Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 14
\ / Myndir í bókinni eru eftir Guðjón Inga Hauksson og Þorra Hringsson. Fyrir jólin kom út bókin Mamma! Hvað á ég að gera eftir Jón Karl Helgason, hand- bók fyrir alla sem eru að stofna sjálfir heimili í fyrsta sinn. Ekkert mannlegt er höf- undi óviðkomandi, og aftast í bókinni er meira að segja atr- iðisorðaskrá þar sem maður getur flett upp á múrtöppum, dropahlíf og hafragraut til dæmis og séð hvar upplýs- ingar eru um þessi atriði í bók- inni. Að útvega húsnæði „Einn daginn er tímabært að flytja úr foreldrahúsum og hefja búskap upp á eigin spýtur," segir í upphafi bókar. „Aðstæðurnar eru misjafnar eftir því hver á í hlut. Sumir leggja vel nestaðir af stað, aðrir miður,“ rétt eins og karlssynirnirþríríævintýrinu. En áður en flutt er út er nauðsynlegt að tryggja sér þak yfir höfuðið og fyrsti kafli bókarinnar fjallar um að kaupa og leigja og talið upp það helsta sem heimili verður að hafa nú til dags: Góðar upplýsingar er að finna um íbúðakaup og íbúðaleigu, hvernig maður á að skoða íbúð til að láta ekki plata sig til að taka eitthvert rusl, hvernig á að gera samninga og hver eru réttindi og skyldur leigutaka. En hirðum ekki um það. Hugs- um okkur að við höfum þegar fengið inni í tveggja herbergja íbúð í kjallaranum hjá ömmu hennar Gullu sem er vinkona hans Jóa mannsins hennar Hönnu og við ætlum að flytja eins fljótt og við getum! Fyrst þarf að undirbúa Áður er þó rétt að athuga hvort íbúðin þarf einhverra lagfæringa við. Það er þægilegra að bæta og Húsgögn og -búnaður: □ Rúm □ Eldhúsborð og stólar □ Fataskápur/kommóða □ Hægindastólar □ Sófi □ Stofuborð □ Gluggatjöld □ Skrifborð □ Skrifborðsstóll Heimilistæki: □ Kæliskápur með frystihólfi ’ □ Eldunarhella/eldavél* □ Þvottavél □ Ryksuga □ Brauðrist □ Hraðsuðuketill * Eldavél fylgir þegar íbúö er keypt frágcngin eða leigö. Eldhúsáhöld: Önnur áhöld: Ajk □ Pottur eða pottar □ Uppþvottabursti ’ □ Sleif □ Diskaþurrka □ Leirtau □ Sópur □ Hnífapör □ Fægiskófla □ Bithnífar □ Afþurrkunarklútar □ GIös □ Skúringarfata □ Panna □ Tuskur □ Pönnuspaði □ Salernisbursti □ Pískur til að hræra með □ Drullusokkur □ Ostaskeri breyta áður en flutt er inn en eftir að allt er orðið fullt af dóti. Þótt það sé freistandi að flytja strax er betra að mála fyrst. í kaflanum „Völundurinn" eru nákvæmar upplýsingar um við- gerðir og íbúðamálun. Hvaða áhöld þarf að útvega, hvernig maður notar spartl, hvernig mað- ur fer með málningu, hvernig mála á hurðir og gluggapósta, ofna og ofnrör. „Rör upp við vegg er unnt að mála með teppis- bút. Bútnum er dýft í málning- una, smeygt bak við rörið, tekið í báða enda bútsins og hann dreg- inn fram og aftur." Vel er lýst hvernig maður ber sig að við að flytja, þótt ekki séu gefnar leiðbeiningar um hvernig húsgögnum verði komið fyrir. En þegar kemur að því að festa upp myndir finnum við gagnlegar upplýsingar um hvernig á að negla nagla: „Þegar mjög litlir naglar eru negldir aukast líkur á að fíngurnir verði fyrir höggi. Þetta vandamál er hægt að leysa með því að stinga naglanum í gegnum þykka pappírs- eða kartonræmu og halda í ræmuna meðan neglt er. Einnig má notast við hárgreiðu eða hárnælu með sama árangri.“ Þegar húsgögn eru komin á sinn stað, myndir á nýmálaða veggi, litríkar bómullarmottur til að hylja verstu blettina á gólftepp- inu, gluggatjöld fyrir gluggana og reykskynjari í loftið, kaupum við pottaplöntur til að hýrga íbúðina ennþá betur. í bókinni eru leiðbeiningar um meðhöndlun al- gengustu jurta. Kaktusar, júkka, ananas og ýmsir þykkblöðungar þola til dæmis mikið sólskin og eiga að þorna milli þess em þær eru vökvaðar. Úrvals plöntur fyrir fólk sem er heima á óreglu- legum tímum. Svo bjóðum við gestum í heim- sókn þegar allt er orðið fínt. Gestaboð Við bjóðum bestu vinunum í mat og verðum alls fjögur. í mat- inn höfum við lauksúpu, kjötsósu með spaghettí og heimatilbúinn ís með þeyttum rjóma og súkku- laðispæni. Uppskriftir að þessu öllu eru í bókinni ásamt ótal holl- ráðum varðandi matseld, geymslu á mat og fleira. Til dæm- is er kennt hvernig á að skera lauk án þess að fara að skæla. Maður getur annaðhvort skorið hann inni í plastpoka eða sett upp sundgleraugu. En byrjum að elda. Uppskriftirnar í bókinni eru miðaðar við einn, en við marg- földum léttilega með fjórum. í lauksúpu handa fjórum þarf þá 2 matskeiðar af matarolíu, 4 stóra lauka, lítra af vatni, 2 súputen- inga, 2 teskeiðar af tómatkrafti, hálfa teskeið af timian-kryddi, 4 franskbrauðsneiðar og 200 grömm af rifnum osti. Og aðferð- in er þessi: „Matarolíu er hellt í pott, kveikt undir og olían látin hitna vel. Söxuðum lauk er bætt út í og mýktur í olíunni þar til hann verður gullinn. Þá er vatni, súpu- teningum, tómatkrafti og timian- kryddi aukið við. Suðan er látin koma upp. Á meðan eru franskbrauðsneiðarnar ristaðar í brauðrist og skornar í teninga. Þegar súpan sýður er henni hellt í eldfasta súpuskál eða eldfastan pott. Ristuðu brauðteningunum er stráð yfir yfirborð súpunnar og rifna ostinum stráð ofan á tening- ana. Þetta er bakað við 200 gráður C yfirhita í ofni í fimm mínútur, eða þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn." Uppskriftirnar að kjötsósunni og spaghettíinu verðið þið að margfalda sjálf, en uppskriftin að ísnum nægir áreiðanlega fyrir fjóra. Ef eitthvað kemur fyrir meðan á eldamennskunni stendur er kafli í bókinni um slys á heimili. Lítinn bruna má kæla undir bunu úr krana, en stórbruna þarf að kæla ofan í köldu vatni í minnst hálftíma. Gestirnir koma auðvitað með afskorin blóm til að óska til ham- ingju með nýja heimilið. Vel er 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989 Langar þig að flytja að heiman? Nokkur hollráð úr bókinni Mamma! Hvað á ég að gera? kennt í bókinni hvernig á að fara með þau til að þau lifi lengi. Og ef einhver verður eftir þeg- ar gestaboðinu er lokið eru gefin góð ráð til að koma í veg fyrir ótímabærar afleiðingar. „Greindur notar gúmmí“. Nýjabrumiö ffer aff Þegar hvunndagurinn tekur við eftir tilhlökkun flutninganna má hafa gagn af bókinni áfram. Hún kennir öll venjuleg heimilis- störf, eldhúsverk, meðferð á þvotti, viðgerðir á fatnaði og hvernig maður nær blettum úr. Einnig er ráðlagt að halda heimilisbókhald til að hafa betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins. Þá færum við inn í bók hvað fer í mat, hvað í reikninga fyrir raf- magn, hita, síma, blöð, útvarp, tryggingar; hvað í föt, skemmtanir, afborganir af lán- um, húsgjald og síðast en ekki síst - leigu. Allt er þetta kostnaðarsamt, en þegar þið eruð alveg að gefast upp skuluð þið minnast þess að þið eruð ekki fyrsta fólkið sem stendur í þessu basli. Ótal kyn- slóðir hafa flutt að heiman á undan ykkur, en til dæmis gömlu ævintýrin sýna að mönnum hefur ævinlega þótt þetta erfitt. Sjáið bara Hans og Grétu, það var ekki efnilegur leigusali sem þau lentu hjá. Boðskapurinn til þeirra sem trúa ekki að þetta sé hægt er loka- kafli bókarinnar: „Flutt aftur heim? Margvísleg- ar ástæður geta valdið því að maður gefist upp á eigin búskap og flytji heim í foreldrahús að nýju. Fólk er engu að síður hvatt til að gefast ekki upp við minnsta andstreymi. Vitanlega krefst það átaks að flytja að heiman, en þetta er erfiðast fyrst. Með tím- anum venst fólk á að lifa lífinu á eigin forsendum. Það er notalegt að geta tamið sér lifnaðarhætti óháð venjum eða reglum ann- arra, jafnvel þótt það kosti pen- inga, svita og einstaka tár.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.