Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 8
AÐ UTAN Tugþúsundir fórust Að sögn fréttamiðla er líklegt að tugþúsundir manna hafi farist í hörðum jarðskjálfta, sem í gær- morgun varð í norðurhluta arm- enska sovétlýðveldisins. Ennþá vita menn þó ekki með neinni vissu, hve mikið manntjónið hef- ur orðið. Jarðskjálftinn, sem mældist um níu stig á Richters- kvarða, mun hafa valdið mestu tjóni í Lenínakan, um 200.000 manna borg í norðurhluta lands- ins. Að sögn fréttastofunnar Armenpress er yfir þriðjungur borgarinnar, sem er sú önnur stærsta í Armeníu, hruninn. Samkvæmt sömu heimild er Spitak, 30.000 manna borg þar skammt frá, algerlega í rústum. Auk borgarbúa sjálfra voru þar staddir fjölmargir flóttamenn frá Aserbædsjan, Armenar þar bú- settir sem undanfarna daga hafa flúið ofsóknir af hálfu Asera. Jarðskjálftinn varð klukkan 11.41 að staðartíma og stóð þá kennsla yfir í flestum skólufn. Síðdegis í gær höfðu hermenn fundið lík um 50 barna í rústum skóla eins í Lenínakan. Háhýsi urðu sérstaklega illa úti í jarð- skjálftanum og í Lenínakan hrundu allar byggingar hærri en átta hæðir. Ljóst er að jarðskj álfti þessi er einn sá mannskæðasti í sögu So- vétríkjanna. Versti jarðskjálftinn þar hingað til varð 1948 í Túr- kmenistan. Fórust þá 40.000- 60.000 manns í Asjkabad, höfuð- borg landsins. Míkhaíl Gorbat- sjov sovétleiðtogi, sem staddur var í Bandaríkjunum er hann fékk fregnir af jarðskjálftanum, sló á frest fyrirhuguðum heim- sóknum til Kúbu og Bretlands og hraðaði sér heim. Reuter/-dþ Kókaínflóð Glæpahringar þeir, sem stunda framleiðslu og sölu á kókaíni, reyna nú allt hvað þeir geta að auka sölu sína í Evrópu, sökum þess að Norður-Ameríkumark- aðurinn er orðinn mettur. Það sem af er árinu hafa evrópskir tollverðir haft upp á rúmlega fimm smálestum kókaíns, sem reynt var að smygla til álfunnar, og er það þrefalt meira en gert var upptækt þar allt s.l. ár. Gert er ráð fyrir að kókaínflóðið til ál- funnar muni enn aukast að mikl- um mun á komandi ári. Þetta kom m.a. fram í ræðu sem Raymond Kendall, aðalrit- ari aiþjóðlegu lögreglustofnunar- yfir Evrópu innar Interpol, flutti í gær á fyrstu ráðstefnu tollstjóra bæði frá Austur- og Vestur-Evrópu, sem haldin er í Brussel. Einnig kom fram í ræðunni að smygl á heróíni til Evrópulanda fer ört vaxandi. Vítalíj Bojarov, háttsettur emb- ættismaður í tollgæslu Sovétríkj- anna, kvað þau þurfa aðstoð við að stöðva eiturlyfjasmygl þangað frá Suðaustur-Asíu. Einnig kvað hann Sovétmenn óttast, að mafí- ur Evrópu og Ameríku myndu notfæra sér vaxandi samskipti Vesturlanda og Sovétríkjanna til að koma eiturlyfjum sínum og fíkniefnum á sovéskan markað. Reuter/-dþ Bandarískur liðsmaður eiturlytjahrings - Evrópa tekin fyrir þegar Ameríku- markaður er mettur. Angólu-Namibíu samningur úr sögunni? Allt virðist nú í óvissu um það, hvort samningur sá um sjálfstæði til handa Namibíu og brottkvaðn- ingu kúbanskra hersveita frá Angólu, sem á dögunum var gerður í Genf, verði nokk- urntíma staðfestur. Til stóð að undirrita samninginn, sem Ang- óla, Kúba og Suður-Afríka eru aðilar að, í Brazzaville, höfuð- borg Kongó, um s.l. helgi, en þá Iögðu fulltrúar Suður-Afríku fram kröfu um að þeirra menn fengju að fylgjast með brottflutn- ingi Kúbananna til að fullvissa sig um, að Angóla og Kúba stæðu við sinn hluta samningsins. Því neituðu Angólumenn og Kúbu- menn og fóru Suður-Afríkumenn þá heim án þess að undirrita. Angólustjórn hvatti í gær Suður- Afríkustjórn til að skipta um af- stöðu í þessu máli og kvað alla aðila áður hafa samþykkt, að Sameinuðu þjóðirnar skyldu hafa eftirlit með heimför kúbönsku hersveitanna. Reuter/-dþ Fyrsti leyfði kröfufundur frá Pragvori Stjórnvöld Tékkóslóvakíu samþykktu fyrir sitt leyti í gær að hin kunnu baráttusamtök fyrír mannréttindum, Carta-77, og fern samtök önnur héldu útifund í Prag á morgun í tilefni þess, að þá verða 40 ár liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta sinn í 20 ár, eða frá því að Pragvorið var bælt niður, sem þarlend stjórnvöld leyfa kröfu- fundi samtaka óháðra ríkisstjórn og ríkisflokki. Hæpið er samt að treysta því að þessi nýlunda stafi af hugarfars- breytingu tékkóslóvakískra vald- hafa. Þannig stendur sem sé á að Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, er kominn til Prag í opinbera heimsókn. Þetta er í fyrsta sinn, sem svo háttsettur Frakki heimsækir Tékkóslóvak- íu, og vilja þarlendir valdhafar flest gera til að vingast sem mest við Mitterrand, sem auk annars er einn helstu ráðamanna Evróp- ubandalagsins. Hann hefur til- kynnt, að hann muni ræða mannréttindamál við gestgjafana og þar að auki hafa tal af ýmsum þekktum andófsmönnum, þar á meðal leikskáldinu Vaclav Ha- vel. Reuter/-dþ Frá Mexíkóborg - þar kafna fuglar unnvörpum í óloftinu og mannfólkinu er farið að verða erfitt um andardrátt. Náttúmspjöll í Rómönsku-Ameríku Seint og um síðir hafa augu valdhafa opnast fyrir háskanum Mengun og náttúruspjöll eru sem alkunna er í tölu alvar- legustu vandamála hér í heimi, og í þeim efnum er ástandið síst betra í Rómönsku Ameríku en annarsstaðar. Óvíða er umhverf- iseyðingin hömlulausari en þar eins og sakir standa og svo hefur verið lengi. Þar hjálpast margt að. Voldug- ir og samviskusnauðir aðilar eins og herforingjastjórnir og stórfyr- irtæki hafa haft viðvaranir þessu viðvíkjandi að engu og óstjórn og gífurleg fólksfjölgun valda miklu um hörmulega útreið heimshlut- ans í þessum efnum. Meðan her- foringjar stýrðu Brasilíu, lang- stærsta og fólksflesta ríki Róm- önsku Ameríku, taldist þar glæp- samlegt að færa umhverfisvernd í tal, hvað þá meira. Enda hefur Brasflía líklega hvað mest á samviskunni allra ríkja heimshlutans, hvað þetta varðar. Þrýstingur innan- og utanfrá Undanfarin ár hefur herfor- ingjaeinræði verið á undanhaldi í Rómönsku Ameríku og má vera að í því sé fundin ein skýring á því, að áhugi ráðamanna þar á umhverfisvernd virðist fara vax- andi, eða að minnsta kosti vera vakinn. Vaxandi þrýstingur frá almenningi veldur þar einnig nokkru um, en mengunin og nátt- úruspjöllin valda sífellt fleira fólki meiri eða minni óþægindum og tjóni. Samtök umhverfis- verndarsinna þarlendis eiga nú auðvelt með að ná athygli fólks. Síðast en ekki síst munu umvand- anir og hvatningar utan frá hafa leitt til þess, að rómanskamerísk- ir ráðamenn finna sig knúða til að minnsta kosti að látast taka mál þessi til gagngerrar athugunar. í október s.l. komu forsetar Argentínu, Brasilíu, Kólombíu, Mexíkó, Perú, Úrúgvæs og Ven- esúelu saman í Punta del Este í Úrúgvæ. Þar gerðu höfðingjar þessir m.a. samþykkt um sam- eiginlegar aðgerðir ríkja sinna til verndar umhverfinu. Er þetta í fyrsta sinn, sem helstu ríki Róm- önsku Ameríku boða slíkar ráð- stafanir sameiginlega. Á papp- írnum að minnsta kosti lítur þetta nokkuð myndarlega út, því að í nýupptöldum löndum búa um 80 af hundraði allra íbúa Rómönsku Ameríku, sem alls munu nú vera um 400 miljónir talsins. „Eftir að hafa í áratugi pestað fyrir sér and- rúmsloftið, eitrað fyrir sér fljótin og látið skóga sína upp ganga fyrir eldi virðast nú rómanskir Ámeríkanar hafa gert sér ljósa þá hættu, sem leiðir af eyðileggingu umhverfis þeirra." Þannig er komist að orði í fréttapistli frá Reuter í tilefni téðrar samþykkt- ar forsetafundarins í Punta del Este. Sem fyrr er getið eru Brasilíu- menn mestu skaðvaldarnir í þess- um efnum og náttúruspjöllin þar- lendis ógna ekki aðeins lands- mönnum sjálfum, heldur og öllum heiminum. Hinir geysivíð- lendu regnskógar Amazonsvæð- isins eru mikilvægur framleiðandi súrefnis fyrir alla veröld. Skógum þessum er gegndarlaust eytt til að greiða fyrir vegalagningum, námugreftri og akuryrkju. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna bandarísks vísindamanns gengur þar á hverjum fimm sekúndum upp fyrir eldi af manna völdum skóglendi á stærð við knattspyrn- uvöll. Á þessu ári hefur skóglendi á stærð við Vestur-Þýskaland verið eldi eytt á Amazonsvæðinu. Sumir telja að frá skógareldum á því svæði komi tíundi hluti alls þess koltvíildis (koldíoxíðs) sem stígur frá jörðu upp í gufuhvolfið. Þetta greiðir framsókn margum- ræddra gróðurhússáhrifa, sem valda hlýnandi loftslagi og bráðnun jökla og hafíss. Hvað loftmengun frá iðnaði, bflum og öðru snertir eru sumar rómanskamerískar borgir, þar á meðal risaborgirnar Mexíkóborg og Sao Paulo, einna verst leiknar í heimi. í fyrra varð pestarloftið í fyrrnefndu borginni slíkt, að fugl- ar, sem létu sér verða það á að fljúga yfir hana, féllu í hundrað- atali dauðir til jarðar. Verksmiðj- ur eru 130.000 talsins á borgar- svæðinu og bifreiðar 2.5-3 milj- ónir. Kókaínbarónar menga ár í Suður-Ameríku er að finna einhverjar helstu uppsprettur eiturlyfjaplágunnar í heiminum, einkum í Kólombíu, Bólivíu og Perú. f löndum þessum þremur er framleitt næstum allt kókaín veraldar. Þaðan er því dreift um allan heim af viðskiptaneti auðhringa, einkum kólombískra. Kólombísku „kókaínbarónarnir“ eru raunar að margra mati fyrir löngu orðnir valdamestir manna þarlendis. En burt séð frá þeirri ógnarhættu, sem eiturlyfjaplágan felur í sér fyrir mannkynið, þá á kókaínframleiðslan drjúgan þátt í náttúruspjöllum í framleiðslu- löndunum. Haft er eftir þar- lendum embættismönnum að verksmiðjur eiturlyfjahringanna sleppi miljónum lítra af eter, steinolíu og asetoni, sem notað við framleiðsluna, út í ár og fljót. Umhverfísvernd í stjórnarskrá En nú er sem sagt svo að sjá, að rómanskamerísk stjórnvöld hafi vaknað til vitundar um háskann, sem af náttúruspjöllum stafar. Til marks um það má nefna, að í stjórnarskrá, sem nýlega tók gildi í Brasilíu, er ríkinu lögð sú skylda á herðar að beita sér fyrir um- hverfisvernd. En í Rómönsku Ameríku hefur lengi verið tiltölu- lega mikið um það að hinir og þessir aðilar fari sínu fram, hvað sem líður boðum og bönnum stjórnarvalda, svo fremi þau fylgi ekki eftir tilskipunum sínum af þeim mun meira afli. Ekki er því þó að neita að sitt- hvað áþreifanlegt hefur þegar verið gert til bóta í þessum efn- um. í Venesúelu hefur útbúnað- ur til hindrunar mengun verið settur á yfir 160 verksmiðjur í kringum Valenciavatn, sem er mjög mengað. S.l. ár tók banda- rísk hugsjónastofnun að sér að greiða niður erlendar skuldir Bólivíu, sem alls nema um fjór- um miljörðum dollara, um 650.000 dollara, gegn því drjúgur hluti frumskóga landsins verði látinn ósnertur. Dagur Þorleifsson. 8 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.