Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Hollar ábendingar „Þaö er gjörsamlega óviöunandi aö einstakir stuön- ingsmenn ríkisstjórnarinnar séu aö gera sér leik aö því aö vera meö ótímabærar kröfur sem aftur leiða til þess aö samstaðan sem myndaöist um þessa ríkisstjórn á þaö á hættu að klofna,“ segir Karvel Pálmason Alþýöuflokks- þingmaður og verkalýösleiötogi í DV-grein i gær. Þar varar Karvel félaga sína í stjórnarherbúðum sterk- lega viö ótímabærum upphlaupum, sem nokkuö hefur borið á síðustu vikur, ekki síst í Alþýðuflokknum. „Að stjórnarþingmenn séu í tíma og ótíma aö troöa sér fram í fjölmiðlum af minnsta tilefni, í því augnamiði einu að koma sjálfum sér á framfæri, gengur bara ekki við ríkjandi ástand," segir Karvel, og síðan verður ekki betur séð en að hann beini oröum sínum sérstaklega að flokksbróður sínum Karli Steinari Guönasyni verkalýðsfélagsformanni í Keflavík, sem uppá síðkastið hefur verið að þjóna lund sinni í fjölmiðlum og í ræðustól þingsins. „Svo mikið hafa til að mynda launþegasamtökin lagt undir,“ segir Karvel, „að það er eftir því tekið hvaða þingmenn haga sér á þennan hátt.“ Það er sjálfsagt að taka undir þessi orð Karvels Pálma- sonar. Það er fallegt að hafa skoðanir og prýðilegt að sýna umhyggju fyrir góðum málum. Síðasta stjórnarsam- starf á hinsvegar að hafa kennt þingmönnum og ráðherr- um að gera það upp við sig í eitt skipti fyrir öll hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Og hitt er hverju orði sannara hjá Karvel, - samtök launamanna og fjölmargir aðrir aðilar að samfélaginu hafa sætt sig möglunarlítið við þrengingar í trausti þess að nýja vinstristjórnin bæri gæfu til að skapa grundvöll undir heilbrigt atvinnulíf, nýja lífskjarasókn og íslenskt menningarstarf. Þeim sem stefna því trausti norður og niður með ótíma- bærum hótunum og upphrópunum til að komast í kastljós og öðlast skyndivinsældir er - engu síður en þeim ráð- herrum sem enn virðast ekki hafa áttað sig á að komin er ný stjórn í landið - hollt að hugleiða lokaorð Karvels Pálmasonar í blaðagreininni: „Því skulu menn fara að gera sér grein fyrir að stjórnmál eru hugsjónastarf, þjónusta, - ekki eigin- hagsmunapot og sjálfsupphafning." Venjuleg spilling Nú eru farnar að birtast í blöðum bæði vorkunnarskrif og hetjuhyllingar um hæstaréttaroddvitann sem keypti sér 1440 brennivínsflöskur fyrir slikk í krafti þess að vera einn þriðji af handhöfum forsetavalds. Það er sjálfsagt að hætta beinni opinberri umræðu um það mál til lofs eða lasts þarsem maðurinn hefur skilað víninu, hefur sagt af sér forsetatign í réttinum og verið vikið úr dómarastarfi meðan undibúið er mál á hendur honum. Þótt hitt sé undarlegt að báðir helstu varðhundar kerfisins, Morgunblaðið og útvarpsráð, skuli telja sér skylt að froðufella yfir gríntilraun sem málið elur skiljanlega af sér í sjónvarpsþætti. - Það er hinsvegar undariegt ástand að einn þeirra sem síðar kynni að dæma í því máli er Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, sem á sínum tíma sem forseti réttar- ins fór að nákvæmlega einsog sá sem nú skal ákærður og keypti sér yfir átta hundruð flöskur víns á kostnaðar- verði þann tíma sem hann var einn handhafanna. Þessi maður hefur enn ekki sagt af sér, og ekkert heyrst um að dómsmálaráðherra telji þess þörf. Þarmeð virðist ráðherrann búinn að tapa máli sínu fyrirfram. Enda verður ekki betur séð á þingræðum Þorvalds Garðars Kristjánssonar en að það eina sem fréttnæmt er í málinu sé frekjan og uppivöðslusemin í Guðrúnu Helga- dóttur, Ólafi Ragnari Grímssyni og nokkrum vandlætur- um í fjölmiðlum. Staðreyndin er sennilega sú að hér er allt í himnalagi og ekkert að. Vínkaup handhafanna uppá mörghundruð flöskur á ári er bara hversdagsleg og venjuleg spilling í forréttindaklíkunum og ekkert sérstakt að frétta nema það að núverandi þingforseti og núverandi fjármálaráðherra kunna sig ekki nógu vel innanum fína fólkið. -m Fyrr... Þessi mynd er tekin í Austurstræti vestanverðu og sér austur eftir götunni. Þeir, sem koma í Nýja Kökuhúsið við Austurvöll og skyggnast þar um bekki, munu sjá myndina þar uppi á vegg. Hún mun þangað komin frá Óskari Gíslasyni, myndgerðarmanni. Má vera að hann hafi tekið hana sjálfur. Raunar vitum við ekki nákvæmlega hvenær myndin er tekin en þó sennilega skömmu upp eftirfyrra stríð, a.m.k. sést þarna ennþá hesturfyrir vagni en enginn bíll. Það leynir sér ekki að Reykjavíkurapótek er risið af grunni þarna á miðri mynd og sómir sér vel, eins og enn í dag. Og skiltið á húsinu næst til vinstri segir okkur að þar hafi verið rekin straustofa, og vel í sveit sett. í baksýn blasir Bankastrætið við. Og þarna spranga prúðbúnir Reykvíkingar í blíðviðrinu, sumir með myndarlega hatta, aðrir með hvítar húfur. Kannski hefur Menntaskólinn verið að útskrifa stúdenta? ... OG NÚ .... og nú Já, þannig lítur hún nú út núna, gatan sem við sjáum hér á efri myndinni, og minnir fátt á fortíðina. Eitt er þó enn á sínum stað, Reykjavíkurapótek, og hefur haldið sínum svip í áranna rás. Straustofan er hætt að starfa og húsið, sem hún var í, sést ekki lengur. Sama er að segja um önnur þau hús við götuna, sem sjást á fyrri myndinni, - utan apótekið. Horfinn er hestur og vagn en í götuna grillir ekki fyrir bílum, og gengur mönnum þó litlu betur að komast leiðar sinnar sumsstaðar um borgina en áður. Fáir sýnast á ferli þá stundina, sem Jim Smart var þarna staddur, enginn hattur, engin hvít húfa, menn ganga gjarnan berhöfðaðir nú til dags, - „og svo eru þær, sem barnavögnum aka“. - mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vænir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru veí þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásaml ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsfmi 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rlt8tjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason. Umajónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmars- son (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiöslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.