Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 16
Lóðréttir
¥ym6-l.
1 meðalstórt Imbalæri
2 msk matarolía
3 sellerístilkar
¥2 hlaðlaukur (púrrulaukur)
1 tsk græn eða hvít piparkom
1 tskrósmarín (sléttMl)
2 dl Kahlua-kaffilíkjör
2 msk Kikkoman sojasósa
safi úr 1 sítrónu
salt
2 dl Ijóst kjötsoð
dökkur sósujafnari
Lambalæri
með Kahlua-sósu
MARKAE6NEFND
-þegarþu
á ,ill háO&arnia*-
sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið
henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið
lambalærið í pokann og bindið vandlega
fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum.
Takið utan um legginn á lærinu og sláið
pokanum með lærinu í nokkrum sinnum
þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn.
Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum
vel inn í holumar á kjötinu.
Geymið pokann með lærinu á köldum
stað í um einn sólarhring og snúið honum
öðm hvom og nuddið safanum vel inn í
lærið um leið.
Hitið ofninn í 220°C.
Takið lærið úr pokanum og skafíð
kryddblönduna utan af með bakkanum á
borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið
með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir).
Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og
skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í
hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og
leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í
ofninum þar til það er búið að fá á sig
faliegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum
niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu
er kryddleginum sem eftir var ásamt
kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan
steikt í um 15-30 mín. í viðbót.
Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að
bera það fram á og geymið í heitum og
hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð.
Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott
og bragðbætið með salti og pipar eftir
smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og
þykkið það hæfilega með sósujafnara.
Berið kjötið fram með nýju, soðnu
grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að
skola því niður.
Ajólunum veljum við gjaman það sem
okkur þykir best á jólaborðið og
auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska
lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka,
svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað
rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á
jólaborðið. Hér er uppskrift af einni
ómótstæðilegri.
Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu
jólasteik handa okkur með óskum um
gleðilega hátíð.
Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5
daga, helst í loftþéttum umbúðum.
Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið
leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá
ef Iærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í
lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og
kjötið utan af leggbeininu.
Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í
bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið
á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins
að taka lit. Bætið þá pipamum,
rósmarínkryddinu, sojasósunni,
sítrónusafanum og líkjömum útí og látið
og beinstífir
Bryndís Schram hefur verið
á faraldsfæti um víða veröld
síðustu daga og vikur í fylgd
með bónda sínum Jóni Bald-
vin utanríkisráðherra. Þjóðin
hefur fengið að fylgjast með
helstu og áhugaverðustu
uppákomum og viðburðum
þessarar heimsreisu í pistlum
Bryndísar í Sunnudagsmogg-
anum. Um síðustu helgi sagði
hún frá heimsókn í herstöðina
í Norfolk í Bandaríkjunum. Þar
var henni tíðrætt um stutt pils
og beinstífa dáta. Einum þing-
manni varð að orði eftir að
hafa lesið grein Bryndísar:
Sá ég flotans stæltu steggi,
stabílir og hreinlífir
þeir stara á mína löngu leggi
lóðréttir og beinstífir M
Fávísar konur
Á fjölmennum baráttufundi
iðnverkafólks í Bíóborginni í
gær þar sem mótmælt var
fyrirhugaðri hækkun vöru-
gjalds á sælgæti, kex og gos-
drykki úr 14 í 25% lenti Lýður
Á. Friðjónsson fjármála- og
skrifstofustjóri Vífilfells hf. í
þeirri óskemmtilegri aðstöðu
að meirihluti fundarmanna
púaði á hann. Ástæðan var að
hann var að ræða um verk
misviturra stjórnmálamanna
og líkti þeim við fávísar konur.
Samlíkingin gat ekki komið á
verri stund og stað því lang-
mestur meirihluti fundar-
manna var kvenfólk. Tóku
konurnar líkingunni afar illa og
neyddist Lýður til aö biðjast
afsökunar á ummælum sín-
um. Óvíst er hvað þessi um-
mæli Lýðs kunna aö hafa áhrif
á sölu Coca Cola fyrir jólin en
hætta er á að framleiðslu-
vörur fyrirtækisins verði ekki
efst á óskalista margra
kvenna þegar gos verður
keypt inn fyrir jólin.H
Klúður í
sportinu í ár
(þróttafréttamenn eru nú að
velja íþróttamann ársins eins
og venja er um þessar mundir
og stendur valið milli margra
manna. Ekki vegna þess hve
margir stóðu sig vel á árinu,
heldur vegna þess gagn-
stæða, enginn þótti skara
fram úr meðalmennskunni í
ár. Margir vilja að Haukur
Gunnarsson eigi skilið náð
fyrir augum fréttamanna en
sportspekúlantar eru á öðru
máli. Enda þykir keppni með-
al fatlaðra ekki jafnast á við
keppni fullfrískra. Aðrir
íþróttamenn virðast allir hafa
klúðrað sínum bestu tækifær-
um á einn eða annan hátt.
Einar Vilhjálmsson er einn
af bestu spjótkösturum í
heiminum í ár en hann komst
ekki einu sinni í úrslit í Seoul.
Sömu sögu er að segja af
Bjarna Friðrikssyni og allir
þekkja sögu handboltalands-
liðsins. Úlfar Jónsson, golf-
ari, stóð sig mjög vel á árinu,
nema í íslandsmótinu en þá
varð hann þriðji. Okkar bestu
fótboltamenn úti í heimi hafa
verið meiddir öðru hvoru allt
árið og eins og landinn veit
skaraði enginn sérstaklega
framúr í boltanum í sumar.
íþróttafréttamenn eru í svo
miklum vandræðum þessa
dagana að heyrst hefur að
þeir ætli að snúa verðlaunun-
um upp í skammarverðlaun
og setja Eggert Bogason í
fyrsta sæti eftir frammistöðu
hans í kringlukastinu í Seoul,
en þá var sem himinn og jörð
væru að farast hjá þessum
ágæta íþróttamanni! ■
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ