Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 5
Miljarða skoðanaágreiningur milli bankakerfisins og fjármálaráðherra Er óráðsía í bankakerfinu svo mikil að út úrflói? Ólafur Ragnar Grímsson Már Guðmundsson Þórður Ólafsson Stefán Pálsson Geta bankamir sparað tvo miljarða? Mikiö stríð hefur staöið undanfarna daga um vaxtamál, hvort bankarnir eigi eða megi hækka vexti eða ekki. í framhaldi af því hefur umræðan beinst að kostnaði bankanna sjálfra og að óhóflegur kostnað- ur við íslenskt bankakerfi sé einn orsaka- valda þess hversu vextir séu háir. í því sambandi hafa þeir Ólafur Ragnar Gríms- son, fjármálaráðherra og efnahagsráðgjafi hans Már Guðmundsson bent á tvö dæmi. Annars vegar að væri vaxtamunur hér Þegar því er haldið fram að spara megi um 2 miljarða í ís- lensku bankakerfi þaif fyrst að líta hvaða útreikningar liggja að baki þeim samanburði sem gerð- ur er og síðan hvort sá saman- burður sé réttur og raunhæfur. Er sérstaða íslands slík að ekkert mark er á samanburði við önnur lönd? Vaxtamunur Lítum fyrst á dæmi fjármála- ráðherra um vaxtamun. Því er haldið fram að vaxtamunur hér sé á bilinu 7,0-7,5%, en að vaxta- munur erlendis í sambærilegri bankastarfsemi sé hins vegar 4,5- 5%. í lok október 1988 hafi innlán innlánsstofnana numið tæplega 80 miljörðum og væri vaxtamunur hérlendis sambæri- legur við það sem gerist í ná- grannalöndunum, þ.e. 2,5% lægri þýddi það að íslenskar innlánsstofnanir hefðu tekið um 2 miljörðum króna minna í vaxta- mun. sambærilegur viö erlenda banka mætti spara um 2 miljaröa króna og hins vegar aö væri hægt aö ná fram sparnaöi upp á 2,2, miljaröa króna væri rekstrarkostnaöur hér sambærilegur viö rekstrarkostnaö banka í nágrannalöndunum. Fulltrúar bankanna hafa ekki veriö alls kostar ánægöir meö þessar röksemdir og þó þeir séu flestir á því aö þaö megi ná fram sparnaöi í íslenska bankakerfinu, þá sé samanburöur viö út- lönd óraunhæfur. Sú tala sem tekin er fyrir vaxta- mun hérlendis í ofangreindu dæmi 7,0-7,5%, er nokkurs kon- ar meðaltalstala. Seðlabankinn reiknar út svokallaðann „hiut- fallslegan vaxtamun" og hefur sú tala verið breytileg í gegnum árin. Borin eru saman einstök innlána og útlánaform bankanna og vægi hvers um sig fundið og síðan er fengið hlutfall þar á milli. Árið 1982 var vaxtamunur reiknaður á þennan hátt 5,6%, 1983 var hann 6,9%, 1984 5,5%, 1985 5,1%, 1986 6,4% og 1987 var hann 7,1%. Á árinu 1988 hækkaði þessi vaxtamunur fyrri hluta ársins þannig að fyrstu átta mánuðina mældist þessi vaxta- munur 8,3% en hefur síðan hríð- fallið. Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans og for- maður Sambands íslenskra við- skiptabanka sagði í viðtali við Nýja Helgarblaðið að þessi vaxtamunur væri nú kominn nið- ur í 4,0% sem að þýddi einfald- lega að bankarnir væru reknir með tapi. Til þess að geta staðið undir rekstri og viðhaldi á eigið fé, sem samkvæmt lögum má ekki vera minna en 5% þyrfti vaxtamunurinn að vera um 6%. Þetta þýddi að bönkum væri upp á lagt að skila umtalsverðum arði og nefndi að Búnaðarbankinn þyrfti sennilega um 150 miljónir lcróna í gróða á ári til að geta staðið undir þessum skuldbind- ingum. Mismunandi aðferðir En það eru til fleiri aðferðir við að reikna vaxtamun heldur en sú sem að ofan er greint frá. Sam- band íslenskra viðskiptabanka hefur látið útbúa töflu sem sýnir vaxtamun á Islandi með saman- burði við vaxtamun í öðrum Evr- ópulöndum og Bandaríkjunum. Þeirri aðferð sem þar er beitt og er reyndar öllu algengari er sú að vaxtamunur er reiknaður út frá niðurstöðutölum efnahagsreikn- ings. „Við tökum niðurstöðu- tölur efnahagsreiknings og finn- um heildarvaxtatekjur og heildarvaxtagjöld og fáum út vaxtamun. Inn í dæmið eru sem sagt teknir allir liðir sem gefa bankanum vexti, t.d. eru reiknaðir vextir af eigið fé bank- ans og allar vaxtagreiðslur sem bankinn þarf að standa skil á. Þar sem stofntölur eru með þessu móti hærri fæst vaxtamunur sem er minni en með hinni aðferðinni. Þetta er féð sem við höfum til rekstrar og gefur sambærilegar tölur við útlönd og raunhæfa mynd af því hvernig bankarnir koma út í rekstri,“ sagði Stefán Pálsson. Ómarktækur munur? í þeim útreikningum sem við- skiptabankarnir hafa lagt upp á þennan hátt er vaxtamunur við- skiptabanka (ekki sparisjóða) að meðaltali fyrir árin 1981-1986 3,78%, sem er eins og sjá má öllu #'östudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.