Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF A JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Blöðruhálskirtilsbólgur og áhrif á kynsvörun Það væri efniviður í pistla næstu árin ef ég færi að fjalla um áhrif hinna ýmsu sjúkdóma og fötlunar á kynlíf. Alkóhólismi, sykursýki, mænusköddun, krabbamein og taugasjúkdómar eru aðeins fáir af öllum þeim heilsubrestum sem valda röskun á kynlífsheilsu. En ég heyri að marga þyrstir í upplýsingar og svör við mörgum brennandi spurningum í því sambandi og hyggst því öðru hvoru koma með pistla um þau mál. Hvað eftir annað hitti ég að máli fólk sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með lækna- og hjúkrunarlið í heilbrigðiskerfinu sem gat eða vildi ekki svara spurningum um áhrif sjúkdómsins eða að- gerðarinnar á kynlífið. Fjöldinn allur af góðu og sprenglærðu fólki kennir tilvonandi hjúkrunar- fræðingum, sjúkraþjálfurum og læknum að efla heilbrigði skjól- stæðinga sinna. Einhverra hluta vegna hefur samt skort mikið á að nemendur £ heilbrigðisfræðum fái fræðslu sem snertir kyniífsheil- brigði. Undantekningarlaust vilja nemendur fá fræðslu í þess- um efnum svo ástæðnanna fyrir fræðsluleysinu er að leita annars- staðar. Hvað sem því líður ætla ég að demba mér í efni þessa pist- ils. Plássins vegna gefst aðeins tækifæri til að fjalla lítillega um bólgur í blöðruhálskirtli en um- fjöllun um aðra sjúkdóma þar eins og krabbamein verður að bíða. Algengur kvilli Eins og nafnið gefur til kynna liggur blöðruhálskirtill neðan við blöðruhálsinn og vefur sig utan um þvagrásina og sáðrásirnar. Kirtillinn er á stærð við stóra val- hnetu, er um 4-6 sm langur og vegur um 15 grömm í fullorðnum karlmanni. Aðalhlutverk hans er að framleiða sérstakan vökva sem þrýstist út í sáðrásirnar við sáðlát. Vökvinn inniheldur efni s.s ensím og buffera (breyta sýru- stigi í leggöngunum) sem hjálpa sæðinu að komast leiðar sinnar við og eftir sáðlát. Bólgur í blöðruhálskirtli eru frekar algengar hjá körlum, sér- staklega þeim sem komnir eru yfir miðjan aldur. f Bandaríkjun- um er til dæmis talið að nær fjórði hver karlmaður yfir fimmtugt hafi krónískar (stöðugar) bólgur í blöðruhálskirtlinum. Þegar um bakteríusýkingu er að ræða er al- gengt að um E. Coli sýkingu sé að ræða. Þegar vitað er hvaða bakt- erfa er að verki er hægt að gefa viðeigandi sýklalyf til lækninga. Stundum er þó ekki hægt að finna orsökina (kannski ekki til aðferð- ir til greiningar ef um einhverja bakteríu eða vírus er að ræða) og er viðkomandi þá sagður vera með „Non-specific Prostatis" sem erfitt getur reynst að lækna. Kynlífsráðgjöf Blöðruhálskirtilsbólgur geta valdið margvíslegum einkennum og óþægindum sem bitnað geta á Hóstaðu nú. kynsvörun. Samdrættir við sáðlát geta verið sársaukafullir, samfar- irnar hálft í hvoru óþægilegar, tíð þvaglát og seyðingur, eymsli í mjóbaki og nára, kynlífsvanda- mál eins og seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát („retarded ejaculati- on“, „premature ejaculation“) og í einstaka tilvikum ófrjósemi. Þessi einkenni eru mismikil hjá körlum, sumir hafa lítil sem engin óþægindi en aðrir mikil. Ég hef haft konur á námskeiðunum hjá mér sem komu vegna þess að samlífið var orðið nær óbærilegt vegna ólæknandi blöðruhálskirt- ilsbólgu hjá makanum. Til dæmis man ég eftir einni sem var orðin ansi þreytt á því að samfarirnar stóðu alltaf yfir í mjög langan tíma vegna þess að makinn átti svo erfitt með að fá sáðlát. Við höfum ágætis þvagfæraskurð- lækna en samt virðist ekki vera hægt að veita einstaklingum með þessi vandamál aðstoð. Hvers- vegna? Ákjósanlegast hefði verið að bæði hefðu getað komist í kyn- lífsráðgjöf en því miður vantar okkur sérmenntaða aðila í með- ferð kynlífsvandamála svo að þetta par og eflaust fleiri verða bara að lifa með þetta og bíta í súru eplin. En hvað er til ráða? Ef hægt er að finna rétt lyf og veita góða kynlífsráðgjöf er auðveldara að ráða bót á vandanum. En ef bólg- urnar snúast uppí það að verða krónískar hjá viðkomandi ein- staklingi er besta ráðið að leita sér stuðnings og fræðslu. Til dæmis að stofna sjálfshjálpar- hópa karla með slík vandamál. Karlar eru oft ragir við að ræða um slík mál, sín á milli m.a. vegna karlmennskukomplexa, en þeirra er valið. Perla frá Saloniki Nú flæða yfir heiminn skákir frá ólympíumótinu, og eins og gera má ráð fyrir, þegar svo margir sterkir skákmenn eru samankomnir, eru margar þeirra mjög góðar. I síðasta þætti var farin sú leið að nota dálkinn sem best og birta sem flestar skákir. í dag verður skák dagsins aðeins ein en reynt verður að fara nokk- uð í saumana á henni. Þegar ég sá hana fyrst gat ég ekki slitið mig frá henni vegna þess hvað flækj- urnar voru tvísýnar og ætla ég að deila með lesendum því sem ég varð vísari. Hvítt: Popovic. Svart: Kr. Georgiev. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. RO d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 Nú er komið upp Schevening- en afbrigðið en nafnið er dregið af staðnum þar sem það tefldist fyrst. Það mun hafa verið ungur og efnilegur skákmaður sem það gerði árið 1923, Max Euwe. Af- brigðið varð fljótt almennings- eign, td. notaði Lasker það ári síðar í New York. Margir telja að þetta sé hið sígilda afbrigði Sikil- eyjarvarnar. 6. g4 Þetta hvassa framhald er kennt við Paul Keres, uppáhaldsskák- mann Jóns L., en hugmyndina fékk hann yfir borðinu í skák- borðinu í skák við Bogoljubov í Salzburg 1943. Keres útskýrði hugmynd sína m.a. þannig: „Hér leikur hvítur oft g3 og Bg2 en fer síðar í sókn á kóngsvæng, spurn- ing er hvort hvítur getur ekki unnið leik með því að leika g4 strax“. Margir meistarar nota Keres afbrigðið í dag og þeirra frægast- ur er Karpov, en með því hefur hann unnið margar af sínum bestu skákum. Það er athyglis- vert að í einvígjunum við hann hefur Kasparov aðeins einu sinni leyft honum að nota þetta af- brigði en það var í fyrstu skák fyrsta einvígisins! 6. -a6 Hér er í dag algengast að leika 6. -h6 þar sem svartur eyðir leik í að andæfa hótunum hvíts áður en hann skipar liði sínu út. Einnig opnast ákveðnir möguleikar á h- línunni eftir atvikum. Um þetta eru þó mjög skiptar skoðanir, þannig telur Kasparov að besti leikur svarts sé 6. -Rc6 og svara þannig vængsókninni með því að auka áhrif sín á miðborðinu. 7. g6 Rfd7 8. Be3 b5 Samkvæmt áðurnefndu leggur heimsmeistarinn til að svartur leiki hér 8. -Rc6 9. a3 Hinn síungi Smyslov hefur reynt ákaflega skemmtilega hug- mynd í stað textaleiksins sem er 9. a4!?. Við fyrstu sýn er hún reyndar barnaleg en byggir á því að hvítur gefur e4 peðið fyrir b4 peðið og valdar miðborðið með mönnum. Ef þetta gengur upp getur hvítur einbeitt sér að kóngssókn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hinum hefð- bundnu gagnsóknarleiðum svarts á drottningarvæng. Lítið á þetta: 9. a4 b4 10. Ra2 Bb7 11. Bg2 Rc5 12. Rxb4 Rxe4 13. Dg4 d5 14. Rd3 Be7 15. h4 Rd7 16. 0-0 0-0 17. Hfdl Hc8 18. c3 He8 19. a5! Rd6 20. f4 Rc4 21. Bf2 Rxa5 22. h5 Rc6 23. g6 Bf6 24. gxf7 Kxf7 25. Rxe6! Hxe626. Bxd5 De727. f5 og hvíta sóknin bar skjótt ár- angur, Smyslov-Vogt Leningrad 1977! 9. -Bb7 Hægfara er 9.-Dc7 en hér kem- ur vel til greina að leika 9. -Rb6. Þá fer hinn riddarinn til d7 og á þessum stöðum veita riddararnir gott svigrúm til varnar og sóknar. Hugsanlegt framhald væri 10. h4 R8d7 11. h5 Bb7 12. Hh3! og nú 12. -Be7 með tvísýnni stöðu en ekki 12. -Re5 13. g6 hxg6 14. hxg6 Hxh3 15. gxf7 Rx-f7 16. Bxh3 og hvítur stendur þó nokk- uð betur. 10. h4 Margir vilja meina að þetta sé hið eðlilega framhald, en aðrir leikir koma vissulega til greina og er ég nokkuð hrifinn af 10. Hgl eða jafnvel 10. Dg4!? en sá leikur leit dagsins ljós í skák milli Feder- owitch og Petrosjans í Hastings 1977-78. Framhaldið varð 10. -Rc6 11. 0-0-0 Rce5 12. Dh3 g6 13. f4 Rc614. Hgl Dc8 15. f5 Rc5 16. fxe6 fxe6 17. Bxb5! og hvítur náði yfirburðastöðu. 10. -Be7 Ótímabært væri að opna mið- borðið með 10. -d5?! því eftir 11. exd5 Rb6 12. Bg2 Rxd5 13. Rxd5 Bxd5 14. Dg4! stendur hvítur mun betur, Sax-Fedder Plovdiv 1983. Svartur á hér þó framhald sem er nokkuð athyglisvert 10. -Rc5!? 11. Dg4 Rbd7 12. 0-0-0 Re5 13. Dg2 og nú stendur ridd- arinn á c5 í vegi á c-línunni svo að svartur verður að sætta sig við það á c4 í stað hróks en aftur á móti opnast b-h'nan, 13. -Rc4 14. Bxc4 bxc4 15. h5 með hugmynd- inni g6. Hvort er betra? 11. Dg4 Rc6 12. 0-0-0 Rce5 Verra er hér 13. Dh3 13. Hc8 14. f4 Rc4 15. Bxc4 Hxc4 16. f Rc5 Ef 16. -exf5 17. Rxf5 0-0 þá ekki 18. Rxd6 og svartur fær næg- ar bætur fyrir peðið, heldur 18. Bd4! f6 19. gxf6 Bxf6 20. Bxf6 Dxf6 21. Hxd6 og vinnur. 17. g6 hxg6 18. fxg6 18. -Hxc3!? Þessi möguleiki er einn þeirra sem teflendur Sikileyjarvarnar verða að kunna góð skil á. Svart- ur rífur kóngsstöðu hvíts sundur auk þess sem hann grefur undan e peðinu. Næstu leikir eru þvingað- ir. 19. gxf7+ Kxf7 20. bxc3 Da5 21. h5! Hxh5?!!? Hvað í ósköpunum er nú þetta? Ég fæ ekki skilið annað en að hér sé um fífldjarfa tilraun til vinnings að ræða. Lítum á hvað gerist ef svartur leikur 21. -Dxa3+ strax 22. Kbl (22. Kd2 Rxe4+) 2. -Ra4 og nú A. 23. Hhfl+ Kg8! B. 23. Hdfl+Ke8! (Ekki 23. -Kg8 24. Dxg7+!! og mátar.) 24. Dg6+Kd7 25. Dxe6 Kd8 og í báðum þesum tilfellum vinnursvartur. C. 23. Dg6+! Kg8 24. Dxe6+ Kh7 og ekki er að sjá annað en hvítur verði að taka þráskák. 22. Hxh5 Dxa3+ 23. Kbl Ekki 23. Kd2 Rxe4+ 23. -Ra4 Ótrúleg staða, svartur hótar máti í næsta leik og hefur kannski talið sig hafa pálmann í höndun- um. Oft eru slíkar stöður þó svo flóknar að menn verða að reiða sig á innsæið eitt. 24. Hfl+! Bf6 A. 24. -Kg8 25. Hh8+! Kxh8 26. Dh3+ og mátar. B. 24. -Ke8 25. Dg6+Kd8 (25. -Kd7 26. Dxe6+) 26. Hh8+ Kc7 27. Rxe6+ Kd7 28. Rc5+!! (28. De8+ endar í þráskák) 28. -Rxc5 (28. -dxc5 29. Hdl+ Kc7 30. Bf4+ osfrv.) 29. De8+ Ke6 30. Hf7 og vinnur. Ætli riddaraskákin í B afbrigðinu hafi ekki farið framhjá Georgiev í 21. leik. 25. Hxf6+! Kg8 25. -gxf6 26. Hh7+ og hvítur vinnur. 25. -Kxf6 26. DB+ Ke7 27. Bg5+ og vinnur einnig. 26. Hh8+! og svartur gafst upp. LÁRUS JÓHANNESSON Föstudagur 9. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA‘27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.