Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 3
Guðmundur Kristjánsson, Sonja B. Jónsdóttir, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og dr. Mark Schoen, aðstandendur og ráðgjafar Hugsjónar, nýs fyrirtækis í kvikmyndagerð hér á iandi, en á næstunni er meiningin að ráðast í gerð fimm fræðslumynda um kynlíf. Mynd: ÞÚM. Kynfrædslan á myndbönd Hugsjón, nýtt fyrirtæki í kvikmyndagerð, undirbýr gerð fimm fræðslumynda um kynlíf. Dr. Mark Schoen: Kynfræðslan verður að byrja snemma til að hún komi að sem mestu gagni - Ég vann við gerð fræðslu- mynda um kynlíf um 14 ára skeið, og að vonum var margt um mis- tök í því starfi í bland við hitt sem vel gekk. En erindi mitt hér á landi er að miðla af þessari reynslu minni og leggja á ráðin um gerð fræðsluefnis sem hentar hér á landi, sagði Bandaríkjamaðurinn Mark Schoen er við ræddum við hann í gær, en hann er hér í boði nýs fyrirtækis í kvikmyndagerð - Hugsjón heitir það - en á vegum þess stendur nú til að gera fimm fræðslumyndir um kynlíf. Schoen lauk doktorsgráðu í kynfræðslu við New York há- sícólann, og fjallaði ritgerð hans um notkun myndbanda við kyn- fræðslu. Hann rekur nú eigið fyrirtæki sem leigir og selur kyn- fræðslumyndir til skóla, kynlffs- ráðgjafa og annarra sem annast meðferð þessara mála, og alls al- mennings. - Við reynum að koma okkur niður á það sem þörf er fyrir hér á landi og hvað skipti mestu máli; það sem brýnast er að fjalla um í Bandaríkjunum þarf ekki að vera það hér og öfugt, sagði Schoen. En ég legg mest upp úr því með komu minni hingað til lands að koma heimspeki minni eða grundvallarhugmyndum hvað varðar kynfræðslu til skila: Kyn- fræðsla verður að byrja snemma til að hún komi að sem mestu gagni. Ég held því fram að hún eigi að hefjast um svipað leyti og málþroskinn, við 18 mánaða aldurinn eða svo. - Þegar börnin eru að byrja að læra að tala kennum við þeim orð eins og auga, eyra, nef o.s.frv., en þegar kemur að kynfærunum kennum við þeim ekki orð eins og tippi og píka. Skilaboðin sem þau fá er að maður tali ekki um þessa hluti, og þegar þau eru orðin ung- lingar hafa þau því lært að það sé ekki viðeigandi að tala um kyn- ferðismál, sagði Schoen. - Ég tel því að við eigum að tala um þessa hluti við börnin á eðli- legan hátt þegar frá byrjun. Meg- inmarkmiðið hlýtur alltaf að vera að fá foreldrana til að átta sig á þessu, og þeirra „frammistaða" skiptir mestu, en skólarnir geta hjálpað til, og þá þarf að vera til staðar gott fræðsluefni, sagði hann. Sonja B. Jónsdóttir og Guð- mundur Kristjánsson, tvö af þremur aðstandendum Hugsjón- ar, nýja kvikmyndafyrirtækisins, sögðu að fræðslumyndirnar fimm myndu fjalla um öruggara kynlíf, unglinga og kynlíf, fatlaða og kynlíf, aldraða og kynlíf, og að gera gott kynlíf betra. Þau hafa þegar rætt við fulltrúa heilbrigð- isyfirvalda, heimilislækna, fólk sem starfar innan skólakerfisins og fleiri aðila, og segja viðbrögð- in mjög á þá sömu lund að mikil þörf sé fyrir fræðsluefni af þessu tagi. Oft hafi staðið til að gera átak í þessum efnum, en lítið orð- ið úr. Þannig átti að auka mjög gerð fræðsluefnis með rýmkun löggjafar um fóstureyðingar árið 1975, en vart sé hægt að segja að þess hafi orðið vart. Hugsjónarfólk hefur ýmis fræðsiuáform á prjónunum auk kynfræðslumyndanna, og tiltóku gerð mynda um áfengisvarnar- mái og heilsurækt sem dæmi: Við viljum sinna jákvæðum málum og framleiða fræðandi mynd- bönd, ekki síst fyrir heimiiið, sagði Sonja. Enda ætlar Hugsjón að brydda upp á því nýmæli að bjóða almenningi myndirnar á VHS-spólum með tíð og tíma, og kemur þá til álita að koma á eins- konar bókaklúbbakerfi í dreif- ingarskyni. Bens á spottprís Ungur Reykvíkingur datt held- ur betur í lukkupottinn nýver- ið. Hann var í bílakaupahug- leiðingum með 50 þúsund kall upp á vasann. Á bílasölunni rak hann augun í splunkunýj- an Mercedes Bens, svokall- aða forstjóratípu. ( þeim svif- um kom pelsklædd frú út úr bílasölunni, vatt sér að mann- %ium og spurði hann hvort honum litist á gripinn. Maður- inn jánkaði því. Þá spurði hún hann hvort hann vildi kaupa bílinn. Hann sagðist nú tæp- lega hafa efni á því. „Hvað viltu borga fyrir hann?“ spurði sú í pelsinum. Maðurinn gaf ekkert út á það. í þann mund kom bílasalinn út og sagði að konan ætti þennan bíl, á því væri enginn vafi, og að hún , vildi selja hann fyrir hvað sem væri. „Hvað viltu borga fyrir gripinn?" Maðurinn sagði að hann hefði hugsað sér að kaupa bíl fyrir 50 þúsund krónur og því kæmi hann alls ekki til greina sem kaupandi. „Við tökum því,“ sagði konan og svo var gengið frá kaupun- um. Seinna frétti maðurinn að þetta væri eiginkona þekkts manns í skemmtanaiðnaðin- um og að hún hefði verið að ná sér niðri á eiginmanninum, en hann hafði skroppið til út- landa með hjákonu sinni. Nú ekur maðurinn um á algjöru tækniviðundri sem kostar á þriðju miljón króna. ■ Saltstríðinu að Ijúka? Stóri bróðir í skipabransan- um, Eimskip, erþegarfarið að hugsa gott til glóðarinnar, en fyrirtækið er nú að endur- skipuleggja allt sitt saltsölukerfi. Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki um saltsölu Eimskips, Hafnarbakki hf., og Bragi Ragnarsson, sem stýrði útibúi félagsins í Rotter- dam, hefur verið ráðinn for- stjóri. Fyrirtækið er þegar komið af stað með stórfram- kvæmdir í Hafnarfirði þar sem það er að reisa stærstu saltgeymslu landsins, sem á að taka í notkun fyrir ára-. mótin. í stjórn Hafnarbakkans sitja m.a. annars þeir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, og Halldór Jóns- son, stjórnarformaður og nefndakóngur. Þeir líta svo á að saltstríðið sé þegar unnið, Reykjanesverksmiðjan komin á hausinn og Saltsala Finn- boga farin að ramba... Hótel til sölu Einsog fram hefur komið hef- ur Eimskipafélagið fjárfest mjög grimmt að undanförnu. Af þessu hafa ýmsir aðilar haft pata, þar á meðal ýmsir sem eiga í kröggum. Þannig ,munu óskabarni þjóðarinnar hafa verið boðin tvö hótel til sölu alveg nýverið, annars- vegar Hótel Holiday Inn og hinsvegar Hótel ísland. Eim- skip mun þó hafa afþakkað góð boð, enda sjálfir í starthol- unum með nýja hótelbygg- ingu við Skúlagötu. ■ á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Föstudagur 4. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.