Þjóðviljinn - 16.12.1988, Síða 4
„Ég held að það sé ekki hægt
að kalla það samdráttarástand
sem ríkir hér núna kreppu, því
þetta land nýtur bæði mjög hárra
þjóðartekna og býr við einhverja
þá mestu velmegun sem þekkist á
byggðu bóli. Það er rétt að hér er
samdráttur og ég sé þetta að
sumu leyti sem getuleysi
stjórnmálamanna til að takast á
við vandamál og breytingar og að
hinu leytinu sé ég þetta þannig að
það eru að verða svokallaðar
strúktúrbreytingar í þessu
þjóðfélagi. Það er m.a. vegna
þess að við erum komin „nær“
löndum í kringum okkur, sam-
keppni hefur aukist og það hefur
dregið úr miðstýringu. Menn eru
að hagræða rekstri hér á landi, þó
hægt gangi. Þessi strúktúr-
breyting er ekki nærri yfirstaðin
og tekur nokkur ár að fá fasta
mynd á það.
En það er ekkert sjálfgefið að
okkur takist að færa íslenskt
þjóðfélag upp að hlið nágranna-
þjóðfélaganna og að við náum að
halda þeim kjörum sem við lifum
við í dag. Til að það megi takast
verður að hreinsa út mikið af því
rugli sem hér viðgengst í
stjórnmálum, fjármálum og
atvinnulífi. í því sambandi verða
menn að horfa miklu lengra fram
í tímann en þá þrjá næstu mánuði
sem menn sjá ekki fram úr í dag.
Hvað atvinnustigið og eftir-
spurnina eftir vinnuafli varðar er
það ljóst að sú eftirspurn sem hef-
ur verið hér síðustu misseri hefur
verið gjörsamlega út í hött og hef-
ur mótast af allt of miklum tekj-
um sem hafa komið inn í þetta
þjóðfélag á miklu velmegunar-
skeiði. Það ástand hefur verið
mjög óeðlilegt og ég tel mjög far-
sælt að þetta sé í sem mestu
jafnvægi. Mér finnst mikið áhyg-
gjuefni ef hér verður verulegt
atvinnuleysi."
Nú má væntanlega „gera góðan
business“ á næstunni í að kaupa
illa stæð fyrirtæki. Þið hafið ver-
ið að fjárfesta í óskyldum rekstri
á síðustu misserum. Munuð þið
nýta ykkur þau tækifæri sem
kunna að bjóðast til að fram-
fylgja frekar þessari fjárfestinga-
stefnu ykkar?
„Við höfum fjárfest í fyrirtækj-
um sem við ætlum að gefi af sér
arð og eins í nýiðnaðarfyrirtækj-
um sem okkur þykja áhugaverð.
Við erum með um 15% af okkar
fastafjármunum bundna í þessu,
en í dag höfum við ekki ákveðna
stefnu í því hvort þessu verður
haldið áfram.“
Annað svið er ekki síður
áhugavert. Þið cigið 5,3% I Iðn-
aðarbankanum, 5,8% í Verslun-
arbankanum og 17,4% í
Fjárfestingarfélaginu. Þessir
bankar huga nú að kaupum á
hlutabréfum í Útvegsbankanum
hf. Eruð þið á leiðinni inn í bank-
astarfsemi?
„Við höfum áhuga á að vera
með einhvers staðar í bankastarf-
semi og því eigum við þessi bréf í
Verslunar- og Iðnaðarbanka. Ég
tel að það þurfi að sameina hér
bankastofnanir. Við fylgjumst
með þessum málum og erum
áhugamenn um að Verslunar-
bankinn og Iðnaðarbankinn
verði sameinaðir, hvað sem verð-
ur síðan um framhaldið, en við
erum ekki beinir aðilar að þeim
viðræðum.“
Menn hafa haft uppi getgátur
um að þið ætlið að stofna ykkar
eigið fjárfestingarfélag?
„Við höfum engin áform um
það.“
Þú sagðir einu sinni við mig að
það sem væri kannski drifkraft-
urinn bak við menn í viðskiptalíf-
inu, væri ásókn í völd. Hefur þú
mikil völd og sækist þú eftir meiri
völdum?
„Ég hef að ég ætla nánast engin
völd og sækist ekki eftir völdum.
Það er fullnóg starf sem ég gegni
hér í dag.“
En fylgja því ekki nokkur völd
að vera við stjórnun tveggja stór-
fyrirtækja á Islandi?
„Ég geri ráð fyrir að því fylgi
einhver áhrif. Hvort það er gott
eða slæmt að menn hafi einhver
völd fer væntanlega eftir því
hvernig menn beita sínum áhrif-
um og hver árangurinn er af
þeirra starfi. Ég tel að það eigi að
meta menn fyrst og fremst eftir
þeim árangri sem þeir ná í fyrir-
tækjarekstri og tel að breytt um-
hverfi leiði af sér að eðlilegt sé að
menn skoði þessi mál í öðru ljósi
en ntenn gerðu kannski fyrir
aldarfjórðungi."
-phh
Sækist
ekki
eftir
völdum
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er á
beininu. Hann ræðir um fámennisstjórn fe;
Eimskips og ítök félagsins í Flugleiðum. Um lyk-
ilstöðu félaganna í flutningum til og frá landinu. Jz;
Hann talar um kaup Eimskips á eignum Hafskips
og fjárfestingar Eimskips, m.a. í bankastarfsemi. S
Hann talar um kreppuna, getuleysi stjórnmáia- w
manna og strúktúrbreytingar. Og hann talar um
völd...
Samstarf ykkar Halldórs H.
Jónssonar hefur lengi verið náið
og gott. Átt þú von á því að þú
eigir eftir að setjast í stjórnar-
formannsstóla hans í Eimskip og
Flugleiðum?
„Mér hefur aldrei dottið í hug
að það muni koma til. Það eru
auðvitað stjórnir fyrirtækjanna
sem ráða slíkum hlutum en ég hef
ekki leitt hugann mikið að því.
Ég er hér í starfi sem forstjóri
fyrirtækisins og hef engin önnur
áform. Ég hef átt mjög gott sam-
starf við alla stjórn Éimskips þau
tíu ár sem ég hef verið hér og
kannski byggist sá árangur sem
hér hefur náðst á því að hér hafa
menn staðið þétt saman og ekki
eytt tímanum í ágreining.“
Nú ferð þú, forstjóri Eimskips,
ásamt þeim Halldóri H. Jónssyni
stjórnarformanni og Indriða
Pálssyni varastjórnarformanni
með atkvæði á aðalfundi
Eimskips fyrir 18% hlutaljár. Ef
Benedikt Sveinssyni er bætt við,
sem fer með atkvæði fyrir 9,3%
hlutafjár fyrir hönd Sjóvá hf. og
Hvals hf. þá farið þið fjórir með
27,3% atkvæða, sem vega síðan
tvöfalt á aðalfundi þar sem þar
mæta alla jafna ekki fulltrúar
fyrir nema 50% hlutafjár. Þar
með ráðið þið fjórir hverjir kom-
ast inn í stjórn Eimskips hf., sem
að standa 13 þúsund hluthafar.
Er þetta eðlilegt?
„Þeir sem fara með meirihluta
atkvæða í félaginu ráða því hverj-
ir sitja í stjórn á hverjum tíma. Ég
geri ráð fyrir því að þeir sem sitja í
stjórninni á hverjum tíma ráði
töluverðu um það hverjir fara í
stjórnina og því geri ég ráð fyrir
að við getum nokkru um það
ráðið. I þessu fyrirtæki sem
mörgum öðrum er það hópur
manna sem ræður ferðinni. Ég
held að það gerist yfirleitt í stór-
um hlutafélögum og fyrirtækjum
og það sé ekkert nýtt. Ég tel að
þetta hafi reyndar verið svona í
Eimskip í gegnum tíðina. Yfirráð
í fyrirtækinu byggjast á hlutafénu
og því hverjir ráða yfir því. Þetta
er ekki eins og í málfundafélagi
þar sem hver persóna hefur eitt
atkvæði."
Nú á Eimskip 33% hlutafjár í
Flugleiðum og má því ekki segja
að þið Eimskipafélagsmenn ráðið
því sem þið viljið þar á bæ?
„Það hefur ekki verið þannig
að við höfum ráðið þar ferðinni.
Hlutur Eimskips hefur hins vegar
aukist og það getur eflaust orðið
til þess að við getum haft þar áhrif
á gang mála og þá jákvæð. Við
eigum þrjá af níu stjórnar-
mönnum og komum ekki nálægt
daglegum rekstri en getum sjálf-
sagt haft áhrif á hvernig þar er
haldið á málunum."
Nýafstaðnir samningar' um
flugvélakaup hefðu eflaust ekki
orðið að raunverulcika hefðuð
þið beitt ykkur á móti, eða hvað?
„Fræðilega er það möguleiki,
en ég reikna með að menn hefðu
a.m.k. hugsað sig um tvisvar.“
Nú eruð þið Halldór H. Jóns-
son og Indriði Pálsson fulltrúar
Eimskips í stjórn Flugleiða og
saman fara þessi tvö fyrirtæki
með yfirgnæfandi hlut allra fólks-
og vöruflutninga til og frá
landinu. Með tilliti til lykilstöðu
ykkar þriggja í þessum fyrirtækj-
um, má þá ekki segja að þessir
flutningar séu háðir á einhvern
hátt samþykki og stjórnun ykkar
þriggja?
„Það held ég að sé alger ofætl-
an að gera ráð fyrir því að við 1
stjórnum allri þessari þróun.
Flutningar á sjó eru opnir fyrir
samkeppni og við lifum undir
smásjá markaðarins og umhverf-
isins. Flugleiðir eru í samkeppni
og verða á næstu árum í sam-
keppni við erlenda aðila. Þegar
menn eru að velta fyrir sér þess-
um valdaímyndunum þá held ég
að það sé byggt á gömlum for-
sendum þegar við bjuggum í
miklu þrengra þjóðfélagi. í nú-
tímaþjóðfélagi er mælikvarðinn á
árangur fyrirtækja sá að þau skili
fullnægjandi þjónustu og arði. Ef
ekki er farið vel með það sem í
þessu felst þá gengur þetta dæmi
ekki upp, hvorki fyrirtækin sjálf
né þetta umhverfi sem ætla má að
menn séu í.“
En nú er samkeppni innlendra
aðila við Flugleiðir og Eimskip
varla mikil í dag?
„Það er veruleg samkeppni
innanlands á báðum þessum svið-
um og síðan er það einnig spurn-
ingin um yfirvofandi samkeppni,
viðbótarsamkeppni sem menn
vilja auðvitað komast hjá en geta
oftast engu um ráðið."
Nú hefur Eimskip á undanförn-
um árum keypt upp reytur og að-
stöðu samkeppnisaðila sem hafa
staðið tæpt eða orðið gjaldþrota,
t.d. skipafélagsins Bifrastar, Haf-
skips og nú síðast Víkurskipa.
Menn hafa haldið því fram að
þessi kaup hafi átt sér stað meira
til að útiloka einmitt framtíðar-
samkeppni, en að Eimskip hafi
þurft á þessu að halda fyrir eigin
rekstur.
„Við höfum í þessum rekstri
reynt að horfa til framtíðarinnar.
Aðstöðu Bifrastar í Hafnarfirði,
sem við keyptum, notum við í dag
og hún er okkur dýrmæt. Svo eru
aðrar sögulegar forsendur fyrir
því að við höfum keypt aðra hluti
sem hafa komið upp á okkar
borð. Við erum í samkeppni og
erum í flutningaþjónustu. Við
ætlum að vera í þessari flutninga-
þjónustu og notum auðvitað öll
tækifæri til að styrkja okkar
stöðu. Við trúum því að það sé
betra að reka stærra fyrirtæki en
minna og við höfum sýnt það á
undanförnum árum að með
aukinni stærð hefur fylgt aukin
hagkvæmni sem hefur skilað sér í
lækkuðum flutningsgjöldum. Við
keppum auðvitað í samkeppn-
inni.“
Hvað líður hugmyndum um
sameiningu Flugleiða og Arnar-
llugs?
„Ég get ekkert um það mál
sagt, það er í höndum stjórnar
Flugleiða.“
Ragnar Kjartansson, fyrrum
stjórnarformaður Hafskips, hélt
því fram hér í viðtali við Nýja
Helgarblaðið fyrir nokkru, að
Eimskip hefði ekki „borgað
krónu“ fyrir þær eignir Hafskips
sem Eimskip keypti, að „teknu
tilliti til skattalegra og fyrningar-
legra áhrifa“. Er þetta rétt og
hvað borgaði Eimskip þegar upp
var staðið?
„Ég fæ ekki séð að þessi full-
yrðing Ragnars fái staðist. Við
keyptum fastafjármuni Hafskips
fyrir jafnvirði þá 7,5 miljóna doll-
ara af þrotabúinu. Þar á meðal
keyptum við fjögur skip fyrirtæk-
isins og notuðum nokkur þeirra
einhvern tíma. Síðan seldum við
þessi skip nokkurn veginn á því
verði sem þau voru metin þegar
við keyptum þau. Síðan keyptum
við ýmsar aðrar eignir Hafskips á
nokkru yfirverði og höfum því
borgað fullt verð fyrir. Mér kæmi
ekki á óvart að við höfum greitt
30-40 % yfirverð fyrir þessar
eignir, en það gerðum við með
opnum augum. Við höfðum verið
í samningaviðræðum við aðila
málsins og endanlega við Útvegs-
bankann áður en að lokum Haf-
skips kom og við ákváðum að
ljúka þeim samningum á þeim
línum sem um hafði verið rætt.
En ég tel að þetta Hafskipsmál sé
enn það viðkvæmt að ég vil ekki
rökræða það í smáatriðum hvern-
ig þessari samkeppni Eimskips
við Hafskip lyktaði."
Nú er talað um kreppuástand á
íslandi og ýmsar kenningar eru til
sem segja að ekki sé hægt að
halda verðbólgu niðri án þess að
viðvarandi atvinnuleysi fylgi í
kjölfarið. Hver er þín skoðun á
ástandinu og þessum kenningum?
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988