Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 16
Að kvikmynda skáldsögu Kvikmyndun á góðum skáld- sögum er oftar en ekki erfitt við- fangsefni og hafa sum af stærstu mistökum kvikmyndasögunnar orðið til á þann hátt. Sumar skáldsögur eru einfaldlega þann- ig úr garði gerðar að það getur verið miklum erfiðleikum bundið að koma inntaki sögunnar jafn vel til skilaogsjálfbókin gerir. Þá falla kvikmyndargerðarmenn oft í þá gryfju að endurtaka bókina of mikið sem getur verið versti kosturinn vegna frásagnarmáta bókarinnar. Margar bækur eru þannig skrifaðar að lesandanum finnst harla ótrúlegt að úr geti orðið góð kvikmynd. Þá reynir á útsjónarsemi kvikmyndargerðar- mannsins, hvernig honum tekst að vinna bókina upp á nýtt þann- ig að úr verði góð bíómynd. Þetta virðist Philip Kaufman hafa haft hugfast þegar hann hófst handa við gerð myndarinn- ar The Unbearable Lightness of Being, eða Óbærilegur léttleíki tilverunnar eins og hún kallast í íslenskri þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Bók Kundera er ekki auðveld til kvikmyndunar. Frá- sögnin er á þann hátt að mikið af athugasemdum koma frá Kund- era sjálfum og því borgar sig ekki að endurtaka bókina of mikið. Þar sem Kundera er í raun mið- depill skáldsögu sinnar hefur Kaufman náð að gera það sama við kvikmynd sína, og þannig er hann sjálfur stærsta persóna myndarinnar. Kaufman fékk Frakkann Jean-Claude Carrire sér til fulltingis við gerð handrits- ins en Kundera var þeim einnig innan handar um ýmis atriði. „Carrire og ég ákváðum strax að með svona flókna bók eins og þessa yrðum við að meðhöndla hlutina á einfaldan hátt. Við yrð- um að finna aðrar leiðir en þær sem henta í bókinni til að koma sögunni til skila,“ sagði Philip Kaufman í viðtali við tímaritið Films and Filming eftir gerð myndarinnar. Kundera var þeim sammála enda er hann sjálfur kvikmyndahandritshöfundur og var t.a.m. kennari Milos Forman í skóla á sínum tíma og veit vel hvað klukkan slær í þessum efn- um. Það var einmitt í gegnum Milos Forman að Kaufman var fenginn til að leikstýra þessu verki. Fram- leiðandi Óbærilega léttleikans er nefnilega Saul Zaentz, sem fram- leiddi þær myndir Formans sem mesta hylli hafa fengið, One Flew Over the Cuckoo‘s Nest og Ama- deus. Forman var ekki reiðubú- inn í þetta verkefni og leitaði til Kaufmans sem er einlægur aðdá- andi Milan Kundera. „Ég hugs- aði aldrei um að gera kvikmynd úr þessari bók þegar ég las hana á sínum tíma,“ segir Kaufman, „ég las hana eins og aðrar bækur og lagði hana síðan frá mér, en þeg- ar Forman sagði mér frá þessu verkefni varð ég mjög spenntur." Erótísk ástarsaga Sagan sem hér um ræðir erfyrst og fremst erótísk ástarsaga. Enda þótt atburðirnir í Tékkóslóvakíu árið 1968 komi við sögu er þetta ekki pólítísk mynd heldur hafa þeir óhjákvæmilega áhrif á fram- vindu mála í sögunni. Sagan segir frá Tomasi, sem í upphafi er snjall heilaskurðlæknir í Prag, og konum í lífi hans. Hann giftist Terezu en getur engan veginn slitið sig frá öðrum konum, sér- staklega ekki bestu vinkonu sinni, Sabinu. Hér er því gamli ástarþríhyrningurinn á ferð en þó ekki með hefðbundnu sniði. Tomas er aðalpersónan og í kringum hann spinnst ást og af- brýði, svik og trúnaður, líf og dauði, en umfram allt er myndin kynferðisleg ástarsaga fyrir full- orðna. Athyglisvert leikaraval Kaufman og Zaentz ákváðu snemma að tefla ekki fram stór- stjörnum í hlutverk aðalpersón- anna, en vönduðu samt sérstak- lega til valsins. Tomas er leikinn af Daniel Day-Lewis, enskum leikara sem hefur getið sér mjög gott orð sem skapgerðarleikari. Hann stal senunni í mynd James Ivorys, A Room With a View, þar sem hann lék hástéttarsnobb- arann af mikilli lipurð, og þá lék hann aðalhlutverkið í My Be- autiful Laundrette, mynd sem hlaut mikla hylli gagnrýnenda en miður fáir sáu hér á landi. Síðast sást Day-Lewis hér á landi í myndinni Stars and Bars sem sýnd var í Stjörnubíói fyrir skömmu. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Philip Kaufman hefur verið óhræddur við að taka áhættur í gegnum tíðina. Hans nýjasta mynd er gerð eftir bók sem flestir töldu ómögulegt að kvikmynda þannig að vel færi. Sagan heitir Óbærilegur léttleiki tilverunnar, skrifuð af tékkneska rithöfundinum Milan Kundera, og er baksvið hennar innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968. Myndin þykir geysi góð og er nú sýnd hér í Reykjavík Það tók reyndar langan tíma að finna hinn rétta Tomas. „Ég hafði nánast gefið upp alla von á að finna Tomas þegar ég var á hótelherbergi í London og kveikti af rælni á sjónvarpinu. Þar sá ég þennan sköllótta mann í hlutverki Majakovskis í Fútúrist- unum og það var eitthvað í fari hans - nokkurs konar kynferðis- lega villtur húmoristi - sem sagði mér að hann væri sá rétti,“ segir Kaufman. Sjálfur vissi Day- Lewis ekkert um málið. „Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að Kundera væri til, þegar ég var beðinn um að leika í mynd- inni. Síðan las ég bókina, þá handritið og loks allt sem ég komst yfir sem gæti hjálpað mér við hlutverkið.“ Kvenpersónurnar í myndinni eru ekki síður mikilvægar en Lena Olin leikur Sabinu og Ju- liette Binoche Terezu. Þær eru lítt þekktar hér á landi en óhætt er að mæla með frammistöðu þeirra beggja í Óbærilega létt- leikanum. Lena Olin er sænsk og hefur leikið mikið með Bergman leikhópnum, en Juliette Binoche er hins vegar frönsk og nýtur tal- sverðra vinsælda þar í landi. Hún lék m.a. í Rendez vous eftir And- re Techine og síðast sást á tjald- inu í The Night is Young eftir Leos Carax. Evrópsk eða amerísk En skyldi evrópsk saga eins og þessi missa mátt sinn þegar hún verður að bandarískri bíómynd? Nei, því fer fjarri enda gætir hvergi amerískra áhrifa í mynd- inni. Philip Kaufman hefur alla tíð litið upp til evrópskrar kvik- myndargerðar og segist hafa orð- ið fyrir mestum áhrifum frá Ing- mar Begman og frönsku nýbylgj- unni á sínum tíma. Hann hefur hingað til ekki fylgt ríkjandi straumum í bandarískri kvik- myndargerð. Síðasta mynd hans, The Right Stuff gerð árið 1983, fjallaði um fyrstu geimfara Bandaríkjanna sem jafnframt eru einhverjar mestu hetjur þeirrar þjóðar á þessari öld. Hann sýndi þetta tímabil í öðru ljósi því að hans mati voru þetta bara töffarar í leðurjökkum, falskar hetjur. Reyndar skildu margir Bandaríkjamenn mynd- ina sem fallegan lofsöng, myndin var nefnilega auglýst sem slík og réð það úrslitum því mikill er máttur auglýsinganna. Einnig er varla hægt að tala um Óbæri- lega léttleikann sem bandaríska mynd þó að peningarnir komi óneitanlega þaðan. Kaufman sker sig eiginlega úr hópnum sem vann við gerð myndarinnar því flestir aðrir eru frá Evrópu. Ekki bara leikarar og handritshöfund- ur, heldur líka tækniliðið. Þar skal fremstan telja kvikmynda- tökumanninn Sven Nykvist sem lengi vann með Ingmar Bergman og filmaði einnig síðasta meistar- averk Sovétmannsins Andrei Tarkovskis, Fórnina. Þá má nefna að Jean-Jacques Beineix hinn franski (gerði Diva og Betty Blue) aðstoðaði Kaufmann við leikstjórn myndarinnar. Juliette Binoche og Lena Olin í álakanlegrí senu í Óbærílegum léttleika tilverunnar. Þærsýna báðarmjög skemmtilega túlkun á hlutverkum sínum í myndinni. Lífið endurspeglast í kúluhatti Sabinu. Ástarþríhyrningur Milan Kundera magn- ast í kvikmynd Philip Kaufman. Ljósglæta vonar Bíóborgin: The Unbearable Lig- htness of Being (Óbærilegur léttleiki tilverunnar). Framleiðandi: Saul Zaentz. Leikstjórn: Philip Kaufman. Handrit: Jean-Claude Carriére/Philip Kaufman. Byggt á samnefndri skáld- sögu Milan Kundera. Kvikmyndun: Sven Nykvist. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Ju- liette Binoche, Lena Olin, Derek de- Lint, Erland Josephson, Pavel Land- ovsky, Stellan Skarsgárd o.fl. Prag, vorið 1968. Sýprustrén blómstra sem aldrei fyrr. Um strætin ljómar þessi undurþýða skæra birta vorsólarinnar, sem er engu öðru lík. Á kaffihúsunum ræða menn af áfergju langþráðar vorleysingarnar, þíðuna er fylgt hefur í kjölfar stjórnarstefnu Du- bceks. Af vörum Tómasar hrýtur í hita leiksins samlíking stjórn- valda við Ödipus konung. Sem, ólíkt hinum fyrrnefndu, hafði þó til að bera þann manndóm að stinga úr sér augun og fela völdin í hendur öðrum, þegar honum varð ljós blóðskömmin og föðu- rmorðið er hann óafvitandi og í stundarblindni hafði drýgt. Þær Tereza og Sabina leitast sömuleiðis, hvor með sínu móti, við að fanga þessa undurþýðu birtu vorsólarinnar. Ekki í orð, líkt og Tómas. Báðar fanga þær ljós. Onnur líður um strætin og festir á filmu atburði líðandi stundar, hin stóru perspektífin. Hin brýtur upp spegla og raðar brotunum saman á nýjan leik og undir nýjum formerkjum í eins- konar spegil-collage. Myndir, sem spegla „nærveru" vorsins meðan það varir, en sömuleiðis haustkomuna. Báðar elska þær Tómas. Það er ekki heiglum hent að kvikmynda þetta öndvegisverk Milan Kundera. Hverjum hefði komið til hugar að handritshöf- undur „Raiders of the Lost Ark“, maðurinn sem leikstýrði kvik- myndum á borð við „Invation of the Body Snatchers" og „The Right Stuff“ ætti eftir að takast á við Óbærilegan léttleika tilver- unnar með slíkum tilþrifum sem raun ber vitni. Reyndar nýtur hann hér að- stoðar öllu reyndari stórsnillinga í greininni. Ber þar fyrstan að nefna handritshöfundinn, Frakk- ann Jean-Claude-Carriére, sem gegnum tíðina hefur unnið í nánu samstarfi með ekki ómerkari leikstjórum en Jacques Tati, Lo- uis Malle, Milos Forman, jafnvel sjálfum Louis Bunuel í The Discret Charm of the Burgeois- ie“. Handritsgerð þeirra Kaufmans og Carriére er í flestu tilliti nokk- uð sannferðug túlkun á þessu öndvegisverki Kúndera. Þó svo að nokkuð skorti á þá speglun, eða öllu heldur spennu, sem óneitanlega ríkir í bókinni, milli míkróveraldar elskendanna og þess félagslega raunveruleika er þau búa við. Atriði, sem svo listi- lega er útfært af höfundi í frum- útgáfunni, og af hverj u sj álf nafn- gift hennar er aukinheldur dreg- in. Hversu lítilmótlegir sem gall- arnir á handritsgerðinni annars kunna að þykja, þá vegur afburð- agóð kvikmyndataka Sven Ny- kvists þar drjúgt á móti. Þessi aldni uppeldis- og þjáningarb- róðir meistara Bergmans í list- greininni, er öldungis einstakur í sinni röð í kvikmyndaheiminum í dag. Og þá einkum hvað varðar ótrúlega meðvitund hans og 'næmni fyrir blæbrigðum sjálfs ljóssins. Hvernig megi nýta ljós- ið, hin ýmsu blæbrigði þess og karakteinkenni, til að leggja áherslu á efnislega framvindu verksins. Stílbrögð þessa meistara Ijóss og skugga samsvara fullkomlega þeim hughrifum, þeim mótsagna- kenndu andstæðum vonar og ótta, ástar og afbrýði, haturs og umburðarlyndis, sem í öðru tilliti er leitast við að koma til skila í myndinni. Þeirri stökkbreytingu tíðarandans, sem fylgir í kjölfar innrásar Varsjárbandalagsherj- anna í Prag, vorið 1968. Blæ- brigði þeirrar litlu ljósglætu von- ar, sem persónur verksins leitast sömuleiðis við að fanga hver með sínum hætti. Ó.A. Hönnuður leikmyndarinnar er franskur, Pierre Guffroy, en leik- myndin er stór þáttur í myndinni. Ekki var hægt að taka myndina í Tékkóslóvakíu og var þá ætlunin að reyna fyrir sér í Júgóslavíu. Þá uppgötvuðu Kaufman, Zaents og Nykvist einhvern hluta frönsku borgarinnar Lyon sem svipaði svo til Prag að ekki einu sinni Kundera gat greint á milli. Þá sá Guffroy um að hanna bakgrunna semlitu út eins ogPrag. T.a.m. er Tomas að þvo glugga á einu atrið- anna og þá er engu líkara en Prag sé í baksýn en svo er ekki heldur teikningar Guffroys. Misskildar kvikmyndir Á sama hátt og Kaninn mis- skildi The Right Stuff er Kaufman hræddur um að þessi nýja mynd sín verði rangmetin. Það er einkum pólitíski hluti myndarinnar sem gæti leitt áhorf- endur afvega því vissulega er það freistandi hugmynd að gera mynd um „Vorið í Prag“. Óbærilegi léttleikinn segir hins vegar aðeins sögu fólks sem varð leiksoppur atburðanna í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum. Hún tekur ekki mikla afstöðu og því verður myndin ekki flokkuð innan pólitískra kvikmynda. „Ég vona að myndin verði ekki markaðssett sem pólitísk, því það er hún ekki. Þetta er ástarsaga, en skriðdrekarnir ráðast inn í at- burðarrásina. Myndin er ástar- saga fólks, og ég vona að hún verði séð sem slík.“ -þóm Af hverju ekki Nú hefjum við að nýju okkar sívinsælu 3ja og 6 daga Lundúnaferðir -og nú á verði sem á sér varla hliðstæðu. 3 dagar: 6 dagar: Brottför vikulega á fimmtudögum. Val er um gistingu á 6 hótelum í 3 verðflokkum. Tryggið ykkur sæti tímanlega I * Innfalið (verði: Flug og gisting án morgun- og kvöldverða (sem greiðist sér). A. Feröaskrlfstofan Irarandi Vesturgötu 5, Reykjavík. Sími 622420 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988 Föstudagur 14. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - StÐA 17 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.