Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT LEIÐARI Frystingin útí hafsauga? Á nokkrum árum hafa gerst þau tíðindi í fisk- vinnslunni að frystingin er að flytjast útá sjó í þeim mæli að eiginlega þarf að segja tíðindin þrim sinnum einsog Njáli forðum á þingi. íslendingar fóru fyrst fyrir alvöru að frysta aflann um borð uppúr 1982, en um síðustu áramót var svo komið að í flotanum voru 50 frystiskip, og snemma á næsta ári verða frysti- skipin orðin 70 talsins. Þegar horft er á verðmæti er sókn sjófrysting- arinnar mjög skýr. Árið 1985 segja skýrslur að hlutur sjófrystingar af útflutningsverðmæti freð- fisks hafi verið 7 prósent á móti 93 prósentum landfrystingar. Árið eftir voru hlutföllin 9 og 91 en í fyrra 16 prósent og 84 prósent, og hafði þá hlutur sjófrystingar í verðmæti rúmlega tvöfald- ast á tveimur árum. Um þessar breytingar er fjallað í Nýju Helgar- blaði Þjóðviljans í dag, og þar kemur fram að þótt varla sé að vænta viðlíka stökks á næstu árum er sjófrystingin engin bóla, og virðist eiga eftir að gjörbreyta aðstæðum á landsbýggðinni. Þeir sem mesta trú hafa á möguleikum sjó- frystingarinnar segja að arðsemismöguleikarn- ir séu miklu meiri en á landi, vinnubrögðin miklu skilvirkari og gæðum ekki saman að jafna. Rétt- ast sé að fara að hugsa fyrir því að breyta frystihúsunum í leikhús eða ballstaði, -sá kafli sjávarútvegssögunnar sé að lokum kominn, og aðeins tregðu og hagsmunastífni að kenna að sjófrystingin fái ekki að kýla landfrystar afurðir út af öllum mörkuðum, einkanlega hinum bandaríska. Við búum við það að leggja allt okkar undir það happdrætti sem sjávarútvegurinn alltaf er, og það er íslensk lífsnauðsyn að vera þar í fararbroddi í tæknibúnaði og markaðssókn. Hafi ofsatrúarmenn um sjófrystingu réttfyrirsér gæti því farið að harðna á dalnum í félagslegum og menningarlegum efnum. Það er hætt við að sigur sjófrystingarinnar yrði vatn á myllu borg- ríkisþróunarinnar, - að dreifðar byggðir breyttust smám saman í vöruhafnir og gisti- stöðvar fyrir flota verksmiðjuskipa án annarrar tengingar við byggðarlögin. í annan stað verður að segjast að þótt vinna í frystihúsum hafi ekki þótt mjög eftirsóknarverð - eða vel launuð - hafa vinnuskilyrði batnað þar töluvert á síðari árum, meðal annars vegna vakningar og baráttu fiskvinnslufólks. Það er ekkert sérstaklega jákvætt að vinnan færist útá rúmsjó og fari fram í törnum nótt og dag, jafnvel þótt „hinir heppnu" fái þannig góð laun, að minnsta kosti ennþá. Það er hætt við að sigur sjófrystingarinnar yrði skref aftur á bak í þeirri þróun að sjómenn hafi rétt til að vera, að minnsta kosti að hluta til, einsog annað fólk, lifa fjölskyldulífi og eiga kost á ýmsu félags- og menningarlífi. Það er heldur ekki víst að rök tækninnar og markaðsaðstæðnanna reki okkur jafn eindreg- ið útí hafsauga með frystinguna og sumir vilja vera láta. En ýmsir viðmælenda í Nýja Helgarblaðinu í dag telja þó að landfrystingin eigi enn mikla framtíð fyrir sér. Sæmundur Guðmundsson hjá Sambandinu segir til dæmis að vel geti stefnt í þá átt að gróffrysting verði meginverkefni sjó- frystingar meðan vinnslan í landi fáist við tilbún- ar og verðmætar neytendapakkningar af ýmsu tæi. Og virðist jDessi spá ríma við vaxandi efa- semdir innan sjávarútvegsins um gagnsemi af stórverksmiðjum sölusambandanna ytra. Menn virðast samdóma um að hvernig sem mál kunna að snúast sé eðlilegt að frystihúsun- um fækki, til dæmis með sameiningu, og fremstu menn í sjávarútvegi leggja gríðarlega áherslu á aukna þekkingu og aukna menntun á öllum sviðum sjávarútvegsins, einkanlega hvað varðar vöruþróun og markaðssókn. Sú kreppustaða sem nú er uppi í fiskvinnsl- unni er að hluta til afleiðing breyttrar tækni og markaðsaðstæðna, þótt mestu skipti efna- hagsöngþveiti eftir hagfræðilegar frjálshyggju- tilraunir hér undanfarin ár. Þegar ármenn nýrrar ríkisstjórnar búast nú til að höggva á hnútana er mikilvægt að hugsað sé til lengri framtíðar í sjávarútvegsmálum og byggðamálum en frammað næsta víxli. -m Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi:ÚtgáfufélagÞjóðviljans. . . Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppe. Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður A. Friðþjófsson. Frótta8tjóri:LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Runar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurOmars- Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ömarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimturnaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 8 - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.