Þjóðviljinn - 21.12.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Side 16
/-t. Snorri ◦ Siglufirði Ég hafði varið nokkrum dögum í ieit að Snorra áður en mér tókst að hafa uppá honum. Á því átti ég von. Með hverju árinu varð Snorri verri viðfangs. Ég veit ekki hvort það er að kenna skammdeginu, ásókn minni eftir efni í árlega jólagreinina eða fá- breytni bridgelífsins á jólaföst- unni. Kannski var aidurínn bara far- inn að segja til sín; Snorri Sturlu- son varð níræður á árinu. Ég ætlaði varla að þekkja Snorra þegar ég hafði fundið hann á öldurhúsi einu. Snorri var búinn að fá sér gleraugu. Hann sat umkringdur áhugasömum spilurum sem börðust um athygli hans. Ég sá ekki betur en hann dott- aði. Ég tók strikið að borðinu. Nokkur orð náðu eyrum mínum: „Þú átt kóng... xxx ... í spaða ... xx ... í hjarta.. nei.. xx ... þögn. ...í tígli áttu 3 efstu fimmtu og í iaufi... xxx“ Ég stansaði álengdar. Dirfðist ekki að trufla svo andríka frá- sögn. ... muldur,“ ioks hækkandi, sigri hrósandi, rödd: „ÞANNIG vann ég 3 grönd!“ „Humm...,“ þetta var Snorri, „... og hvað varstu að spila?“ Það var tímabært að skerast í leikinn. „Sæll, Snorri minn. Hverniger skapið?“ Snorri pataði. „Hver er maðurinn?1' VAR karlinn virkilega að tapa sjóninni? Skrítið... „Það var mót sem ég ætlaði að nefna við þig, en fyrst þú...“ Snorri spratt á fætur og þreif af sér gleraugun. „Andskotann ætli maður greini gegnum þessi kýraugu. Þú kemur samt einsog kallaður drengur minn.“ Snorri hóstaði kurteislega og kvaddi. Við örkuðum út. Hann uppiýsti strax gieraugnaþrautina: „Þú veist nú að ég melda held- ur skrítilega.. fólk var alltaf að spyrja. Svo ég fékk mér gier- augu..., vann þau í spilum, og ég er nú laus við allt kvabbið." Snorri dæsti, sjálfsánægjan skein af honum. „Annars sé ég ekki glóru með þeim! Líttu tii.“ Gierið var 1/2 tommu þykkt. Við fórum á kaffihús. Snorri páraði strax spil á snepii og sýndi mér. „Þú átt í vestur: Sp: 85 Hj: D4 Tí: 8432 Lau: D10975 „Sagnirnar voru klára della”: N A S V 1-tígull 2-hj. 3-lauf pass 3-grönd pass 6-tígl. pass 6-grönd pass 7-tígl. pass/hr. (NS spila „Standard". Inná- koma austurs sýndi minnst 5-5 í hálitunum og veik spil. 7 tíglar Snorra sýndu dæmigert van- traust.) „Jæja drengur. Hverju viltu spila út í vestur?“ „Hjartafjarka...?“ stakk ég uppá. Það hnussaði í Snorra. „Sér er nú hver keppnisstjór- inn! AUSTUR átti vitanlega út- spil, en bjálfinn í vestur spilaði út spaða-8. Makker minn, sem var skelfílegt flón, en kunni hrafl í lögunum, var ekki seinn á sér að' leggja upp sín spil.“ Snorri var hugsi. „Honum er ekki ails varnað, greyinu.” N Sp. A974 Hj. K952 Tf. D75 Lau. K6 V A Sp. 85 Sp. KG1063 Hj. D4 Hj. G10863 Tí. 8432 Tí. 9 Lau. D10975 Lau. 82 S Sp. D2 Hj. A7 Tí. AKG106 Lau. AG43 „Eftir hávaðann í austri gat ég varla tapað spilinu. Upp með spaðaás. Laufkóngur og ás og lauf trompað með drottningu. Tromp á ásinn og lauf enn tromp- að. Þá var bara eftir að spila sig heim á hjartaás og renna öllum trompunum. Austur, ræfiliinn, fær þá bágt með spaðakóng og hjörtun sín.“ Það tísti í Snorra. „Ég sagði greyinu að hann ætti ekki að flagga spilunum sínum. í næsta spili hélt hann kortunum svo þétt að sér að ég er efins um að hann viti hvað hann átti.“ Ég hugsaði málið. „Hjarta út banar spilinu, ha?, rýfur samganginn?" „Ekki ef ég banna útspil í þeim lit,“ fullyrti Snorri. „Varst þú ekki biindur, kall- inn?“ Þögn. „Meinarðu gieraugun...?" Rútubridge „Eigum við ekki að snúa okkur að afmælismótinu á Siglufirði, Snorri? Þú spilaðir við frænda þinn úr Fljótunum, hann...“ „Já.“ ...Er hann ekki ágætur?" „Hann ergóðurgöngumaður." Ég pantaði meira kaffi. Koffín- ið virkaði samstundis: „Það VAR nú ári gaman í rút- unni, he? Á bakaleiðinni..., manstu hvernig ég plataði af þér pottinn í pókernum..., þú hélst...“ „Viltu ekki koníak með?“ „HA ha, haa hahahahahaha." Karlinn var ær. Andlitið tolldi vart á honum. Ég vonaði hálft í hvoru að okkur yrði vísað út. ... Og þegar þú lagðir skóna undir..., og... “ „ÞREFALDAN!" „Þakka þér fyrir, drengur minn.“ Ég hafði fundið rofann. „Árans voru nú herlegheitin mikii í rútubflnum. Spilaborð, bar...“ „Það var enginn bar!“ and- mælti ég. „Ekki...?“ Snorri virtist hissa. Skömmu síðar bar erfiðið ár- angur. Snorri sýndi mér spil. Það var úr einni rúbertunni á ieiðinni: Norður Sp. 5 Hj. DG863 Tí. G Lau. AKG1083 Austur (Snorri) Sp. G109 Hj. A54 Tí. D10842 Lau. 62 Snorri sjálfur. Sagnir gengu: Norður Suður 1- hjarta 1-spaði 2- lauf 2-tíglar <★ 3- lauf 3-spaðar 4- lauf 4-spaðar <★ 2-tíglar var krafa í geim og lofaði ekki iitnum). „Stúlkubarnið á móti mér spil- aði út hjarta-2, (3. og 5. í lit) drottning og ás. Hvað nú? Suður á opnun, sterkan 6-7 lit í spaða. í hvað skiptir þú?“ „Tíguldrottningu?" „Gefið mál. Fimma, þristur og gosi. Næsta vers?“ „Spila trompi," ansaði ég kot- roskinn. „Til hvers?“ „Nú, ef makker á tígulás og stopp í trompi, þá...“ „... Hleypur þessi ímyndaði stoppari ekkert," greip Snorri fram í fyrir mér. Snorri skrifaði upp aliar hend- urnar: N Sp. 5 Hj. DG863 Tí. G Lau. AKG1083 V A Sp. 874 Sp. G109 Hj. K102 Hj. A54 Tí. A973 Tí. D10842 Lau. D54 Lau. 62 S Sp. AKD632 Hj. 97 Tí. K65 Lau. 97 „Þú spilaðir meiri tígli og leyfðir honum trompun í borði?" „Vitaskuld. Lok, lok og læs, góð skipti. Ég gef einn slag og fæ tvo fyrir." ÍBRIDDS Réttlætishugmyndir eru heimasmíð. Snorra Ólafur Lámsson í Strákagöngum „Skrítið hvað fók er alltaf að fárast yfir Siglufjarðarskriðun- um.“ „Þær GETA nú verið vara- samar,“ svaraði ég. Snorri velti vöngum. „Já. Það vildi heilast úr glösun- um.“ Hann dæsti. „Var ég búinn að sýna þér þetta spil?“ Snorri dró upp veikt blað sem hafði greinilega komist í tæri við ótal hendur. Vissulega, mín fingraför voru þarna líka. „Þú veist vel að ég sat með norðurspilin." „Á, var það?“ Snorri setti upp barnsandlitið. N Sp. 52 Hj. G86 Tí. AD8742 Lau. 42 V A Sp. 43 Sp. D98 Hj. AKD109543 Hj. 7 Tí. G93 Tí. 6 Lau. - Lau. AKG98765 S Sp. AKG1076 Hj. 2 Tí. K105 Lau. D103 Báðir á seinna geimi. Snorri gaf og vakti á 4-hjörtum á vestur- spilin. Tvö pöss og makker minn sem er ekki beinlínis fæddur með passmiðann í munninum sagði 4- spaða. Enginn hafði fleira tii mál- anna að leggja, enda var vegur- inn grýttur og aðeins týra í rút- unni og hvorutveggja vili bitna á „sortéringunni". Gegn 4-spöðum spilaði Snorri út hjarta-4. Makker minn bað um lítið, og austur átti slaginn á sjö- una. Drjúg bið. Loks missti sagnhafi þolin- mæðina og ýtti við stúlkunni. (Snorri fékkst ekki til að skipta um makker): „Þú átt slaginn." „Ha...? Á tvistinn...?" Málið skýrðist og austur var ekki seinn á sér að hirða á laufás og kóng. Snorra var ekki alltof glatt í geði. Trompfímman í borði VAR stórveldi serri hann hlaut að iúta fyrir, svo hann kastaði tígul gosa og þristi. Engu að síður kom næst Iaufgosi frá austur; með sveiflu. „Kastaðu einhverju," skipaði suður mér, önugur, áður en hann fylgdi sjálfur lit með drottning- unni. Snorri losaði sig við tígulní- una. Dágóð stund leið. Rútan var komin að göngunum. „Eigum við ekki að klára spil- ið,“ lagði suður til. „Ég hélt þú værir að bíða eftir ljósinu í göngunum," svaraði Snorri. „Átti ég siaginn?" Makker minn horfði tortrygginn á Snorra; „Er þetta einhver brella?... ha?“ Makker minn lagði um síðir niður tvo efstu í trompi en varð að játa sig sigraðan. „Eru ekki alltaf 12 slagir í spil- inu?“ heyrðist úr baksæti. Einhver með kattaraugu. „Ég held ég leggi mig. Vekið mig þegar við erum komin." Sagði suður. Við ókum inn í bæinn. Afmœlismótið á Siglufirði „Okkur gekk bölvanlega. Ég man eftir einu spili... þú getur hirt það“: N Sp. 75 Hj. A10 Tí. AD103 Lau. D8742 V, A Sp. A8 Sp. K1043 Hj. 853 Hj. DG974 Tí. G987 Tí. 52 Lau. G1053 Lau. A9 S Sp. DG962 Hj. K62 Tí. K64 Lau. K6 Ég spilaði 3-grönd í suður eftir að hafa opnað á 1-spaða og svar á 2-Iaufum. Vestur kaus að spila út tígulníu. Tekið á ás og spaða spilað á drottningu. Vestur ákvað að vera lúmskur og gaf. Ég tók þá á tíg- ulkóng og svínaði tígultíu, austur lét hjarta. Nú kom lauf á kóng og síðanfór laufsexan hringinn. Inni á ás skipti austur í spaða, nía og ás. Vestur skipti réttiiega í hjarta..., en valdi ÁTTUNA! Ás úr blindum. Síðan tígul- dama og lauffrúin. Staðan var nú: N S. - H. 10 T. - L. 87 V A S. - S. K H. 53 H. DG T. - T. - L. G L. - S S. G H. K6 T. - L. - Ég bað um lauftapara úr borði og austur saknaði nú sárt hjarta- áttunnar hjá félaga en hann varð að láta hjartagosa fjúka. Spaða gosi hafði þá farið með sína rullu og var einnig sendur af sviðinu. Tveir síðustu slagimir fengust á hjarta. 630. Einu pari tókst að skrapa sam- an 9 slögum. „Eigum við ekki heldur að spjalla um fjörið í rútunni á heimleiðirini, drengur minn?“ Snorri glotti. Gleðileg jól. HL og ÓL. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.