Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 25

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 25
QÆGURMAL Grýlur fyrr og strax í dag Herdís Hallvarðsdóttir að leik með hljómsveit sinni sem hún skírði Gullfiska eftir nýju plötunni sinni: Ingi Gunnar Jóhannsson með gítar lengst til vinstri, Ásgeir Óskarsson við trommurnar, Gísli Helgason með flautur við hljómborð og Herdís á vinstri hönd og því utan myndar Guðmundur Benediktsson gítar- og hljómborðsleikari og ekki ónýtur til söngs heldur. Einu sinni voru Grýlur... já, og meira að segja með greini ...Grýlurnar - fyrsta íslenska kvennahljómsveitin - sem í fyrstu vakti misjöfn viðbrögð hjá bæði áhorfendum og poppskríbent- um... reyndar ekki bara í fyrstu, heldur allan sinn stutta lífsferil, sem mig minnir að hafi verið sirka 4 ár. Hins vegar man ég í hvor á sinni plötunni í jólaflóðinu með ofurhönd eiginmannanna yfir og allt um kring - eða hvað? Látum oss sjá...: Strax í hljómsveitinni Strax eru hjónaleysin Ragnhildur Gísla- dóttir og Jakob Magnússon ásamt útlendingatríói: gítarl- eikaranum Alan Murphy, bassal- og best að reyna að nálgast efnið: íslendingar hafa alltaf haft horn í síðu Strax - fundist þetta vera falsstuðmenn í peninga- leit... eða frægðarleit, sem sumir leggja að líku... og ákaflega létt- vægt uppátæki í alla staði. Pau pólskipti hafa hins vegar orðið með þessari nýju Strax-plötu að nú finnst fólki músíkin of þung. Þetta er fólkið sem syngur og spilar Eftir pólskiptin... Strax: Busta Jones bassaleikari, Ragnhildur Gísladóttir söngvari, Jakob Magnússon hljómborðsleikari, Alan Murphy gítarieikari og Preston Ross Heyman trommuleikari. fljótu bragði ekki eftir plötu frá Grýlutímabilinu, 1981 - 4, sem stendur sig jafnvel enn þann dag í dag og Mávastellið þeirra. En horfi maður til baka - og hugsi - þá verður að segjast eins og er, að óvenjulegheit Grýlnanna þurftu smámeltingar við, við fyrstu áheyrn. En því miður entist Grýl- unum ekki nenna til að standa í samvinnunni og halda áfram við að minnka fordóma okkar gagnvart óvenjulegri og uppá- þrengjandi músík... ég er ekki þar með að vanmeta annað fólk sem hefur staðið af dugnaði í slíku, eins og Sykurmolarnir sem nú virðast loks vera að uppskera laun erfiðs síns, - en það hefði ekki sakað að fleiri hefðu haldið sig á sérviskumiðunum frá þess- um tíma. En hvað um það, Grýl- urnar hættu að vera til og splund- ruðust, og það sem rneira var - eða jafnvel verra eins og mörgum finnst - þær fóru í fjölskyldubösl ýmisskonar og meira að segja tvær þeirra lentu í klónum á tón- listarmönnum. Einmitt þær eru eikaranum Busta Jones og trom- maranum Preston Heyman...... Stuðmannafélagarnir Egill og Valgeir dottnir út, nema hvað Valgeir samdi tvö lög og texta á plötunni sem hér er til umræðu og heitir Eftir pólskiptin, Egill einn texta og Þórður Arnason kemur eitthvað við gítarspilið. Og af- leiðing mannaskiptanna hefur ekki lítil áhrif á hljómlistina... þessi nýjasta og þriðja plata frá Strax er mjög frábrugðin hinum tveim, að því leyti til dæmis að á henni er miklu meira rokk - jafnvel þungarokk á köflum - miðað við diskórokkpoppið á hinum - og svo er þessi alfarið með íslenskum textum eftir hina og þessa... Ragnhildi og Jakob, Sigurð Bjólu, Sjón og Steinunni Þorvaldsdóttur, auk þeirra Val- geirs og Egils sem áður er getið. Tvö laganna 10 eru eftir Ragn- hildi, eitt eftir Jakob, tvö sömdu þau saman, hljómsveitin er skrif- uð fyrir þrem og framlag Valgeirs var búið að nefna... og er þá hefðbundinni upptalningu lokið Og það er rétt að manni verður ekki alveg um sel við fyrstu áheyrn eftir pólskiptin - rétt eins og með Grýlurnar í „den“. Og það er svo skrýtið að ég greip sjálfa mig í því að einmitt það sem ég hélt að mér væri kærast, og er það, sem sagt Grýluminnið, það var ég lengst að sætta mig við hjá Strax... nefnilega raddloftfim- leika Ragnhildar sem eru ekki alltaf í fjaðurvigtardeildinni. Hún hefur löngum komið manni í opna eyrnaskjöldu með sínum ýmsu raddútgáfum - er hin frjáls- legasta raddbeitningakona, svo að klæmst sé á því starfsheiti - og hún stendur svo sannarlega undir því nafni á pólskiptaplötunni. En það sem grípur strax gamlan gít- arhetjuaðdáanda eins og mig og yljar um hjartaræturnar er gítar- sólóin og hipparokktaktarnir sem jaðra stundum við Bítl (Indverskt jóga) - og tala ég ekki um hvað mér finnast þetta góð skipti á kostnað tölvuhljómborðsfársins sem mér fannst hrjá fyrrverandi Strax yfirleitt. Mér finnst þetta alveg asskoti flott unnin plata, þarna eru líka góð lög, og nefni ég til dæmis það ljómandi skemmtilega lag Havana, Aðeins lengur (ekki ó-Grýlulegt!) og Valgeirslögin Andartak (vel spil- að og útsett!) og íslenskir þjóð- hættir... eina lagið sem ekki höfðar til mín er Dínasár óskast. En spilamennskan er gegnum- gangandi pottþétt og „fílingur" í leikmönnum. En söngur Röggu tekur óneitanlega á taugarnar í fyrstu, en þegar maður hefur stillt taugaboðin inn á óvenjulegheitin eins og gagnvart Grýlunum í „gamla“ daga, fellur þetta næst- um eins og flís við rass... þó hún stingi nú samt, eins og Grýlu- ærslin stungu marga í eyru og þóttu alltaf jaðra við fíflaskap, í bakraddanotkun sérstaklega... Eins og röddin í Röggu verkar óþægilega á marga, er Herdís eins þægileg í sinni... en líkt og Ragga hefur hún líka valdið því fólki vonbrigðum sem vill sjá í þessum Grýlueintökum fram- lengingu á kvennahljómsveitinni útdauðu. Herdís lenti í höndun- um á forystumanni vísnavina landsins, og er hann upptöku- stjóri á plötunni hennar, Gull- fiskurn. Gísli Helgason er eins og Jakob mikill nákvæmnismaður, en fæst við annars konar tónlist og má kannske segja að hann leggi sig fram unt að fullkomna einfaldleikann, þar sem Jakob er í stórtækninni... en nóg um þann samanburð. Herdís var hljóðfæraleikari númer eitt í Grýlunum og hafði þar þá sérstöðu að vera eiginlega sólóleikari hljómsveitarinnar, enda þótt hún léki á bassa, en það gerði hún líka vel - og gerir enn. Hins vegar hefur hún takmark- aða rödd til söngs... alls ekki vonda, og meira að segja góða þegar hún syngur á lægri nótun- um. Hins vegar verður röddin dá- lítið veik á þeim efri... nema að Herdís sé of nákvæm í söngnum og sleppi ekki nægilega fram af sér beislinu á því sviði... það nefnilega fer ekkert illa á því í óklassískum söng að leyfa sér það, jafnvei þótt slíkt teygi taugarnar í nákvæmu. fólki. Og Herdts er greinilega ekkert of sjálfsörugg í söngnum og fær sómasöngfólk sér til aðstoðar með Gullfiskana... Guðrún Gunnarsdóttir útvarpskona syng- ur tvö lög, Eyjólfur Kristjánsson sömuleiðis og líka Helga Bryndís Magnúsdóttir sem líka leikur á píanó á plötunni. Tólf lög eru á Gullfiskum að gömlum og góðum sið, öll eftir Herdísi, en Iðunn Steinsdóttir samdi 3 texta, Gígja Sigurðar- dóttir Pameluskáld aðstoðaði Herdísi við einn og einn er eftir Ingu Rún Grýlugítarista. Textarnir eru allir góðir, ákaf- •ega persónulegir og það kemur skemmtilega á óvart hversu góð- ur textasmiður Herdís er... sern lagahöfundur er hún líka drjúg, þó örli á einhæfni í tveim lögum eða svo, en alls ekki meiri en vér eigum að venjast hér á landi á. Þesssi plata Herdísar er langt frá að vera nýstárleg, hefur enda örugglega ekki staðið til, en er mjög persónuleg, sérstaklega hvað texta varðar - maður verður jafnvel á köflum dulítið feiminn- og vönduð er hún og allt að því hátíðleg. Eftirmáli Hvaða áhrif sem Grýluhús- bændurnir tveir hafa haft á músis- eringu kvenna sinna í seinni tíð held ég aö við verðum að gefa konunum þann heiður að ætla að þær eigi sinn hlut og hann ekki lítinn á þessum plötum hvort sem þið viljið gefa þeim vammir, skammir, eða hrós fyrir. En enda þótt ég telji ábyrgð þeirra stallna á þessunt ágætu plötum mikla, er ekki þar með sagt að ég óski ekki eftir rneira áberandi „grýli" frá þeim fyrir næstu jól... \ Eftir pólskiptín Föstudagur 16. desember 1988 nýTT HELGARBLAÐ - SlÐA 25

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.