Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 21
HTTT (l \ H MFNNINr.IN XjLJC!^ vXx\J^1VJLJl!Íí1^ 1^1 JJL^I vjt JJL^I Sigurður Guðmundsson ásamt aðstoðarkonu sinni við uppsetningu verksins. Stúlkan sem er nemi við Myndlistaraka- demíuna íAmsterdam hefur aðstoðað Sigurð við gerð verksins frá upphafi. Allar Ijósmyndir á síðunni eru teknar af ólg. Islenskur skúlptúr í Almere Ný höggmynd eftir Sigurð Guðmundsson sett upp í hollensku borginni Almere í síðustu viku var sett upp ný höggmynd á aðaltorginu í hollensku borginni Almere, sem er í um 25 km. fjarlægð frá Amsterdam. Höggmyndin er eftir íslenska listamanninn Sigurð Guðmundsson, sem verið hefur búsettur í Hollandi í yfir 20 ár og unnið sér þar gott orð sem einn af fremstu listamönnum sinnar kynslóð- ar þar í landi. Þetta er sjöundi skúlptúrinn eftir hann sem settur hefur verið upp á al- mannafæri í Hollandi á und- anförnum 2-3 árum, og sést af því að Sigurður hefur ekki set- ið auðum höndum. Blaðamaður Þjóðviljans átti þess kost að fylgjast með upp- setningu verksins, sem sett var saman á staðnum, en höggmynd- in er unnin í vinnustofu Sigurðar í Svíþjóð og var flutt til Hollands í pörtum á stórum flutningabflum. Verkið er unnið úr sænsku graníti og bronsi og eru súlurnar og þakið yfir þeim úr rauðu graníti, en þar ofaná er náttúru- lega formaður granítsteinn sem hefur á sér dökka grágræna slikju. í steininn er greypt brons- súla úr dökkgrænu meðhöndluðu bronsi, sem myndar eins og fugls- höfuð. Þar til hliðar rís síðan gríð- armikill vængur steyptur í gyllt brons. Verkið vegur í heild hátt í 40 tonn. Sigurður Guðmundsson inni f Skúlptúmum eftir að búið var að setja hann saman. Borgin Almere, sem verkið er sett upp í, er einstök í sinni röð, því hún á sér ekki nema 15 ára sögu. Fyrir 16 árum var úfið haf og 7 metra dýpi þar sem borgin stendur nú, en borgarstæðið er hluti af því landi sem Hollending- ar hafa unnið úr greipum hafsins með stíflugörðum og þurrkun lands. Byrjað var að byggja borg- ina 1974, og þar eru nú 60.000 íbúar og áætlað að þeir verði orðnir 250.000 á 40 árum. íbú- arnir koma flestir frá Amsterdam þar sem þeir hafa mátt búa við þröngan kost vegna skorts a land- rými. Sigurður tjáði okkur að þetta verkefni hefði verið boðið út af borgaryfirvöldum í Almere og hollenska menntamálaráðuneyt- inu fyrir rúmu ári. í útboðslýs- ingu var tekið fram að verkið ætti að tengjast sögu borgarinnar, en þess jafnframt getið að þar sem hún væri svo stutt sem raun ber vitni, þá væri listamönnunum frjálst að túlka hana eftir eigin höfði. Verkið er kostað af Alm- ereborg, menntamálaráðuneyt- inu og nokkrum atvinnufyrir- tækjum í borginni. Tillaga Sigurðar varð hlut- skörpust í samkeppni um verkið, og var ekki annað að sjá en að þeir sem fylgdust með uppsetn- ingu þess væru hinir ánægðustu. Það býr einhver forneskja í þessu verki sem er í sterkri andstöðu við þann kaldranalega og snaut- lega nútímaarkitektúr, sem um- lykur torgið og er svo karakter- laus að auga festir þar hvergi á haldbærum húshluta, hvað þá húsasamstæðu. Gróft granítið ber miljón ára aldur sinn utan á sér og dökkgrænn fuglshausinn sem teygir sig upp með gylltum en grófhefluðum bronsvængnum gefur til kynna goðsagnaverur sem eru eldri en sjálf bronsöldin. Sú saga sem geymd er í þessum steini er eldri en maðurinn og leiðir hugann að því lífi sem hér hefur ríkt undir yfirborði sjávar um miljónir ára. Þannig ætti þetta verk að geta orðið kjölfesta í lífi þess fólks sem hlotið hefur þau örlög að búa í sálarlausu og tilbúnu umhverfi nútímaarkitekt- úrs sem misst hefur tengslin bæði við manninn, náttúruna og sög- una. Myndirnar hér á síðunni eru teknar við uppsetningu verksins þann 2. desember sl. Það verður vígt við hátíðlega athöfn 16. des- ember næstkomandi. Og er þá ekki annað eftir en að óska Sig- urði og íbúum Almere til ham- ingju með verkið. -ólg ’yrir á torginu i Almere. Hver súla vegur 8 tonn. Fyrstu granltsúlunni komið Konan sem er 5. frá vinstri myndinni er Ineke, eiginkona Sigurðar. Þakinu lyft upp á súlumar. Það vegur um 13 tonn. Gyllti bronsvængurinn boltaður niður íþakið. Sigurður og aðstoðarstúlka hans ásamtmeð tæknimönnum vinna verkið. Föstudagur 9. desember 1988 NÝTT HELGARVLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.