Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 11
___________________FOSTUDAGSFRETTIR________________________ A tvinnuleysissjóður Vilja fá fullt framlag ASÍog VSÍkrefja stjórnvöld um að staðið verði við samninga um fjárveitingu til atvinnuleysistrygginga Stálvík Úti er ævintýri Ríkisstjórnin hefursynj- að beiðnifyrirtœkisins vegna smíði 10 togara fyrir Marokkó Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að synja beiðni Stál- víkur hf. um fyrirgreiðslu vegna smíði á 10 skuttogurum fyrir aðila í Marokkó. Skipasmíðastöðin Stálvík hf. fór fram á niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði á smíðakostnaði skipanna sem myndu nema 14-16% af verði þeirra eða á bilinu 326-372 miljónum. Jafnframt fór það fram á ríkisábyrgð á getu stöðvar- innar og samstarfsaðila hennar til þess að standa við smíðasamning- inn, ríkisábyrgð á útflutningsláni, sem veitt yrði kaupanda sem myndu nema 1630 miljónum og loks ríkisábyrgð á byggingarláni á smíðatíma skipanna. -grh Alþingi Engir fundir Engir fundir verða í deildum Alþingis í dag og verða ekki fyrr en á þriðjudag. A miðvikudag var gengið frá skipun í nefndir eins og frægt er orðið og á þriðjudag var gengið frá skipunum í stöður forseta deilda og sameinaðs þings. Engar umræður hafa átt sér stað í þinginu frá því það var sett af forscta íslands á mánudag. Þingmenn hafa þó í nógu að snúast. Störf nefndanna eru að fara af stað og þingflokkar funda. Stjórnarflokkarnir eru sjálfsagt uppteknastir af fjárlagafrum- varpinu sem fjármálaráðherrann hefur sagst ætla að leggja fyrir ið fyrir lok þessa mánaðar. þriðjudag var lagt fram stjórnarfrumvarp um aðgerðir í efnahagsmálum og frumvarp um breytingar á bráðabirgðalögum frá 20. maí. -hmp Fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins í stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hafa mótmælt þeirri ákvörðun stjórnvalda að færa 600 miljónir af framlagi til sjóðs- ins yfir á nýja Atvinnutrygginga- sjóðinn. Sjúkraþjálfun And' fætlinga- fræðsla Vikunámskeið hjá sjúkraþjálfurum um skoðun og meðferð verkja í hálsi, herðum og öxlum. Leiðbeinendurn- ir frá Ástralíu - Endurmenntunarnámskeið eru sífellt í gangi á vegum félags- ins, og það sem nú stendur yfir er liður í því starfi, sagði formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, Guðrún Sigurjónsdóttir, en þessa vikuna hefur staðið yfir námskeið í Víkingasal Hótels Loftleiða um skoðun og meðferð verkja í hálsi, herðum og öxlum, og koma leiðbeinendurnir frá Astralíu. Guðrún sagði að um væri að ræða vandamál sem sjúkraþjálf- arar fengjust mikið við, og því væri þetta námskeið mjög gagn- legt, ekki síst vegna þess að leiðbeinendurnir, Helen og Mark Jones, beittu að nokkru leyti ann- arri skoðunartækni en plagsiður væri hér, og því gæfist tækifæri til 1 tillögu sem samþykkt var samhljóða í stjórn sjóðsins segir m.a. að á síðustu árum hafi ríkis- valdið lagt þungar skyldur á sjóð- inn en á síðstu árum hefur fram- lag til sjóðsins verið skorið niður stórlega. Áframhaldandi skerð- að bera saman bækurnar. Helen og Mark Jones hafa lok- ið sérfræðinámi frá South Australian Institute of Techno- logy í Adelaide í Ástralíu í með- höndlun kvilla frá stoð- og hreyfikerfi líkamans. Að sögn Marks halda þau fyrirlestra um viðfangsefnið, en áherslan er ing á tekjustofnum og nýjar álögur hljóti að leiða til þess að sjóðurinn verði ófær um að gegna hlutverki sínu ef nokkuð ber út af í atvinnumálum. Því er gerð sú krafa til ríkis- sjóðs að hann greiði fullt um- lögð á hinn verklega þátt kennsl- unnar. Þar er þeim til aðstoðar Ágúst Jörgensson, sjúkraþjálf- ari, en hann hefur einnig verið við nám í Ástralíu. Rúmlega 40 sjúkraþjálfarar hafa sótt námskeiðið, hvaðanæva af landinu, en héðan halda Helen og Mark Jones til Norðurlanda til samið og lögbundið framlag sitt til sjóðsins. Jafnframt telur stjórnin koma til greina við nú- verandi aðstæður að sjóðurinn láni Atvinnutryggingasjóði eftir nánara samkomulagi um endur- greiðslu. áframhaldandi námskeiðahalds. Mark sagði að úthaldið yrði alls um fjórir mánuðir í þetta skipti, og lét hann vel af þessu tækifæri til að kynnast og skiptast á skoð- unum um starf sjúkraþjálfara í mismunandi löndum, þar sem ó- iíkum aðferðum væri beitt eftir heimshlutum. HS Ágúst Jörgensson fær yfirhalningu hjá Mark og Helen Jones á námskeiði sjúkraþjálfara sem staðið hefur yfir þessa vikuna í Víkingasalnum á Hótel Loftleiðum. Mynd: ÞÓM.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.