Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 16
Páll Ólafsson er einn af heimkomnum „útlendingum". Hann leikur í vetur meö KR-ingum, en sömu sögu er að segja af Alfreð Gíslasyni. Ný gullöld í nánd Islenskur handknattleikur er nú einn sá alsterkasti í heimi. Hlýtur að vera stutt í að hálfatvinnumennska verði viðurkennd Mönnum er það sennilega Ijóst að þjóðaríþrótt íslendinga er ckki jengur glíma heldur hand- bolti. Ahugi fyrir íþróttinni er hvergi meiri en einmitt hér á landi og virðist sá áhugi síst fara minnkandi. Gengi íslenska lands- liðsins á Olympíuleikunum mun varla stöðva þennan mikla áhuga því fyrstudeildarkcppnin verður að líkindum sterkari í ár en nokkru sinni fyrr. „Útlendingar“ á heimleið Það hefur löngum borið vott um styrkleika íþróttamanna okk- ar ef þeir leika og búa erlendis og hafa okkar mestu afreksmenn í boltaíþróttum jafnan haft þá til- högun. Deildarkeppnin í hand- og fótbolta hefur nú síðustu árin aldrei náð að tefla fram bestu leikmönnum og áhugi landans á innlendum íþróttum verið mis- jafn. Nú virðist sem þessi þróun sé að snúast við og flytja íþrótta- menn unnvörpum heim á leið. Þjóðarfþróttin, handboltinn, hefur fengið sinn skerf af þróun- inni og munu flestir okkar bestu leikmanna leika með íslenskum liðum í vetur. í sumar leit út fyrir að Kristján Arason yrði okkar eini landsliðsmaður með erlendu félgasliði en svo fór að Atli Hilm- arsson ákvað að leika í sama landi og Kristján, á Spáni. Aðrir „út- lendingar" hafa fluttst aftur heim á Klakann og koma þeir til með að setja mikinn svip á deildina. Þessir leikmenn eru þeir Al- freð Gíslason, Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson, en þeir hafa allir leikið í V-Þýskalandi að und- anförnu. Sigurður leikur nú með fslandsmeisturum Vals en hinir tveir leika báðir með Vesturbæ- jarrisanum KR. Er Ijóst að þessi tvö stórlið hafa þurft að fórna einhverjum fjárhæðum til að fá þessa leikmenn til sín en markað- slögmálin setja æ sterkari svip á íslenskar íþróttir. Hálf' atvinnumennska í sjónmáli Þar liggur einmitt skýringin á hví í ósköpunum leikmenn snúa heim til föðurlandsins á hátindi ferilsins. Þeir geta einfaldlega haft jafn mikið upp úr krafsinu og í Útlandinu. Handbolti er, þó að fslendingar eigi erfitt með að viðurkenna það, víðast hvar frek- ar óþekkt íþrótt og því ekki mikl- ir peningar sem fylgja með. Ef við skoðum V-Þýskaland sem dæmi þá vinna leikmenn þar yfirleitt einhverja vinnu með handboltanum en fá ýmis fríðindi fyrir puðið. Hér á landi er nokk- urn vegin það sama uppi á tening- num, ieikmenn fá ýmist borgað í beinhörðum peningum ellegar sams konar fríðindi og annars staðar. Atvinnumennskan í V- Þýskalandi er því ekki ósvipuð hinni duldu hálf- atvinnumennsku hér á landi. Það er sumsé ekki að ástæðulausu að ýmsir stjórnarmenn innan HSÍ vilji að hér verði tekin upp þessi svokallaða hálf- atvinnumennska, því hún er í raun til staðar, eina sem vantar upp á er að hún verði viður- kennd. Við skulum samt vona að enda þótt bestu leikmenn okkar haldi sér heima við verði þróunin ekki sú að ríkustu félögin hirði alla bestu leikmennina og verði því með besta liðið og því enn ríkari. Slík hætta er vissulega ávallt fyrir hendi og verður að fara sérstak- lega varlega í þessa sauma til að halda hinni ríku félagahefð okk- ar. Það er einhvern vegin erfitt að ímynda sér menn skipta um félög eins og sokka hér á landi, því eins og allir vita er KR-ingur alltaf KR-ingur og FH-ingur sömu- leiðis alltaf FH-ingur. Eða svona næstum því! Valur FH og KR Keppni í 1. deild er nú loks hafin en talsverð töf varð á keppninni vegna Ólympíul- eikanna. Það kemur nokkuð á óvart að hún skuli einungis kall- ast 1. deild en það hefur þótt heldur lummó á sambærilegum keppnum annara boltaíþrótta. Körfuknattleikssambandið gekk fyrir skemmstu skrefi of langt í sölumennsku sinni á í'slands- mótsheiti þegar 1. deildin var skírð Flugleiðadeild. Það var ekki það versta, heldur heita riðl- arnir Ameríku- og Evrópuriðill og úrslitakeppnin Saga Class! Þessi skrípaleikur hefur sem bet- ur fer verið sniðgenginn af fjöl- miðlum og er það ánægjuefni að eiga eina venjulega 1. deild. Síðastliðið keppnistímabil 1. deildar var nánast einvígi Vals og FH og unnu hinir fyrrnefndu að lokum í eftirminnilegum úrslita- leik að Hlíðarenda. Það er nokk- uð víst að bæði liðin verða sterk í vetur en Valsmönnum hefur sem fyrr sagði bæst mikill liðsauki sem Sigurður Sveinsson er. Það var einmitt stærsti veikleiki Vals í fyrra að vinstrihandarskyttuna vantaði. Valsmenn verða þvf sigur- stranglegastir allra liða í vetur en KR-ingar gætu þó keppt við þá um titilinn. Koma Páls Ólafs- sonar og Alfreðs Gíslasonar styrkir liðið gífurlega mikið og þá er Jóhann Ingi Gunnarsson án efa okkar besti þjálfari. Önnur lið koma varla til með að keppa um íslandsmeistaratiti- linn. Stjarnan velgdi að vísu FH- ingum undir uggum á miðvik- dagskvöld og gætu því tekið stig af hverjum sem er. Víkingar voru furðu slakir á Akureyri og eru varla líklegir til stórræðna í vetur. Breiðablik hefur misst lykil- mennina og bræðurna Björn og Aðalstein Jónssyni og munu ef- laust sigla um miðja deild. KA kom sterkt út úr fyrsta leiknum við Víking og verða erfiðir á heimavelli en ættu að ná að halda sér í deildinni. Fallkandítatar eru óneitanlega nýliðarnir, ÍBV og Grótta, ásamt vængbrotnu og reynslulausu liði Fram. Safamýrarliðið hefur misst Atla Hilmarsson og Hannes Leifsson og er algjört spurningar- merki í upphafi vetrar. Vestmannaeyingar hafa markak- óng síðasta keppnistímabil, Si- gurð Gunnarsson, innan sinna raða en honum getur reynst erfitt að beita sér að fullu þar sem hann er einnig þjálfari. En mikið ósköp eiga þeir eftir að fresta mörgum leikjum vegna Eyjap- eyjanna! -þóm 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988 2 1O Nýja’Tnl1 léttjógúrtin er kjörin til uppbyggingar í heilsuræktinni þinný hvort sem þú gengur, hleypur, syndir eða styrkir þig á annan hátt. Svo léttir hún þér línudansinn án þess að létta heimilispyngjuna svo nokkru nemi því hún kostar aðeins kr. 32.* Allir vilja tönnunum vel. í nýjuTnr léttjógúrtinni er notað NutraSweet í stað sykurs sem gerir hana að mjög æskilegri fæðu með tilliti til tannverndar. Hjá sumum kemur hún í stað sælgætis. Allar tegundirnar af HTnr léttjógúrtinni eru komnar 1 nýjan búning; óbrothætta bikara með hæfilegum skammti fyrir einn. Leiðbeinandi verð. nmr Léttjógúrt Framleidd í Mjólkurbúi Flóamanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.