Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 13
Ungur Mexíkani á leið yfir landamærin til Bandaríkjanna - yfir 60 af hundraði allra hispaníka eru mexíkanskrar ættar. AÐ UTAN Hispaníkar breyta Bandaríkjunum Rómanskamerískættubum íbúum Bandaríkjannafjölgar fimmfalt hraðar en landsmönnum í heild og áhrifþeirra í stjórn- og efnahagsmálum fara einnig ört vaxandi Frá því á öndverðri 17. öld, er Englendingar stofnuðu sínar fyrstu nýbyggðir á austurströnd Norður-Ameríku, og fram á fyrri hluta 20. aldar, var um að ræða til þess svæðis, sem frá því síðla á 18. öld hefur verið kallað Banda- ríkin, stórfelldan innflytjenda- straum frá Evrópu. Og enn streyma þangað innflytjendur í stórum stfl - í þetta sinn einkum frá Rómönsku Ameríku. Meginástæður á bakvið þessa rómanskamerísku fólksflutninga eru hinar sömu og þær sem ollu evrópsku fólksflutningunum áður - vonir um betra líf en boðið var/er upp á í ættlandinu. Sumir evrópsku innflytjendanna flýðu einnig þrengingar af trúarlegum og pólitískum toga, og sumir þeirra rómanskamerísku eru flóttamenn undan harðstjórn, óöld, borgarastríðum og bylting- um. 15 af hundraði eftir 21 ár Af um 240 miljónum íbúa Bandaríkjanna eru nú eitthvað á bilinu 20-30 miljónir hispaníkar (Hispanics), eins og fólk róm- anskamerískrar ættar er kallað þarlendis. Um 19 miljónir þeirra hafa fasta og löglega búsetu og eru flestir bandarískir ríkisborg- arar, en enginn veit með vissu hve margir þeir eru, sem dveljast í landinu eftir að hafa komist inn í það án leyfis yfirvalda. Að þetta fólk sé um tíu miljónir talsins er ekki fráleit ágiskun. Yfir 60 af hundraði hispaníkanna eru mex- íkanskrar ættar, en meðal þeirra er einnig mikill fjöldi fólks frá Pú- ertóríkó, Argentínu, Kólombíu, Perú, Kúbu, Salvador, Níkara- gva, Gúatemala, Haiti (sem er frönskumælandi, svo að fólk það- an ætti varla að teljast með Hisp- anics) og fleiri löndum. Fólk af rómanskamerískum uppruna er að líkindum orðið ná- lega eins fjölmennt í Bandaríkj- unum og blökkumenn og því fjölgar fimm sinnum hraðar en landsmönnum í heild. Þetta staf- ar af hærri fæðingatölu hjá hisp- aníkum en þó einkum af miklum innflutningi fólks. Að mati bandarísku manntalsskrifsto- funnar verða hispaníkar orðnir yfir 40 miljónir talsins árið 2010 og þá um 15 af hundraði íbúa Bandaríkjanna. Talið er að þeir verði um aldamótin orðnir meiri- hluti íbúa Kalifornfu, fjölmenn- asta ríkis Bandaríkjanna. Þeir eru 45 af hundraði íbúa í Miami með útborgum. Hlutfallslega flestir eru þeir í suðvesturríkjun- um og Flórída, en einnig mjög fjölmennir í mörgum stórborg- um, t.d. New York og Chicago. Ríkir Kúbanir — fátækir Mexíkanar Hispaníkar eru að meðaltali þriðjungi tekjulægri en íbúar Bandaríkjanna í heild, um fjórð- ungur þeirra er samkvæmt hag- skýrslum neðan við fátæktar- mörk og þeir hafa að meðaltali fengið allmiklu minni skóla- menntun en aðrir landsmenn. Pví fer þó víðs fjarri að allir hispaník- ar séu fátækir og menntunar- snauðir. í Miami, aðalborginni í Flórída, sem er hagvaxtarmesta ríki Bandaríkjanna, eru þeir að jafnaði betur efnum búnir en hvitir Anglos (eins og hispaníkar kalla enskumælandi menn), hvað þá blökkumenn. Innflytjendur frá Kúbu ráða þegar mestu um stjórn- og efnahagsmál í Miami. Þeir eru flestir yfir- og millistétt- arfólk, sem leit á sósíalisma Cast- Börn í slömmi í El Paso sækja vatn - fjórðungur hispaníka er neðan við bandarísk fátæktarmörk. ros sem ógnun við hagsmuni sína, og vegna menntunar og starfs- reynslu áttu þeir tiltölulega auðvelt með að koma sér áfram í nýja landinu. Fólk mexíkanskrar ættar er að jafnaði fátækast og menntunarminnst hispanfka, en langt er þó í frá að það sitji allt við sama borð í þeim efnum. Fjöldi hispaníkanna, auk vax- andi áhrifa þeirra í stjórnmálum, efnahagsmálum og á fleiri svið- um, hefur þegar breytt heildar- svip Bandaríkjanna svo um mun- ar. Á þessum áratug hefur róm- anskamerísk tónlist komist í tísku með ungu fólki þarlendis, það þykir orðið fínt þar að borða mexíkanskan mat og drekka mexíkanskan bjór og rómansk- amerískar filmstjörnur njóta vax- andi vinsælda. Helmingur auglýs- inga á neðanjarðarbrautar- stöðvum New York er á spænsku og víðast hvar í Bandaríkjunum geta menn fengið skattaskýrslu- eyðublöð með texta á því tungu- máli. Áhrifamiklir í stjórnmálum Ekki hvað síst í stjórnmálum eru vaxandi áhrif hispaníka áber- andi. Fyrir nokkrum árum náði kjöri sem borgarstjóri í Chicago frambjóðandi á vegum demó- krata, sem studdist einkum við sameinað fylgi blökkumanna og hispaníka. Hispaníkar hafa verið eða eru ríkisstjórar í Flórída og Nýja Mexíkó, borgarstjórar í San Antonio, Miami og Denver og á Bandaríkjaþingi skipta þeir tugum. Yfirleitt hallast hispaník-* ar að demókrötum, sem hafa orð á sér fyrir að vera vinsamlegri efnalitlu fólki en hinn stóri flokk- urinn, en Kúbanirnir í Flórída, sem flestir eru harðir andkomm- únistar, kjósa fremur repúblík- ana. Stjórnmálaáhrif hispaníkanna voru áberandi í kosningabarátt- unni s.l. ár. Dukakis demókrat- aframbjóðandi lagði sérstaka áherslu á að ná fylgi þeirra og neytti til þess góðrar spænsku- kunnáttu sinnar. En repúblíkan- ar létu ekki heldur sitt eftir liggja; Reagan forseti útnefndi Lauro Cavazos frá Texas í ráðuneyti sitt sem menntamálaráðherra og varð hann fyrstur hispaníka til að komast í Bandaríkjastjórn. Bush lét í kosningabaráttunni bera allverulega á barnabörnum sín- um hálfmexíkönskum og steig mjög í vænginn við kúbanska kjósendur í Flórída, þar sem sonur hans er formaður repúblík- ana. Uggurensku- mælandi manna Ekki hefur þessi gangur mála í Bandaríkjasögunni verið vand- kvæðalaus. Hispaníkar halda fastar í tungu sína og menningu ættlandanna en flestir aðrir inn- flytjendur hafa gert og eiga tiltölulega auðvelt með það sökum nálægðar ættlandanna, miklu betri samgangna og fjar- skipta en áður var og þess hve margir þeir eru, auk þess sem þeir búa gjarnan á svæðum sér. Fátækt og menntunarleysi margra gerir þeim líka erfitt um vik að aðlagast samfélaginu, hversu fegnir sem þeir vildu. ■ Vegna þessa og hraðvaxandi fjöl- da hispaníka þykjast ensku- mælandi Bandaríkjamenn sjá fram á - og ekki að ástæðulausu, eins og skilja má af framanskráðu - að þess verði skammt að bíða að spænskumælandi menn vaxi þeim yfir höfuð í sumum ríkjum. Um- mæli vissra forustumanna hispan- íka þess efnis, að gera beri spæn- sku að opinberu máli Bandaríkj- anna við hlið enskunnar, hafa vakið grun um að hispaníkar ætli sér stærri hlut í bandaríska samfé- laginu en aðrir þjóðernis- og menningarhópar hafa hingað til sætt sig við eða kært sig um. Við þessu hafa enskumælandi menn brugðist með því að koma því til leiðar í 17 ríkjum, að enska skuli lögleidd sem opinbert mál. (í flestum ríkjanna hefur enskan til skamms tíma verið svo ríkjandi, að engum hefur dottið í hug að þörf væri á löggjöf henni til fulltingis.) í þessu sambandi er talað um hættu á „kvíbekkingu“, það er að segja á sundurlyndi ensku- og spænskumælandi Bandaríkjamanna, hliðstæðu því sem er í Kanada milli ensku- og frönskumælandi manna og felur í sér hættu fyrir einingu þess lands. Ekki er laust við kynþáttaand- úð í garð hispaníka, bæði af hálfu hvítra og svartra landsmanna. Það er talað um „brúnu hættuna" að sunnan og hispaníkar kvarta oft um að þeir sæti misrétti á vinnu- og húsnæðismarkaði. Þótt efalaust sé eitthvað til í því, má benda á að algengast var meðan innflytjendastaumurinn stóð yfir frá Evrópu að síðustu innflytj- endurnir fengju þau störfin, sem minnst var sóst eftir og verst voru borguð, þótt álíka hvítir væru og þeir, sem fyrir voru. Dæmi kú- bönsku innflytjendanna, sem áður var getið, bendir og ekki til annars en að hispaníkar geti komist áfram jafnt og aðrir. Þá má nefna að hjónabönd hispan- íka og annarra landsmanna eru mjög algeng; að sögn eins for- ustumanna þeirra fyrrnefndu kvænist/giftist þriðji hver hispan- íki persónu utan „síns hóps“. Það bendir ekki til svæsins kynþátta- rígs gagnvart hispaníkum, og er líka vísbending um að aðlögunar- tregða þeirra sé ef til vill ekki eins mikil og ætla mætti af sumu öðru. Dagur Þorleifsson Stöndugur Kúbani ( Miami - þar ráða þeirrar þjóðar menn mestu í stjórn- og efnahagsmálum. Föstudagur 20. janúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - slÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.