Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 22
Alm auglst/SÍA MEIRIHATTAR UHGLIHGABÓKI Meiriháttar stefnumót er um Svenna, 15 ára Akurnesing. Hann er hrifinn af tveimur stelpum, sem báðar sýna honum áhuga. Hvora þeirra á hann að velja? Meiriháttar stefnumót er 7. unglingabók metsöluhöfundarins Eðvarðs Ingólfssonar, höfundar „Fimmtán ára á föstu“, „Sextán ára í sarnbúð", „Pottþétts vinar“ o.fl. pottþéttra unglingabóka. Meiriháttar stefnumót er fjörlega sögð og skemmtileg saga, sem vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Ótrúlegt en satt Ríkisútvarpið - Hljóðvarp Það ótrúlcgasta eftir Sten Kaalö Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikendur: Helgi Björnsson, Jón Hjartarson, Theodór Júlíusson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnúss, Sigurður Skúla- son, Þór Tuliníus, Margrét Ólafsdótt- ir, Ragnheiður Arnardóttir, Margrét Ákadóttir, Eyvindur Erlendsson, Helga Þ. Stephensen og Guðrún Jó- hannsdóttir. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson í vikunni, seint á þriðjudags- kvöld, flutti Ríkisútvarpið öðru sinni ágætt útvarpsleikrit eftir danskan rithöfund, Sten Kaalö. Það var frumflutt á laugardags- eftirmiðdag í fyrri viku svo örlög þess eru nú að setjast í segul- bandísafn Hljóðvarps og bíða þess tíma að það verði nógu gam- alt og verði þá endurflutt öðru sinni. Sem er synd. Leikritið var snoturlega unnið, ágætlega leikið og yndislega samansett af höfundarins hendi. Mannmörg upptaka og vafalítið dýr. Með réttu hefði leikritið átt að njóta almennrar athygli og víðtækrar kynningar og uppskera áheyrn í réttu hlutfalli við ágæti sitt. Ég er efins um að það hafi verið raunin. Útvarpsleikrit virð- ast hér á landi tilheyra fornum lifnaðarháttum eins og víðar í hinum vestræna heimi þar sem þau eiga undir högg að sækja vegna ásóknar frekari miðla. Þeim er áskapað hlutskipti list- greina sem eiga erindi við alla, en nýtast aðeins fáum tryggum neytendum. Og þegar kannanir sýna blákaldar staðreyndir um fá- eina hlustendur, þá er niður- skurðarhnífurinn góði mættur. Zip. Því er nú miður, því þessi miðill er yndislegur, nákominn öllum þeim sem lifðu fyrir sjónvarp og kærkomin tilbreyting á sinn ein- læga og hljóðláta máta. Reyndar finn ég engin gögn um áheyr- endahóp leiklistardeildar Hljóð- varps í skoðanakönnunum síð- ustu missera. Kannski veit eng- inn hvað sá hópur er stór. En hitt er ljóst að þegar litið er yfir kynn- ingar á leikritum sem Það ótrúl- egasta, þá undrar mann að ekki skuli meira við haft til að minna áheyrendur á tilvist þess, ögra V) O X £ ~'B * -~_y UJ mJ a PÁLL BALDVIN BALDVINSSON þeim til að hlusta. Leiklistar- deildin er með pr-málin í djúpum skít, væri sagt á öðrum bæ. Og það á sama tíma og litlir leikþættir eru það eina sem áheyrendur bíða spenntir eftir á Bylgjunni og Stjörnunni, það eina sem dregur að þeim miðlum auglýsendur. Hér þarf bót. Leiklistardeildin skilar ágætu starfi, fínum verk- um, en manni sárnar sú tilhugsun að þau hverfi í skuggann af öðru og ómerkara amstri. Það ótrúleg- asta var spennandi og óvenjulegt, minnti um margt á kvikmynd nema sköpunargáfan var á fullu við sviðsetninguna sjálf með dyggri aðstoð hljóðvarps. í ljós kom heillandi heimur nútímalífs- ins í ótal litbrigðum, en kæri les- andi - þú misstir af því. Ööruvísi værum Býr Islendingur hér? Garðar Sverrisson, byggð á minningum Leifs Muller Iðunn 1988 Það má kallast kraftaverk að Leifur Muller skuli hafa verið til frásagnar um vist sína í fangabúð- um nasista, fyrst í Grini í Noregi og síðan sem fangi númer 68138 í hinum illræmdu útrýmingarbúð- um Sachsenhausen í Þýskalandi. Reyndar er Leifur ekki lengur sjálfur til frásagnar um þessa hroðalegu lífsreynslu, því hann lést úr krabbameini sl. sumar, en bók Garðars Sverrissonar, Býr íslendingur hér?, sem byggð er á minningum Leifs, er til frásagnar um ómennskasta þátt evrópskrar sögu, þegar dýrseðlið náði yfir- höndinni. Við sem ekki upplifðum þessa hörmungarsögu eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir henni þrátt fyrir það ógrynni upplýs- inga sem yfir okkur hefur dunið bæði í rituðu máli og í myndum. Þeir sem upplifðu þetta sem áhorfendur eiga einnig mjög erf- itt með að gera sér grein fyrir því sem raunverulega gerðist. Hugs- anir okkar ná einfaldlega ekki það langt. „Þetta var allt hrárra - miklu hrárra. Við vorum eins og skepnur, lifðum eins og skepnur og hlýddum eins og skepnur. Öðruvísi værum við ekki til frá- sagnar. Því miður.“ Þannig kemst Leifur Muller að orði um lífið í fangabúðunum. Hafi fangarnir verið eins og skepnur, hvernig voru þá þeir sem breyttu þeim í skepnur? Eftir lestur bókarinnar er maður einna helst á því að þeir hafi tæpast ver- ið af þessum heimi, þvílík grimmd birtist í framkomu þeirra við meðbræður sína. Leifur var eini fslendingurinn sem lifði af fangabúðavist í Hitlers-Þýskalandi. Annar ís- lendingur, Baldur Bjarnason, S.Á.F. sagnfræðingur, lifði af vist í Grini-búðunum í Noregi og skrif- aði bók um þá reynslu 1945. Það var því full ástæða til þess að skrá frásögn Leifs á bók, frásögn sem engan lætur ósnortinn. Vissulega höfum við lesið mikið um þennan niðurlæging- artíma mannkynsins en samt sem áður er þarft að minna aftur og aftur á þessa sögu, það er ekki hálf öld síðan að þessir atburðir áttu sér stað í næsta nágrenni við okkur. Auk þe'ss bætir þessi bók töluverðu við skilning okkar á því sem gerðist. Leifur ólst upp á efnuðu kaup- 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988 L.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.