Þjóðviljinn - 16.12.1988, Síða 5
KVIKMYNDIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Jólin eru hátíð ævintýranna
Imyndjólamyndanna hefur breyst nokkuð síðustu ár. Afþreyingarmyndir eru í fyrirrúmi
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Þaö hefur tíökast hér á landi sem annars staðar aö kvik-
myndahúsin bjóöi upp á sérstakar myndir í kringum stórhátíðir
og er því farið aö líða aö jólamyndum ársins 1988. Eftirvænting-
in hefur þó minnkað eitthvaö nú síöustu árin og er ekki lengur
neitt garantí fyrir því aö betri myndir bjóöist um jól og áramót en
á öörum árstímum.
Fyrir vikið hafa forkólfar bíóhúsa þjófstartað og byrja sýning-
ar á svokölluðum jólamyndum fyrr en áður, þannig að líkt og
greiðslukortatímabil stórmarkaða færast jólamyndirnar fyrr í
desembermánuð með hverju árinu. Engu að síður skulum við
athuga hvort bíóin fari ekki í sparifötin um þessi jól og bjóði upp
á einhvern glaðning. Það kemur víst fáum á óvart að nær allar
myndirnar koma frá draumasmiðjunni vestur við Kyrrahaf.
Fleiri ævintýri
Og aftur í ævintýramyndirnar.
Bíóborgin sýnir nýjustu tækni-
HVAR SEM ER - HVENÆR SEM ER!
Gaskrullujárnið írá BRAUN er kjörin jólagjöí.
Orkan kemur frá gashylki og því er gaskrullujárnið tilbúið til notkunar
hvar sem er, hvenær sem er.
BRAUN er leiðandi i öllum hársnyrtitækjum.
Verslunin
Kringlunni og Borgartúni 20
og betri raftækjasalar
Nirfill og kanína
Jólamynd Háskólabíós er soð-
in upp úr kunnri sögu eftir Char-
les Dickens um nirfilinn Ebenez-
er Scrooge, en teiknimynd sög-
unnar hefur marg oft verið sýnd í
sjónvarpinu á aðfangadag jóla.
Kvikmyndin heitir einfaldlega
„Scrooged" og fjallar um viðlíka
nirfil og Dickens skapaði, en
hann heitir Frank Cross og er for-
stjóri sjónvarpsstöðvar í New
York. Hannerleikinnafháðfugl-
inum Bill Murray sem ekki hefur
leikið í gamanmynd síðan Ghost-
busters sló í gegn þar vestra.
Ef að líkum lætur er „Scroog-
ed“ afþreyingarmynd fram í fing-
urgóma og lík'"gt að hún hljóti
nokkra aðsókn. Leikstjóri henn-
ar er Richard Donner, en af
myndum hans má nefna „The
Omen“, „Superman", „The Go-
onies" og nú síðast „Lethal We-
apon“. Leikaravalið er ekki af
verri endanum en ásamt Murray
eru Karen Allen, John Forsyth,
John Glover, Bob Goldthwait,
Carol Kane og Robert Mitchum í
helstu hlutverkum.
Bíóhöllin hampar einni vinsæl-
ustu og jafnframt dýrustu mynd
Bandaríkjanna á þessu ári, ævin-
týramyndinni „Who framed Ro-
ger Rabbit“. Myndin kostaði litl-
ar 50 miljónir dollara en hefur
staðið vel undir þeim kostnaði,
enda vanir vinsældamenn þar að
baki. Steven Spielberg er þar
fremstur í flokki en eins og svo oft
áður fær hann annan fagmann til
að leikstýra herlegheitunum. Sá
heitir Robert Zemeckis og hefur
átt gott samstarf með þeim fyrr-
nefnda í um 10 ár og stýrði m.a.
„Romancing the Stone“ og
„Back to the Future".
„Kalli kanína“, eins og hann
kallast á íslensku er þekkt
teiknimyndapersóna og er hon-
um skotið inn í leikna bíómynd
með nýjustu tækni þeirra í Hollí-
vúdd. I helstu holdlegum hlut-
verkum eru Bretinn góðkunni
Bob Hoskins, Christopher Lloyd
og Joanna Cassidy. Væntanlega
ævintýramynd fyrir alla fjölskyld-
una.
f Laugarásbíói kveður við dá-
lítið annan tón, en þar fáum við
að sjá Robert de Niro í sínu fyrsta
aðaíhlutverki í nokkurn tíma.
Hann leikur fyrrum lögreglu-
mann sem leitar uppi horfna
glæpamenn. Hann lendir síðan í
því að ferðast um þver og endi-
löng Bandaríkin með einn slíkan,
leikinn af Charles Grodin, veí
þekktum gamanleikara. Yaphet
Kotto kemur einnig nokkuð við
sögu en leikstjóri myndarinnar er
Martin Brest. Hann þótti mjög
efnilegur á sínum tíma þegar
hann gerði hina lunknu gaman-
mynd, „Going in Style“, þar sem
gömlu brýnin George Burns og
Art Carney fóru á kostum, en
hans vinsælasta mynd er án efa
„Beverly Hills Cop“.
Scrooge í jólamynd Háskólabíós en Carol Kane er meðal þekktra
Bill Murray fetar í fótspor nirfilsins
aukaleikara í myndinni.
ekki, þannig að óvíst er hvort við-
tökurnar verða eins góðar. Al-
gjört spurningarmerki!
Regnboginn sýnir nýjustu Ag-
ötu Christie-myndina, og kallast
hún „Appointment with Death“.
Peter Ustinov er sem fyrr í hlut-
verki belgíska snilingsins Hercule
Poirot en eins og venja þykir er
fjöldi þekktra stjarna í aukahlut-
verkum. Myndir þessar eiga sér
traustan aðdáendahóp en hafa
því miður farið versnandi með
hverri mynd. Viðskulum þó vona
að hér verði eitthvað annað en
meðalmennskan því skáldsög-
urnar bjóða vissulega upp á ágæt-
is kvikmyndaefni.
Að auki sýnir Regnboginn jap-
anska barnamynd er katlast
Hatchi-ko og verður gaman að
bera saman japanskt barnaefni
við það bandaríska.
-þóm
brelluafurð George Lucas er kall-
ast „Willow". Hann leikstýrir þó
ekki frekar en Spielberg kollegi,
heldur fær Ron Howard til verks-
ins. Hingað til hefur Howard að-
allega fengist við misgóðar gam-
anmyndir á borð við „Night
Shift“, „Splash“ og „Gung Ho“
en hellir sér nú út í ævintýri eftir
sögu Lucas. í aðalhlutverkum
eru Val Kilmer og Joanna Whall-
ey.
Eitt ævintýrið enn, þó aðeins
jarðbundnara, er að finna í
Stjörnubíói en þar fáum við að
berja eina framhaldsmyndina
énn augum. Ef mynd halar inn
nógu mikla doltara í kassann er
umsvifalaust gert framhald, sem í
þessu tilviki er myndin „Short
Circuit 2“, eða Ráðagóði róbót-
inn, annar hluti. Fyrri myndin
státaði af stjörnum í aðalhiu-
tverkum, ásamt viðurkenndum
leikstjóra, en það gerir sú seinni