Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 21
HFÍ CARMFNNINCIN Kirkju- smiðurinn Wren Hreggviður Stefánsson: Bygging St. Pauls var stærsta verk Wrens Sir Christopher Wren. Málverk eftir Sir Godfrey Kneller, 1711. Fyrir skömmu kom út bók um enska arkitektinn og kir- kjusmiðinn Sir Christopher Wren, sem uppi var á 17. öld. Bókin fjallar um ævi Wrens og störf, og segir byggingarsögu höfuðverks hans, kirkju heil- ags Páls í Lundúnum. Höf- undur bókarinnar heitir Hreggviður Stefánsson, er byggingatæknifræðingur hjá húsameistara ríkisins og áhugamaður um breska sögu. - Arkitektúrinn er náskyldur mínu fagi, - segir hann þegar ég spyr hvernig standi á áhuga hans á Wren og byggingum hans. - Ég fékk áhugann á Wren smám saman, konan mín var við nám í London svo ég var þar mikið sem túristi og fékk þá góð- an tíma til að skoða borgina. Ég byrjaði á því að fá áhuga á St. Pauls, og fór út frá því að kynna mér byggingarsögu hennar og þá sögu Wrens sem er einn frægasti arkitekt Breta. - Arkitektúr sem starfsgrein var reyndar ekki til á tímum Wrens, hann var lærður stærð- fræðingur og stjörnufræðingur. Hann var prófessor í stjörnufræði og fleiri greinum í Oxford þegar Karl II. kallaði hann til starfa. Bruninn mikli 1666 - Wren var af ætt mikilla kon- ungssinna, prestssonur, fæddur 1632. Hann var unglingur í skóla, - og afbragðs námsmaður, - þeg- ar Cromwell tók völdin eftir borgarastyrjöldina, en á þeim árum fer að vonum lítið fyrir fjöl- skyldu Wrens. Þegar Karl II. er settur til valda árið 1660, varð fjölskyldan svo aftur í náðinni, og þegar kom að því að endurreisa St. Pauls, miðaldakirkjuna sem var að hruni komin, var Wren settur í byggingarnefnd vegna stærðfræðikunnáttu sinnar og góðra sambanda. - Upphaflega átti endurbygg- ing kirkjunnar að hefjast árið 1665, en þá urðu tafir á fram- kvæmdum vegna þess að plága gaus upp í London og í kjölfarið fylgdi geysilega haröur vetur. í september 1666 varð svo bruninn mikli í London, og eyddi City að mestu leyti. Á þessum tíma var London í tveimur hlutum, og voru þrjár til fjórar mílur á milli. Annars vegar var Westminster, stj órnsetur landsins þar sem kon- ungur og aðall bjuggu, og hins vegar verslunar- og íbúðarhverf- ið City, sem var geysilega þétt- byggð. Hún náði ekki yfir nema eina mílu frá norðri til suðurs, og eina og hálfa mílu frá austri til vesturs, og á þessu Iitla svæði brunnu 13.000 hús og 87 kirkjur auk St. Pauls, sem reyndar hékk uppi eftir brunann, en var illa far- in. - Wren var skipaður í nefnd sem átti að gera tillögur um enduruppbyggingu borgarinnar. Þá stóð til að endurreisa St. Pauls, en tveim til þremur árum eftir brunann fór hún að hrynja, og þá var ákveðið að rífa hana og byggja nýja kirkju. Wren, sem var orðinn Konunglegur húsa- meistari (Surveyor-General of the Royal Works), fékk þá það verkefni að teikna nýja kirkju og hafa yfirumsjón með byggingu hennar, auk þess sem hann hafði yfirumsjón með endurbyggingu City. 54 kirkjur í City - Hann lagði fram nýja skipu- lagstillögu að borginni, þar sem hann gerir ráð fyrir beinum og breiðum götum, en þeirri tillögu var hafnað, vegna þess að hefði átt að framkvæma hana hefði konungur þurft að kaupa lóðirn- ar af húseigendum. Þar af leiðandi byggðist borgin að mestu leyti frjálslega, þó voru vissir skilmálar, sem Wren sá um að væri fylgt. - Hann hafði þó einna helst af- skipti af byggingu kirknanna sem voru reistar í stað þeirra sem brunnu, sóknunum var fækkað úr 87 í 54, og byrjaði að reisa þessar 54 kirkjur árið 1671. Það verk stóð til 1720. Hann teiknaði kirkjurnar að meira eða minna leyti, þó sums staðar léti hann sér nægja að gera skissur sem hann lét svo aðra um að útfæra. Turn- ana teiknaði hann hinsvegar flesta, en bygging þeirra var látin bíða í allt að þrjátíu ár vegna peningaleysis. - Sumar kirknanna voru rifnar á 19. öld til að rýma fyrir breiðari götum og nýju borgarskipulagi, minnst fimmtán þeirra brunnu, og tíu eða fimmtán eyðilögðust í loftárásum Þjóðverja 1941. En tæplega þrjátíu þeirra standa enn, margar endurreistar, og reyndar sums staðar bara turn- arnir, sem reynt hefur verið að halda við eftir að menn fóru aftur að kunna að meta byggingar Wrens. St. Pauls eftir eigin höfði - Bygging St. Pauls er hans stærsta verk, og hann hafði um- sjón með byggingu hennar í þau 35 ár sem tók að byggja hana, 1675 - 1710. Það var mjög sjald- gæft á þessum tíma að arkitekt gæti fylgt verki sínu á þennan hátt, bygging slíkra kirkna tók oft hundrað ár. En það gekk reyndar á ýmsu með bygginguna, til að mynda var Wren ekki alltaf sam- mála þeim sem áttu að sam- þykkja tillögur hans, sem voru konungur, prestaráð og borgar- ráð, en hann átti hylli konungs og gat þannig farið sínu fram að mestu leyti. - Hann byrjaði á því að gera þrjár tillöguteikningar að kirkj- unni sem öllum var hafnað. Klerkavaldið vildi að kirkjan væri svokölluð krosskirkja, í hefðbundnum gotneskum stíl, en Wren hallaðist að ítalska endur- reisnarstílnum eins og er á Péturskirkjunni í Róm. Að lok- um kom hann fram með teikningu af krosskirkju sem var samþykkt, en þá tillögu hafði hann gert þannig úr garði að hann gat breytt henni samkvæmt sín- um eigin hugmyndum. Kirkjan sem endanlega var vígð var gjör- ólík þeirri tillögu sem klerkarnir samþykktu. Hún er í stíl sem hef- ur verið kallaður enskur renaiss- ance, sem er sambland af endur- reisnar- og barokkáhrifum. - Wren teiknaði reyndar fleira en kirkjur, hans frægasta verk á veraldlega vísu er hluti af höll Vilhjálms af Óraníu og Maríu í Hampton Court, en eldri hlutinn er frá dögum Hinriks VIII. Hann teiknaði stjörnuathugunarstöð og hluta af herspítala í Green- wich, og annan í Chelsea sem enn er í notkun með upprunalegum innréttingum. Er núna elliheimili fyrir gamla dáta. Tvisvar teiknaði hann hallir í Whitehall, önnur var ekki byggð en hin brann rétt eftir að lokið var við hana. „Víkja fyrir mér lakari mönnum?“ - Þegar Wren var orðinn gam- all voru komnir til sögunnar nýir menn og nýir siðir sem hans hug- myndir áttu ekki upp á pallborðið hjá. Nú tók við þungbarokkstím- abil og menn vildu losna við Wren, sem var kominn á níræðis- aldur, en það var ekki hlaupið að því, hann sá enga ástæðu til að „give way for lesser men“, eða víkja fyrir sér lakari mönnum, eins og hann orðaði það. Að lok- um var hann einfaldlega settur af þegar Georg I. fyrsti Hannover- inn kom til ríkis. Hann bjó svo einn í London síðustu árin og dó úr kvefi níutíu og eins árs að aldri, árið 1723. - Menn höfðu lítinn smekk fyrir stíl Wrens eftir dauða hans og allt fram á 19. öld. Hann byggði í hvítan stein, og hafði svokallað heiðið ljós í sínum byggingum, það er ljós sem ekki var brotið af steindum gluggum. Ýmsar breytingar voru gerðar á verkum hans í samræmi við tíðar- andann, settar skreytingar og steindir gluggar í kirkjurnar svo einhver dæmi séu nefnd. Eftir þetta þunga barokktímabil tók við það sem er kallað palladí- anskt, og Wren var gleymdur að kalla. - Það er ekki fyrr en núna, á þessari öld að hann hefur aftur verið hafinn til vegs og virðingar. Nú er sem óðast verið að koma verkum hans í upprunalegt form. Samt má segja að þó hann beri höfuð og herðar yfir enska arki- tekta síns tíma hafi verið margir betri en hann á meginlandi Evr- ópu. En enginn þeirra byggði jafn mikið á jafn skömmum tíma í jafn háum gæðaflokki og hann. Föstudagur 4. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.