Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 12
AÐ UTAN Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir september mánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til launaskattsgreiðenda Lettneski fáninn frá sjálfstæðistímanum - tvær rendur rauðar og ein hvít - blaktir yfir fjöldafundi í Riga. Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 15. október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félags- ins um 6 fulltrúa og 6 til vara á 36. þing ASÍ liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 15. októ- ber til 19. október. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17, miðvikudaginn 19. október. Tillögun- um þurfa að fylgja minnst 100 nöfn fullgildra meðmælenda. Stjórnin Félag matreiðslumanna Matreiðslumenn - matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn miðviku- daginn 19. október kl. 15.00 að Óðinsgötu 7, Reykjavík. Dagskrá: 1. Uppsögn á samkomulagi við S.V.G. vegna fjölda nemenda í veitingahúsum. 2. Kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing. 3. önnur mál. Stjóm félags matreiðslumanna Ráðstefna um meðferð ávana- og fíkniefnaneytenda Haldin verður ráðstefna um meðferðarúrræði fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 26. október næstkomandi að Borgartúni 6,4. hæð og stendur frá kl. 13.00-17.00. Nánar auglýst síðar. 5. október 1988 Samstarfsnefnd ráðuneyta um ávana- og fíkniefnamál Auglýsið í Nýju Helgarblaði Birtir yfir Baltalöndum Þessa dagana eru baltnesku löndin líklega sá hluti Evrópu, sem mest at- hygli beinist að, og er það trú- lega í fyrsta sinn í sögunni sem þessi litlu lönd lítilla þjóða vekja slíkan áhuga. Ástæðan er sú, að Eistir, Lettar og Lit- háar hafa beinlínis tekið Gor- batsjov á orðinu og sjálfir tekið frumkvæðið að svo gegngerri perestrojku, að hætt er við að valdhöfum í Moskvu þyki nóg um. Raunar er varla ofmælt að það, sem er að gerast í baltnesku löndunum, sé ævintýri líkast, skoðað í Ijósi sovéskrar sögu. Hverjum hefði fyrir svo sem einum- tveimur árum dottið í hug, að þetta ætti eftir að ske? Og á stjórnarárum Brezhnevs hef- ur varla nokkur verið svo djarfur að láta sig svo mikið sem dreyma um að þetta ætti eftir að gerast svona fljótt. Ósviknar grasrótar- hreyfingar í baltnesku löndunum þremur eru komnar á kreik sannkallaðar grasrótarhreyfingar, sem greini- legt er að njóta mjög almenns fylgis meðal innfæddra. í Tallinn mættu að sögn um 300.000 manns - nærri þriðjungur allra eistne- skra íbúa Eistlands- á fjöldafund á vegum nýstofnaðra stjórnmála- samtaka þarlendra, Alþýðufylk- ingarinnar. Ekkert hefur verið al- gengara í stjórnmálasögunni en að allrahanda flokkar og grúppur kenni sig við alþýðu, oft að ást- æðulitlu. Því er ekki þannig varið með baltnesku alþýðufylkingarn- ar. Þær njóta víðtæks fylgis í öllum þjóðfélagshópum og í þeim eru jafnt félagar í kommúnista- flokícum landanna og utanflokks- fólk. Baltnesku grasrótarhreyfing- arnar krefjast víðtækrar sjálf- stjórnar þjóðum sínum til handa og að dregið sé úr innflutningi fólks frá öðrum sovétlýðveldum, en í Eistlandi og sérstaklega í Lettlandi býr nú slíkur fjöldi Rússa, að innfæddir telja þjóð- erni sínu ógnað. Meðal þess sem krafist er viðvíkjandi og ásamt með sjálfstjóm er að baltnesku ríkin fái sjálf að ráða utanríkis- viðskiptum sínum, að einkarekst- ur verði innleiddur í landbúnaði í stað saamyrkjubúskapar, að rík- in verði sjálfum sér ráðandi í launa- verðlags- og tollamálum, að stórauknar ráðstafanir séu gerðar til umhverfisverndar, að mannréttindi séu tryggð. Kröf- umar em í stórum dráttum þær sömu í öllum löndunum þremur, en ganga hvað lengst í Eistlandi og þar hefur grasrótarhreyfing- unni líka orðið mest ágengt. Eist- land hefur þegar fengið verulega sjálfstjórn í efnahagsmálum. Kröfur um fullt sjálfstæði hafa einnig heyrst, en ekki beita gras- rótarhreyfingarnar sér opinber- lega fyrir þeim. Takmarkið víð- tæk sjálfstjórn Margt bendir til að markmið grasrótarhreyfinganna sé að ná svo víðtækri sjálfstjórn, að ríkin verði því sem næst sjálfstæð að öðru leyti en því, að utanríkismál og varnarmál verði áfram í hönd- unum stjórnarinnar í Moskvu. Eftirtektarvert er að tungumál landanna þriggja hafa þegar ver- ið hafin til aukins vegs og að notkun þjóðfánanna frá sjálf- stæðistímanum hefur verið lög- leidd á ný. Ýmsar ástæður liggja til þess, að nýmæli Gorbatsjovstjórnar- innar skyldu vekja mestar hrær- ingar einmitt í baltnesku löndun- um. Efnahagslega séð eru Eist- land og Lettland einhver þróuð- ustu svæði Sovétríkjanna og óá- nægja með ráðríka og stirðbusa- lega miðstýringu Kremlarbænda hefur þar lengi verið mikil. í menningarefnum standa þessi lönd nær Vestur-Evrópu en Rússlandi. Eistneska er náskyld finnsku og vegna þess og nálægð- arinnar við Finnland geta Eistir horft á finnska sjónvarpið. Það hefur hjálpað þeim til að við- halda tengslunum við bræðra- þjóðina og Vestrið. Flestir Eistir Nýmæli Gorbatsjovs hafa leyst úr læðingi nýja sjálfstæðis- hreyfingu í Balkanlöndum og Lettar eru lútherstrúar og í þeim efnum nákomnir Norður- landabúum og Norður-Þjóðverj- um. Litháar eru flestir kaþólskir og menningarleg tengsl þeirra við Pólland sterk frá gamalli tíð. Erlend yfirráð Oftast er talað um „baltnesk lönd“ í landfræðilegum skilningi orðanna. En hvað tungumálið snertir eru Eistir ekki baltnesk þjóð, heldur finnsk-úgrísk. Lett- neska og litháíska mynda hins- vegar baltneska tungumálaflokk- inn, eina af greinum indóevr- ópska tungumálabálksins. Á 13. öld lögðu þýskar riddar- areglur Eistland og Lettland undir sig og voru yfirstéttir þeirra landa síðan þýskar þangað til í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Stærri og minni hlutar þessara landa voru síðar um lengri eða skemmri tíma undir yfirráðum Pólverja, Dana og Svía. Litháen varð á 14. öld stórveldi er náði yfir mikinn hluta Rússlands, en rann síðan saman við pólska rík- ið. í lok 18. aldar voru löndin öll þrjú komin undir yfirráð Rússa. Á 19. öld vöknuðu þar til lífsins öflugar þjóðernishreyfingar, sem komu því til leiðar að í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, er Rússland var í lamasessi, urðu ríkin þrjú öll sjálfstæð lýðveldi. En það stóð stutt, því að árið 1940 innlimuðu Sovétríkin baltnesku löndin þrjú, eftir að Þýskaland Hitlers hafði viður- kennt þau sem sovéskt áhrifa- svæði. Á Stalínstímanum sættu baltnesku þjóðirnar ofboðslegri harðstjórn, fjöldi manna var líf- látinn og fólk í hundruðþúsund- atali herleitt til annarra hluta So- vétríkjanna. Meðferð Rússa á baltnesku þjóðunum vakti furðu litla at- hygli á Vesturlöndum, sennilega einkum vegna þess, að þjóðirnar eru smáar og hafa því verið taldar pólitískt lítilvægar. Miklu meiri áhyggjur þóttust Vesturlanda- menn hafa af Austur- Evrópuþjóðunum, sem þó sættu miklu betri kjörum af hálfu Rússa en þær baltnesku. Sovéskar áhyggjur út af múslímum Athyglisvert er að ekki einung- is kommúnistaflokkar baltnesku landanna sjálfra, heldur og stjórnin í Moskvu, hafa tekið stofnun grasrótarhreyfinganna af vinsemd. Enn er óvíst hvort svo verður til frambúðar, en ekki er óhugsandi að þetta sé vottur gagngerra breytinga á viðhorfum sovésku stjórnarinnar bæði í al- þjóðamálum og stjórnmálum innan síns risavaxna ríkis. Nú dregur úr þykkjunni milli „austurs" og „vesturs" og kemur margt til, meðal annars áhyggjur risaveldanna af ýmsum vanda- málum heima fyrir og ýmislegri þróun mála f þriðja heiminum svokallaða. Þau minnihlutaþjóð- erni Sovétríkjanna, sem þar- lendir valdhafar hafa mestar áhyggjur út af, eru íslamsþjóðir Mið-Ásíu og Kákasuslanda, flestar talandi tyrknesk mál. Þeim fjölgar miklu hraðar en öðru sovétfólki og ýmis sambönd þeirra við íslömsk ríki verður varla hægt að útiloka. í saman- burði við það kann baltneska vandamálið, vegna fámennis þjóða þar, að virðast lítilvægt í augum raunsærra stjórnmála- manna á borð við Gorbatsjov. Vera kann því að hann sé því ekki fráhverfur að friða þjóðir þessar með allvíðtækri sjálfstjórn, gegn því að tryggt sé að þær krefjist þess ekki að segja alveg skilið við Sovétríkin. Gorbatsjov kynni og að hugsa sem svo, að sjálfstjórn baltnesku landanna myndi leiða til efnahagslegrar eflingar þeirra, sem að öllum líkindum myndi koma Sovétríkjunum sem heild til góða. Dagur Þorleifsson 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.