Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 11
„Þeim manni hef ég löngu gleymt... Áður óþekkt vísa eftir Jón Helgason >61/Kl vh, ‘Liryu. >jíiyyJr /L,*tA**Xt ^ /KJvtC~A^r **■ d-ib f>*X) jj-uí /U.t' ^ .T*^/ -i fvfoj>rr fri~Kcs. ouurvM cy j-i't ,t/T»rxÁL fuððt- 'Lscri 1 iuMrJy "' .;■ 17Á íy t ^8>i fJdyGJ.lí'Tv' í tímaritinu Nordica birtir Lise Præstgaard Andersen, kennari viö háskólann í Óö- insvéum, grein um Jón Helga- son „danskan prófessorog ís- lenskt skáld“. Greinin hefst á vísu sem áður er óþekkt og Jón Helgason orti til höfundar fyrir tuttugu árum, þegar hún var ungur stúdent og nemandi Jóns. Vísan var ort á eintak Ijóðabókarinnar Úr landsuöri og er á þessa leið: Peim manni hef ég löngu gleymt sem kvœðin kvað ég kannast varla neitt við hann, en allt um það þá set ég mig í fótspor þessa forna manns og fel þér vörslu þessa kvers í minning hans. Lise Præstgaard Andersen rek- ur það síðan með tilvísunum í annan kveðskap Jóns hve margt þessi litla vísa í rauninni segir um Jón og hans umtal um eigin kveð- skap og fræði. í greininni er rak- inn ferill Jóns og honum lýst sem fræðimanni eins og hann kom þeim fyrir sjónir sem kusu að setjast við fótskör meistarans á því herrans ári 1968, þegar stúd- entauppreisnin vildi gera nám í forníslensku óþarft við danska háskóla. Greinarhöfundur kem- urvíða við-segirm.a. frá vináttu þeirra Jóns og Halldórs Laxness og telur upp ýmislegt sem henni finnst líkt með Jóni og Arnasi Arneus íslandsklukkunnar. Undir lokin leggur hún út af orðum vísunnar „og fel þér vörslu þessa kvers“. Þarsegirhúnm.a. á þá leið að eitt sinn hafi Jón komið heim úr ferð til Færeyja og hafi þá haldið því fram að hann hafi hitt unga konu sem væri að skrifa ævi- sögu hans. Fannst honum það fullsnemmt þar sem hann væri enn ofar moldu, en bætti því við að Lise Præstgaard mætti gjarna taka starfa þennan að sér þegar hann væri dauður - eins þótt hann teldi ekki að það væri margt merkilegt um hann að segja. í því sambandi minntist hann á sögu af ástkonu Goethes sem lotningar- fullir prófessorar spurðu á gamals aldri hvernig meistarinn hefði eiginlega verið í hátt (Wie war eigentlich Goethe?). Og eftir nokkra þögn sagði gamla konan: Herra leyndarráðið, já hann var ansi skrýtinn (Der Herr Ge- heimerat war ein grosser Origi- nal“) Ætli grafskrift mín verði ekki eitthvað á þá sömu leið, sagði Jón Helgason við Lise Præstgaard Andersen. ÁB tók saman. Jón Helgason Draugarnir og Babel-turninn Par sem engir guðir eru, þar ríkja draugar. Á þessum tímum post-módernismans (síð-nútíma- stefna, síð-framúrstefna) er til- veran orðin vita dolce (hið ljúfa líf). Allt er leyfilegt, everything goes. Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (f. 1844) sagði: Drottinn er dauður; og heimspekingur Frakka, Jean- Paul Sartre (f. 1905), staðfesti það: Dieu est mort. Nú um stund- ir heldur svo merkur mennta- maður fyrir þéttsettnum bekkj- um háskólafyrirlestra um: Hvaða guð er dauður? Háttvirtur tónlistargagnrýn- andi Þjóðviljans er svo vinsam- legur að hafa hönd í grýtu og vilja velja mér húsnæðislausum ver- ustað meðal blessaðra drauga, meðal sálna framliðinna. Allir dauðir eru góðir. Þessvegna er ég viss um að lenda þar í ágætis kom- paníi. Er mér það sannarlega til- hlökkunarefni, því að bráðlega yrði þar vafalaust von á fleiri gestum. Máske gæti ég þá við kærkom- ið tækifæri haft heiður af því að bjóða velkominn músíkkrítíker þessa þjóðþrifablaðs, ásamt nokkrum miljónum annarra heimilislausra aðkomenda, sennilega líka annan leikmann í rýnis-fagi tónlistargyðjunnar, Si- gurð Steinþórsson, en af vangá féll hann út af lista hinna útvöldu; og ekki vildi ég sjá af þeim karska liðsmanni. Má það altjent heita að komast í góða kippilykkju. Mannkynið væri þá allt orðið að einn«». miljarða teljandi draugasamkundu. Málfarsleg samskipti yrðu vissulega ekkert vandamál, því að allir mundu tala þá upprunalegu og sameiginlegu tungu mannskepnunnar, er Babel-turninn var byggður. Það væri virkilega spennandi að upp- lifa þá hundruðmiljóna ára gömlu goðsögn. dr. Hallgrímur Helgason Greinarhöfundur hefír verið pró- fessor við University of Saskatc- hewan í Kanada og Freie Univers- itát í Berlín í tónfræðilegum kennslugreinum og músíkvísind- um, síðar dósent við Háskóla ís- lands. Giröum grasbítana af Samtökin Líf og land hafa látið prenta póstkort sem fólk getur keypt í bókaverslunum og sent formönnum þingflokkanna. Þetta er gert til þess að kjósendur geti tekið þátt í baráttunni fyrir því að alþingismenn vakni og hefjist handa gegn þeirri gróður- eyðingu sem nú á sér stað. Á kortin er prentað: „Virti þingflokksformaður! Land okkar er enn að blása upp eins og alkunna er. Sáning gras- fræs úr flugvélum eða ræktun skóga nægir ekki til að stöðva uppblásturinn. Frumskilyrði þess er að lausa- ganga búfjár verði afnumin með lögum. Ég treysti þér til að ganga fram í þessu stórmáli landi okkar til bjargar.“ Segir í fréttatilkynningu frá stjórn Lífs og lands að stjórnvöld virðist nú um það bil vera að vakna til vitundar um hlutverk sitt í þessu máli. Nú á laugardag verður Líf og land með uppákomu í Kringlunni í Reykjavík til þess að vekja at- hygli almennings á þessu átaki. Margvísleg skemmtiatriði og uppákomur verða á göngum Kringlunnar frá kl. 13-18. Vigdís Finnbogadóttir Tryggvi Emilsson Besti vinurinn á nýjum slóðum Besti vinur ljóðsins hyggst nú feta nýjar slóðir og bjóða borgar- búum upp á upplestur úr bókum sem ekki eru skáldskapur heldur fjalla um raunverulega atburði og fólk af holdi og blóði. Framtak þetta er gert í sam- vinnu við Hótel Borg en þar fer upplesturinn fram á laugardag og hefst hann klukkan 14. Lesið verður upp úr sjö bókum: Ein á forsetavakt, bók Steinunnar Sigurðardóttur um forseta íslands, Vigdísi Finnbog- adóttur, Minningamörk í Hóla- vallagarði eftir Björn Th. Björns- son, Fíladans og framandi fólk, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, íslenskir utangarðsunglingar eftir Sigurð Á. Friðþjófsson, Bryndís, bók Ólínu Þorvalds- dóttur um Bryndísi Schram, SjcV menn og sauðabændur eftir Tryggva Emilsson og íslenskir nasistar eftir þá bræður Iiluga og Hrafn Jökulssyni. Jóladjass í Heita pottinum Á sunnudagskvöld munu Frið- rik Theódórsson básúnuleikari og félagar leika og syngja sígræn svínglög til þess að ylja mönnum í skammdeginu. Einsog vera ber á þessum árstíma er boðið upp á jólaglögg með sveiflunni. Félagar Friðriks eru þeir Tóm- as R. Einarsson á bassa, Guð- mundur R. Einarsson á trommur og básúnu, Egill B. Hreinsson á píanó, Hans Jensson á tenór sax og Davíð Guðmundsson á gítar. Föstudagur 9. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.