Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR 0 Gjaldþrotin, hestamir og köld kvenna GAROINUM SKOÐANALEYSIÐ ERVERST Stjórn Læknafélagsins ekki á móti skoðunum. Fyrírsögn í DV HINN ÓTTALEGI LEYNDARDÓMUR Þegar bruggun á Löwenbrau bjórnum hófst (hjá Sana á Akur- eyri) mætti DV á staðinn. Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri sagði, að engar myndatökur yrðu leyfðar DV VERTUEKKIAÐ NÖLDRAÍ MÉR DROTTINN. Það sagði við mig fyrir nokkr- um dögum aldinn vinur minn að það væri engin furða þótt íslend- ingar væru hættir að sækja kirkj- ur því þar væri stöðugt verið að áminna fólk um rétta breytni. Karvel Pálmason ENGINN VERÐUR ÓBARINN BISKUP Ég verð bara að berja þessa ákvörðun (um að taka við sendi- herraembætti í París) upp úr mér. Albert Guðmundsson GRETTIS VAR HEFNT í MIKLA- Ég, Skaöi, erenginn jafnréttissinni. Ég vilfornardyggöirog að karlar séu karlar og konur konur og ekki meira um þaö. Þess vegna er ég líka alltaf að rífast viö hana frænku mína litlu, hana Villu, sem var svo indælt barn þangað til hún komst í kvennavillubæk- ur. Síðan þá hefur hún alltaf verið að reyna að sanna það fyrir mér að ég ætti eiginlega að skammast mín fyrir að vera ekki kvenmaður, En aldrei skal það. Hún var mjög hneyksluð á grein sem ég skrifaði fyrir nokkru í þetta kommablað þar sem ég sýndi fram á það, að innrás bjórsins í íslenskt samfélag væri ekki annað en kvennasamsæri gegn körlum. Til að negla kynbræður mína niður á krárstóla, draga þá niður í syfju, vamb- vídd mikla og náttúruleysi og nota tímann meðan þeir eru að slappa af til að taka völdin. Ekki barasta á heimilinu þar sem þær hafa völdin fyrir heldur í fyrirtækjunum líka. Þú ert nú ekki hægt frændi, sagði Villa þegar hún leit við hjá mér í kaffi á dögunum. Jæja, sagði ég. Og þó er bjórinn hátíð hjá því samsæri sem nú er uppi hjá konum Og hvað ætli það sé? spurði Villa glottandi. Það eru gjaldþrotin. Gjaldþrotin? Eiga þau nú að vera konum að kenna líka? Að sjálfsögðu, sagði ég. Hverjum annars? Auðvitað montnáttúrunni í ykkur körium, sagði Villa. Þið þurfið alltaf að vera mestir, þið þurfið að eiga riasbíla og þamba viskí ómælt og hafa sjö metra frá dyrunum að skrifborðinu ykkar svo lýðurinn kikni allur í hnjáliðonum áður en hann stynur upp orði við ykkur. Óekkí, sagði ég. Vita skaltu, frænka sæl, að á bak við hvern óráðsíu- karl í fjármálum stendur konan hans. Konan sem heimtar að hann skaffi betur en karlinn í næsta húsi. Annars skuli hann hundur heita og vera settur í samfarra bann strangt. Bull er þetta, sagði Villa - sem vonlegt er, því hún er ekki einusinni trúlofuð hvað þá meir. Nei þetta er ekkert bull. Konur eru í leynilegu og óformlegu samsæri eins og hverjir aðrir síonsöldungar um að koma okkur á vonarvöl. Það eru alltaf þær sem spenna bogann svo hátt að Noregur brestur úr höndum vorum. Og þetta er ekki barasta vegna þess að þær vilji pels eðademant eða svoleiðis glingur. Þæreru klókari en svo, þótt þærgeti haft svoddan nokkuð að yfirskini. Þær ætla að eyðileggja okkur á yfirspennu og dráttarvöxtum og annarri ógæfu til að rýja okkur sjálfs- virðingunni. Gjaldþrota maður er eins og geltur hestur í heimi hrossa. Hann liggur flatur eins og skata andlega séð. Og þá getur konan tiplað yfir hann eins og ekkert sé og upp í völdin og áhrifin. Þegar slíkum körlum fjölgar hressilega breytist magn í eigind. Fimm þúsund gjald- þrota karlar og kvennabyltingin er staðreynd. Veistu hvað frændi, sagði Villa. Þetta er ekki alvitlaust hjá þér. Betur að satt væri. Auðvitað er það satt, sagði ég. Þetta er rétt eins og hestamennskan sem sænska kvikmyndageddan var að segja frá. Hún lýsir þróuninni ofur vel Hestamennskan? spurði Villa. Já. Það er að verða tíska hér og annarsstaðar að það eru einkum ungar stúlkur sem ríða hestum út og suður. Með þvi læra þær valdapó- litík og taumhald á miklu og karlmannlegu afli. Síðan giftast þær og hætta hestamennskunni í bili vegna þess að þá eru þærsvo uppteknar við að þeysa gandreið á körlum sínum út um allar neyslugrundir. Svo þegar þær eru orðnar stútungskerlingar taka þær aftur til við hesta- mennskuna og ríða út í bláma hins káta ekkjustands. Vegna þess að þær eru búnar að sliga sína elskulegu lífsförunauta löngu fyrir aldur fram. Því segi ég það.... 2 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988 GARÐI Tugir íslendinga til búlgarskra tannlækna. Tíminn LOKSINS LOKS- INS... Nú er söguþráðurinn í Dallas- þáttunum orðinn allfrískelgur og spennandi og tilfinningaflækjur sögupersónanna í algleymingi. DV JÁENÞAÐERHÆG- URVANDIAÐ LOSNA VIÐ HANA í minni sveit kom það fyrir að menn skiptu um skoðun en ég heyrði þess aldrei getið að menn skiptu um samvisku. Morgunblaðið LAXAR í ÖLLUM KVÍUM SAMEINIST Sá gleðilegi atburður átti sér stað í Isafjarðardjúpi þann 17. nóvember sl. að allróttækur og mjög hugaður stéttabaráttuselur nokkur nagaði gat á laxfangelsis- kvíarnar hjá laxafangelsisfyrirt- ækinu Islaxi á Nauteyri við ísafj- arðardjúp. Velvakandi Morgunblaðs- ins ÞAÐ ER SVO BÁGT AÐ STANDA í STAÐ F ramsóknarflokkur vildi niðurfærslu. Sjálfstæðisflokkur vildi uppfærslu. Alþýðubandalag vildi millifærslu. Alþýðuflokkur vildi einhvers konar tilfærslu. Morgunblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.