Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 7
samkvæmt því kostar þotuflotinn um 450 miljónir dollara eða 22 miljarða króna. Auk þess eru stöðugt á Vellinum 2-3 af þeim 18 AWACS-vélum sem eru í eigu NATO og munu vera einhver dýrasti og fullkomnasti flugfar- kostur sinnar gerðar. Þá eru á vellinum 9 Orion P-3C kafbáta- leitarvélar sem geta borið stýri- flaugar með kjarnorku- sprengjum, ein KC-135 tankvél sem getur gefið eldsneyti í lofti, þrjár björgunarþyrlur af gerðinni HH-3 „Jolly Green Giant“ og ein Hercules herflutningavél. Pær framkvæmdir sem nú standa yfir á vegum hersins eru að sögn flotaforingjans allar nauðsynlegar til stuðnings þess- um mikla flugflota, þannig að hann komi að fullu gagni. Rekstrarkostnaður 7,5 miljarðar á ári En stofnkostnaður alls þessa vígbúnaðar segir þó ekki alla sög- una. Á Vellinum búa nú um 5000 Bandaríkjamenn, þar af um 3200 hermenn. Auk þess eru um 2000 íslenskir starfsmenn sem koma til starfa á herstöðina daglega, þar af um 1100 fastir starfsmenn hers- ins. Hinir eru starfsmenn verk- taka. Rekstur herstöðvarinnar á Miðnesheiði, þar sem allur kostnaður annar en fjárfesting er talinn, kostaði 150 miljónir doll- ara á árinu 1987 eða 7,5 miljarða ísl. króna. Þar af greiddi herinn 35 miljónir dollara eða 1,7 milj- arða króna í rekstur Keflavíkur- flugvallar að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa. 140 „óvinaflugvélar“ á ári Talsmenn hersins eiga ekki í erfiðleikum með að réttlæta nauðsyn þessara miklu hernaðar- umsvifa hér á landi, og beinast rök þeirra einkum að tvennu: nauðsyn á eftirliti með umferð sovérskra herskipa og flugvéla og nauðsyn á því að skapa svokall- aða „fælingu“ er hindri sovéska ævintýramenn í að espa til ófriðar á Atlantshafi. Gildi fælingar er sem kunnugt er orðið afar umdeilt í nútíma samskiptum þjóða, eins og hern- aðarbandalögin hafa að hluta til viðurkennt með samningum um gagnkvæma fækkun vopna. Það verður að minnsta kosti ekki mælt tölulega, en öðru máli gegn- ir um eftirlitið. Þar er hægt að mæla fjölda þeirra óboðnu sov- ésku herflugvéla og kafbáta, sem koma inn á eftirlitssvæði hersins frá Kola-skaga, þar sem um helmingur sovéska flotans er staðsettur. Friðþór Eydal var því spurður að því hve tíðar slíkar heimsóknir, væru. Og svarið er að slíkar heim- sóknir „óvinaflugvéla" teljast að meðaltali um 140 á ári, og mætti kannski hugsa sér minni viðbún- að til þess að finna þær. Hvað varðar kafbátaheimsóknirnar, þá er fjöldi þeirra ekki gefinn upp, þar sem slíkar upplýsingar gætu gefið óvininum færi á að meta getu eftirlitskerfisins. Framkvæmdaáætlunin Sú framkvæmdaáætlun sem nú er í gangi á vegum Nato og Bandaríkjahers hér á landi kom til framkvæmda 1983 og á henni að ljúka 1994. Þá á eftirtöldum framkvæmdum að vera lokið: 1) Byggingu fjögurra ratsjár- stöðva á fjórum landshornum og Flugskýli fyrir F-15 orrustuþotur af „hertri" gerð. Slíkskýli vorureistá Vellinum fyrir25miljónirdollara. Ein F-15 orrustuþota kostar álíka mikið og öll flugskýlin, og þvíkostar þotuflotinn á Kefla-víkurflugvelli um 22 miljarða Íslenskra króna. nýrrar ratsjármiðstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Stöðvarnar verða tengdar við stjórnstöð með ljós- leiðurum lögðum í jörð, sem Póstur og sími leggur til. Auk þess verður vararatsjármiðstöð byggð skammt fyrir ofan Grinda- vík. Þessi framkvæmd er þannig á vegi stödd, að búið er að reisa ratsjárstöðvarhúsin á Gunnólfs- víkurfjalli og Bolafjalli og fram- kvæmdir hafnar við ratsjármið- stöð á Vellinum en framkvæmdir við byggingu nýrrar stöðvar í Hornafirði munu hefjast í vor. Alls eiga þessar framkvæmdir að kosta um 500 miljónir dollara eða 25 miljarða ísl. króna. á stórstraumsfjöru. 4) Byggingu nýrrar stjórnstöðvar af „hertri“ gerð þar sem safnað verður saman öllum upplýsingum frá ratsjárstöðvunum, kafbáta- eftirlitinu og frá nálægum her- stöðvum og þaðan sem boð verða send til yfirstjórnar Atlantshafs- flotans í Norfolk í Bandaríkjun- um. Bygging stjórnstöðvarinnar er þegar hafin inni á vallarsvæð- inu nálægt þeim stað þar sem nú- verandi stjórnstöð er. Þetta er tveggja hæða bygging, glugga- laus, og er neðri hæðin að mestu niðurgrafin. Byggingin á að geta staðist hnjask allvel, þótt hún sé ekki talin fullkomlega sprengju- Vöílinn. Því væri aukning fjöl- skylduíbúða aðkallandi og lægju nú umsóknir fyrir Bandaríkja- þingi um byggingu enn fleiri íbúðarhúsa. Meira hangir á spýtunni Eric McWadon flotaforingi tjáði fréttamönnum að leyfi ís- lenskra stjórnvalda hefði fengist fyrir lagningu hliðarbrautar með- fram norður-suðurbrautinni á Keflavíkurflugvelli. Slík hliðar- braut mun stytta aðkeyrslu farþegavéla að suðurenda brautarinnar og verða þannig til hagræðingar fyrir farþegaflugið. En hún verður hins vegar byggð Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli við Þistilfjörð. Myndin er tekin Ijúlí 1988, en nú er búið að Ijúka byggingunni og hægt að flytja tækni -búnaðinn inn í vor. Samskonar bygging hefur verið reist á Bolafjalli við ísafjarðardjúp. Hafist verður handa við byggingu sambærilegra stöðva við Sandgerði og Stokksnes í sumar. Þá er ný ratsjármiðstöð í byggingu á Miðnesheiði skammt frá „Rockville". Vararatsjármiðstöð verðursíðan reistskammt fyrirofan Grindavík. Ljósm. Banda- rikjaher breiðari en tíðkast um slíkar að- keyrslubrautir, þannig að hún mun einnig gagnast sem varab- raut og mun það vera áhugamál hersins að auka þannig öryggi og afkastagetu flugvallarins á stríð- stímum. Að sögn McWadons er nú verið að leita heimildar hjá NATO og Bandaríkjastjórn um fjárveitingu í þetta verkefni. Verkfræðilegur undirbúningur verksins stendur nú yfir hjá SAC- LANT flotastjórninni í Norfolk, en ljóst er, að sögn flotaforin- gjans, að framkvæmdir geta ekki hafist í sumar. Aðspurður um óskir NATO varðandi lagningu varaflugvallar, sagði flotaforinginn að frá sjónar- miði þeirra á Miðnesheiði væri æskilegast að leggja þennan flu- gvöll í Aðaldal í N- Þingeyjarsýslu. Austurströnd Grænlands kæmi einnig til greina, en þangað væri þó of langt að mati flugmanna í Kefla- vík. Varaflugvöllur þessi myndi taka við hlutverki því sem Reykjavíkurflugvöllur og Akur- eyrarflugvöllur gegna nú, en þeir hafa þá ókosti annars vegar að vera of nálægt Keflavík og hins vegar að vera of hættulegar í að- flugi. Persónulega sagðist McWadon einnig óska þess að varaflugvöllurinn yrði lagður hér á landi, þar sem með því myndu íslendingar eignast ókeypis nýjan flugvöll. Af öllu þessu má ráða að um- svif Bandáríkjahers og NATO hér á landi eru orðin umfangs- meiri en nokkurn gat órað fyrir í fyrstu, og verður seint fullséð hvaða áhrif þessi miklu umsvif hafa á íslenskt efnahagslíf í bráð og lengd. -óig 2) Byggingu flugskýla af „hertri“ gerð yfir 18 F-15 orrustuþotur. Flugskýlin eru þegar komin í gagnið og var kostnaður við þau um 25 miljónir dollara eða 1,25 miljarðar króna. 3) Byggingu hafnar, olíubirgðast- öðvar, dælustöðvar og olíul- eiðslna í Helguvík. Höfnin hefur þegar verið byggð af íslenskum aðalverktökum, og var hún af- hent hernum í desember s.l. Alls verða 11 tankar fyrir þotubensín, olíu og bílabensín í Helguvík, og hafa 2 fyrstu tankarnir þegar ver- ið í notkun í 2 ár. Byggingu dælu- húsa er sömuleiðis lokið og bygg- ing 3 tanka langt komin, en alls eiga þessar framkvæmdir að kosta um 244 miljónir dollara eða 12,2 miljarða ísl. króna. Höfnin í Helguvík á að geta tekið á móti 35-40 þúsund lesta olíuskipum, og dýpið í höfninni verður 13,5 m held að sögn flotaforingjans. Hún á jafnframt að geta staðist eiturefnahernað. Varastjórnstöð verður byggð skammt frá Grindavík, þar sem einnig verður vararatsjármiðstöð og eftirlits- og viðhaldsmiðstöð fyrir hug- búnaðarkerfi stjórnstöðvar og ratsjárbúnaðarins. Við hugbúnaðarviðhaldið eiga 20 ís- lenskir kerfisfræðingar að fá vinnu. Ekki er upplýst um kostn- að við byggingu stjórnstöðvar- innar. 5) Bygging fjölbýlishúsa með 248 íbúðum fyrir hermenn og fjöl- skyldur þeirra stendur nú yfir. Fram kom í máli flotaforingjans að skortur á viðunandi húsnæði gæti aftrað herstöðinni frá að ná til sín hæfum starfskrafti og að algengt væri að hermenn þyrftu að b ')a í marga mánuði eftir því að g a fengið fjölskyldur sínar á Póstur og sími leggur Ijós- leiðara fyrir herinn Eric McWadon flotaforingi sagði á fundi með íslenskum fréttamönnum að samningar stæðu nú yflr á milli Bandaríkja- hers og Pósts og síma hér á landi um lagningu tvöfaldrar Ijós- leiðaralagnar umhverfls landið frá ratsjárstöðvunum á Langa- nesi, Vestfjörðum og Stokksnesi til Keflavíkurflugvallar. Af þessu tilefni snerum við okkur til Ólafs Tómassonar póst- og símamála- stjóra og spurðum hann um þessa framkvæmd. Ólafur taldi að hér væri um misskilning að ræða, þar sem mál þetta væri allt á umræðustigi enn og væntanleg þjónusta Pósts og síma fyrir ratsjárstöðvarnar yrði ekki önnur en að leigja hernum afnot af línum í því ljósleiðara- kerfi sem Póstur og sími væri að leggjá umhverfis landið. Sagði Ólafur að Póstur og sími ynni samkvæmt langtímaáætlun um lagningu ljósleiðara, sem myndi með tímanum valda byltingu í öllum fjarskiptum hér á landi. Enn sem komið er hafa ratsjár- framkvæmdir hersins ekki raskað framkvæmdaáætlun okkar, sagði Ólafur, en við munum verja 100 miljónum króna á þessu ári til lagningar ljósleiðara frá Borgar- nesi til Blönduóss. -ólg Föstudagur 20. janúar 1989 f HELGARBLAÐ - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.