kom á prent. Eg man t.d. ekki betur en sá sami Þjóðvilji hafi stundað það tölvert, að eiga við- töl við Atla Heimi og aðra ný- smiði þar sem þeir sögðu frá því hvað þeir voru að fara og voru hinir kátustu. Menningarútsýn vinstrimanna Það má margt misjafnt segja Myndir af Ijóðum Þorsteinn frá Hamri / Tryggvi Ólafsson: Ljóð og myndir. Iðunn 1988 Stríður straumur af bókum eltir mann hvert sem maður fer. Sumar eru mjög glæsi- legar í prentun og mynda- kosti, eins víst þær séu einum of flott og gljáandi eins og tískublöð. Að minnsta kosti dettur manni ekki í hug að þær séu augnayndi (séð hefur maður annað eins) hvað þá kjörgripir. Aftur á móti kom út hjá Iðunni á dögunum bók í tilefni þess að Þorsteinn skáld frá Hamri varð fimmtugur fyrr á þessu ári. Tryggvi Ólafsson hafði notað tækifærið til að láta gamla ósk um að „teikna myndir með hliðsjón afljóðumÞorsteins“ rætast. Bók- in kemur út í litlu upplagi (120 eintök) og er vandað til hennar sem best má verða. Og er þar skemmst frá að segja að til verður hin besta afmælisgjöf til okkar allra. Fjórtán ljóð, fjórtán myndir. Vitanlega mundi hver aðdáandi Þorsteins fara sínar götur við að velja sér fjórtán ljóð úr hans skrínum: val Tryggva þræðir ekki þær leiðir sem virðast liggja beinast við. En ekki er ráðlegt að andmæla því og segja að önnur væru betur þarna komin: sjálft valið, ekki síður en myndirnar, minnir okkur á þá góðu staðr- eynd að ljóð lifa í samverkan höf- undar og þess sem vill við honum taka. Og meðan ég man: þakkir kann ég nú Tryggva fyrir að minna mig vel á ljóð sem ég var búinn að gleyma og heitir Fyrnd: Hrundar borgir/ og brotin skip / kalla menn ýmsar sinna kærustu stunda. Það er skemmtilegt að fylgjast með því samspili sem tekst milli ljóða og hinna sparsömu litteikn- inga Tryggva. Myndirnar eru ekki lýsing í þeim skilningi að við horfum af ljóðinu yfir á mynd og finnum þar endilega það sem okkar innri sjón var byrjuð að draga upp. Tengslin eru yfirleitt miklu óvæntari og útsmognari en svo - það skapast viss spenna á milli listarinnar tveggja greina, þó ekki svo að mynd fari að stríða gegn ljóði. Má ég sem dæmi um þetta nefna tvennuna Líf II - það er í textanum sparsemi, fágun og dul sem endurómar með nýju lífi í myndinni.Og svipað er að gerast á fleiri opnum. Arni Bcrgmann um íslenska sósíalista fyrr og síð- ar, en þær meginhugmyndir sem Atli Heimir kallar „menningar- lega útsýn sem var nokkurn veg- inn hin sama og Kommúnista- flokks Sovétríkjanna" áttu sér ekki mikið fylgi meðal þeirra. Þær voru til vissulega - og þó líkt- ist sú andúð á nýjungum meir þjóðlegri íháldssemi (t.d. í nafni kveðskaparhefðarinnar) en nokkurn tíma kröfunum um sósí- alrealisma. Að þessu leyti voru íslenskir sósíalistar mjög ólíkir flestum öðrum kommum - eins og fram kom strax í nokkuð skynsamlegri og hógværri um- ræðu um nútímamyndlist í Þjóð- viljanum árið 1942 ( helstu þátt- takendur Gunnlaugur Scheving og Kristinn E Andrésson.) Og síðar í kappræðu um nútímaljóð- list og fleira. Að safna liði Hitt er svo rétt að það voru ekki margir sem tóku til máls í þágu nútímatónlistar, þegar hún barði upp á. Og það er líka rétt, að margir - reyndar bæði vinstri- menn og borgarar, voru mjög uppteknir af almennum uppeldis- sjónarmiðum. Menn vildu spila sem víðast Bach og Beethoven í þeirri von, að nógu margir vendu sig á tónlist til að sinfóníuhljóm- sveit, kammersveitir, söngvarar og einleikarar ættu von í þeim fjölda liðsmanna sem þyrfti til að halda uppi músíklífi á íslandi. Þetta eru þeir sem Atli Heimir vitnar til á öðrum stað í viðtalinu, þegar hann talar um að sumir menn, jafnvel hinir skynsamri, hafi haft uppi þau andmæli gegn nýju tónlistinni sem voru á þessa leið hér. „Já ég veit að tónlistin þarf að breytast. En þurfið þið að ganga svona langt?“. Þessi „viðbára" er fróðleg og mér sýnist að hún segi feikna margt um erfiðleika þá sem þeir Atli Heimir og félagar þurftu við að glíma hér í gamla daga. Allt geröist í einu Músíksaga okkar mörlanda er stutt eins og menn vita. Og það þýðir að allt þurfti að gerast í einu. Eftir stríð, þegar nýja mús- íkin er farin að breiða úr sér um Evrópu, standa íslendingar enn í hörkuslag um dagskrá ríkisút- varpsins: meirihlutinn vill ekki una því skelfilega ofríki að upp á hann sé troðið „aríum og sin- fóníugauli“. Það var enn verið að slást um pláss til handa þeim ágætu Bach og Beethoven. Ungir menn sem töldu sig vera að gutla í bókmenntum og róttækni, töldu sig nokkuð góða ef þeir höfðu gaman af Mozart, leiddist ekki Beethoven, og ef þeir bættu á sig einhverju smáræði eftir Ravel, Béla Bartók og Shostakovítsj, þá fannst þeim þeir stæðu himinhátt ofar bæði hinum „værukæru borgurum" og svo alþýðunni, sem var músik firrt ( vegna rang- láts þjóðfélags vitanlega). En hvort sem við horfum á yngri kynslóð eða eldri, vinstri menn eða hægri: þeir sem ekki höfðu sjálfir vígst til músíkur í sínu upp- eldi og námi voru miklir græn- ingjar sem hlustendur, og þegar þeir hugsuðu um músíklíf var þeim, sem fyrr segir, efst í huga að safna liði. Láta músíkimenn- inguna aukast út á við (svo sem Stephan G. kvað). Og það var satt að segja engin furða þótt þeir væru skelfdir eða að minnsta kosti ráðlausir þegar hin „óm- stríða lagleysa“ nútímatónlistar hvolfdist yfir þá. Og eins og fram kemur í „viðbárunni“ sem Atli Heimir tilfærði: menn voru eitthvað uggandi um að „öfgar“ nútímatónlistar mundu fylla þá sem enn höfðu varla opnað fyrir Beethoven óvild í garð „helvítis snobbanna og menningarvit- anna“ eins og sagt var. Gefa lýð- skrumurum sem aldrei eru langt frá fjölmiðlum aukatromp á hendi í sínu skemmdarstarfi gegn menningarlífi. Langt er síðan Síðan eru mörg ár liðin og á þeim tíma hefur vitanlega margt skemmtilegt gerst. Útbreiðslu- sinnar höfðu erindi sem erfiði með músíkskólum út um allt og annarri starfsemi, sem hefur tryggt klassískri músík mikinn liðsauka (stækkaði notendahóp- inn) og bætti um leið móttöku- skilyrðin fyrir spánnýja músík. En hitt er svo annað mál, að það er enn sjaldgæft að menn noti sína þekkingu eða reynslu til að fjalla um músíkvanda okkar tíma - hvers eðlis hann er og í hverju frábrugðinn ástandi fyrri tíma. Við vitum heldur ekki neitt að ráði um það á hvað íslendingar hlusta eins og er, þaðan af síður með hvaða hugarfari. Og ætla ég þó ekki að fara að halda fram þeim vísindum sem Adorno skopast að í sinni Músíkfélags- fræði: vísindum sem kanna það hvort fertugar húsmæður af milli- stétt hlusta frekar á Mozart eða Tsjækovskí og hvernig sú neysla kemurheim ogsaman iöhlustun bændakvenna á sama aldri. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.