Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 15
Það eru ekki örfáir einstaklingar sem misnota börn kynferðislega. Hér á landi virðast þeir skipta hundruðum Hvernig hugsa þessir menn? Dagblaðið Information birti viðtal við danskan pedda eftir sýningu heimildarmyndarinnar^^ „Svívirtu börnin“ sama hátt. Kannski vil ég þess- vegna frekar vera með börnum. Afleiðing fordómanna er sú að því meiri sem fordæmingin er því mun ákveðnari verður maður í hneigð sinni, kannski til þess að reyna að koma samfélaginu í skilning um að við gerum ekkert rangt.“ Hefurðu einhverntíman sæng- að með stúlku? Nei. I Grikklandi til forna voru peddar algengir, einnig meðal gagnkynhneigðra. Grikkirnir gátu dýrkað drengjaást án þess að það bitnaði á konunum og fjölskyldunum. Fyrst þetta var mögulegt þá án þess að menn biðu skaða af því, hlýtur svo að vera einnig í dag.“ Skaðarekki Nýlega komst upp um mann í Danmörku, sem greiddi hóp drengja peninga fyrir að fróa sér fyrir framan kvikmyndatökuvél. Jón telur ekki að það geti hafa skaðað piltana á neinn hátt. „Ég er andvígur vændi, en hvaða aðra möguleika hafði þessi maður?" Er ekki hætta á að drengirnir fái mjög brenglaðar hugmyndir um kynlíf þegar þeir verða við kröfum peddanna? „Ef afleiðingarnar eru slæmar fyrir drengina er það eingöngu viðbrögðum umhverfisins að kenna. Ef strákarnir vildu ekki taka þátt í þessu þá rnyndu þeir segja það. Ég geng út frá því að allar aðstæður hafi verið mjög af- slappaðar. Klám getur sérhver strákur nálgast í sjálfsölum í ístedgade." Jón er þeirrar skoðunar að mis- notkun barna í Austurlöndum sé fyrst og fremst því að kenna að litið er „á ástarsamband fullorð- inna til barna“ sem glæpsamlegt athæfi á Vesturlöndum. „Ef við viljum koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun í Austurlöndum verðum við að af- nema aldurstakmörk við kyn- mökum hér. Það verður að miða við þroska en ekki aldur, en það er mjög erfitt lagalega séð. í Hol- landi eiga menn ekki á hættu að vera lögsóttir ef sambandið er með vilja beggja aðila.“ Börnin eru kúguð Einsog sjá má á þessu viðtali réttlætir peddinn stöðugt gjörðir sínar með því að vitna til þess að börnin taki þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja. I fæstum tilfell- um er um það að ræða því viðtöl við fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar sýna næstum undantekningarlaust að börnin eru kúguð til þess að taka þátt í athöfnunum. Oftast er haft í hót- unum við barnið en í sumum til- vikum er sakleysi fórnarlambsins notað og í öðrum tilvikum eru því boðnar gjafir eða greiðsla fyrir. Sumstaðar er það neyðin sem rekur börnin til þess að þýðast gerandann. í viðtalinu við Ingrid Leth kemur fram að það eru nær eigöngu karlmenn sem taka upp hanskann fyrir peddana. Ein- staka kynfræðingar og sálfræð- ingar hafa reynt að mæla þeirn bót. „Það finnst mér vera ómerki- leg leið til þess að slá sjálfan sig til riddara rótækra skoðana," segir Ingrid um slíkar yfirlýsingar. En peddarnir eru til staðar og eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þeir komi fram vilja sín- um er að upplýsa bæði börn og fullorðna um þær hættur sem var- ast beri. -Þýtt og endursagt úr Information/Sáf Föstudagur 4. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.