Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 20
BARNAFRÉTTIR Ferð Eiríks til Jötunheima Mál og menning hefur sent frá sér bókina Ferö Eiríks til Jötun- heima eftir Lars-Henrik Olsen. Þetta er seinni hluti verðlauna- sögu hans um ferðalag Eiríks, 14 ára, til goðheima. Fyrri sagan, Ferð Eiríks til Ásgarðs, sem kom út í íslenskri þýðingu á síðast- liðnu ári, segir frá því þegar þrumuguðinn Þór sækir Eirík til mannheima og tekur hann með sér til Ásgarðs. í þessum hluta tekst hann ferð á hendur til Jötu- nheima til að frelsa þaðan Iðunni með lífseþlin. Þrúður, dóttir Þórs, fer með honum og er ferð þeirra barátta upp á líf og dauða því að í Jötunheimum leynast ótrúlegar hættur. Guðlaug Richter þýddi báðar bækurnar og er þessi síðari 210 blaðsíður. Prentun fórfram í Dan- mörku og er bókin fáanleg bæði innbundin og sem kilja í flokknum MM UNG. Bækurnar er mynd- skreyttar af Erik Hjort Nielsen. Eins og Nói gerði forðum Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir Brian Pilkington og heitir hún Örkin hans Nonna. Han hefur myndskreytt fjölda barna- og unglingabóka, m.a. Astarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, bækurnar um Elías eftir Auði Haralds og margar fleiri, svo hann er iesend- um að góðu kunnur. En að þessu sinni sér Brian Pilkington ekki einungis um myndskreytingu, hann er jafnframt höfundur sögu- textans. Hér segir frá Nonna sem er hræddur um að brátt fari að rigna - hellirigna - og honum finnst vissara að smíða sér örk eins og Nói forðum, úr öllu timbrinu sem hann hefur safnað saman. Pang- að ætlar hann að safna dýrum, helst tveimur af hverri tegund. En það hefur margt breyst síðan á tímum Nóa og flest fer öðruvísi en ætlað er. En Nonni er ráða- góður og auðvitað leysir hann vandann á hin forvitnilegasta hátt. Bókin vakti mikla athygli á bókasýningu í Bologna á ftalíu síðastliðið vor og kemur fljótlega út í Bretlandi, Færeyjum, Sví- þjóð og Þýskalandi, einnig stend- ur til að gefa hana út í Bandaríkj- unum. Prentun bókarinnar á við- komandi tungumálum fer fram í Prentsmiðjunni Odda hf. og er það í fyrsta skipti sem samprent á svo stóru upplagi fer fram hér- lendis. BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Sögur og Ijóð Það getur verið gaman að fá persónu- legar jólagjafir. Hvernig væri að semja fallegt Ijóð eða sögu og senda einhverj- um. Sagan eða Ijóðið getur til dæmis fjallað um þann sem á að fá það. Síðan er hægt að skrifa þetta fallega og stinga því upprúlluðu inn í pappahólk innan úr eldhúsrúllu. Síðan er auðvelt að pakka rúllunni inn og merkja skemmtilega. Dagatal Allir hafa þörf fyrir dagatal og því ekki að gefa því svolítið skemmtilegt útlit? Málaðu mynd og síðan er hægt að kaupa einfalt dagatal og líma við mynd- ina. Þú verður helst að setja myndina á pappa því dagatalið þarf að endast. Svo er hægt að skrifa upp dagatal og teikna myndir fyrir hverja árstíð eða jafnvel hvern mánuð ef þið viljið leggja mikið í gjöfina. Almyndir og kertavax Falleg mynd gleður alla og sérstak- lega ef hún er öðruvísi en þær sem við eigum að venjast. Ein leiðin er að setja venjulegan álpappír utan um pappa- spjald og mála á hann með þekjulitum. Einnig má gera sérstaka mynd með því að teikna með hvítu kerti á blað og síðan pensla létt yfir með útþynntum vatns- litum. Reyndu þetta og sjáðu hver árangurinn verður. Jólapappírinn Utan um jólapakkann þarf pappír og hér er hugmynd að ódýrri en skemmti- legri lausn á því. Þú tekur bara síðu úr dagblaði, litar hana aðeins með vax- litum og notar síðan rauða borða til að hnýta þennan skrautpappír utan um gjöfina. Líka er hægt að skreyta umbúð- arpappír með alls konar litum og jafnvel með kertavaxaðferðinni ef þú vilt fjöl- breytni í útliti jólapakka þetta árið. Hugmyndir aö jólaundirbúningi Dísa fer í sendiferð Dísa var inni aö leika sér aö dúkkulísunum sínum. Svo kallaði mamma hennar á hana eins og alltaf þegar hún var aö leika sér. Dísa Dísa komdu hingað til mín ég þarf aö segja þér soldið. Viltu fara út í apótek fyrir mig. Þú veist að það er laugardagur í dag og þú verður að fara í Reykjavíkurapótek sem er niðri í bæ. En mamma eru ekki allar búðir lokaðar á laugardögum eftir hádegi? Nei ekki í Reykjavíkur- apóteki því þar er næturvakt og það er opið og þú þarft að fara fyrir mig að ná í meðul. Dísa fór í regnkápuna því það var rigning úti. Hún gekk syngjandi af stað og söng „Siggi var úti með ærnar í haga“ sem var uppáhaldslagið hennar. Allt í einu hætti hún að syngja, og horfði yfir götuna. Nú var hún hissa, hún sá 3 grímuklædda karla með sokk yfir hausnum og stórt járn eða kúbein. Þeir voru að brjótast inn í búðina sem mamma keypti alltaf kaffi cocopuffs og nammi handa mér ef hún var í góðu skapi. Vá hvað átti Dísa að gera. Hún faldi sig bak við stóran jeppa svo ræningjarnir gátu ekki séð hana. Svo tók hún eftir húsi rétt hjá. Hún hljóp upp tröpp- urnar og hringdi á bjöllunni. Þá kom maður til dyra sem hún þekkti ekki. Þá sagði hann hvað vilt þú litla stúlka. Ertu kannski að selja merki eða hvað. Nei, nei sagði Dísa saklaus á svipinn. Það eru ræningjar að brjótast inn í búðina hérna á móti. Þá hljóp maðurinn út með Dísu og hann sá að Dísa sagði satt. Við skulum flýta okkur og hringja á lögregluna sagði maðurinn. Svo kom löggubíllinn og út komu 6 löggur og þeir voru fljótir að handjárna þjófana. Það var komið fullt af fólki sem horfði á löggurnar taka ræn- 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988 ingjana. Allt í einu sagði ein löggan: Hver var það sem hringdi í okkur? Þá sagði Dísa: Ég sá þjófana og bað manninn að hringja í lögguna. Dísa þurfti að fara með löggunni á lögreglustöðina. Svo kom Vigdís forseti á lögreglustöðina brosti blítt og gaf henni medalíu og sagði við Dísu að hún væri góður íslendingur. Maðurinn sem átti búðina var þar líka og gaf Dísu 1000 krónur fyrir hjálpina. Löggan fór með Dísu í apótekið að ná í meðalið fyrir mömmu og Dísa var nú keyrð heim í löggubílnum. Þegar löggubíllinn kom heim að húsinu var mamma úti í glugga að vökva blómin sín. Þá var hún hissa þegar hún sá 4 löggur koma með Dísu heim til dyra. Svo sagði löggan að Dísa væri búin að vinna stórt verk í dag og hann sagði mömmu alla söguna um ræningjana. Þá var mamma svo ánægð og faðmaði Dísu. Þú getur kannski orðið leynilögga eins og Derrek. Köttur útí mýri úti er œvintýri Sylvía K. Ólafsdóttir 8 ára

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.