Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 20
Albin og sjóræningjarnir eftir Ulf Löfgren IÐUNN hefur gefið út nýja bók um Albin eftir sænska lista- manninn Ulf Löfgren, sem samið hefur og myndskreytt fjölda vin- sælla barnabóka, og nefnist hún Albin og sjóræningjarnir. Allir krakkar þekkja Albin úr sjónvarpinu og úr fyrri bókunum um þennan hressa og skemmti- lega strák. Að þessu sinni lendir hann í óvæntum ævintýrum. Hann er að grafa eftir fjársjóði í fjörunni - og allt í einu rekur hann skófluna í eitthvað hart! Er þetta gulltunna? Fyrr en varir birtist heill hópur af kátum sjó- ræningjum með Simba síkvefaða í broddi fylkingar. Þetta er þá al- vöru sjóræningjaströnd og Albin á eftir að lenda í ótrúlegustu ævintýrum ásamt Simba, Óskari blánef, Fredda ferlega, Antoni ægilega og öllum hinum. Pórgunnur Skúladóttir þýddi. CHRIStlNE NÖSTUNGER JOI KIHUKJUfEIKIN Jói og unglingaveikin Mál og menning hefur gefið út bókina Jói og ungiingaveikin eftir austurríska höfundinn Christine Nöstlinger. Nöstlinger er einn þekktasti unglingabókahöfundur heims í dag og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun, meðal ann- ars H. C. Andersensverðlaunin. í bókinni segir frá strák sem alinn er upp af eintómum konum og óttast afleiðingar þess fyrir sálarlífið eftir að heyra um kenn- ingu slíku uppeldi í óhag. Þetta er unglingasaga sem fjallar á gam- ansaman hátt um vangaveltur og umbrot þessa viðkvæma ævi- skeiðs. Bókin er þýdd af Jórunni Sig- urðardóttur, sem þýddi Vinur minn Lúki eftir sama höfundur í fyrra. Sagan er gefin út í flokkn- um MM UNG bæði innbundin og sem kilja og er hún 158 blaðsíður. Brian Pilkington gerði kápu- teikningu. BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Litli álfurinn Einu sinni var álfur. Hann átti heima í litlum hól uppi í sveit. En svo komu krakkar á bæinn sem var rétt hjá. Þeir fóru í fótbolta rétt hjá hólnum sem álfurinn átti heima í. Álfurinn kíkti út um gluggann á hólnum og horföi á leikinn. Honum fannst þetta alveg rosalega spennandi svo að hann gat einu sirini ekki fengiö sér að borða. En allt í einu var komið kvöld og álfurinn var orðinn mjög þreyttur og svangur, garnirnar gauluðu í honum. Hann fékk sér að borða og fór svo að bursta í sér tennurnar. Og svo fór hann að sofa. Daginn eftir vaknaði álfurinn við það að það var verið að trampa á þakinu á hólnum hans. Hann ætlaði að fara að kalla - Hver er að trampa á hólnum mínum? En hann greip fyrir munninn á sér því að þá skildi hann að þetta voru krakkarnir á bænum sem var rétt hjá. En álfurinn var svolítið vitlaus og sagði - Var einhver að grípa fyrir munninn á mér? Nei, það var, ég svaraði álfur- inn. Hann fékk sér morgunmat og svo klæddi hann sig og burstaði tennurnar. Næstu daga kom trampið á hverjum einasta morgni. Álfurinn var kominn með hausverk niður í axlir. Næstu nótt ætlaði álfurinn að flytja í Álfabæ. Frændi hans Jonni átti heima í Álfabæ. Þegar hann kom til Álfabæjar vildu verðirnir ekki hleypa honum inn af því að hann var ekki með merki Álfabæjar. Þá sagði álfurinn - Ég er að fara til hans Jonna. Þá sögðu verðirnir - Ha, já, jú, já... Þá máttu koma inn. Svo fór álfurinn inn og átti heima þar alla ævi. Hrafnhildur Þórólfsdóttir 8 ára. Á neðri myndina vantar fimm hluti. Getur þú fundið þá? ÞETTAERGILJA- GAUR.HANNERSVO GLAÐURAF ÞVÍAÐ HANN SÉR STÓRA STJÖRNU. Gylfi Geirsson 7 ára 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.