Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 9
 Frelsistígrar á báti - nú eru þeir sagðir komnir til Maldíveyja. Maldíveyjar: Valdaránstilraun málaliða Moldot i stjóm Shamirs? Fyrrum hershöfðingi að nafni Rehavam Zeévi, leiðtogi ísra- elsks stjórnmálaflokks að nafni Moledot (Ættlandsflokkur), segir það næstum því öruggt að flokkurinn verði með í næstu rík- isstjórn ísraels, sem Shamir for- sætisráðherra og leiðtogi Likud er að reyna að mynda. Moledot er einn stjórnmálaflokka þeirra á hægri kantinum, sem efldust í kosningunum 1. nóv. Hann vill að flestir eða allir Arabar séu reknir frá Vesturbakkahéruðum um og Gaza. Aðstoðarmaður Shamirs staðfesti að Moledot hefði verið boðin stjórnarþátt- taka, en sagði af og frá að Likud myndi samþykkja að Arabar yrðu reknir í stórum stíl frá land- svæðum hersetnum af ísrael. Víetnamar faii frá Kampútseu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær með 122 atkvæðum gegn 19 (13 sátu hjá) áskorun til víetnamskra stjórnarvalda um að þau kalli heim herlið sitt í Kampútseu. Allsherjarþingið hefur fyrr skorað á Víetnama að gera þetta, en aldrei með svo miklum meiri- hluta og nú. í áskoruninni er einnig hvatt til myndunar bráða- birgðaríkisstjórnar í Kampútseu undir forsæti Sihanouks fursta, og verði meginverkefni hennar að koma á þjóðarsátt. Jafnframt er eindregið hvatt til þess, með fremur loðnu orðalagi þó, að séð verði til þess að Rauðu Kmerarn- ir komist ekki til valda á ný, og er þar um nýmæli að ræða miðað við fyrri samskonar áskoranir. Pakistanir skjóta niður Kabúlflugvélar Útvarpið í Kabúl skýrði svo frá í gærkvöldi að pakistanskar orr- ustuflugvélar hefðu í gær skotið niður tvær herflugvélar Kabúl- stjórnarinnar yfir Khosthéraði í austurhluta Afganistans. Áður hafði af hálfu Pakistanstjórnar verið tilkynnt, að flugvélar henn- ar hefðu skotið niður þotu úr flugher Kabúlstjórnarinnar, en fullyrt að þetta hefði gerst innan lofthelgi Pakistans, enda hefði flugmaður hinnar niðurskotnu þotu verið handtekinn.Reuter/.jþ Um 400 manna vopnað lið réð- ist snemma í gærmorgun til atlögu í Male, höfuðborg Maldív- eyja, með það fyrir augum að steypa af stóli forsetanum þar, sem Maumoon Abdul Gayoom heitir. Hefur það síðan átt í bar- dögum við um 1000 manna þjóð- varðarlið eyjaríkis þessa. Bæði stjórnarvöld á Sri Lanka og er- lendir stjórnarerindrekar þar telja, að árásarmennirnir séu Ta- mflar frá Sri Lanka, er stjórnar- andstæðingar á Maldíveyjum Maldíveyjar eru 1196 kóraleyj- ar, þar af 220 byggðar, í Ind- landshafl um 700 km suðvestur af Sri Lanka. Þegar síðasta manntal var tekið 1985, voru íbúar þar rúmlega 181.000 talsins. Þeir eru flestir af singhölskum, dravídísk- um og arabískum uppruna og svo að segja allir súnna-múslímar. Er það arfur frá þeirri tíð, er íslam- skir sæfarar réðu mestu á Ind- landshafl. Eyjaskeggjar tala dive- hi, sem er skylt singhölsku, helsta tungumálinu á Sri Lanka. Höfuðborgin heitir Male og hafl tekið á leigu. Stjórn eyjanna bað Bandaríkin og Indland hjálpar og er ind- verskt fallhlífalið þegar á leiðinni þangað. Bandaríkjamenn hafa vissar áhyggjur af innrás þessari vegna Diego Garcia, herstöðvar sinnar á Indlandshafi. Haft er eftir heintildum í Col- ombo, höfuðborg Sri Lanka, að fjórir þekktir Maldíveyingar, þar á meðal einn fyrrverandi forseti þar, hafi leigt innrásarherinn hjá Frelsistígrum svonefndum, sem eru íbúar þar um 46.000. Helstu atvinnuvegir eru fiskveiðar og þjónusta við ferðamenn, sem þangað eru farnir að streyma síð- ustu árin, þar eð eyjarnar hafa fengið orð á sig sem hitabeltispar- adís. Fiskur er fluttur út og eitthvað af fatnaði, en flest annað inn og er greiðslujöfnuður eyja- ríkis þessa nú óhagstæður um rúman miljarð króna. Ríkið telst ekki hafa eiginlegan her, en þar er hinsvegar svokallað þjóðarör- yggislið, sem í eru um þúsund manns. berjast fyrir því að stofnað verði sjálfstætt tamílskt ríki á Sri Lanka. Hafi Frelsistígrunum ver- ið boðin greiðsla upp á tæpar 100 ntiljónir króna fyrir greiðann og þar að auki verið heitið einhverri af Maldíveyjum sent bækistöð. Málaliðar þessir tóku rnarga eyjaskeggja í gíslingu, að minnsta kosti 200 en samkvæmt sumum fregnum um 2000. Hafa þeir í hótunum um að drepa gíslana. Flestir innrásarmannanna munu hafa komið sjóleiðis. Maldíveyjar kváðu hafa verið búnar að vera soldánsdænti í næstum átta aldir er þær urðu breskt verndarsvæði 1887. Sjálf- stæðar urðu þær á ný 1965 og lýð- veldi var stofnað þar 1968. Eyjarnar voru fyrst eftir að sjálf- stæði var lýst yfir utan breska samveldisins, en gengu í það 1982. Æðsti maður ríkisins og helsti valdhafi er forsetinn, sem kjörinn er af þinginu til fimm ára í senn, en kjörið er því aðeins gilt að það fáist staðfest með þjóðar- atkvæðagreiðslu Reuter/-dþ. Frelsistígrar hafa í sex ár háð stríð gegn stjórnarvöldum á Sri Lanka, þar sem meirihluti íbúa er Singhalar, og síðasta árið einnig gegn indversku herliði, sem sent var Sri Lankastjórn til fulltingis. Reuter/-dþ. Kortið sýnir Maldíveyjar og land- fræðilega afstöðu þeirra til grannlanaa. Um Maldíveyjar Subur-Kórea: Reyntað drepa fyrrverandi forseta Hvítarússland: Valdhafar tregir við glasnost Um 20.000 suðurkóreanskir stúdentar mættu í gær í kröfu- gungur í borgum landsins og kröfðust þess að Chun Doo Hwan, fyrrum forseti, yrði hand- tekinn og leiddur fyrir rétt. Sumir stúdenta þeirra, sem mótmæltu í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, gengu hóti lengra og sóttu að heimili Chuns, þeirra erinda að drepa hann. Það tókst ekki, enda var ógrynni vel útbúins óeirðalög- regluliðs kvatt út Chun til varnar. Chun var forseti frá því 1979, er hann rændi völdum, þangað til í febr. s.l. Síðan hefur hann sífellt verið borinn sökum um gríðar- lega spillingu, grimmd og mis- beitingu valds, enda fór því fjarri að hann stjórnaði með neinum silkihönskum. Hefur þess þráfaldlega verið krafist að hann verði leiddur fyrir rétt. Stúdentar hótuðu í s.l. mánuði að senda sjálfsmorðssveitir á hendur Chun, ef stjórnarvöld yrðu ekki búin að láta handtaka hann 3. nóv. Fólk á götum úti tók yfirleitt undir kröfur stúdenta, sem lík- legt er að láti ekki hér við staðar numið, enda voru aðgerðir þeirra í gær sagðar betur skipulagðar og þeir sjálfir harðvítugri en í nokkr- um mótmælaaðgerðum þeirra fyrr á árinu. Reuter/-dþ. Chun Doo Hwan - hurð skall nærri hælum. Vasíl Bykov, kunnur sovéskur rithöfundur, hélt því fram í viðtali, sem í fyrradag birtist í tímaritinu Moskvufréttir, að valdhafar í Hvítarússlandi reyndu að bæla niður samtök, er beita sér fyrir rannsóknum á fjöldamorðum, sem leyniþjónust- an NKVD (nú KGB) framdi á fjórða áratugnum skammt frá Minsk, höfuðborg Hvítarúss- lands. Samkvæmt því sem tíma- ritið upplýsti fyrr hefur þar, á stað nefndum Kúrapatíj, fundist Ijöldagröf með jarðneskum leifum ekki færri en um 150.000 manns. Stjórnarvöld Hvítarússlands hafa lýst téð samtök, sem nefnast Martírolog, ólögleg. Formaður samtakanna, fornleifafræðingur- inn Zenon Posnjak, gaf fyrstu upplýsingarnar um fjöldamorð þessi í grein, sem hann skrifaði í tímarit rithöfunda í Minsk í maí s.l. Að sögn Bykovs var lögreglu og öðru öryggisliði beitt til að dreifa fjöldafundi, sem haldinn var 31. okt. s.l. að Kúrapatíj. Vera kann að þessi viðbrögð hvítrússneskra stjórnarvalda, sem bera vott um taugastrekking nokkurn, standi í einhverju sam- bandi við nálægð landsins við Pólland, þar sem flest er eins og menn vita mjög á hverfanda hveli. Reuter/-dþ. Föstudagur 4. nóvember 1988 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.