Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 18
Mynd - Jim Smart Vita Andersen: Ef þær mæögur væru hamingjusamar væri þetta ekki mikil saga í mínum augum. Danski rithöfundurinn Vita Andersen var stödd hér á landi á dögunum til aö kynna skáldsögu sína Hvora hönd- ina viltu (Hvafor en hand vil du ha), sem er nýkomin út hjá bókaútgáfunni Tákni, í ís- lenskri þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur. Hvora höndina viltu fjallar um ást - og ástleysi, og eru aðalpers- ónurnar mæðgurnar Melissa og Anna. Lesandinn fær að gægjast inn í hugarheim Melissu, sem sér h'tið annað en eigin óhamingju og lifir í stöðugri von um bjarta framtíð, annars staðar, með öðru fólki. Mestur hluti sögunnar er þó sagður út frá sjónarmiði Önnu, sem er níu ára og útundan í skólanum því hún er feit og á svo skrítna mömmu. Anna elst upp á Vesterbro í Kaupmannahöfn hjá foreldrum sínum, sem eru löngu hætt að tala saman nema með gagnkvæmum ásökunum og glósum. Faðirinn, Jens, er iðnmeistari, þykir vænt um Önnu og vill gjarnan vera góður við hana, en hún forðast hann og sér ekkert annað en móður sína. Melissa er lítið hrifin af afkvæmi sínu, vill helst liggja í himnasænginni og láta sig dreyma, en Anna er sannfærð um að undarleg framkoma mömm- unnar í sinn garð sé henni sjálfri að kenna, geti hún bara orðið ný og betri manneskja, verði allt í lagi. Þegar Melissa yfirgefur Jens og önnu í von um að höndla ham- ingjuna með gömlum elskhuga, sem allt í einu skýtur upp kollin- um, leitar Anna hana uppi. Og þegar elskhuginn lætur sig hverfa, sest hún að hjá móður sinni, annast hana og reynir að vinna ást hennar, á meðan Mel- issa hverfur lengra og lengra inn í eigin veröld. Hvað mótar barnið? Vita Andersen, þemað óham- ingjusamt stúlkubarn og hálf- rugluð móðir þess kemur fyrir í nokkrum myndum í smásagna- safni þínu Hold kæft og vær smuk. Er þetta efni sem þér er sérstaklega hugleikið? - Það sem mér er aðallega hug- leikið er bernskan, uppvaxtarár- in, sem eru svo óskaplega mikil- vægur tími í lífi hvers manns. Þeg- ar ég skrifaði smásögurnar lang- aði mig til að skrifa skáldsögu um þetta efni - en mig skorti orðin, og þar að auki hafði ég ekki þá þolinmæði og það úthald sem þarf til að skrifa skáldsögu. Þegar ég fór að skrifa bókina fannst mér ég hafa bætt við mig nógum orða- forða til að geta tekist á við þetta verkefni, og samkvæmt gagnrýn- endum er það rétt. En bókin hef- ur verið lengi í smíðum, ég hef unnið að henni undanfarin sex til sjö ár, að vísu ekki stöðugt. Ég hef eignast börn, það hafa verið tímabil þar sem ég efaðist um getu mína til að skrifa, eða þegar allt var í hnút. - Ég hef mikið velt fyrir mér þessum viðkvæmu árum, bernsk- unni. Hvað lífið og veröld þeirra fullorðnu geti virkað fráleit á oöm, og það sem vakti fyrir mér var að reyna að lýsa því út frá sjónarhóli barnsins. Það var kannski aðal höfuðverkurinn að fá það til að hljóma rétt, og mesta spennan að sjá hvort það hefði tekist. Það er ekki til nein orða- bók sem hægt er að fletta upp í. Hver eru áhrif þess sem foreldr- arnir gera eða segja á barnið? Hvað mótar það? - Ég vildi lýsa því hvernig börnin eru gjörsamlega á valdi þeirra tilfinningalegu og prakt- ísku aðstæðna sem foreldrarnir bjóða þeim. Foreldrarnir hafa ekki hugmynd um hvernig barnið upplifir hlutina, og hafa jafnvel ekki áhuga á að vita það. Þannig er þetta eins konar hugleiðing um bernskuna. Ég vildi lifa mig inn í Önnu, sýna hana innanfrá og lýsa hlutunum eins og hún upplifir þá. Mér finnst vanta slíkar sögur, að- minnsta kosti í Danmörku. Ekkert einsdæmi Nú er þetta mjög dapurlcg saga um óhamingju bæði móður og barns. Finnst þér hún vera dæmi- gerð á einhvern hátt? - Finnst þér hún dapurleg? Fólk hefur reyndar haft orð á því við mig að því þætti þetta sorgleg saga, en ég ætlaði alls ekki að skrifa neina raunarollu. Ég get að vísu ekki gert eins og svo margir aðrir að skrifa um glatt og ham- ingjusamt fólk í góðu jafnvægi. Ef þær mæðgur væru hamingju- samar væri þetta ekki mikil saga í mínum augum. - En er ekki líf flestra barna í dag óttalega dapurlegt? Það er ekkert líf að vera á stofnunum í tíu tíma á dag og koma svo heim til sjónvarpsins og dauðþreyttra foreldra sem ekkert geta sinnt þeim. Eru þau nokkuð verr stödd en Anna þegar öllu er á botninn hvolft? Og saga Önnu er því mið- ur alls ekkert óvenjuleg. Ég hef fengið fjölda bréfa eftir að bókin kom út í Danmörku, frá fólki sem skrifar mér til að segja mér sögu sína vegna þess að því finnst út frá bókinni að ég geti skilið það. Það eru margir sem hefur liðið ennþá verr í bernsku. - En nú fer ég að hljóma eins og einhver ólukkufugl sem nýtur þess að velta sér upp úr sorg og sút, en þannig er það alls ekki. Mér finnst leitt ef bókin er sorg- leg, því þó að óendurgoldin ást, eins og ást Önnu á móður sinni, sé vissulega dapurleg, var til- gangur minn að segja frá örlögum tveggja manneskja. En það þarf að sinna börnum. Þau krefjast mikils, en þau geta líka gefið mikið ef fólk gefur sér tíma til að taka á móti því. Það er mjög mikilvægt fyrir börn að finna að foreldrarnir hafi áhuga og gleði af að vera með þeim. Að samveru- stundirnar skipti máli. Og það sem veldur óhamingju Önnu er að hún hefur mikið að gefa, en Melissa er of upptekin af því að vera óhamingjusöm og þreytt til að geta tekið á móti því. - Það gengur heldur ekki að. hlutverkin snúist við, að barnið lendi í því eins og Anna gerir að þurfa að annast móður sína. Slíkt hef ég séð gerast og það geta fæst börn ráðið við. Vesterbro heillar Þú lætur söguna gerast á Vest- erbro, vildirðu lýsa hverfinu og aðstæðum fólks þar? Ólst þú sjálf upp þar? - Nei, ég hef aldrei búið þar, en ég hef mikinn áhuga á hverf- inu og hef verið þar mikið. Þegar ég var að skrifa bókina kom ég þar oft, fann til dæmis húsið sem Anna átti að búa í og hús nornar- innar, þannig að þessir staðir sem lýst er í bókinni eru til í raun og veru. En þetta er ekki þjóðfélags- rýni, og burtséð frá því að orð eru alltaf pólitísk á einhvern hátt, er þetta ekki pólitísk saga. - Ást dóttur á móður er hér aðalatriðið og þannig er sagan ekki bundin við stétt eða um- hverfi. Hún hefði alveg eins get- að gerst á forstjóraheimili í „fínu“ hverfi. En Vesterbro heillar mig. Þar liggur svo margt í loftinu, allir þessir draumar og allar þessar brostnu vonir eru næstum því áþreifanlegar. Og þar er þetta gjaldþrot fólks í lífinu líka sýnilegt. Ég hef horft upp á börn koma til að ná í foreldra sína á krána og foreldrarnir neita að kannast við þau. Og það hafa komið til mín börn til að biðja mig um peninga fyrir mat, vegna þess að þau hefðu ekki fengið neitt að borða, kannski í lengri tíma. Anna lendir þó ekki í því. Anna á möguleika En er þetta ekki óttalega sorg- legt allt saman? Hjónaband Jens og Melissu, faðir Jens sem kvelur móður hans, og æskuminningar Melissu sem sýna okkur að hún er orðin eins og hún er af ömur- legum aðstæðum í uppvextinum. Og svo ýtir hún Önnu frá sér á sama hátt og móðir hennar gerði við hana. Er þetta ekki endalaus vítahringur? Verður Anna ekki nákvæmlega sama týpan? - Nei, hér er það ekki óham- ingjan og sorgin sem eru aðalat- riðið, og ég held ekki að þó að Melissa hafi verið brotin niður í æsku og geti ekki elskað, hljóti það að verða hlutskipti Önnu. Hún getur greinilega elskað, og ég held að manneskja með henn- ar upplag komi til með að verða sterk, þótt hún muni sjálfsagt líka lifa flóknu lífi. Mér finnst Anna eiga mikla möguleika, þó að Mel- issu verði ekki við bjargað. Hún heldur áfram á endalausum flótta á meðan hún lætur sig dreyma um betra líf. - Hvað varðar Jens og Mel- issu, þá er Jens í þeirri algengu stöðu að hafa þráð það dular- fulla, eitthvað sem var öðruvísi og þegar hann hefur fengið það reynir hann að gera það venju- legt. Hann er líka fórnarlamb draumanna. Og faðir hans er ekki vondur maður, heldur er hann orðinn harður af erfiðu lífi og lætur það koma niður á um- hverfi sínu. - Upphaflega ætlaði ég að segja þessa sögu á allt annan hátt. Lýsa þessu fólki betur, segja meira frá sjónarmiði Melissu og eins láta Jens segja einhvern hluta sögunnar eins og hún kem- ur honum fyrir sjónir. Bókin átti lfka að taka yfir miklu lengri tíma í lífi þeirra, svo það kæmi til dæm- is í ljós hvernig færi fyrir Önnu. Ég var búin að skrifa upphafs- kaflann um Önnu tvítuga, þegar hún hefur eignast sitt fyrsta barn og fer að rifja upp sína eigin bernsku, og ætlaði svo að rekja söguna aftur að upphafskaflan- um. En það verður að bíða betri tíma, þannig hefði bókin orðið allt of löng. Svo það er von á framhaldi? - Já, ég ætla að skrifa framhald þessarar bókar og svo ætla ég að skrifa barnabók - fyrir börn. LG 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.