Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 12
Gleðilegt nýtt ár, í Keflavík! Hjúkrunarfræðingar, hvernig væri að breytatil og standa við áramótaheitin í nýju og rólegu um- hverfi hæfilega langt frá Reykjavík? Okkur vantar aðeins einn hjúkrunarfræðing til að fullmanna stöður hjúkrunarfræðinga. Upplýsingr um laun, húsnæði, dagheimili og fleira hjá hjúkrunarfor- stjóra Sjúkrahússins í Keflavík í síma 92-14000. Ljósmóðir - afleysingar Ljósmóðir óskast til afleysinga við fæðingardeild Sjúkrahússins í Keflavík hið fyrsta. Um er að ræða 50% starf í 3-5 mánuði. í boði er mjög góð vinnuaðstaða, fjölbreytt starfsreynsla og launa- kjörsem standast samanburð. Nánari upplýsing- ar fást hjá hjúkrunarforstjóra í síma 92-14000. TONUSMRSKDLI KÓPÞNOGS Jólatónleikar Fyrri jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í salnum, Hamraborg 11, laugar- daginn 10. desember kl. 14.00. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri ..... * ................ Skrafsamkoma íhaldsins Sjálfstæðismeirihlutinn í borgarstjórn heldurenn áfram uppteknum hætti við stjórn fræðslumála í borginni og sniðgengur fræðsluráð borg- arinnar með allar ákvarðanir, heldur vísar málum til svokall- aðs Skólamálaráðs til endan- legrar afgreiðslu, en þar eiga eingöngu sæti fulltrúar íhalds- ins. Þorbjörn Broddason sem sæti á í fræðsluráði, hef- ur neitað að sitja fundi skóla- málaráðsins, enda liggur fyrir lagaleg álitsgerð um ólög- mæti þessa ráðs. En íhaldið BRIDDS Ólafur Lárusson Jón Þorvarðarson og Guðni Sigurbjarnason urðu sigurvegar- ar í 44 para barometerkeppni Bridgefélags Reykjavíkur, sem lauk á dögunum. I síðustu um- ferð mættust tvenn efstu pörin, þeir Jón og Guðni og Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnús- son. Tvenn af okkar efnilegustu pörum. Úrslitaspilið í þeirri lotu var þetta spil: ÁD94 10 ÁD876 Á42 K 1073 G85 Á976 1032 G54 KD10963 G8652 KD432 K9 G87 5 Á þessi spil í N/S renndu þeir Aðalsteinn og Ragnar sér í 6 spaða. Ekki óþekkilegur samn- ingur, vantar einn ás og tromp- kóng. Spilaíferðin var hins vegar vafasöm, svo ekki sé meira sagt. Sagnhafi fór af stað með spað- agosann, kóngur og ás og nú var spaðatían upphafin í Austri og einn niður. Toppur hjá Jóni og Guðna. Rökin á móti spaðagosanum eru þessi: Það má ljóst vera að samningurinn er toppskor, því ekki er líklegt að mörg pör „þef- uðu“ af þessari slemmu. í ljósi þessa hlýtur að vera eðlilegra að spila lágum spaða, að ás/ drottningu, með það í huga að láta dömuna. í sveitakeppni hins vegar, kemur sterklega til álita að hefja leikinn með spaðagosa. Sú spila- mennska býður þá upp á „sveiflu“, líkt og félagi Benedikt heitinn Jóhannsson var svo ansi hrifinn af og setti sig aldrei úr færi að velja fallegustu leiðina. Benni hefði kunnað við spilið í sömu setu; K96 ÁG732 (spaða- litur) og hafið leikinn á spaða- gosa, með það í huga að hleypa honum hringinn. Það hefði tek- ist, því daman var þriðja á eftir gosanum, en tían önnur á eftir kóngi. Þær kunna ýmislegt fyrir sér, þessar gömlu kempur. bkaldsaga ,Á enga líst mér eins og þig, þótt allar fyrir mér virði. Átján vildu eiga mig í honum Tálknafirði. “ (Húsgangurj (Ilfar Þormóðsson rithöfundur Þijár sólir svartar er söguleg skáldsaga og greinir frá atburðum á 16. og 17. öld. Aðalpersónumar eru hinn frægi manndrápari Axlar-Bjöm og sonur hans Sveinn skotti sem var alræmdur landshomaflakkari. Þijár sólir svartar er óvenjuleg og eftirminnileg þjóðlífslýsing. í sögunni er margbreytilegt og ólgandi mannlíf með sérstæðum persónulýsingum og safaríkri kímni. Hið dulmagnaða örlagatákn, öxin, hið óhuggulega morðvopn, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og minnir á að enn er illra veðra von. ÞRJÁR SÓLIR SVARTAR, óvenjuleg saga, eftirminnileg bók. Verð kr. 2.648 Dreifing: Innkaupasamband bóksala Sími 685088 lætur ekki segjast. Á dögun- um var boðaður fundur í Fræðsluráði í fundarsal borg- arráðs kl. 12.15 og var það 13. fundur ráðsins á árinu. öllum álitamálum sem komu upp á fundinum var vísað til skólamálaráðs, sem merki- legt nokk kom saman til síns 71. fundar á árinu á sama stað kl. 15.00 strax að loknum fundi fræðsluráðs. Sömu mál til afgreiðslu og á fyrri fundin- um og allir sömu fulltrúarnir nema Þorbjörn Broddason. Er nema furða þó Þorbjörn hafi látið bóka eftirfarandi I skóla- málaráði. „Svokallað „skóla- málaráð“ er heiti yfir skraf- samkomu Sjálfstæðismanna sem hefur enga formlega stöðu gagnvart menntamála- ráðuneytinu.B Kraftur í KRON Forráðamenn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, með Þröst Ólafsson I farar- broddi hafa nú blásið til stór- sóknar á verslunarmarkaðn- um I höfuðborginni og ætla að veita Hagkaupsveldinu öfluga samkeppni. í vikunni festi KRON kaup á umboðinu fyrir Habitat búsáhöld og húsgögn sem Kristján Siggeirsson hefur haft og verður Habitat verslunin flutt I Miklagarð I rúmgott húsnæði I mars á næsta ári. Þá náði KRON fyrir skömmu I umboðið fyrir Quelle-vörulistann hérlendis, og mun ætlunin vera sú að koma upp höfuðstöðvum fyrir Quelle-listann I fyrrum hús- næði Kaupfélags Hafnfirðinga við Strandgötu þar I bæ, en KRON og Kaupfélag Hafnfirðinga voru sameinuð I eitt fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir erfiða tíma I verslun er enginn bilbugur á forráðamönnum KRON sem segjast staðráðnir I þvl að stórauka sinn hlut I verslun á höfuðborgarsvæðinu. ■ Kreppa hjá Davíð Starfsmenn slökkviliðsins I Reykjavík fengu I vikunni það óvenjulega verkefni frá borg- aryfirvöldum að kveikja I hús- inu að Undralandi við Suður- landsbraut sem er ein síðasta bújörðin I borginni. Þarna gafst slökkviliðsmönnum kærkomið tækifæri til að stunda reykköfunaræfingar áður en húsið yrði brennt. En sagan er ekki öll sögð. Þau skilyrði fylgdu frá borgaryfir- völdum, að öll vinna við í- kveikjuna og reykköfunaræf- ingar yrði ekki greidd fyrr en 1. febrúárá næstaári. Ástæðan, peningaleysi hjá borgar- sjóði.l Þá flaug Hrafninn Ingvi Hrafn Jónsson fyrrum fréttastjóri Ríkissjón- varpsins hefur áhyggjur yfir af að bókin sín um samstarfs- menn og vini á Sjónvarpinu seljist ekki sem skyldi í jóla- bókaflóðinu. Til að þess að koma í veg fyrir það flýgur Hrafninn landshorna á milli til að árita bókina og hefur víða komið við. Síðast spurðist til hans á Húsavík og mun hann hafa staldrað þar stutt við enda fáar bækur sem þurftu áritunar við.H Stuttir fundir Þingfundir stóðu stutt á Al- þingi í gær, þrátt fyrir miklar annir og kröfur þingforseta um að þingstörfum verði lokið fyrir jól. Þingmenn kepptust við og tæmdu dagskrá fund- arins á mettíma. Skýringin er sú að árlegt boð forseta ís- lands fyrir þingmenn var hald- ið á Bessastöðum í gær- kvöldi. Að venju var boðið upp á glæsilegar veitingar, og víst að þar var ekkert handhafavín haft um hönd.B 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.