Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 13
GAGNRYNI Þaö er skaup Þjóðleikhúsið - Gamla bíó Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó- hannsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Leikendur: Örn Arnason, Randver Þorláksson, Lilja Þórisdóttir, Er- lingur Gíslason, Ólafur Örn Thor- oddsen, Valgeir Skagfjörð, Eyþór Arnalds, Herdís Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Vigdís Klara Ara- dóttir. Nú rúmu ári eftir frumflutning á leikriti Njarðar P. Njarðvík um hamar Þórs kemur sýningin aftur á fjalirnar. Að þessu sinni er leikið í Gamla Bíói en þar verður Þjóðleikhúsið með hjálendu í vetur og stundar búskap með ís- lensku óperunni. Samkrull þess- ara tveggja fyrirtækja undir verndarvæng ráðuneyta mennta og fjármála hefur verið í undir- búningi nokkuð lengi og skilar vonandi báðum bættri aðstöðu. Það er aftur nokkuð áhyggju- efni hvað sýning á borð við Þrymskviðuleik Njarðar er lengi að komast á koppinn. Hún var frumsýnd vorið 1987 vestur á ísa- firði og fór þá um vestfjarða- kjálkann, en var þá lögð á hilluna af ástæðum sem ég kann ekki að rekja. Nú er búið að leika hana í tvígang og þá er gert leikhlé með- an sýningin er flutt til Berlínar á leiklistarhátíð þar syðra. Allt þetta ráp og lausung kann að vekja spurningar um skipulag, nýtingu á starfskröftum og tíma innan veggja Þjóðleikhússins og er það eðlilegt. Hefur húsið efni á lúxus á borð við þann að tvíæfa verkið með löngu millibili, má það missa damp úr kynningu og keyrslu á sýningunni með þeim óþægindum sem ferð á borð við Berlínarævintýrið hefur í för með sér? Mér telst til að ekki færri en þrjár aðrar sýningar í bænum verði að bíða meðan gull er sótt í greipar þýðverskum. Njörður P. Njarðvík hefur mikið til síns máls þegar hann lýs- ir nauðsyn þess að við höldum áfram að spinna úr okkar forna arfi og víst má finna þar margt söguefnið í leiksýningar. Þau Brynja eru bæði sókndjörf þá þau lýsa nauðsyn þess að bjóða uppá leiksýningar sem höfði til allrar fjölskyldunnar. Leikhús á íslandi eru sem betur fer að vakna til vitundar um nauðsyn þess að brjóta múra umhverfis hina borg- aralegu leiksýningu. Um allt þjóðfélagið er fólk sem vill fara í leikhús saman, börn, unglingar og fullorðnir. Slíkar leiksýningar eru fátíðar, en nái þær á sviðið eru þær engu líkar í viðtöku og vinsældum takist vel til. Til- gangur aðstandenda er því göf- ugur að búa til leiksýningu fyrir alla sem hefur alþýðlega skír- skotun, blandar tónlist og leik, með sígilt söguefni að kjarna. Og margt í leiksýningu Brynju er ávísun á slíkar forsendur. En sá er galli á gjöf Njarðar að leikurinn er ekki nógu skemmti- lega saminn. Og tilburðir Brynju til að hressa uppá textann með búffó-stíl, grófum leikbrögðum og fígúrum í búningum, takast ekki nema af hálfu leyti. Per- sónusköpun Arnar, Lilju og Randvers er með ágætum. Mað- ur saknar þess gegnum allan leikinn að þau skuli ekki hafa ríkara tilefni til að sýna trúðleik því öll búa þau yfir kunnáttu á því sviði. En þar svíkur texti skálds- ins. Það er ekki nægilega uppá- finningasamt í hugsun til að glæða leikinn lífi og hvernig geta þá vesalings leikararnir gert það. Þá hefur leikstjórinn fengið Hjálmar til að semja tónlist við leikinn og tekst tónskáldinu ágætlega upp. Hugmynd Brynju að láta tónlistarmenn taka virkan þátt í sýningunni sem kór og senumenn er góðra gjalda verð. Tónlistarflokkurinn kemst reyndar furðulega vel frá sínu hlutverki, en oft dregur hann at- burðarásina á langinn og veldur töfum á hraða leiksins. Maður PÁLL BALDVIN BALDVINSSON hugsar með sér hvers vegna var músikin ekki höfð á bandi og starfsorka sex skrokka á sviði notuð betur. Sigurjón hefur gert dásamleg gervi fyrir Þór, Freyju og Loka, en þar er upptalið. I þessum bún- ingum, sem eru formfagrir og fyndnir, má sjá grunnhugmynd sem vísar til auðugri leikmyndar, litríkari ljósa og markvissari gam- anleiks, en visnar og hverfur þeg- ar á líður sýninguna. Þegar leikurinn berst í garð Þryms er gamanið búið, rétt í þann mund sem gáskinn skal rísa hæst og skopið yfirgnæfa salarkynni Gamla Bíós í hlátrasköllum. Erindisleysa Þannig hefur lánleysið enn unnið skráveifu á verkefnalista Þjóðleikhússins. Enn hefur leik- stjóri lagt af stað með verk sem ekki stendur undir þeirri sviðs- rænu útfærslu sem boðið er uppá. Enn verður að spyrja hvar leiðbeining dramatúrgs Þjóðleik- hússins sé falin. Hugsjón höfund- ar er í upphafi falin í textanum sem hann skilar inn og leikhúsið kaupir. Þegar leikstjórinn tekur við verkinu hefst hann handa og mótar leiknum sviðsrænar for- sendur ásamt samstarfsmönnum. Allt þetta hæfileikaríka fólk hlýtur að sjá vankanta verksins, skynja galla þess og geta greint leiðir til bóta. Því hver sýning sem berst áhorfendaskaranum, seint og um síðir, veikburða og hálfvolg, veikir tiltrú hans á miðlinum. Því verður að grannskoða hvert verk- efni, vanda val vinnuhópsins, veita nóg fjármagn svo tilætlun leikstjóra takist, eða ef sýning- unni er skorinn stakkur að finna leiðir til að gefa leiknum það svipmót sem dugar. Annars er allt unnið fyrir gýg. Enn er hamar Þórs týndur. Helgina 15. og 16. október kynnum viö þaö allra nýjasta frá SONY,: sjónvörp, ferðatæki, myndbandstæki, hljómflutningstæki, geislaspilara og að ógleymdu hina vinsælu VIDEO-8 myndavél meö afspiluri. Sýningin er.opin laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Verið velkomin og leyfiö börnunum að koma með. i i ‘ ; v i ! • 1989 LÍNAN í HLJÓMTÆKJUM • SÝNUM FULLKOMNUSTU VIDEO-8 MYNDAVÉLINA Á MARKAÐNUM • D.A.T. SONY KYNNIR D.A.T. í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI • SJÓNVARPSTÖD Á HJÓLUM •' SONY GEISLASPILARI SÁ MINNSTI SEM SÉST HEFUR • 12% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM SONÝ VÖRUM GEGN STAÐGREIÐSLU. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR VERÐA í BOÐI • 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF SONY KASSETTUM • KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST SONY TRAUST MERKI, TRAUSTAR VÖRUR JAPISS NÝTT. HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 KOMDU A MORGUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.