Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 13
HEF MESTAN ÁHUGA Á AÐ SEGJA FÓLKI SÖGUR Kim Larsen: Auðvitað hef ég eitthvað að segja. Mynd - Jim Smart. Þá eru Kim Larsen og Bel Ami loksins komnir til lands- ins, til að endurvekja áhuga þjóðarinnar á dönskunámi. Þeirri hugmynd er Kim þó ekki par hrifinn af, eins og hann lýsti yfir á blaðamannafundi á Hótel íslandi í gær. Sagðist ekki telja að tónleikahald þeirra félaga á landinu myndi auka áhuga skólanema eða annarra á danskri tungu, enda væru þeir ekki komnir hingað til þess, heldur til að spila músík. - Annars skil ég ekki í þessum kvörtunum manna hér yfir að þurfa að læra dönsku; kvartið þið yfir að þurfa að læra ensku? Larsen kveðst ekki vera pólit- ískur tónlistarmaður og alls ekki vera með boðskap. - Boðskapur er eitthvað svo óskaplega háleitt. Kristur var með boðskap, og ekki er ég að reyna að líkja eftir hon- um. En auðvitað hef ég eitthvað að segja, þó ég sé ekki að boða einhverja ákveðna skoðun. - Fyrir hundrað árum áttu allir hlutir að snúast um trúna. Við getum tekið höfund eins og Vict- or Hugo, menn lásu texta hans og þóttust strax finna ýmis merki þess að hann væri trúaður. í dag lesa menn sömu texta og þykjast sjá að hann hafi verið pólitískur, sem sannar það að fólk getur fundið það sem það vill í góðum texta. Ef manni liggur eitthvað á hjarta hlýtur það að hafa bæði trúarlegt og pólitískt innihald, annars væri það einskis virði. Ég hef mestan áhuga á að segja fólki góðar sögur, og góð saga hefur bæði trúarlegt og pólitískt inni- hald, það liggur í hlutarins eðli. Ég syng á dönsku Þegar Larsen var spurður að því hvað það væri sem gerði hann svona danskan, svaraði hann því til að það hefði hann aldrei skilið. - Ég er Dani syng á dönsku, það er málið. - Ég reyndi fyrir mér í Banda- ríkjunum og fékk að vita að þótt sumir væru með fallegan hreim, væri það ekki tilfellið með mig. Slíkt getur maður kært sig koll- óttan um, en það sem skipti mig öllu máli var að ég hafði ekki nærri eins mikla tjáningarmögu- leika á ensku og ég hef á dönsku. Þessir menn sem gátu fundið upp á því að syngja eitthvað eins ein- falt og beebopaloola, gerðu það því enskan var þeirra móðurmál. Ef maður er ekki fæddur inn í tungumálið getur maður ekki gert slíkt. - Ég fór til Bandaríkjanna vegna þess að ég var 34 ára, vildi komast burt frá Danmörku og reyna eitthvað nýtt, og svo vildi ég auðvitað verða skærasta stjarnan þar. En þegar öllu er á botninn hvolft er ég feginn að svo fór ekki; fyrir bragðið á ég mitt prívatlíf og get gengið um göturn- ar í friði. Ég vildi ekki vera í spor- um Bruce Springsteen, þótt það væri nokkuð sem ég hugleiddi ekki hérna um árið. Rætur tónlistar sinnar segir Larsen vera danskar, eða skand- inavískar, áhrifin af tónlistinni heima fyrir hafi gert að verkum að lög hans séu ekki eins engil- saxnesk og hann hafi sjálfur hald- ið um tíma. Auk dönsku hljóm- sveitarinnar Steppuúlfanna segist hann hafa orðið fyrir mestum áhrifum af Bítlunum og af fyrstu númerum Presleys og Little Ric- hards; síðan hafi hinir og aðrir komið til í gegnum tíðina en eng- inn þeirra verið afgerandi. - Mér er sama hvar rætur tón- listar liggja ef hún er góð - segir hann. - Þeim mun blandaðri þeim mun betri, og sama er að segja um kynþætti og menningu. Hinsvegar finnst mér þessi allt- dóminerandi engilsaxnesku áhrif sem ausið er yfir okkur vera ein- um of mikið af því góða, þótt það sé f rauninni verra fyrir ensku- mælandi þjóðir en fyrir okkur. Þeir hella sínum menningaráhrif- um yfir allt en taka ekki við neinu, þeir lesa ekki það sem við skrifum, hlusta ekki á músíkina og sjá ekki kvikmyndirnar. Þann- ig fá þeir engin áhrif inn og endurnýja sig ekki, enda hefur góðum hlutum frá þeim farið fækkandi undanfarin 10 til 15 ár. Larsen telur tónlist sína ekkert hafa breyst síðan hann spilaði með Gasoline; breytingin sé til komin vegna' þess að nú spilar hann með annarri hljómsveit. - Annars getur það vel verið, andlit manns breytist með aldrin- um og kannski sálin líka, og ef hún breytist, breytist tónlistin. Ég get ekki heldur breytt nefinu á mér - Ég byrjaði 1969 svo ég hef bráðum verið að í tuttugu ár. - Ha? Nei, ég er ekkert að hugsa um að hætta. Tónlist er ekki eins og íþróttir, okkur eru ekki settar neinar líkamlegar skorður. Þegar við höfum ekki lengur úthald í að standa á senunni getum við náð okkur í stóla. Og þótt blaðamenn fari þá að skrifa að við séum orðnir einum of „tannlausir“ - farnir að spila þjóðlagatónlist, getum við látið okkur það í léttu rúmi liggja. - Ég vildi gjarnan hafa komið fram með nýstárlegri hluti og haft meiri áhrif á þróun poppsins, en við því er ekkert að gera, maður getur ekki verið annað en það sem maður er. Verður að lifa með það. Til að mynda hef ég verið óánægður með nefið á mér síðan ég var þriggja ára; við því er heldur ekkert að gera. - Þó finnst mér þessi eltingar- leikur við eitthvað nýtt og nýtt vera hæpinn. Ég er sjálfur ekki laus við hann og verð stundum að stoppa mig af. Má mér ekki standa á sama þegar öllu er á botninn hvolft? Það er furðulegt að fólk sem segist vera á móti neyslukapphlaupinu vilji enda- laust fá eitthvað nýtt frá tónlistar- mönnum. - Þessi sífellda eftirspurn eftir nýjungum er niðurdrepandi til lengdar. f gamla daga hugsuðu rithöfundar fyrst og fremst um að segja góðar sögur, ekki að vera sífellt að koma með eitthvað nýtt, en í dag látum við það gamla fyrir róða. Hræðslan við að vera ekki með eitthvað glænýtt og frumlegt leiðir fólk á villigötur. Það gerir lélega og ljóta hluti. En ég held að allt sem er hrætt við ellina þoli ekki að eldast, og við eldumst öll. Kim Larsen og Bel Ami, þeir Per Rasmussen, Peter Inge- mann, Hans Fack og Henning Brol, voru með fyrstu tónleikana á Hótel f slandi í gær og spiluðu þá fyrir framhaldsskólanema, sem væntanlega hafa fyllst dönsku- áhuga. Næstu tónleikar verða í dag, á morgun og á sunnudaginn, og síðan spila þeir félagar þann 8., 9., 10. og ellefta nóvember. hmp/ LG Föstudagur 4. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.