Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 21

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 21
HELGARMENNINGIN Fjalla-Ey vindur og kona hans jólale Þjóðleikhússins. 77 ár liðin frá frumuppfærslu leiksins W1 Eyvindur og Halla árið 1988: Þórarinn og Lilja Guðrún, vettvangskönnun ■mtÉO'ffig____________ ...... viðéulMS^ Jóhann Sigurjónsson. Jólaleikrit Þjóöieikhússins er að þessu sinni Fjalla- Eyvindur og kona hans, eftir Jóhann Sigurjónsson í leik- stjórn Bríetar Héðinsdóttur. Hefur Bríet stytt textann og breytt til samræmis við þriðju útgáfu verksins, sem Jóhann endurskoðaði áður en það var gefið út í Kaupmannahöfn árið 1917. Þar með bætist kona Eyvindar við heiti leiksins, enda ástir þeirra Eyvindar og Höllu megin- þema hans, - á dönsku heitir leikritið reyndar Bjærg-Eyvind og hans hustru. Frumsýning verður á annan í jólum, réttum 77 árum eftir frumuppfærslu Fjalla-Eyvindar, hjá Leikfélagi Reykjavíkur á annan jóladag árið 1911. Jóhann dvaldist hér á landi sumarið 1908 og mun þá hafa við- að að sér fróðleik um útlagann Fjalla-Eyvind og konu hans. Fyrstu drög leiksins skrifaði hann 1909-10, var honum lokið á dönsku sumarið 1911, en þá réði Jóhann Gunnar Gunnarsson rit- höfund til sín upp á krónu á dag, morgunverð og kaffi, til að ljúka Eyvindi á íslensku. Ýmsar útgáfur urðu síðan til á Eyvindi frá hendi höfundar. Jó- hann virðist hafa gert breytingar eftir efnum og aðstæðum, til að mynda endar leikritið stundum „vel“ og stundum „illa“. Gunnar Gunnarsson segir unt Fjalla- Eyvind í formála fyrsta bindis Ritsafns Jóhanns Sigurjónssonar (MM 1980): „Annars er Fjalla-Eyvindur svo mikið verk og skapað af svo einlægum áhuga og æskuþrung- inni hrifningu gagnvart verkefn- inu að allt smávægilegt hverfur fyrir heildarmyndinni sem ber í sér átakanleg örlög og magni þrungið líf; leikurinn eins og lífið sjálft þolir andstæður og hvarfl- anda, án þess að fyrirgera sann- leiksgildi sínu og áhrifum. Enda kemur það sér betur. Af fimm útgáfum, íslenskri, þýskri, enskri og tveim dönskum, ber engri fyllilega saman við neina af hin- um! Jóhann var árum saman að auka við eða fella úr. Pað er til sérstök tegund lista- verka er ekki verður lýst betur en með því að segja að það sé líkast því sem hafi þau til orðið fyrir „guðs náð“. Fjalla-Eyvindur ber öll einkenni slíks innblásins lista- verks...“ Leikskáld í Kaupmannahöfn Jóhann Sigurjónsson var eitt þeirra íslensku skálda sem í byrj- un aldarinnar freistuðu gæfunnar í Kóngsins Kaupmannahöfn. Upphaflega sigldi hann utan til náms í dýralækningum við Land- búnaðarháskólann, en hætti námi ári fyrir lokapróf, til að geta snúið sér óskiptur að ljóð- og leikskáldskap. Hann var frá Lax- amýri í Aðaldal, fæddur 19. júní 1880. Vorið 1899 lauk hann fjórða bekkjar prófi frá Latínu- skólanum og sigldi til Kaupmannahafnar um haustið, og kom eftir það ekki til íslands nema sem gestur. Fyrsta leikrit sitt mun hann hafa skrifað á skólaárunum í Reykjavík, en það fyrsta sem kom á prenti var Rung læknir, sem Gyldendal gaf út árið 1905, og komst á tilraunaleiksvið 25 árum síðar. Segir þar frá vísinda- manni sent sýkir sjálfan sig af berklunt til að geta prófað á sér meðal sent hann hefur sjálfur fundið upp. Næsta leikrit hans, Bóndinn á Hrauni, kom út á íslensku árið 1907, og á dönsku 1912. Þar velur Jóhann sér jarðskjálftana á Suð- urlandi sem bakgrunn fyrir ör- lagasögu bóndans á Hrauni og fjölskyldu hans. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Bóndann á annan í jólunt 1908, og um það leyti stóð einnig til að sýna leikrit- ið í Dagmar-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, þó að ekki yrði úr því að sinni vegna manna- breytinga í stjórn leikhússins. Fjalla-Eyvindur var tvímæla- sett upp í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Eyvindur á íslandi Fjalla-Eyvindur var eina leikrit Jóhanns sem hann sá leikið á ís- lensku leiksviði. Það var árið 1912, þegar Leikfélag Reykjavík- ur setti upp sýningu á Eyvindi honum til heiðurs. Jóhann kom í síðasta sinn hingað til lands vorið 1919, þá orðinn veikur og auralít- ill. Þau Ingeborg höfðu misst flestar eigur sínar og höfðu árinu áður flutt í 3 herbergja leiguíbúð við Östergade í Kaupmanna- höfn. En Jóhann var ekki af baki dottinn, hann dreymdi stóra drauma um hafnarframkvæmdir við Höfðavatn í Skagafirði. íslandsdvölin varð styttri en ráð var fyrir gert, vegna veikinda sinna neyddist Jóhann til að snúa aftur til Kaupmannahafnar, þar sem hann lést 30. ágúst 1919. Óhætt er að segja að Fjalla- Eyvindur sé það leikrit sem lengst hefur verið viðloðandi ís- lenskt leiksvið (Ævintýri á gönguför og Skugga-Sveinn eru líklega þau leikrit sent næst ganga Eyvindi að sýningafjölda). Leikritið var sýnt 23 sinnum hjá Leikfélagi Reykjavíkur veturinn 1911-12, og léku þau Guðrún lndriðadóttir og Helgi Helgason þau Höllu og Eyvind, Andrés Björnsson Arnes, en Jens B. Wa- age leiðbeindi. Eftir það var Eyvindur á sýningaskrá leikhúss- ins af og til allt til ársins 1940, það árið voru 27 sýningar, og var sú síðasta 100. sýning leiksins hjá Leikfélaginu. Þjóðleikhúsið tók Fjalla- Eyvind upp á fyrsta starfsári sínu 1949-50. Þá fóru Inga Þórðar- dóttir og Róbert Arnfinnsson með hlutverk Höllu og Eyvindar, en Haraldur Björnsson lék Arn- es, auk þess sem hann leikstýrði sýningunni. Síðast var Fjalla-Eyvindur settur upp hér á landi hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur á sjötíu ára af- mæli leikfélagsins veturinn 1966- 67. Þá léku þau Helga Bachmann og Helgi Skúlason Höllu og Eyvind, Pétur Einarsson var Arnes, og Gísli Halldórsson leikstýrði. Ellefu leikarar konta fram í sýningu Þjóðleikhússins að þessu sinni, auk þeirra Höllu, Eyvindar og Arnesar, og átta barna sem skiptast á um fjögur hlutverk. Höllu leikur Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Eyvind, Þórarinn Eyfjörð og Arnes, Hákon Wa- age. LG Róbert Arnfinnsson og Inga Þórðardóttir í hiutverkum Eyvindar (Kára) ogHöllu hjá Þjóðleikhúsinu 1949. laust það leikrit Jóhanns sem bar hróður hans víðast. Frumupp- færslan var í Reykjavík 1911, og í maí 1912 var Eyvindur frumsýnd- ur í Kaupmannahöfn, við góðar undirtektir áhorfenda. Leikritið var þýtt á níu tungumál, og á næstu árum sýnt í Bergen, Gauta- borg, Múnchen, Árósum, Stokk- Andrés Björnsson í hlutverki Arnesar hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1911. hólmi, London, New York, Berl- ín, Hamborg, Helsingfors, Winn- ipeg, Riga, Osló, Tórshavn og Kristjaníú, og hlaut víðast hvar mjög góðar viðtökur. Þar að auki gerði sænski leikarinn Victor Sjöström, sem lék Eyvind í Gautaborg, kvikntynd eftir leikritinu, árið 1917 í Lapplandi. Af kvikmyndatöku á íslandi gat ekki orðið vegna heimsstyrjald- arinnar. Orðstír Jóhanns sent leikskálds og velgengni Fjalla-Eyvindar varð til þess að hann gat næstu árin lifað þægilegu lífi með konu sinni, Ingeborg Blom, sem hann giftist 1912. Hann fékkst við upp- finningar, svo sem oddlausa hatt- nál og ryklok á ölglös, og skrifaði tvö leikrit í viðbót: Galdra-Loft, sem einnig hlaut góðar viðtökur og var leikinn víða (hjá LR var frumsýning á annan í jólum 1914), þó ekki sé hægt að líkja viðtökunum við þær sem Fjalla- Eyvindur fékk, og loks Mörð Valgarðsson, eða Lögneren. Það leikrit er byggt á Njálssögu, þó of frjálslega til að óhætt hafi þótt að setja það upp fyrir íslendinga sem létu sig staðreyndir Njálu of miklu skipta, en ntun hafa verið Föstudagur 16. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.