Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 22
Ofið úr tóminu Norræni Textílþríæringurinn að Kjarvalsstöðum 7.-22. janúar Sjang og Eng í meðförum Sigurðar og Þrastar eru undursamlega skoplegir á köflum og u Bræðumi Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó. Sjang Eng eftir Göran Tunström Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Aðstoðarieikstjóri: Jón Tryggvason Leikmynd og búningar: Marc Degg- eller Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson og Ríkharður Pálsson Dans og hreyfing: Hlíf Svavarsdóttir Leikendur: Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Gísla- dóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Sig- urður Karlsson, Margrét Ólafsdóttir, Asa Hlín Svavarsdóttir, Eggert Þor- Ieifsson, Jón Sigurbjörnsson, Krist- ján F. Magnús, Jakob Þór Einarsson, Jón Tryggvason. Sagan af Sjang og Eng er heill- andi hverjum sem á vill hlýða. Líkt og áhorfendur Barnum sirk- usstjóra sem flutti þá austan frá Síam til Ameríku viljum við skoða þesskonar undur. Mannin- um er ásköpuð sú forvitni að vilja kynnast einstaklingum sem eru honum gerólíkir en þó sömu teg- undar, samgróninga, skeggjaðar konur, risa og tvíkynja fólk. Af óttablandinni forvitni hópuðust menn til slíkra sýninga á liðnum öldum. Leiksýningin er forvitni- leg af sömu sökum þótt þeir bræður séu leiknir og skeggið á konunni sé falskt. Við spyrjum hvernig voru bræðurnir og sýn- ingin á að veita okkur svarið. En þótt Göran Tunström vilji öðrum þræðinum skýra líf tvíbur- anna og örlög, þá er sá gallinn á verki hans að við kynnumst bræðrunum lítið betur en áhorf- endur á skemmtunum þeirra. Framkoma þeirra er skjöldur sem þeir skýla sér á bak við, við kynnumst þeim meira af áliti og Kammertónle í skemmtilegum formála að sýningarskrá Norræna textíl- þríæringsins segir Gertrud Sandquist að listin fæðist í af- neitun þeirra skilyrða sem henni eru sett: þegar Penel- óþa var að vefa líkklæðin utanum föður Ódysseifs rakti hún vefinn jafnóðum uþþ á nóttunni. Með því vildi hún storka örlögunum sem henni vorubúin, rífaniðurörlagavef- inn, afneita oki tímans og sög- unnar og storka dauðanum. í þessari afneitun varð vefnað- urinn að skagandi list. Þessar vangaveltur eiga vel við um þessa veflistarsýningu sem Norræna listamiðstöðin hefur nú skipulagt í fimmta sinn. Sýningin er viðburður í íslensku listalífi, og í vali verka á þessa sýningu hafa aðstandendur einmitt lagt áherslu á þessi skilyrði listarinn- ar: hún vex upp úr neikvæði sínu, skapandi vefnaður er jafnframt afneitun þeirra forsenda sem vef- stóllinn setur. í stað þess að sýna okkur fagmannlega ofin líkklæði sýnir Penelópa okkur einsemd og stærð listamannsins í uppreisn sinni. Aðstandendur þessarar sýningar hafa á sama hátt viljað sýna okkur þessi skilyrði skap- andi vefnaðar. f stað þess að lúta hinni hefðbundnu frásögn og ornamenti í vefnum rfs vefurinn upp í andhverfu sinni sem eitthvað framandlegt og nýtt fyrirbæri, hlutir og myndir sem eru ekki Iýsandi á nokkurn hátt, heldur frekar eins og lifandi per- sónur sem við mætum á götu: mismunandi dularfullar og sér- stæðar með mismunandi sterkan karakter. Þessar persónur eru jafnframt mismunandi loðnar og ólíkar í efnisgerð sinni, sumar bjartar og léttar sem fis, aðrar þungar og myrkar eins og mold- in. I þessum vefnaði er ekkert skjól frekar en í líkklæði Penel- ópu, en hann kann að segja okk- ur þeim mun meira um þau skil- yrði sem hann er sprottinn úr, þau örlög sem honum er gert að storka. Því má halda fram að myndlist- in hafi gengið í gegnum söguleg tímamót á síðari hluta tuttugustu aldarinnar: hún hefur risið upp gegn þeim forsendum sem henni hafa verið settar af sögunni. í stað þess að sýna okkur mynd af heiminum, sem sett er upp innan ákveðins ramma og samkvæmt ákveðnum sögulegum forsend- um, þá hefur listaverkið stigið út úr rammanum, storkað hinum sögulegu forsendum og tekið sér stöðu mitt á meðal okkar sem hvert annað sjálfstætt fyrirbæri í umhverfinu. Þetta á ekki bara við um málverkið og höggmynda- listina, heldur líka vefjarlistina: vefurinn verður vitnisburður um eigin tilvist, og forsendurnar til þess að mæta honum eru jafn- framt breyttar: við getum ekki skoðað þessi verk út frá hefð- bundnum lögmálum listasög- unnar því þau duga ekki lengur. Mælikvarðinn sem við leggjum á gildi þessara verka verður jafn persónulegur og duttlungafullur og sá mælikvarði sem við leggjum á persónur sem við mætum á götunni. Þessi ofnu myndverk eiga sér jafn þverstæðufuíla tilvist og við sjálf og gildi þeirra fyrir okkur fer eftir því hvort við finn- um okkur í þeirri þverstæðufullu tilvist sem þarna mætir okkur. Um leið eru þessi myndverk til þess fallin að opna augu okkar fyrir nýrri sjónrænni upplifun, nýjum og óendanlegum mögu- leikum sjónrænnar reynslu. Kemur þetta okkur við? Það er undir okkur sjálfum komið. En það er með augað eins og með önnur skilningarvit mannsins: þegar þau hætta að uppgötva nýjan veruleika verða þau blind á umhverfi sitt og eigin tilvist. Þess vegna er það holl æf- ing fyrir augað að gera sér ferð í Kjarvalsstaði nú um helgina og skoða Norræna textílþríæring- inn. Gertrud Hals: Þrjár súlur. Efni: steypt polyester og textílþræðir. Hæð 220-240 cm. Á sunnudagskvöld hélt Tríó Reykjavíkur, sem er auðvitað hræðilegt nafn, tónleika í Bú- staðakirkju. Það skipa Halldór Haraldsson, Guðný Guðmunds- dóttir og Gunnar Kvaran. Þau léku tríó K. 564 eftir Moz- art, þrjú næturljóð eftir Ernest Bloch og tríóið hans Schuberts op. 99. Það var reyndar minnst þekkta verkið, næturljóðin, sem var há- punktur tónleikanna. Þetta er mjög falleg músík. Bloch var frá- bært tónskáld. Hann var fransk- svissneskur gyðingur sem gerðist bandarískur ríkisborgari. Hann heyrist hér sjaldan eða aldrei. Sagt er að Næturljóðin hafi á sér gyðinglegan blæ eins og sum önnur verk tónskáldsins, sem var þó fjarri því að vera eitthvert „gyðingatónskáld". Hann var fremur alþjóðlegur í hugsun en þjóðernissinni. Þessi tónlist var ákaflega fallega leikin af Tríói Reykjavíkur svo hrein unun var að. Mozart samdi ein sex píanótríó og af þeim er K. 564 það ómerki- legasta. Enda er það ekki neitt tríó heldur píanósónata sem Mozart breytti í tríó í snarheitum til að afla sér peninga. Verkið er ósköp ljúft og notalegt en satt að segja gerist list Mozarts ekki öllu Iéttvægari. Meira gaman hefði ÓLAFUR GÍSLASON verið að heyra eitthvert stór- brotnara verk meistarans í þessu1 formi, úr því Tríó Reykjavíkur veitti þeim athygli á annað borð, t.d. meistaraverkin K. 502 og 542. Leikurinn var alveg þokka- legur en náði ekki að heilla mig. Síðast á efnisskránni var tríó op. 99 eftir Schubert. Ég hef aldrei skilið orðtakið „himneska lengd“ hvað það varðar. Það er ekki lengra en erkihertogatríó Beethovens. Þetta verk, sem var aldrei prentað meðan tónskáldið lifði og aðeins einu sinni leikið á lokuðum konsert, er nú eitthvert allra vinsælasta hljóðfæraverk hans. Það jafnast þó ekki á við tríóið op. 100. En samt er þetta himnesk tónlist. Sagt er að hún sé létt og áhyggjulaus. Að mínum SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON „>.1.,22 SÍP^r. ^ýTT HEþCV\RQUAO Fostudaguc 20..janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.