Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 6
Ríkissaksóknari og Gjaldheimtan bíða eftir niðurstöðu ríkisskattanefndar. Nefndinni ekki sett nein tímamörk. Tókl4mánuði aðskipa sérstakan ríkisskattstjóra ímálið. Krafa Gjaldheimtunnar 45 miljónir að viðbœttum 17 miljónum ídráttarvexti. Þýsk-íslénska hefur kœrtá öllum stigum Ómar Kristjánsson, aðaleigandi Þýsk-íslenska, var af Frjálsri verslun talinn fjórði ríkasti maður á íslandi og var áætlað að hrein eign hans næmi um 600 miljónum. Talið er að fyrirtæki hans Þýsk-íslenka hafi svikið undan skatti í ein þrjú til fjögur ár áður en upp komst. Hér sést hann með Helga Magnússyni, fyrrum endurskoðanda Hafskips og fyrrum forstjóra ferðaskrifstofunnar Út- sýnar, sem Þýsk-íslenska er meirihlutaeigandi að. Um þessar mundir eru liðin þrjú ár síðan innflutningsfyrir- tækið Þýsk-íslenska lenti í skyndiúttekt skattrannsókna- stjóra og var talið uppvíst að skattsvikum svo tugmiijónum skipti. Síðan hefur málið verið rekið eftir tveimur leiðum í kerfinu, annars vegar fór sá hluti málsins sem talinn var varða við refsilög til RLR og þaðan til ríkissaksóknara en hinn hlutinn er varðaði ákvörðun skattstofna fór inn í skattakerfið. í dag bíða bæði ríkissaksóknari og Gjald- heimta Reykjavíkur eftir loka- ákvörðun ríkisskattanefndar- ríkissaksóknari til að geta saksótt og Gjaldheimtan til að geta rekið áfram mál sitt gegn Þýsk-íslenska fyrir borgarfót- geta. Þangað vísaði Þýsk-íslenska úrskurði sérstaks ríkisskattstjóra sem skipaður var í málið, en sam- kvæmt úrskurði hans átti Þýsk- íslenska eftir að greiða 45 miljón- ir í skatta. Á þá upphæð hafa síð- an bæst um 17 miljónir í dráttar- vexti. Eitt aðalágreiningsefni málsaðila mun vera hvort rétt sé að leggja álagðan skatt á, eins og undanskot skatta hafi farið fram á einu ári, en það hefur verið niðurstaða skattayfirvalda hing- að til. Aðalvörn Þýsk-íslenska mun hins vegar byggjast á því að þessi aðferð sé röng, réttara sé að leggja skattinn á miðað við hvert ár fyrir sig á þeim þremur eða fjórum árum sem undanskot skatta mun hafa átt sér stað. Verði sú aðferð viðhöfð þýðir það væntanlega mun lægri skatta- álagningu. Skiptir það verulegu máli fyrir lyktir málsins og um það skal ríkisskattanefnd ákvarða. Skyndirannsókn Það var í nóvember 1985 sem skattrannsóknastjóri, sem þá var Garðar Valdimarsson, lét gera úttekt á skattreiðum nokkurra fyrirtækja og þar á meðal Þýsk- íslenska. Kom í Ijós við rannsóknina að Þýsk-íslenska hafði vantalið skattstofna um nokkurra ára skeið, sennilega ná- Iægt eitt hundrað miljónum króna. Ríkisskattstjóri kvað síð- an upp úrskurð í aprílmánuði 1986, þar sem lagðir voru auknir skattar á fyrirtækið í Ijósi rannsóknarinnar upp á rúmlega 50 miljónir og þar af 45 miljónir vegna vangoldins tekjuskatts. Þýsk-íslenska kærði þennan úr- skurð til ríkisskattstjóra eins og lög leyfa. Jafnframt vísaði skatt- rannsóknastjóri málinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar. Síðan gerðist það að Garðar Valdimarsson skattrann- sóknastjóri tók við embætti ríkis- skattstjóra þann 1. júlí 1986 og þótti þá eðlilegt að annar ríkis- skattstjóri yrði skipaður í málið, þar sem óeðlilegt þótti að Garð- ar, sem hafði séð um rannsókn málsins, kvæði jafnframt upp úr- skurð. 62 miljónir í skatt? Það tók hins vegar rúmt ár að skipa nýjan ríkisskattstjóra í mál- ið. Sigmundur Stefánsson, nú- verandi skattstjóri Reykjanes- umdæmis, var skipaður sérstakur ríkisskattstjóri í málinu í sept- ember 1987 og í samtali við Nýja Helgablaðið taldi hann að þessi skipun hefði tekið óeðlilega langan tíma. Sigmundur kvað síðan upp sinn úrskurð í málinu þann 30. október 1987 og að því er heimildir Nýja Helgablaðsins segja var hann í flestum aðalat- riðum samhljóða fyrri úrskurði. Gjaldheimta Reykjavíkur lagði í samræmi við úrskurðinn 45 milj- ónir króna á Þýsk-íslenska og var sú krafa gjaldkræf þar með. Það þýðir, samkvæmt orðanna hljóð- an, að Gjaldheimtan átti að krefja Þýsk-íslenska um þessa upphæð og að dráttarvextir yrðu reiknaðir á vangoldna skuld frá þeim tíma. Þeir dráttarvextir eru í dag áætlaðir um 17 miljónir þannig að skuld Þýsk-íslenska við samfélagið er að öðru óbreyttu orðin 62 miljónir króna. Engin tímamörk Við þessari niðurstöðu brást Þýsk-íslenska síðan á tvennan hátt: Annars vegar kærði fyrir- tækið úrskurð hins setta ríkis- skattstjóra til ríkisskattanefndar og vísaði fyrirhugaðri skatt- heimtu Gjaldheimtunnar til borgarfótgeta. Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtu- stjóri sagði að nú væri beðið eftir niðurstöðu ríkisskattanefndar. Gjaldheimtan, sem er sækjandi í málinu, hefði þá reglu að knýja ekki á um úrlausn mála sem færu fyrir dómstóla fyrr en öll gögn væru komin fram í málinu. Ríkisskattanefnd er óháður úr- skurðaraðili í ágreiningsmálum um skattstofna og skatta og er úrskurður hennar fullnaðarúr- skurður um skattfjárhæð. Auk þess ákvarðar nefndin skattsektir þegar svo ber undir. Sigmundur Stefánsson var nú á nýjan leik skipaður sem sérstakur ríkis- skattstjóri í málinu og í þetta sinn til að gefa umsögn um kæru Þýsk- íslenska. Henni skilaði Sigmund- ur þann 19. maí 1988. Þar sem að ríkisskattanefnd virkar sem nokkurs konar dómstóll er báð- um aðilum, kæranda (ríkisskatt- jóra) og verjanda (Þýsk-íslenska) gefið færi á að tjá sig í málinu, en ríkisskattanefnd skal hafa kveðið upp úrskurð í kærumálum innan sex mánaða. Ríkisskattanefnd ákvað hins vegar að heimila sérs- taka málsmeðferð í þessu máli, eins og heimild er fyrir í lögum séu mál talin flókin eða vanda- söm. Við það falla úr gildi allar tímatakmarkanir á því hvenær nefndin skuli kveða upp úrskurð. Athugasemdir við athugasemdir Gunnar Jóhannsson, formaður ríkisskattanefndar, sagði að eftir að Sigmundur Stefánsson hefði gefið sitt álit á kæru Þýsk-íslenska hefði Þýsk-íslenska verið gefinn frekari frestur til að koma fram sínum athugasemdum við at- hugasemdir Sigmundar. Taldi Þýsk-íslenska að þá vantaði gögn sem ríkisskattstjóri hefði ekki af- hent en þó vitnað í. Sagði Gunnar að frestur Þýsk-íslenska hefði runnið út í lok nóvember. Næst á dagskrá væri að hafa samband við Sigmund Stefánsson á nýjan leik og gefa honum færi á að gera frekari athugasemdir við athuga- semdir Þýsk-íslenska! Enn hefði reyndar ekki verið haft samband við Sigmund en það yrði gert bráðlega. Sagði Gunnar að ríkis- skattanefnd sjálf væri enn ekkert farin að líta á mál Þýsk-íslenska, en taldi að allur framgangur málsins væri fullkomlega eðli- legur. Hann vildi hins vegar ekki svara því hvort hann sæi fyrir enda málsins, en taldi líklegt að þegar Sigmundur hefði gert sínar athugasemdir við athugasemdir Þýsk-íslenska þá lokaðist hring- urinn. Þó væri ekki að vita nema eitthvað óvænt kæmi upp í mál- inu. Það yrði ekki fyrr en öll gögn lægju fyrir í málinu að þrír menn úr ríkisskattanefnd settust niður og kvæðu upp sinn úrskurð. Mál- ið væri hins vegar aðeins eitt af mörgum og fengi enga sérstaka meðferð umfram þau 700 mál sem nefndin tæki til meðferðar árlega. Ríkissak- sóknari bíður Bragi Steinarsson, vararíkis- saksóknari sagði að lögreglur- annsókn málsins væri lokið, en hún hefði verið í gangi allt fram á síðastliðið sumar. Aðspurður um það álit nokkurra lögmanna sem Nýja Helgarblaðið ræddi við, þess efnis að ríkissaksóknari gæti farið fram með refsiþátt málsins fýrir dóm, án þess að niðurstaða lægi fyrir um skattaþáttinn, sagð- ist Bragi telja það hina mestu fir- ru. „Það gefur augaleið að við þurfum að bíða eftir niðurstöðu ríkisskattanefndar áður en við förum áfram með refsiþáttinn. Málið snýst um tiltekna skatt- stofna til tekjuskatts og eignar- skatts sem eiga að hafa verið dregnir undan. Viðurlög við þessu eru ákveðin eftir skatta- lögum. Það hefur aldrei verið far- ið með skattsvik eins og önnur auðgunarbrot að það sé bara fangelsisrefsing viðlögð; fyrst er alltaf reynt að mjólka þetta með skattsektum. Síðan taka dóm- stólarnir við og bæta við sektirnar eða dæma í fangelsi ef það á við, en það kemur þá til viðbótar hinu. Þeir innviðir málsins sem nú liggja fyrir ríkisskattanefnd verða síðan innviðir dómsmálsins,“ sagði Bragi Steinarsson. Ómar þegir Nýja Helgarblaðið hafði sam- band við Ómar Kristjánsson að- aleiganda Þýsk-íslenska og rrum stjórnarformann. Sagðist mar ekki vilja ræða þessi mál við blaðið. Ómar Kristjánsson hefur á undanförnum árum haft mikil umsvif í viðskiptaheiminum og er skemmst að minnast greinar í Frjálsri verslun þar sem Ómar var talinn fjórði ríkasti maður á landinu og að hrein eign hans næmi sennilega 600 miljónum króna. f dag er Þýsk-íslenska að- aleigandi ferðaskrifstofunnar Út- sýnar. í byggingavörubransanum er Þýsk-íslenska að færa út kví- arnar, keypti nýverið Málarann, sem nú heitir Málarinn-Litaland, á byggingavöruverslunina Metro og er meðeigandi í versluninni Parma. phh 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.