Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 09.12.1988, Blaðsíða 23
Dagur vonar Aö finna til tevatnsins.. Birgir Sigurðsson, höfundur leik- ritsins Dagur vonar Ríkisútvarpið - Sjónvarp Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson Leikstjórn, upptökustjórn og klipp- ing: Lárus Ýmir Óskarsson. Handrit: Birgir Sigurðsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Lýsing: Árni Bald- vinsson. Leikmynd: Gunnar Baldurs- son. Búningar: Anna Jóna Jónsdóttir. Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld, Pétur Einarsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þórarinn EyQörð, Sigríður Hagalín, Sigrún Waage. íslensk leikrit verða ekki lang- líf. Markaðurinn er lítill, fá þeirra komast oftar en einu sinni á svið. Erlendir markaðir eru okkur lok- aðir. Upptökur af sviðsverkum eru fátíðar og þá einungis til vörslu. Sýningar eru nánast aldrei endurskipulagðar til hljóð- upptöku og færi svo yrðu þær óaðgengilegar sökum kjarasamn- inga aðstandenda. Stöku sinnum gerist það að leikverk komast af leiksviðinu inní sjónvarp og fá þar festu í menningunni, eru sýnd einu sinni eða tvisvar eftir því hvernig liggur á forráðamönnum innlendrar framleiðslu. Þannig fór fyrir Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson. Eftir frumsýningu og fjölda sýninga hlaut það náð fyrir augum Hrafns Gunnlaugssonar og var tekið til vinnslu undir stjórn Lárusar Ýmis Óskars- sonar. Leikrit Birgis Sigurðssonar hlaut einróma lof á sínum tíma og aðdáun og umtal allra þeirra sem sáu sýningu Stefáns Baldurs- sonar. Því hefur verið hampað sem fullveldisyfirlýsingu íslenskr- ar leikritagerðar, sisona. Núna tókst það! Enda er þetta ágætt mannsheimili í Reykjavík. 17 ára heldur hann til Noregs í verslun- arskólanám því hann átti að taka við verslun föður síns er fram liðu stundir. Þetta var árið 1938. í apríl 1940 hernema svo Þjóðverj- ar Noreg. Leifur var þó áfram í Noregi en snemma árs 1941 vill hann komast heim til íslands. Þar sem Noregur var hernuminn af Þjóðverjum og ísland af Bretum var ekki hægt um vik. Hann sækir um skólavist í Svíþjóð og ætlar að komast þannig til Islands, en það er sagt til hans með þeim afleið- ingum að hann er tekinn fastur. Fyrst situr Leifur í fangelsinu á Möllergaten 19 í Osló en þaðan er hann fluttur til Grini- fangabúðanna. Lýsingin á að- búnaði fanganna og framkomu fangavarðanna við þá á báðum þessum stöðum setur að lesanda óhug, þó virðist hún hátíð miðað við það sem á eftir fylgir, vistina í Sachsenhausen en þangað er Leifur fluttur í janúarlok 1943 og þar dvelst hann í rúm tvö ár, eða þangað til í mars 1945 að sænski Rauði krossinn fékk að flytja Norðurlandabúa frá þýsku út- rýmingarbúðunum. Allan tímann á meðan á Iestri bókarinnar stendur leitar sama spurningin á lesandann: hvernig gat þetta gerst? Hvað gerðu ís- lensk yfirvöld til þess að bjarga þessum óharðnaða ungling? Af frásögn Leifs má ráða að það hafi verið næsta lítið og er það enn furðulegra skoðað í ljósi þess of- urkapps sem íslensk yfirvöld lögðu á að frelsa þann mann, sem Leifur taldi mestar líkur á að hafi leikrit, prýðilega skrifað 'og vel undirbyggt í átökum, ljóðrænt og háskalegt, þótt megindrættir í at- burðarásinni séu gamalkunnir og persónur eigi marga hálfbræður og systur í bókmenntum okkar. Leikritun okkar er enda rígbund- in við fjölskyldu lágstéttanna, átök bræðra, skáldadrauminn, einstæða móður og/eða veiklund- aðan föður. En klisjan á fullan rétt á sér þegar efnistökin eru fersk og rammur galdur skáldsins megnar að gæða manngerðirnar lífi. Sem Birgi óneitanlega tekst. Hann er fljúgandi skáld og fanta- góður leikjahöfundur. Lárus Ýmir kaus stofudramað sem ramma um átök fjölskyld- unnar. Hann valdi líkt og Stefán Baldursson leiknum hæga stíg- andi, festi myndskeiðin saman af rósemi og festu. Sjónarhorn hans voru að jafnaði þröng, aðeins í þrígang sáum við alla stofuna þar sem átök leiksins eiga sér stað, augað var alltaf sjáandi á at- burðarásina, en tók aldrei af- stöðu og leit vettvanginn augum persónanna. Skeytingar höfðu því takmarkað dramatískt gildi og settu á allt verkið svip tilbreyt- ingarleysis og stöðnunar. Á móti okkur kom ekki heimur erfiði- skonu sem hefur stritað allt sitt líf við að halda heimili þremur börn- um, heldur velstæð veröld smá- borgarans: stofuborð og eldhús- borð, skenkur og bókaskápur með glerhurðum, tvö sófaborð, vegglampar samkvæmt nýjustu tísku, stórt lampatæki, teppi og útsaumaðir púðar, sófasett, raf- magnstæki í eldhúsi, útlend mál- verk á vegg, borðklukka og gler og leirmunir útum allt. Villtist leikstjórinn á leikmyndum? Eða átti Lára viðhald á laun sem mu- bbleraði upp hjá henni líktog Ár- svikið sig í hendur Gestapó, stríðsglæpamanninn Ólaf Péturs- son, sem tekinn hafði verið fastur og dæmdur af Norðmönnum í 20 ára fangelsisvist eftir stríð. Garðar Sverrisson hefur fært frásögn Leifs í mjög læsilegan búning og er hans þáttur í því að hún er jafn áhrifamikil og raun ber vitni ekki lítill. Auðvelt hefði óru vinkonu hennar og samtíma- manni í Hart í bak. Þessi heimur er fullkomlega andstæður þeirri veröld sem Birgir Sigurðsson skóp. Rétt eins og sá silalegi stílsmáti sem leik- stjórar verksins hafa valið því til þessa er því að mörgu leyti and- stæður; þrír ofsafengnir karl- menn og ruddamenni, afskipta- samur verndari af efri hæðinni, móðir sem er svarkur; þessi heimur er fullur af öfgum og inni- bældum ofsa. í eldhúsinu er háð orrusta uppá hvern einasta dag með kjafti og klóm þar sem fórn- arlambið eigrar um skelfingu lostið í sambandsleysi sínu. Eigindir leiksins brjótast líka út úr þessum settlega stofu- ramma þótt þær fái litla stoð í myndrænni vinnslu: Þröstur og Þórarinn á réttu róli, Þröstur hef- ur meira að segja þróað túlkun sína og slípað Hörð, Pétur Ein- arsson vildi líka brjótast út og Kristbjörg Kjeld gerði það svo um munaði í lokaþættinum. En aftur var eins og leikstjórinn vildi setja lok á eldinn. Hin stillilega heldri frú lét sér hvergi bregða við að sjá leigjandann sinn í taugaáfalli og talaði eins og þaulvanur félagsráðgjafi. Ekkert nervösitet, enginn ótti, engin ór- eiða. Og eitt glæsilegasta lokaatr- iði leikbókmennta okkar varð eins og kyrralífsmynd. Átökin, hraðinn og ógnin slétt út í sól- skini. En ekki vantaði að vinnubrögð væru að öllu leyti fagleg og slétt, lýsingin glæsileg, leikmunir tíndir saman af samviskusemi, búning- ar sannferðugir. Fornbílaklúbb- urinn á sínum stað. Og innanum þessar umbúðir leyndist leikrit Birgis Sigurðssonar. Hold og blóð. verið að nota stóru orðin og magna upp óhugnaðinn, en slíkt er óþarfi. í stað þess kýs Garðar að segja söguna á lágu nótunum, einsog Leifur hefur eflaust sagt honum sína sögu, og þannig smýgur saga þessa hógværa manns inn í merg og bein lesand- ans og lætur hann ekki í friði. -Sáf Jæja, ýmislegt hefur gerst frá því fyrir viku þegar ég lauk við aðra grein mína fyrir hið nýja helgarblað Þjóðviljans, (reyndar gleymdi ég að geta þess þá að þessir pistlar mínir eru skrifaðir að beiðni umsjónarmanns hins nýja helgarblaðs Þjóðviljans og munu eingöngu birtast í því enda kostar hver grein blaðið um- samda upphæð en í allt munu þá greinarnar fjórar gefa mér sem svarar umsamdri heildarupphæð í aðra hönd en hins ber þó að geta að ég ber allan kostnað af gesta- komum sem kunna að eiga sér stað á meðan ég stunda ritstörfin og hlýt ég þá að álykta sem svo að risna vegna embættis míns sem leigupenni við hið nýja helgar- blað Þjóðviljans sé innifalin í um- samdri heildarupphæð og vil ég endilega gera lesendum þessara pistla grein fyrir því hvernig fénu hefur verið varið svo þeir gruni mig ekki um græsku og til að koma í veg fyrir að þrálátur orð- rómur þess efnis að ég hafi gróf- lega misnotað það mér og mín- um vinum og jafnvel nánustu ætt- ingjum til skemmtunar breiðist út og að keppinautar mínir hér á Maðinu okkar noti tækifærið og geri grín að mér á þriðjudaginn til dæmis með því að draga fram úr Ijósmyndasafninu mynd af ein- hverjum sem er alls ekki ég og endurtaka þann ljóta leik að setja mitt nafn undir en þess ber þó að geta að meðal þeirra eru hvorki gamlir kunningjar lögreglunnar né utanbæjarmenn eins og mér skilst að hafi verið algengt með starfsmenn blaðsins hér einu sinni en það er ekki umfjöllunar- atriði þessa pistils og heldur ekki það hvernig ég eyði þeim hluta ritlauna minna fyrir þennan pistil og hina þrjá sem ég hef ákveðið að falli óumdeilanlega undir risnu en ég kemst ekki hjá því að gera hreint fyrir mínum dyrum í þessu máli áður en það nær há- mæli og bitnar jafnvel á barna- börnum mínum einnig tel ég það sjálfsagða þjónustu við lesendur hins nýja helgarblaðs Þjóðviljans (blaðsins okkar) hvort sem þeir eru áskrifendur eða kaupa blaðið í lausasölu að fræða þá um í hvað peningunum þeirra er eytt af þeim sem hafa með þau mál Þjóð- viljans og hins nýja helgarblaðs Þjóðviljans að gera og svo hvern- ig ég hef eytt mínum skerfi af þessu öllu saman), til dæmis var komið heim til mín og tekinn af mér gamli blýketillinn og allir gömlu og sprungnu keramikboll- arnir líka. Það hefur meðal ann- ars haft þær afleiðingar í för með sér að ég er steinhættur að fá sniðugar hugmyndir. Mér hefur ekki dottið nokkur skapaður hlutur í hug í tæpa viku. Ég var í miðju kafi að skrifa leikrit fyrir „Herranótt" Menntaskólans í Reykjavík, (þess má geta til gam- ans fyrir lesendur Þjóðviljans að margir af fyrrverandi ritstjórum blaðsins hafa stundað nám við skólann og að minnsta kosti einn núverandi; Mörður Arnason sem lauk þaðan stúdentsprófi á því herrans ári nítjánhundruðsjötíu- ogþrjú, eftir því sem mér skilst á Morgunblaðinu þann fyrsta þessa mánaðar, en það ár varð ég ellefu ára), og var vel á veg kominn bæði með persónusköpun og framvindu verksins í heild þegar ég missti ketilinn og bollana. Og það var eins og við manninn mælt að allt gufaði upp úr höfðinu á mér en ritun þessa leikrits hefur mikið persónulegt gildi fyrir mig og kemur margt til: í fyrsta lagi átti ég með þessu möguleika á að tengjast sögu þessarar merku menntastofnunar og um leið landsins. í öðru lagi vil ég halda þeirri hefð við að einhver úr minni fjölskyldu skrifi fyrir „Herranótt" en eins og allir vita var það Matthías langömmu- bróðir minn sem reið á vaðið með „Útilegumönnunum". (Nú gæti sú kviksaga tekið sig upp einu sinni enn að Sigurður Pálsson skáld sé faðir minn og er það leiðrétt hér með en við erum hins vegar ágætir vinir og hann skrif- aði leikrit fyrir „Herranótt“ um árið en ég lít á það meira svona sem innanskólamál.) í þriðja lagi miða ég allt verkið við að það efli jákvæða lífssýn leikaranna til að það komi ekki að sök þótt þeir festist í hlutverkunum en það hef- ur því miður gerst einsog dæmið frá ‘68 sannar. Og í fjórða lagi verð ég að skila fénu sem ég er búinn að fá fyrir að skrifa leikrit- ið, en því er ég löngu búinn að eyða og lesendum Þjóðviljans kemur ekkert við í hvað ég hef eytt því, ef handritið er ekki til- búið á Þorláksmessu. En það eru ekki eingöngu andlegir og efna- hagslegir hagsmunir mínir sem eru í húfi, þegar til blýketilsins og keramikbollanna er litið, heldur uppgangur íslenskra nútímabók- mennta í heild því úr þessum matarílátum hafa fleiri en ég drukkið bæði te og kaffi. Ég nefni engin nöfn í þessu sambandi en bendi á að hér er aftur komið að hinum síendurteknu dylgjum um risnu mína... Nú er mér lífsins ómögulegt að hafa þennan þriðja pistil minn fyrir hið nýja helgarblað Þjóðvilj- ans mikið lengri og vil ég biðja umsjónarmann þess og lesendur mína afsökunar á því en hér ráða áðurnefnd atriði mestu um. Já, ég viðurkenni að þessi pistill er bæði andlausari og ófrumlegri en hinir fyrri. Ég virðist ekki geta skrifað um neitt nema peninga og aftur peninga og vona ég að þessu verði kippt í liðinn fyrir næstu viku en þá þarf ég að vera vel stemmdur því þá ætla ég að Ijúka leikritinu og fjórða og síðasta pistli mínum fyrir hið nýja helgar- blað Þjóðviljans. Hann mun svo fjalla um Morgunblaðið og þau hrikalegu mistök sem áttu sér stað þegar blaðamaður á blaðinu þeirra fór vitlaust með staðreynd- ir í tundurduflamálinu sem var mál málanna í síðustu viku og sá Morgunblaðið sig neytt til að biðj ast velvirðingar á öllu saman í blaðinu þann fyrsta desember á sjálfan fullveldisdaginn í sama blaði má finna upplýsingar um Mörð Arnason en það er annað ntál og alls ekki í samhengi við þetta leiðindamál þegar í ljós kom að sagt hafði verið frá tund- urduflum sem fundust á floti stór- hættuleg öllu öðru á floti að sjálf- sögðu og áttu ellefu þeirra að hafa verið frá hinum ýmsu þjóð- um en það var alls ekki rétt ég sá það strax og hafði samband við blaðið sem svo baðst afsökunar því auðvitað voru öll duflin rússnesk. En meira um það í næstu viku ef mér dettur eitthvað nýtt í hug annars birta þeir á hinu nýja helgarblaði Þjóðviljans þennan pistil bara aftur og ég fæ umsamda upphæð og við ekki til frásagnar Leifur Muller með Garðari Sverrissyni sem skráði bókina Býr íslend- ingur hér? Föstudagur 9. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.