Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOM PAN Þjódsögur og ævintýri Yfirleitt verða þjóðsögur til sem munnmælasögur og eru síðan skráðar í bók. Munnmælasögur eru sögur sem fólk segir hvert öðru og þannig er sagan geymd í minni þeirra sem segjahana. Stundum bæta sögumenn við sögurnar og þannig breytast þær oft frá upprunalegu frásögninni. Þjóðsögur eru sögur sem þjóðin segir. Síðan hafa menn tekið sig til og safnað sögunum í bækur sem ger- ir sögurnar eilífar og óbreytanlegar. Á fjörur Barnakompunnar rak þjóðsagnahefti frá ellefu ára krökkum í Æfingaskól- anum. Þessar sögur höfðu þeir samið og skráð þannig að þar eru þjóðsögur sem sagðar eru af þeim sem best þekkja þær, höfu- ndunum sjálfum. Við ætl- um að kíkja í ævintýra- heiminn hjá krökkunum og birtum í dag tvær sögur sem gerast á ólíkum stöð- um. Draugurinn í Kringlunni Einu sinni var maður sem átti þrjá syni. Dag einn fór yngsti sonurinn til bæjarins til að kaupa í matinn í Kringlunni. Karlinn og elstu drengirnir sem hétu Malti og Palti voru heima. Pabbinn var veikur og dó og varð að draugi. Pabbinn vissi ekki að hann væri orðinn að draugi. Hann fór út í Kringlu að gá að syni sínum sem hét Birgir. Hann var sá eini sem sá pabba sinn. Þeir fóru að kaupa föt á pabbann. Fólkið varð svo hissa á því að Birgir var að klæða ósýnilegan mann í föt. Svo komu þeir heim og allt var svo kyrrt og hljótt og inn fóru þeir og sáu Malta og Palta gráta. Álfurinn Siggi Ég heiti Siggi álfur og bý í Vestmannaeyjum. Þar er mjög gaman að vera nema á veturna þá er svo kalt. En á ég að segja ykkur eitt. í fyrra þá var ég að elda mat og skildi hann eftir í smá tíma. Þegar ég kom aftur var búið að borða hann og vitið þið? Ég veit hver borðaði matinn. Það var tröll, ég veit hvað hann heitir. Hann heitir Fúsi. Asnalegt nafn á trölli er það ekki? Hann býr í helli og hann þvær sér aldrei. Það er ógeðsleg fýla af Pabbinn kom til þeirra og spurði af hverju þeir væru að gráta. - Ertu ekki dáinn? - Ég veit það ekki. - Sjáðu þú ert þarna líka, sagði Birgir. - Ég er þá dáinn og er þá draugur, sagði pabb- inn. - Ekki vera hræddir. - Ætlar þú í gröfina eða vera hjá okkur? spurðu strákarnir. - Vera hjá ykkur og þú ferð alltaf út í búð með mér Birgir. Guðrún Ása Jóhannsdóttir 11 ára honum. Það er hægt að þekkja hann úr mílufjar- lægð. Svo er hann mesti óþokki í Vestmannaeyjum, allir hræðast hann, líka ég. En þegar Þór kemur með Mjölni þá verður hann hræddur svo hann felur sig og þá hlæja allir hátt. Olafur Jónsson 11 ára Hver felur sig í þessari mynd? Litaðu 1 grænt, 2 rautt 3 svart, 4 blátt og 5 gult. I I M 20 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989 L L Pappírsföndur Til þess aö búa til pappírshesta þarftu stífan pappír. Þú færö efni í þrjá hesta úr einu A-4 blaði því allt sem þú þarft eru tveir renningar 30 sm. langir og 3 sm. breiðir. Síðan brýtur þú þá saman eins og myndirnir sýna, límir hestinn saman á réttum stöðum, setur á hann fax, tagl, augu og reiðtygi og þá er ekkert eftir nema setjast á bak. © <3> <£>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.