Þjóðviljinn - 16.12.1988, Síða 29
MEÐ GESTS AUGUM
Bandalag nöktu keisaranna
Það gerist alltaf annað veifið
að mikið frægðarorð fer af ein-
stökum mönnum og heyri menn
söguna úr nógu mörgum áttum,
hætta þeir að leggja sjálfstætt mat
á sannleiksgildi hennar.
Ein slík saga gengur af prúðum
og greindarlegum manni, sem
sagður er mesti hagsnillingur Is-
lands. Svo mjög hafði sagan
magnast í meðförum fólks að það
þótti orðið ótækt að loka snilling-
inn inni á rykugum kontórum,
heldur skyldi hann settur á æðstu
valdastóla með því að gera hann
að stjórnmálamanni ofan á
hagsnilldina.
Eg ætla að geyma mér þangað
til seinna að pota í goðsögnina
um hagsnilld Jóns Sigurðssonar.
Að sinni vil ég láta mér nægja að
staðfesta að eflaust er Jón snjall á
sínu sviði, en að sviðið er bara svo
þröngt að það nægir ekki til að ná
utan um hagstjórnarvanda ís-
lenska samfélagsins. Hitt hefur
svo orðið hverjum manni ljóst að
hversu mikil sem snilld Jóns er á
hans þrönga sviði, þá geislar ekki
beinlínis af hæfileikum hans þeg-
ar komið er út á víðan völl stjórn-
mála. Barnið hrópaði forðum, að
keisarinn væri ekki í neinumföt-
um, en nú upplifa menn það að
sjá ráðherraföt iðnaðar og við-
skipta ganga sjálf og enginn
innaní.
Jón Sigurðsson sýndi það enn á
ný fyrir skemmstu að hann er
eícki til staðar í pólitíkinni þegar
hann lét svo ummælt að Alþýðu-
flokkurinn ætti að varast að taka
þátt í vinstra samstarfi um fram-
boð í næstu borgarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík. Þess í stað
ætti hann að sækja fram undir
eigin merkjum og leggja áherslu
á sérstöðu sína.
Það væri kannski full þörf á því
að Jón Sigurðsson upplýsti
Reykvíkinga nánar um það í
hverju sérstaða Alþýðuflokks í
borgarstjórnarmálefnum er falin.
Alla vega hefur sú sérstaða ekki
komið fram í störfum flokksins á
þessu kjörtímabili, því að borg-
arfulltrúi krata, Bjarni P.
Magnússon, hefur tekið þá vitur-
legu stefnu að eiga samflot með
öðrum minnihlutaflokkum í
öllum veigamiklum málum
borgarstjórnar. Með þessu sam-
starfi hafa minnihlutaflokkarnir
smám saman gert vaxandi fjölda
Reykvíkinga það ljóst, að það er
til félagslegur valkostur við
minnisvarðapólitík og stjórn-
lyndi Davíðs Oddssonar.
Reykjavík er ríkasta sveitarfélag
landsins, líka sé miðað við fólks-
fjölda, vegna miðsækni fjár-
magnsins og heimskulegra laga-
ákvæða unt skiptingu skatttekna.
Davíð Oddsson og hjörð hans
hafa hins vegar kosið að verja
þessum miklu tekjurn til að reisa
montbyggingar á hverjum hólma
og hæð í borgarlandinu, á kostn-
að barnafjölskyldna, ellilífeyris-
þega og annarra sem þurfa á
skjóli borgaryfirvalda að halda.
Það þarf ekki að koma neinum
á óvart þótt stefna Sjálfstæðis-
manna sé andfélagsleg, en það
kemur hins vegar á óvart að einn
helsti forystumaður krata skuli
vilja leggja stein í götu þess að
félagsleg öfl í borginni starfi sam-
an og hnekki völdunt Sjálfstæðis-
manna.
Að vísu benda skoðanakann-
anir enn til þess að Sjálfstæðis-
menn geti haldið meirihluta sín-
um í næstu borgarstjórnarkosn-
ingum. Það er þó tóm til að
breyta því ástandi, og þar skiptir
augljóslega meginmáli að minni-
hlutaflokkarnir standi saman að
framboði undir merkjum þeirrar
stefnu sem smám saman hefur
mótast í andstöðu við meirihluta
Sjálfstæðismanna. Ég hef áður
sett frant þá hugmynd, að eðlilegt
sé að sex efstu sæti slíks lista yrðu
skipuð fulltrúum söntu flokka og
nú mynda meirihlutann, með
þeirri breytingu að Alþýðu-
bandalagið afsali sér einunt full-
trúa í hendur Kvennalista. Síðan
urðu sæti 7-9 skipuð nýju fólki,
helst af þeirri gerð sem hefurekki
getað skipað sér í neinn ákveðinn
flokk á vinstri vængnunt til þessa.
Verði strax hafist lianda um
undirbúning slíks samstarfs er
nægur tími til að breyta meiri-
hlutafylgi Sjálfstæðismanna í
minnihluta.
Verkefni slíks samstarfs væri
meðal annars að afhjúpa aðra
þjóðsögu en þá sem minnst var á
hér í upphafi greinarinnar, sög-
una um kappann Davíð Odds-
son. í meðförum fólks hefur
fjöður orðið að fimm hænum í
þeirri sögu, og nú mæna Sjálf-
stæðismenn almennt til Davíðs
sem þess manns sem geti bjargað
flokksræflinum þeirra frá áfram-
haldandi göngu á eyðimörk vald-
leysis og fylgistaps.
Þjóðsagan um Davíð Oddsson
byggist ekki síst á þeirri stað-
reynd að samanburðurinn við
aðra forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins verður honum alltaf
hagstæður. Steini pjakkur verður
aldrei annað en hálfstálpaður
skátadrengur, og í hugum fólks er
hann ennþá senditík vinnu-
veitenda, á meðan Davíð tekst
betur að bregða á sig gervi full-
trúa allra stétta. Þetta er í raun
hlálegt, því að þeir tveir eru að
öllu leyti santmála um pólitísk
grundvallaratriði, en getur í
mesta lagi greint á um taktísk atr-
iði.
Og víst er Davíð mikill tak-
tíker, og eins og Þórarinn Eldjárn
segir, þá er það versta við Davíð
hvað hann getur verið andskoti
skemmtilegur og fyndinn. Hins
vegar þurfa rnenn ekki að virða
Davíð lengi fyrir sér til að sjá að
kostir hans þjóna þeint einum til-
gangi að auðvelda honum að fá
sínu framgengt, hvað sent það
kostar aðra. Davíð leggur sjálfur
enga dul á það að mesta
skemmtun hans er að stjórna, og
aðrir hafa veitt því eftirtekt að
hann hefur safnað unt sig at-
kvæðalitlum jámönnum, sent sjá
til þess að Bubbi kóngur fái alltaf
vilja sínum framgengt, hversu
hégómlegur sem hann er. Það er
alltaf til stór hópur fólks sent dá-
ist að stjórnlyndi, nokkurn veg-
inn sama í hvaða átt það beinist,
en grunur minn er sá að þessu
fólki fari fækkandi og takist að
gera almenningi grein fyrir því að
stjórnlyndi Davíðs beinist í
andfélagslega átt muni meirihluti
Reykvíkinga vilja stefnu-
breytingu. Helstu fórnarlömb
Davíðs eru að vísu í minnihluta
meðal borgarbúa og sum án
kosningaréttar. Hér á ég við for-
eldra barna, gantalmenni og
börn, og ég trúi ekki öðru en að
meirihluti Reykvíkinga beri
meiri unthyggju fyrir þessum
hópum en fyrir þörf sinni til að sjá
stórbrotnar byggingar.
Það er jafnframt skoðun mín
að ef Davíð lenti í minnihluta í
borgarstjórn, yrði hætt að tala
unt hann sem formannsefni í
Sjálfstæðisflokknum. Davíð er
nefnilega þannig gerður, að hann
verður ósköp lítill kall ef hann
talar ekki í nafni einhvers valds.
Þess vegna vill Davíð ekki yfir-
gefa borgarstjórnina á nteðan
Sjálfstæðisflokkurinn er utan rík-
isstjórnar. Þess vegna tala Sjálf-
stæðismenn nú urn að gera Davíð
að þingmanni nteðfram borgar-
stjórastörfum, en láta Steina
halda formannsstólnum enn um
hríð. Þannig væri hægt að kippa
Davíð beint úr borgarstjórastóln-
unt og á ráðherrastól og jafnvel til
forystu í flokknum, án þess að
hann þyrfti nokkurn tímann að
sýna sig alþjóð strípaður öllum
völdum.
Það sent helst getur bjargað
honum og meirihluta Sjálfstæðis-
manna eru klofningstilburðir
manna eins og Jóns Sigurðs-
sonar. Það fer þó á vissan hátt vel
á því að einn ofmetinn maður
skuli rétta öðrunt hjálparhönd.
Húsgögn á hagkvæmu
Forstofusett kr. 18.300,-
Símabekkur kr. 8.500,-
HÚSGÖGN OG *
INNRÉTTINGAR co CQ 00
.Suðurlandsbraut 32 VlO UJ wv/