Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 5
UNUDANS JOLAKAUPMANNSINS Aldrei fyrr hefur verslunin staöiö eins tæpt og fyrir þessi jól. Smásöluverslunin nær gjaldþrota. Eiginfjárhlutfall 0,2%. Söluskattsvanskil 1,3 miljarður króna og 200 miljón- ir hjá heildversluninni. Kaup- menn róa lífróður á vertíðinni. Allt lagt undir fyrir jólin „t>að er á hreinu að nú er annað hvort að duga eða drepast. Ef jól- averslunin gengur ekki upp er ljóst að margir munu fara á haus- inn og að verslanir verða mun færri á næsta ári en þær eru í dag. Það sem heldur manni gangandi er bjartsýnin á að íslendingar versli grimmt fyrir jólin, að öðr- um kosti fer illa fyrir okkur mörg- um,“ sagði ónefndur kaupmaður við Nýja Helgarblaðið. Mjög hefur skipst til hins verra hjá versluninni nú en í góðærinu sem ríkti í atvinnugreininni síð- ustu tvö árin. Aðalástæðan er sögð vera hin grimma samkeppni sem ríkt hefur á milli verslana en þó aðallega matvöruverslana. Hefur gengið svo á eigið fé þeirra að þær eru margar hverjar nánast gjaldþrota. Sömu sögu er að segja frá tískubúðum sem berjast í bökkum og leggja allt undir í jólaversluninni. Þá hefur frjálsa álagningin og samkeppnin leitt til þess að minni verslanir hafa rúll- að og stórmarkaðir einnig með tilheyrandi atvinnuleysi meðal verslunarmanna. í dag er svo komið að nánast tveir stórmark- aðir ráða svo til öllum markaðn- um á Reykjavíkursvæðinu, Hag- kaup og KRON. Aðrir hafa rúll- að yfirum. Smásöluverslunin gjaldþrofa Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefur eiginfjár- hlutfall smásöluverslunar minnk- að úr 14,2% sem það var við ára- mótin 1986 - 1987 niður í 0,2% í lok júnímánaðar sl. Við þetta bætist að smásöluverslunin skuldar ríkissjóði 1,3 miljarða í vangoldin söluskatt og heildsalar um 200 miljónir. Svo er komið fyrir smásöluversluninni að Tollstjórinn í Reykjavík hefur látið hafa eftir sér að embættið geti lokað hátt í 700 verslunum vegna söluskattsvanskila ef svo ber við að horfa. En gerir það ekki vegna hættunnar á að allar skuldirnar tapist við það. Þetta segir meira en mörg orð um stöðu verslunarinnar og er hún vægast sagt afar dökk og mundu fáir hafa trúað því að óreyndu fyrir nokkr- um misserum þegar hver verslun- arhöllin var byggð á fætur ann- arri. Þá má ekki gleyma þeirri stað- reynd að útsölur hafa verið mun meira áberandi í ár en oft áður. Liggur við að hægt hafi verið að kaupa allt milli himins og jarðar á útsölum í sumar og í haust. Ástæðan er að hvorki sumar- né haustfatnaður verslana seldist sem skyldi og grunnhyggnir kaupmenn kenna utanlandsferð- um þar um. Enda ekki nema von þar sem ekkert lát hefur verið á ferðalögum landans til útlanda og vinsælastar í dag eru svokallaðar dagsferðir. Hafa þær raddir heyrst meðal kaupmannastéttar- innar að nær væri fyrir ríkið að efla tollgæsluna á Keflavíkurflug- velli til að koma í veg fyrir þenn- an einkainnflutning. Verði það gert muni innlend verslun rétta úr kútnum mjög fljótlega. Þessum hugmyndum hefur fjármálaráð- herra vísað á bug sem tíma- skekkju. Bítið á jaxlinn Þrátt fyrir þessa hrikalegu stöðu sem verslun almennt er stödd í um þessar mundir reyna kaupmenn eftir föngum að bera sig mannalega og ekki er að sjá að neitt minna vöruúrval sé í búðum nú en endranær. Sé aftur á móti skyggnst á bak við glæsilegar út- stillingar og hlaðnar hillur má merkja að ekki er allt eins og vera ber. Þar ræður einna helst hið dökka útlit sem er í efnahagslífi þjóðarinnar og óvissan um hvað næsta ár ber í skauti sér. Margur kaupmaðurinn veit að ef dæmið gengur ekki upp í jólaversluninni er allt útlit fyrir að hann verði að loka og að ævintýrið komið úti í mýri. En allir góðir og gegnir kaupmenn vita að það þýðir ekki að sýna neinn barlóm heldur brosa framan í viðskiptavininn og sýna honum hið girnilega vöruúr- val sem hann hefur fram að bjóða. Og svo er einnig um þessi jól. Minni fjárráö Það er almenn skoðun þeirra sem gerst hafa fylgst með jóla- versluninni í gegnum tíðina að ekki sé hægt að bera saman jóla- verslunina í ár við það sem var í fyrra á skattlausa árinu þegar öll þjóðin var á bullandi fjárfesting- arfylleríi. Nær sé að bera verslun- ina nú saman við það sem hún var fyrir tveimur árum eða svo. Ann- ars eru menn varkárir í öllum spá- dómum um jólavertíðina í ár. Til þess sé hún of skammt á veg kom- in til þess að hægt sé að spá af einhverju viti um hana á þessari stundu. En hinu leyna menn ekki að hið dökka útlit í efna- hagsmálum þjóðarinnar ásamt því að almenningur hefur minni fjárráð en oft áður getur haft sín neikvæðu áhrif á verslunina. Virðist sem áhyggjur manna um þetta atriði séu meiri á höfuð- borgarsvæðinu en úti á landi. Skýringin á því er sögð vera sú að þenslan hafi ekki náð í eins mikl- um mæli út á land og hún var á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Af þeim sökum verða menn á landsbyggðinni minna varir við timburmennina eftir fjárfesting- arfylleríið. Þó er því ekki að leyna að vandi sjávarútvegsins hefur sín áhrif á kaupgetu al- mennings í sjávarplássum lands- ins. Minna hefur verið um yfir- vinnu en áður og svo eru það margir sem hafa framfærslu sína einungis af atvinnuleysisbótum Kaupmenn leggja allt undir fyrir jóliny róa lífróður á jóla- pakkavertíðina. Smávöruversl- uninnœr gjaldþrota. Eiginfjár- hlutfall nánast ekkert. Sölu- skattsvanskil á annan miljarð vegna lokana fiskvinnslufyrir- tækja. Slæm lausa- fjárstaöa Til að koma á móts við minni fjárráð almennings en oft áður bjóða flestar verslanir landsins viðskiptavinum sínum að versla upp á plastkort viku fyrr en venjulega. Nýtt greiðslukorta- tímabil mun ganga í garð nk. mánudag 12. desember en ekki 18. víðast hvar og þeir sem not- færa sér þessa þjónustu kaup- manna þurfa þessvegna ekki að borga jólagjafareikninginn fyrr en 1. feþrúar 1989. Þetta tilboð kaupmanna er enn eitt dæmið um hve staðan hjá þeim er varhuga- verð því með þessum viðskipta- hætti verður minna um lausafé í versluninni heldur verður það bundið í plastkortunum. Spurn- ingin í þessari stöðu er hvort grái markaðurinn sjái sér ekki leik á borði og kaupi plastnóturnar með mun hærri afföllum en áður sem kaupmaðurinn verður að gangast inn á vilji hann verða sér út um lausafé. Ríkisstjórnin gefur tóninn Nú þegar rúmur hálfur mánuð- ur er til jólanna hefur jólaversl- unin farið hægt af stað nema þá helst í þeim vöruflokkum sem tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar ná til með hækkun vörugjalds. Þar er einkum um að ræða rafmagnstæki ýmis konar, heimilistæki, innréttingar og fleira í þeim dúr. Því má með nokkrum sanni segja að fjármála- ráðherrann hafi gefið tóninn í jól- aversluninni og hrundið henni af stað meir en nokkur annar. Þó hefur gjafavöruverslun gengið þokkalega það sem af er og hið sama má segja um barna- og kvenfatnað. Bóksala er með svipuðu sniði og oft áður en þó hefur sala á hljómplötum farið seinna af stað en áður og hið sama er að segja frá herrafata- verslunum. Líklegt má telja að í ár verði keyptar ódýrari vörur til gjafa en oft áður og ekki eins mikið. Enginn í jólaköttinn „Við höfum séð hann svartari en hann er í dag,“ sagði Mangús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna við Nýja Helgarblaðið. Hann sagði að þrátt fyrir þá dökku mynd sem dregin hefur verið upp af ástandi efnahagsmálanna haldi íslend- ingar alltaf sín jól með öllu til- heyrandi og var ekki að heyra á framkvæmdastjóranum að hann bæri neinn sérstakan kvíðboga yfir stöðunni. Engu að síður er leitun að bjartsýnum kaupmanni fyrir þessi jól þó þeir láti ekki mikið á því bera sem vonlegt er. En það þarf ekki annað en að fylgjast með auglýsingum í fjöl- miðlunum til að sjá merki þess að mun minna er kostað til auglýs- inga fyrir þessi jól en oft áður. Hvort það sé einhver mælikvarði á að verslunin verði lítil skal ósagt látið. Allavega treysta kaupmenn sér ekki til að spreða jafn miklum fjármunum í milliliðina og þeir hafa löngum gert þegar jólaver- tíðin er annars vegar. -grh Föstudagur 9. desember 1988|NÝTT HELGARBLAÐ - 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.