Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT LEIÐARI Á fertugasta natóári Nú um helgina efna Samtök herstöðvaandstæð- inga til landsráðstefnu sem tekur mjög svip af því, að fyrir nær fjörtíu árum hófst það ráðabrugg sem leiddi til þess að ísiand varð aðili að Nató. Þar verður bæði rætt um það hvernig minnast megi þeirra tíðinda sem vert væri og skoðað hvar friðar- barátía nú á dögum er komin og með hvaða hætti íslendingar geta best komið þar við sögu. Við vitum, að fyrir fjörtíu árum risu hátt átökin um Natóaðild og skiptu þjóðinni í tvær andstæðar fylk- ingar. Það kom aldrei fram með ótvíræðum hætti hve stór hvor fylking um sig væri, því aldrei var um málið kosið beinlínis - sú mesta nauðsyn sem risið hefur í íslensku samfélagi á þjóðaratkvæði um til- tekið mál var hunsuð. En líklegt má telja að fyrir fjörtíu árum hafi andstæðingar Natóaðildar verið fleiri en meðhaldsmenn - og alveg áreiðanlega miklu fleiri ef menn hefðu almennt gert sér grein fyrir því þá, að Natóaðild mundi skömmu síðar leiða til þess að hér yrðu erlendar herstöðvar til lang- frama. Enda spurðu menn sig þá fyrst og fremst um það, hvers konar sjálfstætt Island þeir töldu sig vera að byggja upp eftir að lýðveldið hafði loks komist á fæturna. Menn vildu margir um leið forð- ast nauðhyggju kalda stríðsins milli risaveldanna, sem þá var hafið. En sú nauðhyggja reyndi einmitt að kæfa alla viðleitni smærri þjóða til að fara eigin leiðir, teyma alla undir skilmála sem ekki var leyft að áfrýja: ef þú ert ekki með mér þá ertu á móti mér. Eða það sem verra er: þú gengur erinda andstæð- ingsins. Og innan þeirrar svarthvítu heimsmyndar, sem þá gilti var það ekki lengi gert að festa á andstæðinginn bæði horn og klaufir. Við vitum að deilan um Nató og herstöðvar hefur staðið síðan. Hún hefur risið og hnigið, og um alllangt skeið verið með daufara móti. Ástæður fyrir því eru margar: meðal annars þau tregðulögmál sem leitast við að gera ríkjandi ástand að sjálfsögð- um hlut. Atómtryggt ofurefli risaveldanna dró og kjark úr þjóðernissinnuðum smáþjóðarmönnum og oddvitum þeirra: hvað má ég vesalingur minn. Ekki svo að skilja: andófið gegn herstöðvapólitík hefur skilað árangri hér á landi með ýmsum hætti. Það hefur komið í veg fyrir eða slegið því á frest að þjóðin teldi herstöðvarnar sjálfsagðan hlut til fram- búðar, eða þá vísan og auðveldan gróðaveg - þótt vissulega hafi alltof margir sótt í það hugarfar. Andófið hefur og hert menn í átökum um velferð íslenskrar menningar sem hefur lent í tvísýnu í því „flóði engilsaxneskra áhrifa" sem oft er vitnað til. Og heimurinn breytist og mun halda áfram að breytast. Sem betur fer hafa á seinni misserum orðið þau tíðindi í sambúð stórvelda, sem geta bætt stöðu þeirra sem aldrei hafa viljað á það fallast að Nató sé það farsæla lífakkeri þjóðarinnar sem Morgunblaðið vill vera láta. Loksins hafa áhrifa- menn austan hafs og vestan dregið úr eða horfið frá þrálátum boðskap sínum um nauðsyn ógnar- jafnvægis sem eitt geti tryggt friðinn. Því gallinn við þá kenningu var fyrst og fremst sá, að jafnvægið fannst aldrei, herstjórar og hagsmunaaðilar gátu alltaf fundið ejnhverja smugu í eigin vígbúnaði sem þurfti að troða upp í „til að standa hinum jafnfætis". Niðurstaðan varð sú að það var hert á vígbúnað- arkapphlaupi, vopnakerfin urðu æ stórvirkari og um leið viðkvæmari fyrir mistökum og slysum sem gátu stefnt heiminum í herfilegustu stórslys. En þetta hefur breyst - loksins virðist mögulegt að semja um niðurskurð vígbúnaðar í stórum stíl og þar með opnast dyr fyrir samvinnu milli austurs og vesturs í áður óþekktum mæli. Að sönnu sýnist manni stundum sem stjórnmálamenn séu miklu líklegri til áræðni í þess- um efnum en þeir vopnakerfakarlar sem hafa hreiðrað um sig í höfuðstöðvum Nató (við vitum minna um félagsbræður þeirra hjá Varsjárbanda- laginu). Þeir líkjast einatt þeim Morgunblaðspenn- um.sem skrifa eins og þeir sæju eftir kalda stríðinu og hinni svarthvítu heimsmynd sem þá var við lýði. Þeir hrúga saman fyrirvörum og efasemdum um möguleika á afvopnun og tefja fyrir jákvæðri þróun með ýmsum hætti. Þessi þvergirðingur er ein af mörgum ástæðum fyrir því, að andóf meðal smá- þjóðarmanna gegn þeirri herstöðva- og vígbúnað- arpólitík sem kalda stríðið skapaði úreldist ekki við breyttar aðstæður. Auk þess sem það er óhollt að sættast á það að vígbúnaðarkapphlaup jafnt sem afvopnunarviðleitni séu einskonar einkamál stjórn- arherra í Kreml og Washington . Og af öllum þess- um sökum er sú umræða sem Samtök herstöðva- andstæðinga efna til nú um helgina hin nytsamleg- asta. ÁB Helgarblað Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 --------------------------------------7------------------ Utgelandi: Útgáfufélag Pjóövilians. / Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleiísson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingast jóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnssón. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 8 — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.