Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 19
Forystan gagnrýnd Iþróttahreyfingin er undir smásjá þjóðarinnar um þessar mundir og hafa gagnrýnisraddir heyrst víða að. Ellen Ingvadóttir hefur verið óhrædd við að láta skoðanir sínar á þessum málum í ljós Um síðustu helgi var haldin ráðstefna um íþróttamál á vegum íþróttabandalags Reykjavíkur. Var þar einkum rætt um stöðu íþróttahreyfing- arinnar í dag og hvert stefndi í náini framtíð. Ellen Ingvadóttir var einn framsögumanna og deildi hún mjög á stiórnun og valddreifingu innan ISÍ. Þessi umfjöllun Ellenar fór fyrir brjóstið á mörgum forkólfinum en Ellen skýrir málið í samtali við Nýja Helgarblaðið. „Það verður að vera okkur Ijóst að þessi ræða mín var flutt til þess að opna umræðu um hreyfinguna. Það er margt gott gert í hreyfingunni en við skulum hafa það á hreinu að hún er engan vegin yfir gagnrýni hafin. Breytinga er þörf „Ráðstefna af þessum toga hlýtur að vera til góða, en ég legg áherslu á að gagnrýnin sé ætíð málefnaleg og byggð á sanngirni og löngun til að byggja upp og breyta til góða. Breytingar mega ekki vera eingöngu íjreytinganna vegna.“ Á ráðstefnunni talaði Ellen um íþróttastjórnun og nýj- ar kynslóðir og varpaði fram til- lögum um hvað væri til bóta í rekstri íþróttahreyfingarinnar. „Ég álít að íþróttahreyfingin eigi sífelt að vera í framvarðar- sveit hvað varðar stjónunarleg vinnubrögð", segir Ellen þegar hún er innt álits á stjórnun íþrótt- ahreyfingarinnar. „Við lifum í númtímaþjóðfé- lagi þar sem eru gífurlega miklar og örar breytingar, þjóðfélagi sérþekkingar þar sem menn sér- hæfa sig á öllum hugsanlegum sviðum. Við sérhæfum okkur í uppbyggingu félaga, fyrirtækja og hreyfinga, samskiptum ein- staklinganna og auk þess í öllum praktískum málum. Þessa sérhæfingu ættum við að nýta okkur innan íþróttahreyfingar- innar. Til að tryggja slíkan ferskleika væri eðlilegt að komið væri á endurnýjunarreglu á stjórn ÍSÍ. Þannig myndu menn sitja, til dæmis, í fjórum sinnum tveggja ára tímbil innan stjórnarinnar. Það tekur jú tvö til þrjú ár að komast vel inn í stjórnárstörf og þá myndu menn starfa í fimm ár sem aktívir stjórnarmenn. Þetta myndi einnig tryggja : þjálfun nýrra manna til að taka við og ennfremur að nýjar og ferskar hugmyndir væru ætíð í stjórninni. Þá er einnig mikilvægt að nefndarbyrði verði minnkuð á mönnum því algengt er að menn sitji í fimm nefndum en að mínu mati væru tvær nefndir hámark. Þannig fengjum við fleira fólk til starfa auk þess sem kraftarnir nýttust betur.“ Mikil íþróttakona Ellen hefur alla tíð haft mikil afskipti af íþróttum og muna ef- laust margir eftir henni sem sunddrottningu íslendinga. „Ég var í sundinu frá 11 til 17 ára aldurs og var í landsliðinu nánast allan tímann. Ég naut þessara ára mjög mikils og keppti á mörgum stórmótum. Hápunkturinn á ferl- inum voru óneitanlega Ólympíu- leikarnir í Mexíkó 1968.“ „Ég hef starfað nokkuð í íþróttahreyfingunni síðan en m.a. var ég stjórnarmaður í Sundsambandi íslands í fjögur ár og er nú varaforseti Sundsam- bands Norðurlanda." Ellen hefur því kynnst starf- semi erlendra íþróttahreyfinga. Skyldi vera mikill munur á pví sem við þekkjum hér á landi? „Það er rétt að ég hef kynnst þessum málum á Norðurlöndun- um nokkuð vel og mér sýnist menn vera töluvert ákveðnari í allri stefnumyndun og síðan að fylgja þeirri stefnu heldur en við erum hér á íslandi. Það er einmitt mergurinn málsins að við höfum nóg af mönnum með mikla þekk- ingu, en við verðum bara að kunna að nýta okkur þessa þekk- ingu innan íþróttahreyfingarinn- ar og aðlaga hreyfinguna að nýj- um vinnubrögðum. Á ráðstefnunni var einnig rætt um hvernig markaðsmál og fjöl- miðlar tengjast íþróttum, og þá með hliðsjón af Ólympíuleikun- um. Notum við okkur þessi atriði rétt í dag eða þarf breytingu þar á? Nei, við erum ekki betur sett hvað þessa sérfræði varðar frekar en aðra. Ef við tökum fjölmiðl- ana sem dæmi þá hefðu íþrótta- menn okkar eflaust mátt fá betri skólun að keppni lokinni, burtséð frá frammistöðu þeirra á leikunum. Varðandi markaðsmál þá geri ég mér grein fyrir því að við lifum á tímum markaðs- breytinga og þær tengjast fjárm- álum hreyfingarinnar. En við ætt- um að fá til liðs við okkur mark- aðsfræðinga og bjóða mönnum upp á námskeið á vettvangi í- þróttahreyfingarinnar. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að þessir þættir setja strik í reikn- ing íþróttamanna okkar og því sjálfsagt að kennsla einhvers konar sé liður í þeirra þjálfun." Báknið burt? Er stjórn ÍSÍ þá ekkert nema bákn, og lausnin þá báknið burt? „Það er allt of djúpt í árinni tekið og ég minni á að á síðasta þingi ÍSI var ákveðin endurnýjun innan hreyfingarinnar. Hins veg- ar virðist það þurfa mikil átök fyrir menn til að komast inn í þessa hreyfingu án þess að neinir ákveðnir einstaklingar eigi í hlut.“ Ellen hefur ekki aðeins gagnrýnt íþróttahreyfinguna stjórnunarlega séð, heldur einnig það hvað landsbyggðin stendur halloka í þessum málum. „Ég hef starfað í nefnd á vegum ÍSI sem skipuð var til að athuga möguleika á ákveðnu sam- starfi innan hreyfingarinnar allrar. Þar hef ég séð að breytinga er þörf á samskiptum ÍSÍ í bænum við landsbyggðina og það er alveg greinilegt að einhver gjá hefur myndast á milli suð-vestur hornsins og landsbyggðarinnar. Menn úti á landi eru pirraðir út í forystu íþróttahreyfingarinnar og höfðu ekki mikla trú á þessari nefnd heldur sögðu sem svo: „Það kemur ekkert frá ÍSÍ hvort eð er.“ Svona er þetta einnig innan sérsambandanna, því þótt menn hafi samband er oft sá undirtónn sem gefur til kynna að sama gjáin sé þar á milli líka. Ég. er því staðföst í þeirri vissu að bæta þarf samskiptin þarna á milli.“ Ekki framboðs- ræða Menn hafa reynt að fínna ýms- ar skýringar á þessari gagnrýni Eilenar á íþróttahreyfinguna. Ársþing ÍSÍ verður nú innan tíðar og situr Ellen væntanlega þingið. Því hefur verið haldið fram að Ellen ætli sér í stjórn ÍSÍ og því sé nauðsynlegt fyrir hana að undir- búa jarðveginn til að eiga greiða leið inn í stjórnina. „Ég kom ekki inn í íþrótta- hreyfinguna með framavonir í huga. Þeir sem starfa í þessu verða að gera það af áhuganum einum saman og jafnframt að hafa tíma til að sinna starfi sínu nógu vel. Gagnrýni mín er að mínu viti heiðarleg og því ekki ástæða til að láta sér bregða. „Ég hef ekki í hyggju að gefa kost á mér í stjórn og þetta inn- legg mitt í umræðuna var aldrei hugsað sem slíkt. Þetta er ekki framboðsræða,“ sagði þessi mikli kvenskörungur að lokum. -þóm Þú rekur þig á ýmis óþægindi ef rafmagnið fer! Varla er hægt að hugsa sér betri eða þægi- legri orku en rafmagnið. Hljóðlaust og öruggt bíður það í leiðslunum, reiðubúið að verða við óskum okkar um næga birtu, hrein föt, hressandi kaffisopa eða stundar- korn fýrir framan sjónvarpið. vextir leggjast á skuldina og ef lokað er fyrir rafmagnið standa þeir allt í einu uppi án helstu lífsþæginda, nánast í myrkri miðald- anna! Þá er ekkert mikilvægara en rafmagnið sem hvarf úr leiðslunum — og ekkert sjálf- sagðara en að greiða fyrir það! Þeir sem draga að greiða rafmagnsreikn- inginn verða fyrir óþægindum. Háir dráttar- Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKiAVIKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.