Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓKSAMAN 14. hluti Að fanga Ijós Við hófum þessa umfjöllun okkar um myndmál hinna lif- andi mynda á því að fjalla lítil- lega um eðli og eiginleika sjálfs Ijóssins. Fyrirbærið er jú í raun grunnforsenda allrar myndsköpunar, hvaða nafni sem hún annars nefnist. Er því ekki úr vegi, að við Ijúkum þessari umfjöllun okkar með því að skoða það ofurlítið nán- ar. Munum við því í þessari og næstu greinum, sem jafn- framt verða þær síðustu í greinaflokknum, fjalla sér- staklega um nokkur þeirra at- riða, er sérstaklega varða lýs- ingu og Ijósanotkun við kvikmynda- og myndbanda- gerð. Til að einfalda málið nokkuð getum við fullyrt, að lýsing mynd- efnis þjóni tvenns konar tilgangi. í fyrsta lagi er henni einfaldlega ætlað það hlutverk að afla nægj- anlegs ljósmagns, þannig að yfir höfuð sé hægt að festa myndefnið á filmu eða myndband. I öðru til- liti er henni síðan ætlað að skapa stemmningu, eða gefa myndum okkar þann sérstæða karakter er við sækjumst eftir hverju sinni. í þessu tilliti er ekki til neitt, sem kalla mætti „rétta“ lýsingu. Slíkt lærir maður sjaldnast af bókum, og þaðan af síður af greinaflokki sem þessum heldur fyrst og fremst af eigin reynslu við gerð kvikmynda og myndbanda. Þó eru fyrir hendi vissar grund- vallar reglur, eða öllu heldur grunnhugtök, sem vert er fyrir byrjandann í greininni að hafa í huga. Grunnhugtök sem hann skyldi jafnframt leitast við að laga að eigin persónulegu stíl- brögðum sínum í þessu tilliti. Hugtök á borð við litgráðu, ljós- kontrast, Ijóskarakter, myndefn- iskontrast, og sömuleiðis er ekki úr vegi, að hann þekki til kvaðr- atreglunnar svo kölluðu. Litgráöa f fyrsta hluta greinaflokksins minntumst við á, að sýnilegt ljós eru þær bylgjulengdir á rafsegul- bylgjusviðinu svo kallaða, Mynd 1.: Rafsegulbylgjusviðið. augað er gert til að skynja. Það sem við í daglegu tali köllum sýni- legt ljós eru því rafsegulbylgjur, með bylgjulengdir á sviðinu 400- 800 nanometrar. Litir ólíkra flata og hluta í um- munandi bylgjulengdir sýnilegs ljóss. Þannig er t.d. ljósið frá venjulegri ljósaperu mjög gulleitt (heitt), á meðan ljósið frá skýjuð- um himni um hádegisbil er blá- leitt (kalt). Til að mæla lit ljóssins 7000 8 000 9 000 ‘10000 11000 1200CTK Rautt, gult, grænt, fjólublátt, blátt sem Mynd 2.: Litgráða Ijóssins. hverfi okkar eru sem sagt komnir undir því, hvaða bylgjulengdum ljóssins þeir eru færir um að endurvarpa. Þannig dregur græn peysa í sig allar bylgjulengdir Íjóssins nema grænt (ca. 600 nm), sem hún endurvarpar til augans, eða til linsu upptökuvélarinnar ef því er að skipta. Ljós allra ljósgjafa felur í sér lit. Þeir gefa m.ö.o. frá sér mis- Komnir aftur Rúmgóðir, vandaðir og fallegir skórfrá JIP. Litir: Svart, naturbrúnt og vínrautt. Stærðir: 21-40. Verðfrá kr. 2.650,- Domu* Medica. •: 18519. KRINGWN KKinewn S. 689212 TOEP^ —"SÉÖRIMIi VELTUSUNDI 1 21212 frá viðkomandi ljósgjafa notum við svo kallaðan litgráðuskala og er mælieiningin kelvingráður (K°). Litgráða (color-temperature) er mælikvarðinn á það, hversu blá- eða rauðleitt ljósið er á við- komandi upptökustað. Há kelvingráða felur í sér að ljósið inniheldur mikið af bláum lit. Ef kelvingráða ljóssins er á hinn bóginn lág, þá er ljósið þeim mun rauðleitara. Og af hverju nota menn svo kelvingráður sem mælieiningu í þessu tilliti? Jú, skilgreiningin er þessi, í nokkuð einfaldaðri út- gáfu: Um hádegisbil er litgráða venjulegrar dagsbirtu u.þ.b. 5.500° K. Ef við ætlum okkur að ná svipaðri litgráðu úr nánar til- teknum ljósgjafa, verðum við að geta hitað hann upp í 5.500°K, áður en ljósið sem hann þar af leiðandi gefur frá sér nær sama styrk og venjuleg dagsbirta á há- degi. Glóðarþráð í venjulegri ljósaperu er ekki hægt að hita upp í svo hátt hitastig, því hefur hún lægri litgráðu. Hvítballans Hvað koma svo öll þessi ósköp byrjandanum í myndbandagerð við? kann nú einhver að spyrja í forundran. Jú, augað lagar sig sjálft að þeim breytingum, sem verða á litgráðu við mismunandi ljósskilyrði. Það gerir upptöku- vélin hins vegar í flestum tilvikum ekki. Eins og eigendur upptökuvéla fyrir myndbönd kannast eflaust við, þá verðum við s.s. að stilla svo kallaðan hvítballans vélar- innar í hvert sinn er ljósskilyrðin breytast. Hvíta blaðsíðu í dag- blaði eða bók upplifir augað sem hvíta, hvort heldur við skoðum hana í dagsbirtu eða við kerta- ljós. Upptökuvélin gerir það á hinn bóginn ekki. Nema að því tilskildu, að við höfum gætt þess að stilla hana sérstaklega inná lit- gráðu þeirra ljósskilyrða sem við erum að vinna við hverju sinni. Hvítt ljós inniheldur alla liti litrófsins í eins konar skipulagðri kaos, eins og við minntumst á í fyrsta hluta greinaflokksins. Því notum við það, þegar við stillum hvítballans upptökuvélarinnar. Við beinum linsu upptökuvélar- innar að hvítum fleti í umhverf- inu og framkvæmum þær still- ingar sem til þarf. Flestar upp- tökuvélar gera ráð fyrir tveimur grunnstillingum. Einni uppá ca. 5.500°K fyrir útitökur, og annarri ca. 3.400°K fyrir innitökur. Með þessari stillingu grófstillum við vélina fyrir þessi tvö gildi. Síðan hafa flestar vélar einnig til að bera eina stillingu enn, og er henni ætlað að fínstilla hvítball- ans vélarinnar nákvæmar kring- um þessi tvö höfuðgildi. Það, af þeirri einföldu ástæðu, að ljós- skilyrðin utanhúss, jafnt sem innandyra eru eðlilega aldrei nákvæmlega þau sömu, heldur eru þau í raun sífelldum breyting- um undirorpin. Þannig eru ljós- skilyrðin utanhúss m.a. komin undir því, á hvaða tíma dags myndin er tekin. Og lýsing á bað- herbergi flestra heimila er oftast nær allt annars eðlis, en t.d. í borðstofu eða svefnherbergjum. Ef við viljum að upptökuvélin nemi, það sem við köllum „eðli- lega“ Íiti umhverfisins, verðum við sem sagt stöðugt að hafa gæt- ur á ljósinu. Að öðrum kosti gætu skuggar í forsælu t.d. orðið bláir, persónur kvikmynda okkar feng- ið óeðlilega rauðleitan, jafnvel grænan hörundslit og þaðan af verra. Þetta er einkum varasamt þeg- ar tekin eru upp atriði sem fela í sér, að unnið er í tveimur eða fleiri leikrýmum innan sömu senu. Það er: Persóna verksins gengur t.d. í myndskeiði 1. út úr borðstofu heimilisins, og inn á baðherbergið í myndskeiði 2. í hita leiksins gleymir byrjandinn gjarnan að fínstilla hvítballans- inn, þegar hann flytur upp- tökuvélina milli staða. Og þá með þeim óhjákvæmilegu afleið- ingum, að persóna verksins skiptir litum yfir klippið, eins og sagt er. Og það í bókstaflegri merkingu orðsins. Að þessum formála loknum, látum við staðar numið að sinni. I næstu viku munum við gaumgæfa nánar, hvernig við getum nýtt okkur ljósið, hin ýmsu blæbrigði þess og karaktereinkenni, til þess að gefa myndum okkar aukið gildi. BRIDDS NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 29 f þessum þáttum hafa að undan- förnu birst spil um vörnina í bridge- leiknum. Það er sá þáttur leiksins sem er vandasamastur og krefst þjálfunar og samspils. Lítum á dæmi: G103 G107 KD D10973 K8642 75 Á62 KD84 952 107643 K4 ÁD9 953 ÁG8 ÁG85 62 Suður var sagnhafi í þremur gröndum, eftir grandopnun og stökk Norðurs í þrjú görnd (grandið 15- 17). Útspil Vesturs var spaðafjórir. Sagnhafi (gamall refur í leiknum) lét gosann, sjöan frá Austur og drottn- ingin frá Suður (?). Smár tígull á drottningu og laufadrottning úr borði, hleypt yfir á kóng. Vestur hafði enga ástæðu til að spila ekki meiri spaða og eftir stutta stund skrif- Ólafur Lárusson uðu N/S 630 í sinn dálk (10 slagir), Hvað gerðist? Suður „plataði“ Vestur í spilinu. Með því að yfirtaka spaðagosa með drottningu í byrjun leit út fyrir að suður hefði ás-dömu tvíspil í byrjun. Galdurinn við þetta spil eru lengdar- merkingar A/V. Allir „betri“ spilarar lengdarmerkja fyrir félaga. Ýmist á „gamla" mátann (hátt-lágt þýðir tví- spil eða fjórspil) eða „nýja“ mátann (lágt-hátt þýðir ójafna tölu í litnum). Hefðu A/V haft þessa reglu á hreinu, með því að Austur „segi“ félaga hvað hann á í spaða, þá hefði Vestur trú- lega skipt yfir í hjarta í stöðunni. Ef Austur hefði átt 97-5 spaða í byrjun, þá hefði hann með gamla laginu sett fimmuna en níuna, ef notast var við nýja lagið. Vestur getur lesið á þessi afköst, með því að horfa á eigin spil og spil blinds. Vel útbúinn bridgespilari er einsog hermaður á leið í stríð, því betri út- búnaður, því meiri líkur á að snúa aftur heim, ósár. 21Tekið úr Stylt leiö vinningsbridge - A. Sheinwould. lítillega breytt og að- lagað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.