Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR Ég ætla að taka til í bílskúrnum heima hjá mér til að geta komið bflnum þar fyrir. Ef tími verður aflögu á sunnudaginn reyni ég eftir fremsta megni að bregða mér í gönguferð með Ferðafélagi íslands mér til uppörvunar úti í náttúrunni. Alþýðubankinn, Akureyri, Ijós- myndir Harðar Geirssonar til 6. jan. Bókasafn Akraness, grafíkmyndir Hauks Halldórssonartil 12. des. virka daga 15-18:30, helgar 14-20:30. Bókasafn Kópavogs, verk Svavars Ólafssonartil 16. des. Biblíusýning til áramóta, virka daga 9-21, laugard. 11-14. FÍM-salurlnn, Garðastræti 6, sýn. á verkum félagsmanna, 12-18 virka daga, versl.tími laugard. Gallerí Borg, jólaupphengi; verk gömlu meistaranna. Grafíkgall. Austurstr. gler- og leirmunir, Kring- lan, 3. hæð, myndirog leirmunir. Opnunartímiversl. Gallerf Gangskör, Amtmannsstíg 1, árleg jólasýning gangskörunga opn- uðkl. 14laugard. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning þeirra sem að galleríinu standa, 12-18virkadaga. Gallerf Llst, nýjar myndir og kera- mik, 10-18 virkadaga, 10:30-14 laugard. Gal erfSál.Tryggvagötu 18,sýning TryggvaGunnarsHansen, 17-21 daglega. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnar- firði, Litli salurinn: verk frú Hönnu Davíðsson til 11. des. fslenska óperan, málverk Tolla til 18. des. 15-19 daglega. Jóhanna Bogadóttir borgarlista- maður sýnir teikningar, graf ík og mál- verk í vinnustofu sinni, Hjarðarhaga 48,4. hæð tv, 15-22, lau-mánud. Kjarvalsstaðir, ný verk í Listas. Rvíkurtil 18. des. 14-22daglega. Llstasafn ASÍ, verk Jóns Engilberts til 18. des. virka daga 16-20,14-20 um helgar. Listasafn Elnars Jónssonar, lokað desemberogjanúar. Höggmyndag- arðurinn opinn daglega 11-17. Llstasafn íslands, kyrralífsmyndir Kristínar Jónsdótturtil 15. des. Neðri hæðir, eldri verk í eigu safnsins, efri hæðir ný aðföng, veitingast. keramík Leifs Breiðfjörð. Leiðsögn um sýning- arsunnud. kl. 15. Leiðs. Mynd mán- aðarinsfimmtud. kl. 13:30: Uppstill- ing e/ Kristínu Jónsd. Opið 11-17 daglega. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14-18 um helgar. Tekið á móti hópum e/ samkomul. Mokka v/ Skólavörðustíg, Ríkey Ing- imundardóttir sýnir um óákv. tíma. Nýlistasafnið, Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir skúlptúra, útsaum og lágmyndirtil 4. desember. Sýning- in er opin í dag kl. 16-20, og kl. 14-20 um hejgina. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, þjóðsagna- og ævint- ýramyndir Ásgríms til febrúarloka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13:10-16. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðhoiti, damaskmyndvefnaður Sigríðar Jó- hannsdóttur og Leifs Breiðfjörð til 27. jan. mánu- til fimmtud. 9:15-16, föstud. 9:15-18. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Flíkurog Form til 11. des. 14-18 daglega. Tunglið, Sissú (Sgþrúður Pálsdóttir) sýnir myndlist f rá þessu ári f ram yfir hátíðar. LEIKLIST Alþýðuleikhúslð, Kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóar- konunnar, í kvöld og laugard. kl. 20:30. Leikfélag Kópavogs, Fróði og allir hinir grislingarnir, laugar- og sunnud. kl. 15. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, sunnudagskvöld kl. 20. Sveitasinfón- ía, í kvöld og laugard. kl. 20:30. k Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, Stór og smár, sunnud. kl. 20, síðasta sýn. Ævintýri Hoffmanns, í kvöld og laugard. kl. 20. TÓNLIST Heiti potturinn Duus-húsi, sunnud. 21:30, jólajass, Friðrik og fél. Hafnarborg, tónlistardagskrá í tilefni þess að Ijós verða kveikt á jólatrénu á Thorsplani laugard. kl. 16. Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Helgi Bragason orgelleikari, Blásarasveit Hafnarfjarðar, Kór Þjóðkirkjunnarog Karlakórinn Þrestir. Kór Langholtsklrkju ásamt blásara- sveit flytja 5 motettur og e-moll messu eftir Bruckner í Langholts- kirkju á morgun og sunnud. kl. 17. Stjórnandi Jón Stefánsson. KórTónlistarskóla Hafnarfjarðar flytur helgileikinn Hljóðu kirkjuklukk- urnar í Víðistaðakirkju sunnud. kl. 16 til styrktar kaupum á flygli fyrir kirkj- una. Snæfellingakórinn og sópransöng- konurnar Rósa Kristín Baldursdóttir og Theódóra Þorsteinsdóttir halda jólatónleika í Sóknarsalnum, Skip- holti 50 a, sunnud. kl. 16. Innlend og erlend jólalög, undirleikari Oddný Þorsteinsdóttir, söngstjóri Friðrik S. Kristinsson. Kaffiveitingar eftir tón- leika. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar, jólatónleikar forskólans á laugard. kl. 14 í sal Fellaskólans. Nemendurforskóladeilda undir stjórn kennara. Sunnud. tónleikar yngri deilda í sal Tónskólans, Hraunbergi 2 kl. 14 og í Norræna húsinu kl. 17. Ein- og samleikuryngri nemenda. Mánud. kl. 20:30, tónleikar Sæmundar Rún- ars Þórissonar gítarleikara að Hraunbergi 2. Uwe Escner gítarleikari frá Þýska- landi heldur tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar sunnud. kl. 20:30. VerkeftirBach, Giuliani, Brouwer, Martin, Lauroog Villa-Lobos. HITT OG ÞETTA Arleg jólasala Myndlísta- og hand- íðaskóla íslands er í turninum, Lækj- artorgi mánu- til fimmtud. 16-18, föstud. 16-19, laugard. 10-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, bókmenntadagskrá með tónlistar- ívafi sunnud. 15:30. Sigurður Páls- son les úr Ljóð námu menn, Nína Björk Árnadóttir úr Hvíta trúðnum, Hannes Sigfússon úr Lágt muldur þrumunnar, Björn Th Björnsson úr Minningarmörk I Hólavallagarði og Guðmundur Andri Thorsson úr Mín káta angist. Gunnar Kvaran leikur saraböndur úr einleikssvítum Bachs, kynnir Viðar Eggertsson. Leikfélag Mosfellssveltarog karla- kórinn Stefnir halda jólavöku sunnud. kl. 20:30. Söngurog upplestur úr verkum Þórbergs, Guðjón Sveinsson les nútíma jólasögu, kórinn syngur undirstjórn LárusarSveinssonar, Stefnur sjá um veitingar. Vinnustofur Kópavogshælis, opið hús laugard. 14:18. Starfsemi kynnt, hlutir unnir af vistmönnum boðnir til sölu. Kaffi og piparkökur, allir vel- komnir. Reykjavíkurhöfn, kveikt á Hamb- orgarjólatrénu á morgun kl. 16. Lúðrablásarar leika frá 15:45. MÍR, Vatnsstíg 10, basar á morgun kl. 14. Til sölu ýmsir minjagripir, bækuro.fl. frá Sovétríkjunum. Félag eldri borgara, opið hús f Goð- heimum, Sigtúni 3 frá kl. 14 sunnud. Frjálst spil og tafl, dansað 20-23:30. OpiðhúsíTónabæfrákl. 13:30 mánud. félagsvist hefst kl. 14. Ath. v/ jólaleyfis er lokað íTónabæ 17/12-7/1 Átthagasamtök Héraðsmanna, jólaglögg að Hverfisgötu 105 laugard. kl. 21. Að lokinni skemmtidagskrá leikur hljómsveitin Frílyst fyrir dansi. Skólafólk af Héraði hvatt til að líta inn. Kvennadeild Breiðfirölngafélags- Ins, jólafundur I Bústaðakirkju sunnud kl. 19. Munið eftir litlu pökk- unum. Ferðafélag íslands, dagsferð I Geld- inganes á sunnudaginn. Verð 500 kr. Brottför kl. 13 frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, farmiðar við bíl, f rítt fyrir börn I fylgd fullorðinna. Hana nú, lagt upp I laugardags- gönguna I fyrramálið kl. 10 frá Digra- nesvegi 12. Nýlagað molakaffi. Utlvist, stórstraumsfjöruferð I Gróttu sunnud. kl. 13. Brottför kl. 13 frá BS(, bensínsölu. Kvæðamannafélaglð Iðunn minnir á jólafundinn á morgun að Hallveigarstöðum. Fjölbreytt dagskrá tengdjólum, góðar veitingar, fundur- inn hefst stundvíslega kl. 20. Llonessuklúbbur Reykjavíkur held- ur kökubasar að Sigtúni 9 sunnud. kl. 14. Tertur, smákökur og dönsk jóla- tré, heimsendingarþjónusta ef þess eróskað. Ágóði rennurtil líknarmála. Líf og land, uppákoma í Kringlunni laugard. 13-18. Girðumgrasbítana afl Vestfirðingafélaglð í Rvík, aðal- fundur að Frfkirkjuvegi 9 sunnud. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffi- veitingar á eftir. Takið með ykkur nýja félaga. JC Nes og JC Borg, jólafundur að Laugavegi 178 á morgun kl. 20:30. Gestir: Barbara Wdowiak, landsfor- seti og Þorsteinn Fr. Sigurðsson viðt. landsfors. Veitingar i hléi og opið hús e/fundinn. Félagsmenn hvattirtil að takameð sérgesti. ÍÞRÓTTIR Handboltl Ekkert verður leikið í 1. deild karla fyrr en á miðvikudag en í 1. deild kvenna eru þrír leikir á dagskrá. Sjarnan og Þór eigast við (Digranesi kl. 20.00 á föstudag. Daginn eftir sækja Þórsstúlkur FH-inga heim kl. 14.00 og á sunnudag leika Fram og Haukar kl. 14.00 ( Laugardalshöll. Heil umferð leikja verður (2. deild karla. Á laugardag leika ÍR og Þór kl. 14.00 í Seljaskóla og ÍBK og Aftur- elding eigast við kl. 15.15 í Keflavík. Á sunnudag leika HK og Selfoss í Digranesi kl. 14.00 en síðan verða tveir leikir í Firðinum, Haukar og Þór eigast við kl. 15.15 og að hinum lokn- um, um kl. 16.30, leika ÍH og Ármann. Karfa Þar sem hlé hefur verið gert í Flugl- eiðadeildinni þar til 15. janúar fer litið fyrir körfuknattleik um helgina. í 1. deild kvenna leika Grindavik og Njarðvík á laugardag kl. 14.00 og á sunnudag leika síðan ÍR og Haukar kl. 14.00 í Seljaskóla og Stúdínur og Keflvíkingar f Kennaraháskólanum kl. 20.00. Þá verður einn leikur i 1. deild karla, Léttir og Snæfell eigast við í Hagaskólanum kl. 14.00 á sunn- udag. Auglýsingar eru lífæðin Það hefur verið mikill kreppu- söngur í fjölmiðlunum að undan- fömu. í þeim hafa glumið „brot- hljóð hruninna fyrirtækja“ svo vitnað sé í bjargvættinn frá Flat- eyri. Gjaldþrotin hafa keðju- verkanir, þegar eitt fyrirtæki fer yfir um tekur það oft önnur með sér - lánardrottna sína. Það sem fjölmiðlamir segja okkur minna um era áhrif þess- ara gjaldþrota á þá sjálfa og af- komu þeirra. Að sjálfsögðu hafa gjaldþrotin áhrif á afkomu fjöl- miðla eins og annarra fyrirtækja í samfélaginu. Fyrirtækin sem eru að fara á hausinn era mörg hver í ‘hópi þeirra sem mikið hafa aug- lýst og þess era mörg dæmi að fjölmiðlar hafi orðið að afskrifa auglýsingatekjur að undanförnu. Við þetta bætist að samdráttur- inn hefur orðið til þess að draga veralega úr auglýsingum þeirra fyrirtækja sem enn era á lífi. Sum neyðast beinlínis til þess að draga saman af fjárhagsástæðum. Önnur draga saman auglýsingar af þeirri einföldu ástæðu að við- skiptin hafa dottið niður svo það er ekkert vit í að auglýsa. Þetta síðamefnda á einkum við auglý- singar um alls konar munað, hvort sem era leikföng fyrir full- orðna eða þjónusta veitingahúsa. Nú er komið fram í desember og jólavertíðin hafin, vertíðin sem ríður baggamuninn í rekstri margra fyrirtækja. Ef hún verður góð eiga þau von á að hjara. Verði þetta litlu jólin kaupmann- anna eins og einhver orðaði það er hins vegar hætt við að brot- hljóðahljómkviðan verði vera- lega háværari eftir áramót. Þess má sjá ýmis teikn í fjöl- miðlunum að auglýsingarnar era minni en oftast áður á þessum árstíma. Það þarf að fara nokkur ár aftur í tímann til að finna Morgunblöð frá síðari hluta nó- vembermánaðar sem voru eins rýr og í ár. Á afmælisdegi blaðs- ins hóf ný sunnudagsútgáfa göngu sína með 128 blaðsíðum en næstu tvö sunnudagsblöð vora talsvert minni. DV fór oftar en einu sinni niður í 32 síður undir lok nóvember. Og þá þarf vart að minnast á minni blöðin. Tímarit og sérrit ýmiss konar eru líka óvenju þunn. í Sjónvarpinu var það ekki fyrr en undir síðustu helgi sem auglýs- ingatíminn fór að lengjast. Og enn era bókaauglýsingar svo til einráðar, annað er vart sjáanlegt. Ljóst er að Ríkisútvarpinu mun ekki reynast þessi jólavertíð drjúg til að hala upp í tapið á stofnuninni sem að sögn Þjóðvilj- ans er hálfur miljarður. Það er haft til marks um það hversu erfið tíðin er að starfsfólk auglýsingadeildar Morgunblaðs- ins mun vera farið að hringja út í fyrirtæki og bjóða þeim afslátt ef þau vilja auglýsa. Fram til þessa hefur blaðið ekki þurft að hafa fyrir slíku og auk þess getað selt auglýsingar sínar án teljandi af- sláttar af auglýstu verði. And- stætt við hin blöðin sem þurfa að hafa öll spjót úti og slá veralega af verðinu í flestum tilvikum. Því hefur einnig heyrst fleygt að Morgunblaðið hafi þurft að hagræða í rekstrinum og taka fyrir nýráðningar vegna þess að tekjuáætlanir hafi farið úr skorðum. Það á reyndar við fleiri fyrirtæki í fjölmiðlaheiminum og er skemmst að minnast uppsagn- anna á Stöð 2. Undanfarin ár hef- ur störfum við fjölmiðla fjölgað veralega og kaupið hækkað í takt við eftirspurnina. Nú hefur mark- aðurinn þrengst og lítið er um gylliboð og yfirborganir. Þegar þróunin er á þennan veg kemur glöggt í ljós hversu mjög fjölmiðlarnir eru háðir hag-' sveiflum samfélagsins sem þeir lifa í. Og hversu háðir þeir eru auglýsendum. Á krepputímum verður ljóst hverjir það eru sem geyma fjöregg fjölmiðlanna og þar með þjóðfélagsumræðunnar. Það era bflasölurnar, vídeóbúð- irnar og tískusjoppumar (og svo auðvitað bankarnir sem hafa okkur öll á valdi sínu). Auglýs- endur hafa það í raun og veru í FJÖLMIÐLAR ÞRÖSniR „Auglýsingar eru fjölmiðlunum nauðsyn og kannski var það sú stað- reynd sem svarendur höfðu ( huga í könnuninni sem leiddi í Ijós að töluverður meirihluti væri fylgjandi auglýsingum í sjónvarpi." hendi sér hvort fjöimiðlar lifa eða deyja. Auglýsingar eru fjölmiðlunum lífsnauðsyn og kannski var það sú staðreynd sem svarendur höfðu í huga í könnuninni sem leiddi í ljós að töluverður meirihluti væri fylgjandi auglýsingum í sjón- varpi. Þótt þessi sami meirihluti segð- ist ekkert mark taka á auglýsing- um. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ i Föstudagur 9. daaember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.