Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR y pfSíBl uk. mmm j°^r Lvtið spjall við Grím frænda um bækur Éq sat svona hálfdasaöur í skammdeginu og vissi hreint ekki um hvaö ég ætti aö skrifa fyrir þennan kommasnepil (en það gen eg at mannúðarástæðum til að kommagreyjunum leiðist ekki eins mikiö, samanber það sem Hákon Noregskonungur sagði: Ég er lika kóngur kommanna). Sem ég segi, ég vissi ekki um hvað ég ætti að skrifa Önd mín er þreytt, sagði spekingurinn, og þá kom maður aðvifandi oq sagði : Hvursvegna færðu þér þá ekki gæs? Nei, þetta gengur ekki, ég get ekkert gert ur þessu þott snjallur se. Ég var að fletta blaði og þá sá ég þessa mynd sem eg birti herna að ofan. Hún er af tveim mönnum innan um mikið bokasafn, annar er fullur aðdáunar á bókunum, hinn er fullur af sjálfumgleði yfir þvi að eiqa þær. Og mér datt si sona í hug: er ekki hægt að nota þessa andskotans mynd eitthvað? Láta mennina taka tal saman. Eg ge alveq verið gesturinn, þótt ég sé miklu heldur traustvekjandi að vallar- sýn og ekki svona spjátrungslegur, og húsráðandinn sem er að syna bækurnar, hann getur vel verið frændi minn hann Gnmur, sem hefur alltaf verið menningarvitinn í ættinni. . , . , Mikið öfunda ég þig af þessu glæsilega bókasafm Grimur, segi eg. Afhvurju9 spurði hann. Það er ekkert annað en bolvað vesen og fyrirhöfn að eiga bókasafn. Bækurnar eru alltaf of margar og troða sér i hvert skúmaskot og þetta safnar ryki eins og ég veit ekki hvað, maður aenqur hér um hnerrrandi eins og neftóbak syndi um loftio. 9 Ég sé að þú átt þarna geysimerkilegt úrval af íslenskum ævisogum, saqði éq oq lét ekki nöldrið trufla mig í menningarvirðmgu. Ævisögur segirðu? Það var þá. Það er aldrei sagt frá neinu i þessum ævisögum. Einn prestur átti hund og hundurinn dó. Annar átti kærustu sem saqði honum upp. Hinn þriðji var kosinn eða kosinn ekki i saima- bókarnefnd. Hégómi, vinurminn, alltaumasti hégómi. Stærstu tiðindin í ævisögunum núna voru þau, að það upplýstist hvar fogur fru tyndi sínum meydómi. Það var í Heiðmörk ef þú vilt vita það. já en það hlýtur að vera eitthvert púður i öllum þessum skaldsogum héma, sagði ég og benti ögn til vinstri. Skáldsögur? Minnstu ekki á þær ógrátandi frændi. Einu sinni voru bessir skáldsagnahöfundar allir á kafi upp fyrir haus í sænskum vand- amálum þusandi um lamin lyklabörn, alkóhóliseraða atvinnuleys- inqja fráma og fullnægju sviptar fráskildar forstjórafrúr. Svo fóru þeir ainr sem einn maður í fantasíuna þar sem tíminn gengur aftur á bak i hrinq oq allir eru eitthvað annað ef þeir eru þá eitthvað og höfundurinn heldur að hann hafi búið til nýjan heim og sett honum lög. Ég segi nu bara eins og Jón Hreggviðsson: vont er þeirra raunsæi, verri er þeirra ^Þútinnurkannski huggun og hugsvölun íIjóðabókunum aðtarna? spurði ég af minni vinsemd og kurteisi. Lióðabókum? sagði Grímur frændi minn og andlit hans teygðist aiu á lanqveginn eins og vond skrýtla, Ljóðabókum? Ef þessi skáld eru Pkki að lof svnqja einhverja grjóthnullunga úti í náttúrunni eða einhverj- ar kræklur sem þeir kalla birkitré og væla yfir því að annað fólk skuli vera til og trufla þá við að njóta þessara dásemda, þá eru þeir í hinu skapinu. Það er að segja lofsyngjandi fegurð öskubakkans og hlandrósirnar í klósettinu og silfurskotturnar í vaskahúsinu, eða þa að beir teygja orðin út og suður til þess eins að fela það að þeim er fyrirmunað að hafa meiningu og innihald og tilfinningu. Nei ég segi þao satt, ég skil ekki hvers vegna aumingja fólkið er að kreista þetta upp ur sér Grímur minn, sagði ég. Það er svo annað sem ég skil ekki. Hvað er það vinur?, sagði Grímur. Að þú skulir þá nenna að lesa þetta allt. Skaöi minn, sagði Grímur. Auövitað nenni ég að lesa þetta rusl. þu ættir að vita það manna best sjálfur, að ekkert er skemmtilegra og uppbyggilegra en ófarir annarra. í þeim býr gleði endurfundanna viö manneðlið og hreinsunin andlega og lærdómurinn sem við munum færa okkur í nyt þegar við skrifum sjálfir Bókina okkar... Er verið að fagna? Biðkjörin eru komin!] Kjörbiðin er liðin! Biðkjör? Kjörbið? Ein miljón í vasann og beðið á bankastjóralaunum! íS' í,L„fbfc. sbwS. I ROSA- GARÐINUM Einfalt, ekki satt? Handmenntaskóli (slands hefur nú í janúar kennslu í gerð hvolf- þaka. Námskeiðið nefnist Kúlu- hús Diy og byggist á Dome-it yourself (Byggðu sjálf(ur) kúlu- hús) kerfinu. Kennari verður Ein- ar Þorsteinn. Frétt í Þjóðviljanum Óvæntur liðsauki íslendingar færa ísraelum Messí- as. Fyrirsögn í Tíma um kórferð Kannski einfaldara að splæsa í snjódekk? Þverböndin fékk ég loks í sér- verslun á Smiðjuveginum en þá vantaði mig keðjutöng. ( þeirri verslun voru aðeins til stórar tangir, svona fyrir stærri keðjur en fólksbílakeðjur. Keðjutöng hlyti þá að fást á bensínstöðvun- um sem þjónusta bíleigendur vel, t.d. með sælgæti, leikföng, veiðistengur, öl, gos, tóbak, og jafnvel margskonargjafavörurog nú að vetri hlytu þeir að eiga keðj- utöng. En þrátt fyrir að ég þræddi bensínstöðvarnar í Reykjavík fannst engin töngin, ekki heldur á bensínstöðvunum í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir þessar hrakfarir sagði ég fjallgrimmur við frúna, jæja ég kaupi þá bara töngina í Borgar- nesi. Bílaþáttur í Tímanum Vantar ekki aðstoðarbankastjóra? Ó. Grímsson ... hefur háskóla- gráðu í hvernig best sé að villa fólki sýn, og þegar slíkur lærdóm- ur fer saman með eðlislægum óheiðarleika er ekki á góðu von. Sverrir Hermannsson í Tímanum og Morgunblaðinu Bróðir Franken- steins talar Að hleypa Ólafi Ragnari Grímssyni í fjármálaráðuneytiö er einsog að setja Drakúla greifa yfir blóðbankann. Geir H. Haarde á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Borg Má ekki bara selja í stæði? Ef ríkisstjórnin samþykkir kosti Borgara þá blasir hins vegar við erfiður heilaspuni: hvaða Borgar- ar eiga að setjast, í hvaða stóla og til hversu langs tíma? Hugleiðing undir mynd í Alþýðublaðinu Rafvirki óskast í Landsbankann Er að undra þótt félagsmenn þar (í BSRB) sæju það sem meiri- háttar kjarabót að setja Sverri Hermannsson í jarðsamband. Ögmundur Jónasson í Tímanum 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.