Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Um hvað skrífa íslendingar ekki? í vikunni er leið var efnt til umræðuþáttar í sjónvarpssal sem Hrafn Gunnlaugsson stýrði. Þátttakendur voru þau Soffía Birgisdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Jónas Árnason og Jón Óttar Ragnarsson. Eins og vænta mátti var ekki spurt um lítið. Stjórnandinn vildi fá að vita um hvað íslend- ingar helst skrifuðu. Umræðan fór dálítið út og suður eins og vænta mátti. Allir voru sammála um að á íslandi væru margir ágætir rit- höfundar. Allir voru sammála um að þeir þyrftu að tengjast með jákvæðum hætti við „myndvæðingu" menningar- lífsins. Og allir voru lika sam- mála um það, að bókin mundi pluma sig hvað sem í skærist. ( Ég segi fyrir mína parta: eins gott að vara sig á auðveldri bjartsýni í þeim efnum - en það er önnur saga). Hólmgangan við samtímann En það var einhver misklíð milli þátttakendanna í þessum umræðuþætti um það, hvort ís- lenskir rithöfundar væru einangr- aðir við sitt skrifborð eða í virku sambandi við mannfólkið í sam- tímanum. Eðli málsins sam- kvæmt gátu inenn ekki gengið mjög langt í alhæfingum um þetta efni. En það mátti heyra á karl- inönnunum að yngri höfundar væru fullbundnir af því að horfa um öxl með trega til liðins tíma, til eigin bernskuminninga, eða þá full afskiptalitlir eða fáfróðir um hvunndagsfólk og líf þess, ekki síst í dreifbýlinu. Kannski skorti menn áræðni til að glíma við samtímann eins og það heitir. Konurnar tóku ekki undir þetta, þær töldu að rithöfundar væru alltaf að glíma við samtímann, segja eitthvað við hann, hvar sem þeir annars leituðu sér fanga. Hér eru á ferðinni stærri spurn- ingar en svo að unnt sé að gleypa þær í snatri og melta. En hvað um það: við getum snúið þeim að okkur sjálfum og spurt sem svo: Eru einhverjar skrýtnar áherslur í íslenskri bókmenntafram- leiðslu? Eru höfundar full þaul- setnir á einhverjum tilteknum viðfangsefnum? Eru til einhver svið sem þeir hafa vanrækt? Kannski er hér fremur spurt um félagsfræði bókmennta en bókmenntirnar sjálfar en látum svo vera. Ungir mennog listhneigðir Um það bil sem ég var að byrja að skrifa umsagnir um bækur í þetta blað, var tiltekið mynstur mjög algengt í nýjum skáld- sögum. Bækurnar sögðu frá ein- Sjö dagar með forseta Steinunn Sigurðardóttir. Ein á forsetavakt. Dagar í iífi Vigdisar Finnbogadóttur. Iðunn 1988. Steinunn Sigurðardóttir hefur fylgst með Vigdísi forseta í starfi hennar og velur úr sjö daga svo- sem eins árs til að lýsa því hvernig það er að vera fórseti. Á blöð kemur ein vika sem aldrei leið sem slík, en á slíkum bókartíma gefst tækifæri til að lýsa mjög mörgu af því sem forseti þarf eða vill láta sig varða. Vorboð fyrir konur á Bessastöðum, hvunn- dagsleiki á forsetaskrifstofu, heimsókn í Húnaþingi, heim- sóknir í Róm og Bordeaux - við þetta og fleira líða dagar bókar- innar. í slíkri bók fer tölvert fyrir lýs- ingum á formsatriðum þjóðhöfð- ingjalífs: ritúali, matseðlum, fatnaði, húsakosti og mublum. En ekki verður því haldið fram að slíkt eftirlætisefni ýmissa myndg- laðra tímarita sé yfirþyrmandi í bókinni. Steinunn Sigurðardóttir spilar haglega úr sínum spilum yf- irleitt. Hún er hæfilega hátíðleg andspænis flottheitunum og hvíl- ir lesandann á þeim með inn- skotum um hlutskipti forsetans og framgöngu og hugleiðingum Vigdísar sjálfrar um barn- auppeldi, þjóðareinkenni, van- metakennd kvenna og margt fleira. Vitanlega leikur lesandanum helst forvitni á að vita sem mest um persónuna í embættinu, um Vigdísi sjálfa í öllu þessu bardúsi. Og þar verður bókarhöfundi og forseta margur vandi á höndum, því bæði vilja þær skapa vissa ná- lægð við lesandann um leið og það er, eðli málsins samkvæmt, ekki ráðlegt að hleypa forvitni al- þjóðar inn á hvaða gafl sem er. Og þessum lesara hér sýnist, að þessi sigling milli skers og báru hafi tekist allvel. Manni dettur stundum í hug hve erfitt það hlýtur að vera að gerast einskon- ar samnefnari fyrir þjóðina, sí- fellt jákvæður, eins og forseta er víst skylt að vera - án þess að koðna niður í skoðanaleysi og öðrum Ieiðindum. Við þegnarnir vitum hinsvegar að þetta tekst Vigdísi Finnbogadóttur prýði- lega og bókin geymir hluta svara við því með hvaða hætti hún stenst forsetaraunir. Við fáum drjúga nasasjón af starfsaga hennar, einlægri forvitni og lífsnauðsynlegri gamansemi. Við heyrum hana leggja mat á sjálfa sig mjög skynsamlega, án upp- gerðarlítillætis eða þá yfirlætis. Og það er auðvelt að trúa því að hún sé jafnmikill aufúsugestur krökkum norður í landi og ráð- settum þjóðarleiðtogum, sem hafa fengið „öðruvísi“ opinberan gest en þeir eru vanastir. Steimmn Sigurðardóttir K?1N Á FORSETA- VAKT liagar i Ufi Visftli'sar Finníogvdtttur if * ^ * Bókinni lýkur á ágætri sögu. Pað er komið fram á haust á þessu ári og stjórnarkreppa í landinu. Forsetinn skreppur heim að fá sér snarl í hádeginu með dóttur sinni, en hefur því miður ekki tíma til að fara yfir stíl sem hún á að skila í skólanum. Pað er í svo miklu að snúast, nú þarf að mynda stjórn og það má ekki dragast á langinn. Og þá segir dóttirin Ástríður: „Mamma, mikið hlýturðu að hafa gert þetta illa síðast, fyrst þú þarft að fara í það aftur núna.“ Árni Bergmann hverskonar staðgengli höfundar- ins, ungum manni sem er fyrst eins og óskrifað blað og er að kynnast heiminum. Hann lendir í hinu og þessu - ástinni, pólitík- inni, borgarsukkinu ( var oft til- tölulega saklaus sveitamaður í sér), kannski fær hann að skoða spiílingu höfðingjanna í leiðinni. Nema hvað: það var eins víst að öll þessi lífsreynsla ylli honum vonbrigðum og sárindum. Og væri ungi maðurinn illa settur ef einhversstaðar í kjallara eða uppi undir risi leyndist ekki gömul kona eða karl, sem varðveitti ró- semi, hlýtt hjartalag, umburðar- lyndi og fleira gott, sem í meðferð höfundanna tengdist fyrst og fremst liðnum tíma. Á seinni árum er ungur maður ( og að líkindum verðandi skáld) einnig algengt yrkisefni. Nema hvað hann er ekki eins saklaus og fyrirrennari hans sem áður var nefndur, hann ánetjast því ekki ýmsum freistingum ( pólitískum og öðrum) af sama ofurkappi. Og lendingar hans úr brotsjóum lífs- ins eru léttari, mýkri, gaman- samari. Þessi ungi maður, sem breytist náttúrlega dálítið eftir því hvenær hann lendir í því að vera ungur, er til í það mörgum eintökum í bókum, að kannski er það hann sem gefur mönnum tilefni til að tala um sjálfhverfar bókmenntir, full einhæfar? Rómaninn marg- raddaði Skoðum þá seinni spurning- una: er eitthvað sem vantar í ís- lenskar bókmenntir samtímans? Jón Óttar saknaði „athafna- rnanna" og kannski átti hann við það, að við höfum ekki eignast hina borgaralegu ættarsögu sem sýnir ris og fall þeirra stórvelda sem fyrirtæki geta verið. Að okk- ur vantaði okkar Buddenbrooks, okkar Forsyte sögu. Við eigum reyndar ekki marg- ar skáldsögur sem sækja sér ein- kunnina „breið þjóðlífslýsing“. Þar sem saman koma margar per- sónur ólíkrar gerðar, hver og ein með aðild og rétti, margradda sögur ef svo mætti kalla. Sögur sem treysta ekki svo mjög á „innblástur“ en meira á rann- sókn. Rannsókn á efniviði, segi ég, og get þá búist við ásökunum um að vera að heimta fróðleik af skáldsögum. Það er reyndar eng- in ástæða til að vanmeta fróðleik þann sem menn hafa af skáld- sögum - um siðu og samskipta- háttu og framvindu hreyfinga og hugmynda. En hér er ekki síst átt við það, að þegar einhverjar týp- ur ber á góma í skáldskap,þá sé rennt undir þær traustum stoðum vitneskju um athafnir þeirra og möguleika. Svo dæmi sé nefnt: viljir þú lýsa auðkýfingi íslensk- um, þá þarftu að kynna þér ræki- lega hvernig menn verða ríkir í okkar samfélagi. Þú þarft náttúr- lega alls ekki að troða slíkri greinargerð inn í sögu þína, en umrædd vitneskja er sú baktrygg- ing sem losar hödundinn undan þeim vandræðum að svífa eins og í lausu lofti með sína persónu. Þetta eru losaralegar hugleið- ingar eins og hver maður getur séð. Og vitanlega byggja þær á einföldunum og á því að ekki er hægt að hlaupa yfir allt litrófið - hér var aðeins talað um tvo geira skáldsagnasmíða. Taki svo aðrir við ef þeim sýnist svo. Svo var það líf s- háskinn Að lokum þetta: Ef ég væri nú, hvað sem öllum fyrirvörum líður, krafinn um eitt stutt svar við því, hvers ég helst saknaði í nýlegum íslenskum skáldskap, þá mundi ég skjóta mér á bak við gamalt svar Steins Steinarrs, sem var þegar upp úr 1950 farinn að sakna lífsháskans í íslenskum skáld- skap. Ekki svo að skilja: öll erum við í lífsháska. En ótrúlega oft finnst mér að rithöfundum seinni tíma láist að umgangast lífshásk- ann með þeirri virðingu og alúð að við hin tökum hann alvarlega. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.